Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
29
Til hvers er Lánasjóður
íslenskra námsmanna?
eftir Heimir Órn
Herbertsson
Um þessar mundir eru liðin tæp
tvö ár síðan ný lög voru sett um
Lánasjóð íslenskra námsmanna
(LÍN). Með þessum lögum var regl-
um sjóðsins um lánveitingar til
námsmanna breytt mjög verulega
og hafa talsmenn stúdenta í Stúd-
entaráði Háskóla fslands og for-
svarsmenn LÍN deilt að uridanförnu
um afleiðingarnar af þessum breyt-
ingum fyrir námsmenn. f þessari
umræðu virðist undirrituðum sem
nokkur grundvallaratriði sem standa
að baki sjóðnum hafi hreinlega
gleymst eða að þau skipti ekki leng-
ur máli og önnur séu komin í þeirra
stað. Það er því ekki úr vegi að spyija
nokkurra grund-
vallarspuminga
um LÍN og hinn
raunvemlega til-
gang sem hann
hlýtur að hafa.
Hver hagnast
áLÍN?
Siðast þegar
ég VÍSSÍ lá ákveð- Heimir Örn
in undirstöðu- Herbertsson
hugsun að baki
LÍN og hún var þessi: Annars vegar
verður það að viðurkennast að margt
hæfileikaríkt fólk, sem gæti náð
góðum árangri bæði í bóklegum og
verklegum fræðum, hefur ekki að
digrum sjóðum að hverfa til að fjár-
magna nám sitt. Eini möguleiki
Athugasemd frá dag-
skrárstjóra Rásar 2
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi athugasemd frá Sigurði
G. Tómassyni, dagskrárstjóra
Rásar 2:
Vegna greinar Þórdísar Guðjóns-
dóttur í laugardagsblaði 'Morgun-
blaðsins og skrifa Víkverja í blaðinu
í dag, þriðjudag, vill undirritaður
taka eftirfarandi fram:
1. Gagnrýnt er að Agustin Nav-
arro Cortes, hafí ekki verið boðið að
skýra frá sinni hlið málsins á móður-
máii sínu, spænsku. Agustin hefur
dvalið hér á landi um árabil og talar
íslensku. Eigi að síður umorðaði dag-
skrárgerðarmaður spumingar sínar
og endurtók þær til þess að viðmæl-
andi skildi öragglega hvað um var
að ræða. Upptakan fór fram á föstu-
degi 7. janúar, en var send út mið-
vikudaginn 12. janúar. í millitíðinni
gerði dagskrárgerðarmaður ítrekað-
ar tilraunir til þess að ná í viðmæl-
anda sinn, til að glöggva sig frekar
á málinu og fá frekari spurningum
svarað. Þá varð Þórdís Guðjónsdóttir
fyrir svörum, en dagskrárgerðar-
manni tókst ekki að ná tali af Agust-
in.
2. Aldrei fór á milli mála að viðtal-
ið var tekið fyrir Útvarpið ogtil flutn-
ings á Rás 2.
3. Hvað þá gagnrýni varðar, að
dagskrárgerðarmaður hafi aðeins
kynnt sér aðra hlið málsins, þá er
það ekki rétt. Hann kynnti sér báðar
'hliðar þess og vann dagskrárliðinn
út frá því.
4. Um óeðlileg tengsl starfsmanns
á Rás 2 við annan málsaðilann og
áhrif þeirra á dagskrárgerðina, er
ekki að ræða, þar sem Lísa Pálsdótt-
ir vinnur ekki í dægurmálaútvarpi
rásarinnar og tekur því ekki þátt í
fundum þess. Hún átti því engan
hlut að málinu.
Sú ákvörðun að taka málið á dag-
skrá, var algjörlega óháð því að einn
starfsmanna Ríkisútvarpsins er
tengdur málsaðila.
I þessu tilfelli var íjallað um deilu-
mál. Báðir aðilar komu á framfæri
sinni sýn á málið, þar af leiðandi var
ekki brotið gegn reglum um óhlut-
drægni.
