Morgunblaðið - 16.02.1994, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1994
Minnmg'
Ástríður Gróa
Guðmundsdóttir
Fædd 22. mars 1900
Dáin 8. febrúar 1994
Ástríður Gróa Guðmundsdóttir
fæddist í Hjarðardal ytri í Önundar-
firði aldamótaárið 1900. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Bjamason,
f. 26. september 1870 á Sæbóli á
Ingjaldssandi við Önundarfjörð og
Guðný Arngrímsdóttir, f. 12. októ-
ber 1871 í Hjarðardal ytri í Önund-
arfirði. Ástríður átti tíu systkini,
átta bræður og tvær systur, sem
öll komust á legg. Þau voru Lára
Vilhelmína Margrét, f. 1899, Arn-
grímur Vídalín, f. 1901, Pétur Guð-
mundur, f. 1903, Hallgrímur, f.
1904, Jón Vídalín, f. 1906, Konráð,
f. 1908, Daníel Friðrik, f. 1909,
Vilhjálmur Baldur, f. 1911, Guðný
Aðalbjörg, f. 1913 og Vésteínn, f.
1914. Systkinin eru nú öll látin,
amma er sú síðasta þeirra sem lífið
kveður.
Sumir telja að ekkert móti mann-
inn jafn mikið og náttúrulegt um-
hverfi hans og víst er að tign vest-
firsku fjallanna og skjólið í firðinum
sem hvíldi á milli þeirra átti sér
alla tíð bólfestu í hjarta Ástu ömmu
okkar. Hún sagði okkur ótal sögur
frá æskuárum sínum í Önundarfirð-
inum sem hafa fest í minningunni.
Hjarðardalur ytri stóð framarlega
í firðinum og útsýnið var vítt, húsa-
kynni vegleg og býlið allt hið mynd-
arlegasta. Þegar amma var níu ára
gömul flutti fjölskyldan að Hafurs-
hesti undir samnefndu fjalli, þar var
—*allt þrengra, jafnt útsýni sem húsa-
kynni og amma minntist alla tíð
fyrsta æskuheimilis síns með ást
og söknuði. En andrúm heimilisins
breyttist ekki í grundvallaratriðum,
ástríkið var samt við sig og heimil-
ið að sjálfsögðu rekið af sama
myndugleika og áður, þar héldu
foreldrar ömmu um stjórnvölinn.
Að þeirra tíðar hætti samanstóð
fjölskyldan ekki bara af bömunum
og foreldrunum heldur bjuggu
þama líka ömmurnar báðar og
Manga gamla auk, á stundum, ann-
arra sem bundust heimilinu tíma-
bundið. Ömmurnar, þær Ástríður
og Lára, gengu hversdags undir
nafninu amma á rúminu og amma
- í bæ. Þær voru afskaplega vel gefn-
ar konur og góðir sagnaþulir og
áhrifavaldar í lífi barnabarnanna.
Guðmundur pabbi ömmu var hag-
mæltur vel og kátur og gantaðist
oft í börnunum sínum og orti um
þau vísur.- Guðnýju mömmu sinni
lýsti amma gjarnan sem kletti heim-
ilisins, hún var stólpinn sem lífið
hverfðist um, róleg og sterk. Okkur
fannst við gjörþekkja allt fólkið sem
amma sagði okkur frá, svo lifandi
voru frásagnir hennar.
Amma ólst upp í andans fögn-
uði, umlukin ást og hlýju alls þessa
fólks á heimilinu. En lífið var líka
strit og púl, á stóru heimili ætlaði
verkunum aldrei að linna. Amma
hafði yndi af útiveru og sá þanki
læddist stundum að henni hve allt
hefði nú verið skemmtilegra ef hún
hefði fæðst sem strákur en ekki
stelpa. Amma var líka svolítil
strákaátelpa í sér, prakkari og gekk
óhikað til „karlaverka" ekkert síður
en „kvenna“ alla tíð. Skólaganga
ömmu var með hefðbundnum hætti
eftir því sem þá tíðkaðist. Undir
tvítugt fór hún til náms að Núpi í
Dýrafirði, en tæpum vetri síðar var
hún kölluð heim úr námi til að taka
við heimilinu vegna veikinda
Guðnýjar móður hennar. Guðný féll
frá langt um aldur fram, einungis
48 ára að aldri. Þetta var árið 1920
og yngsti bróðir ömmu, Vésteinn,
var þá ekki nema um sex ára gam-
all.
Árið 1925, en þá er Guðmundur
pabbi ömmu einnig látinn, giftist
amma Ingimundi Guðmundsssyni
frá Vífilsmýrum í Önundarfirði, afa
okkar. Afi fæddist í Kaldrananesi
á Ströndum 16. október 1900. Afi
og amma höfðu þekkst frá barns-
aldri, gengið saman í skóla og alla
tíð vitað hvort af öðru. Þau hófu
búskap að Hesti eins og Hafurs-
hestur var kallaður í daglegu tali.
Þar bjuggu þau næstu fjögur árin
og eignuðust synina Guðmund Ein-
ar, f. 26. október 1924, og Guðna
Baldur, f. 6.júní 1926. Árið 1929
er amma orðin heilsulítil og talið
æskilegt að hún sé nær læknum
en völ er á fyrir vestan. Fjölskyldan
tekur sig upp og flytur að Hlébergi
við Hafnarfjörð. Þar fæðist svo
einkadóttirin Guðrún Svanborg, f.
23. janúar árið 1933. Þarna í hraun-
inu búa þau til 1935 en þá er flutt
í Skerjafjörðinn til þess að synirnir
komist í skóla. í Skeijafirðinum bjó
fjölskyldan á þrem stöðum, en
lengst í kjallaranum á Hörpugötu
34. Húseigendur þar, þau Karlotta
og Ásgeir, bjuggu einnig í húsinu
og tengdust ömmu og afa sterkum
vinaböndum. Hörpugatan var heim-
ili fjölskyldunnar næstu tíu árin, en
í stríðslok festu þau kaup á íbúð á
Sundlaugavegi í Reykjavík. Um
miðja öldina rís svo stórt og mynd-
arlegt hús á Langholtsvegi 96 í
Reykjavík, sem þau byggja frá
grunni. Þetta var heimili þeirra
næstu áratugina, eða uns þau fluttu
að hjúkrunarheimilinu Skjóli. Afí
vann ýmsa verkamannavinnu um
ævina en var lengst af verkstjóri
hjá Eimskip. Amma hafði, auk hús-
móðurstarfanna, mörg járn í eldin-
um, til dæmis bakaði hún og seldi
bakkelsið í verslanir svo einungis
eitt sé nefnt af handahófi af þeim
aukastörfum sem hún fékkst við.
Á Langholtsveginum var jafnan
mannmargt. Auk afa og ömmu
hafa Guðni og Guðrún búið þar alla
tíð og Guðmundur þar til hann
kvæntist árið 1963. Kona Guð-
mundar er Jóhanna Magnúsína
Guðjónsdóttir, f. 6. september 1923.
Sonur þeirra er Guðjón Ingi og
stjúpdætur Guðmundar (dætur Jó-
hönnu) eru þær Sigrún og Elsa.
Guðni kvæntist árið 1953 Kristine
Sigmundsdóttur, f. 9. ágúst 1932.
Börn þeirra eru Ásta, Soffía, Krist-
ín Elfa, Ingimundur, Guðni Arnar
og Valgerður Guðrún. Þijú þau
yngstu búa enn í föðurhúsum. Áuk
fjölskyldunnar dvaldi þar einnig
margt manna um lengri eða
skemmri tíma, vinir og vandamenn.
Amma var yndisleg kona, glað-
lynd, barngóð og skemmtileg. Hún
hafði gaman af að tala við fólk og
ekkert síður börn en fullorðna.
Amma hafði sérstakt lag á að gera
hátíðisdaga eftirminnilega. Hún bjó
til heilt ævintýraland fyrir jólin,
með álfum, tröllum, dvergum, engl-
um og fleiri vættum. Á sumardag-
inn fyrsta fengu barnabömin ný föt
og sumargjafír, þetta var sannkall-
aður hátíðisdagur. Heimilið var
mjög gestkvæmt og amma var ein
af þessum konum sem var margt
til lista lagt. Hún var mikil handa-
vinnukona og myndarle'g húsmóðir,
skapandi til orðs og æðis. Amma
var mjög vel gefin og sjálfmenntaði
sig í því sem hún hafði áhuga á,
en það var fjölmargt. Hún lærði til
dæmis að spila á píanó, stúderaði
jarðfræði og þýsku, en hún hafði
mikið dálæti á þýskum skáldum,
Goethe, Sehiller og Heine, og vildi
geta lesið ljóð þeirra á frummálinu.