Það er misskilningur, að með því
að taka málið upp -í dægurmálaút-
varpinu hafi starfsmenn þess viljað
„ala á andúð og fordómum gagnvart
útlendingum almennt“. Þvert á móti
kom fram í umfjölluninni, að rétt sé
að vara við því að útlendingar, sem
nýfluttir eru til landsins, séu órétti
beittir.
Sigurður G. Tómasson,
dagskrárstjóri Rásar 2.
þessa fólks til þess að nýta hæfíleika
sína er að fá peninga að láni í gegn-
um LÍN sem það borgar svo aftur
að námi loknu. Þetta er mikilvægt
atriði sem má ekki gleymast. Náms-
menn borga lánin sín aftur. Á öllum
hinum Norðurlöndunum er aðstoð
ríkisins til námsmanna i tvennu lagi,
þ.e. annars vegar lán og hins vegar
styrkur. Þarna er því nokkur munur
á.
Námsaðstoð er fjárfesting
Hins vegar er. það hagnaður þjóð-
félagsins. Það er margnotaður frasi
að menntun sé framtíðin, það sé
menntunin sem geri fólkið og ís-
lenska þjóðfélagið samkeppnishæft
á þeim risastóra markaði sem við
keppum á við aðrar þjóðir. Margnot-
aður frasi já, en sannur. Svo einfalt
er það. Það fjármagn sem ríkið
ákveður að leggja í námsaðstoð í
gegnum LÍN er fjárfesting í hug-
og verksviti landsmanna. Það er fjár-
festing á nákvæmlega sama hátt og
það er fjárfesting að kaupa togara
til að veiða fisk. Það er sérstaklega
mikilvægt fyrir smáríki eins og Is-
land er á alþjóðlegum mælikvarða
að búa íslendingum almenna mennt-
un og möguleika til sérnáms að því
loknu til þess einfaldlega að lifa af.
Tvíþættur tilgangur
Þannig sýnist tilgangur LÍN vera
tvíþættur. Annars vegar það grund-
vallaratriði að allir þegnar landsins
hafi möguleika til að nýta hæfileika
sína og velja sér eigin framtíð og
hins vegar sá augljósi hagnaður sem
þjóðfélagið hefur af því að mennta
þegnana til þess að efla samkeppnis-
stöðu sína.
Námslánakerfið þarf því að vera
þannig uppbyggt að það sinni þess-
um tveimur markmiðum. En er það
raunin? Eru reglur LÍN með þeim
hætti að sjóðurinn stuðli raunveru-
lega að jafnrétti til náms? Hvað er
að LIN og hveiju þarf að breyta til
þess að hann nái markmiðum sínum?
Þessar spurningar krefjast svara og
í seinni hluta greinarinnar mun ég
leitast við að draga þessar spurning-
arnar fram í dagsljósið og svörin við
þeim.
Höfundur er nemandi og skipar
1. sæti á lista Vöku fls. til
Stúdentar&ðs.
Páskar á Kanarí
3 vikur - 23. mars
Njóttu páskanna í frábæru veðri á Kanaríeyjum við góðan aðbúnað á glæsilegum
gististöðum Heimsferða. Hér nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra sem bjóða
þér spennandi kynnisferðir og skemmtanir á meðan á dvölinni stendur
og tryggja þér öruggt og gott frí í sólinni.
Verð frá kr. 59.800,-
pr. mann m.v. hjón með 2 börn, Las Isas.
Verð kr. 75.200,- m.v. 2 í íbúð.
Flugvallaskattar kr. 3.660,- f. fullorðna, kr. 2405 f. börn.
Brasilía - páskaferð, 3 vikur
Salvador de Bahia - Rio de Janeir
Aðeins fá sæti laus í þessa heillandi ævintýraferð sem slegið
hefur í gegn í vetur. Tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Verð frá kr. 99.800. Aukagjald fyrir Rio de
Flugvallaskattar kr. 4.860,- f. fullorðna. JaneÍrO kr. 14,900
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Þorsteinn Árnason færir Páli Pálssyni, framkvæmdastjóra Fiskmark-
aðs Vestmannaeyja, blómvönd í tilefni nýja húsnæðisins.
V estmannaeyjar
Fiskmarkaðurinn
flytur 1 nýtt húsnæði
Vestmannaeyjum.
FISKMARKAÐUR Vestmknnaeyja, sem nú hefur starfað í rúm tvö
ár, flutti fyrir skömmu í nýtt og stærra húsnæði með starfsemi sína.
Þá hefur markaðurinn tekið í notkun nýtt uppboðskerfi í samvinnu
við íslandsmarkað hf. sem opnar fleiri kaupendum aðgang að uppboð-
um markaðarins.
Páll Pálsson framkvæmdastjóri
Fiskmarkaðarins sagði, að nýtt og
rúmbetra húsnæði ætti eftir að koma
starfsemi markaðarins vel í framtíð-
inni. Hann gerði grein fyrir notkun
nýja uppboðskerfisins sem hann
sagði opna mikla möguleika fyrir
fiskaupendiir á mun stærra svæði
en áður að kaupa fisk af markaðn-
um. Nýja uppboðskerfið tengist upp-
boðskerfí íslandsmarkaðar hf. Sagði
Páll að þeir fiskkaupendur sem hefðu
aðgang að einhveijum þessara mark-
aða gætu keypt fisk af hveijum þeim
sem tengdur er kerfinu svo lengi sem
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
þeir hefðu gilda bankaábyrgð fyrir
kaupunum. Sagði hann að þessi sam-
tenging hefði gert það að verkum
að á þeim stutta tíma sem kerfið
hefði verið í notkun hefðu á annað
hundrað nýir kaupendur bæst við
viðskiptavini markaðarins í Eyjum.
Frá fyrsta uppboði Fiskmarkaðar
Vestmannaeyja, sem haldið var 31.
janúar 1992, hafa vérið seld 13.459,5
tonn af fiski fyrir rúmlega 914 millj-
ónir króna og var aukning í seldu
magni milli áranna 1992 og 1993
18,2%.
- Grímur
t
Eiginkona mfn, móðirokkar, tengdamóöir, amma og langamma,
HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Egilsbraut 12,
Þorlákshöfn,
lést 10. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, laugardaginn
19. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Þorlákskirkju, Þorláks-
höfn eða Krabbameinsfélag Islands.
Guðni Karlsson,
Guörún Guðnadóttir, Jón Dagbjartsson,
Helga Guðnadóttir,
Þorsteinn Guðnason, Lovísa Rúna Sigurðardóttir,
Katrín Guðnadóttir, Sigurður Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför sonar
míns og bróður okkar,
VALGEIRS SIGURÐSSONAR,
Þingskálum.
Sérstakar þakkir færum við Kvenfélaginu Unni og vinum okkar,
Klöru Haraldsdóttur, Sigríði Heiðmundsdóttur, Viðari Steinarssyni
og Jóhanni Bjarnasyni fyrir ómælda hjálp og vináttu.
Lifiö heil.
Júlía Guðjónsdóttir,
Ingólfur Sigurðsson,
Sólveig Sigurðardóttir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við and-
lát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, sonar, tengdasonar, bróð-
ur og mágs,
JÓHANNS GUÐNASONAR,
Vesturási 36.
Samstarfsfólki Skandía eru færðar sér-
stakar þakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg H. Birgisdóttir,
Birgir Daði, Agnes
og RebekkaJóhannsbörn,
Guöni G. Sigfússon,
Birgir G. Albertsson, Evlalía K. Guðmundsdóttir,
María S. Guðnadóttir, Ingólfur K. Sigurðsson,
Valur Guðnason, Bryndís Richter,
Sigfús J. Guðnason, Hulda B. Halldórsdóttir,
Borghildur Birgisdóttir,
Guðmundur A. Birgisson,
Gunnar F. Birgisson.