Amma glæddi áhuga okkar á ljóð-
um og góðum bókmenntum. Við
vorum ekki gamlar þegar hún gaf
okkur Svartar fjaðrir, Snót, Svan-
hvíti, Norræn söguljóð, Ævintýri
H.C. Andersen og fleiri bækur
fylgdu jafnt og þétt í kjölfarið eftir
því sem árin liðu. Hún sagði okkur
sögur af fornköppum, gamla tíman-
um, lífinu í Önundarfirði, ljóð og
ævintýri. Við munum eftir eins kon-
ar baðstofulífi í pijónaherberginu.
Þegar amma spann á rokkinn sögð-
um við gestum og gangandi að
amma væri uppi að rokka, en þetta
var einmitt á gullaldarárum rokks-
ins. Seinna var svo keypt pijóna-
vél. En í pijónaherberginu var ekki
bara pijónað. Þar var spjallað,
hlustað á útvarp, hnýtt á og saum-
að.
Amma og afi fóru í margar fjalla-
ferðir á efri árum, tóku myndir og
söfnuðu steinum. Amma þekkti
landið sitt vel og var mikill göngu-
garpur. Við fórum í margar göngu-
- ferðir með henni og þá var ekki
verið að setja fjarlægðirnar fyrir
sig. Við gengum suður í Kópavog
til að kaupa blóm og heimsækja
Pétur og Dadda, bræður ömmu, upp
í Breiðholt í beijamó, niður í bæ í
pakkhúsið til afa og til Nönu í hann-
yrðabúðinni. Við gengum líka á
Hengil og þá opnaðist fyrir okkur
hvað heimurinn var stór.
Amma gat verið mesti grallari,
en það gaman var sprottið af kímni
og lífsgleði og ávallt græskulaust.
Hún glettist oft við afa og kallaði
hann Munda gamla. Hún og afi
voru ólík, hann dulur og hún opin,
en þau áttu vel saman og milli
þeirra ríkti ást og hamingja. Þau
áttu mörg sameiginleg áhugamál
og þá ekki síst ást sína á landinu
og ferðalögin. Það er ekki auðvelt
að lýsa konu eins og ömmu því hún
var svo fjölhæf og mikill persónu-
leiki. Það sem upp úr stendur er
það hvað hún var góð við okkur,
greind og skemmtileg. Okkur þótti
svo undur vænt um hana og við
söknum hennar mikið. Síðustu árin
hafði heilsu hennar hrakað mjög
mikið og hún bjó á Skjóli ásamt
afa, en hann lést 21. maí árið 1990.
Hún amma hafði „græna fingur"
og garðurinn hennar bar henni fag-
urt vitni. Hún gróðursetti tré og
villt blóm, bjó til steinbeð og bolla,
tjaldaði úti í garði og hélt okkur
garðveislur. Sumarið var hennar
tími og því langar okkur að kveðja
ömmu okkar með broti úr ljóðinu
Sumarmál eftir Davíð Stefánsson,
sem hún hafði dálæti á.
Svo snauð er engin íslensk sál
að elska ei ljósið bjarta,
að finna ei sérhver sumarmál
til sólargleði í hjarta,
að fínna ekki þunga þrá
til þess að vaxa og gróa,
við slíka yndissjón að sjá
allt sefgrænt, tún og móa.
Ásta, Soffía og Kristín
Elfa Guðnadætur.
Jökla yfir enni
er nú ró.
Hvergi ég kenni
í kyrrum skóg
náttblævar neins.
Söngfuglar sofa i náðum.
Bíð þú við, bráðum
blundar þú eins.
(Goethe - þýð. Hannes Hafstein.)
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir allar samverustundirnar. Guð
blessi þig.
Ingimundur Guðnason,
Guðni Arnar Guðnason og
Valgerður Guðrún Guðnadóttir.
Þegar ástvinur deyr öðlast svo
ótal margt sem honum tengist
aukna merkingu. Síðustu samskipt-
in, ýmis minningabrot frá hinum
og þessum stundum, hugsanir um
hann, tilfinningar til hans. Þannig
er og um hana ömmu mína nú. Þar
sem ég stend í miðri stjörnuþoku
alls þess sem amma mín var mér
finnst mér allt í einu það verkefni
að skrifa um hana minningargrein
risavaxið og vissulega ofvaxið þeim
aukvisa sem ég er. En auðvitað er
minningargrein fyrst og fremst per-
sónuleg kveðja og ástarvottur. Ég
ætla mér ekki þá dul að lýsa lífs-
hlaupi ömmu minnar né persónu-
leika. Til þess voru þræðir ævi
hennar of margir og hún sjálf of
margslungin. Ég get einungis reynt
að koma því áleiðis hve hún var
mér mikils virði.
Þegar við amma kynntumst átti
hún tæpa tvo um sextugt en ég
rétt nýfædd eins og gefur að skilja.
Um leið og ég fór að beita hlustar-
blöðkunum af einhveiju viti varð
ég þess áskynja að amma mín var
gæfukona, hún naut ástar og virð-
ingar allra sem áttu þess völ að
kynnast henni. Ég held að tvennt
hafi öðru fremur valdið þeim vin-
sældum sem hún átti að fagna;
mikil víðsýni og orðvendni. Amma
talaði aldrei illa um fólk og var
blessunarlega laus við fordóma, hún
var húmanisti í þess orðs bestu
merkingu. Án þess að hafa fyrir
því gaf hún hveijum manni í spor-
baug sínum þá tilfinningu að hann,
skoðanir hans og tilfinningar væru
mikils virði. Amma varð líka fljót-
lega sú stjarna sem skein hvað
skærast í minni bernsku. Hún hafði
þennan smitandi áhuga sem ein-
kennir svo gjarnan vel gefið fólk
og átti það til að beita dramatískum
tilburðum þegar hún vildi kynna
manni eitthvað sem henni fannst
að hvert mannsbarn ætti að hafa
að minnsta kosti einhveija nasasjón
af. Þannig hlustaði ég á helstu
kvæði Goethes og hinna þýsku stór-
skáldanna, á þýsku auðvitað, í
drynjandi útfærslu ömmu minnar
með fingur á lofti: „Warte' nur,
balde ruhest du auch.“ Þannig fékk
ég líka heilu ausurnar úr sagna-
brunni bernsku hennar, með orðun-
um „og viti nú menn!“ milli gúlsop-
anna. Og þannig var ég líka tekin
með hælkrók og fleiri glímubrögð-
um á ganggólfinu með glettnislegan
hlátur ömmu minnar sem bakgrunn
sjónarspilsins, ég held að í þessu
tilviki hafi aðalatriðið ekki verið
íslensk uppfræðsla heldur það að
amma skemmti sér.
Við amma bjuggum í sama húsi,
— hún uppi, ég niðri. Þegar lífið
var ósanngjarnt og sorgir þess ill-
þolanlegar var alltaf hægt að
stökkva upp og sækja huggun til
ömmu. Stundum til að sitja með
henni í pijónaherberginu og leika
t
Ástkær móðir mín,
GUÐRÚN ÓLAFÍA SIGURÐSSON,
andaðist 7. febrúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þórdís Sigurðsson Aikman.
J
GUÐMUNDUR JÓNSSON
fyrrum bóndi,
Kjaransstöðum, Biskupstungum,
lóst á Ljósheimum, Selfossi, þriðjudaginn 15. febrúar.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Guðmundur Sigurðsson,
Sigrfður Egilsdóttir.
Móðir okkar og tengdamóðir, +
ANNA ÞORGRÍMSDÓTTIR,
andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn 13. febrúar.
Birna Jónsdóttir, Pétur Pétursson,
Jóhanna Jónsdóttir, Anna Þorbjörg Kristjánsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Jónas Árnason,
Þorgrfmur Jónsson, Hulda Jósefsdóttir,
Bjarni Jónsson, Hólmfríður Árnadóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
ÞÓREY E. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Vallargerði 25,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 18. febrúar
kl. 15.00.
Þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess.
AgnarJónsson,
Agnes Agnarsdóttir, Sigurður Magnússon,
Þórey E. Heiðarsdóttir, Agnar Már Heiðarsson,
Pétur Orri Heiðarsson, Magnús Örn Sigurðsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
MARTA JÓNSDÓTTIR
frá Nýborg,
Akurgerði 5,
Akranesi,
andaðist á heimili sínu þann 13. febrúar.
Magnús Guðmundsson, Ester Jónsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Geirsson,
Dóra Guðmundsdóttir, Karl H. Karlsson,
Steinunn Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Ásgeir Kr. Ásgeirsson,
Sigurður Guðmundsson, Nanna Sigfúsdóttir,
Pálmi Guðmundsson, Hanna Benediktsdóttir,
Elfn Sveinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.