Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 HERRA JONES Sýnd kl.7.10 og 11.30. Síðustu sýn. rWTTTTTTTTTT Öld sakleysisins Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna. Sýnd kl. 4.45 og 9. Síðustu sýningar. 2XZZZ3 í NÝJU OG STÓRGLÆSILEGU STJÖRNUBÍÓI „Afbragðs góðir stólar“ ★★★★ S.V. MBL. Frumsýnir spennutryllinn í KJÖLFAR MORÐINGJA HX STRIKING DISTANCE - 100 VOLTA SPENNUMYND Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. í) RAUÐIR TÓNLEIKAR ( Háskólabíói 20.00 fimmtudaginn 17. febrúai A, \ ■ ■ - Hljómsveitarstjóri: Ctiétfried Bernet Einleikari: Einar Jóhannesson Carl Maria pon Weber: Der Freischiitz, forleikur Klarinettukonsert nr. 1 bert Shumann: Sinfónía nr. 1 Hjf# SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Sími Hljómsveit a I I i o íslendlnga 622255 ■ Á ÁTTUNDA Nátt- úruverndarþingi sem hald- ið var í október 1993 var samþykkt að halda opna ráðstefnu til kynningar og umræðu um stefnu í nátt- úruvernd áður en endanlega yrði gengið frá henni af hálfu Náttúruverndarráðs. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 19. febrúar nk. í funda- og ráðstefnusöl- um ríkisstofnana, Borgar- túni 6, og hefst hún kl. 9 og lýkur kl. 17. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttaka til- kynnist Náttúruverndar- ráði, Hlemmi 3, Reykjavík. Ráðstefnugjald er 2.000 kr. Jjg| BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680 ^ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra svið kl. 20: • EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson unniö upp úr bók Isabel Allende. Fim. 17/2 uppself, fös. 18/2, uppselt, lau. 19/2 uppselt, sun. 20/2 uppselt, fim. 24/2 uppselt, fös. 25/2 uppselt, lau. 26/2 uppselt, sun. 27/2 uppselt, lau. 5/3 uppselt, sun. 6/3, fim. 10/3, fös. 11/3 örfá sæti laus, lau. 12/3 uppselt. Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til sölu í miðasölu. ATH. 2 miðar og geisladiskur aðeins kr. 5.000,- • SPANSKFLUGAN e. Arnold og Bach Aukasýning í kvöld, allra síðasta sýning. Litla svið kl. 20: • ELÍN HELENA e Árna Ibsen Fös. 18/2 fðein sæti laus, lau. 19/2, fös. 25/2 næst síðasta sýning, lau. 26/2 sfðasta sýning. Ath.: Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. Miðasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum í síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. - Greiðslukortaþjónusta. Stóra sviðið kl. 20.00: • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson. 2. sýn. í dag mið. 16. feb., uppselt, - 3. sýn. fim. 17. feb., uppselt, - 4. sýn. fös. 18. feb., uppselt, 5. sýn. mið. 23. feb., laus sæti, - 6. sýn. sun. 27. feb., uppselt, - 7. sýn. mið. 2. mars, laus sæti, 8. sýn. sun. 6. mars, laus sæti. • MAVURINN eftir Anton Tsjekhof Sun. 20. feb. - lau. 26. feb. - lau. 5. mars. Ath. fáar sýn. eftir. • ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller Lau. 19. feb. - fös. 25. feb. - fös. 4. mars. • SKILABOÐASKJÓÐAN ettir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Sun. 20. feb. kl. 14, örfá sæti laus, - lau. 26. feb. kl. 14, - sun. 27. feb. kl. 14, nokkur sæti laus, sun. 6. mars kl. 14. Smíðaverkstæðið kl. 20.30: • BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Lau. 19. feb., örfá sæti laus, - fim. 24. feb., uppselt, - fös. 25. feb., uppselt, fös. 4. mars - lau. 5. mars. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.00: • SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén Fös. 18. feb. - lau. 19. feb. - mið. 23. feb. - lau. 26. feb. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning er hafin. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti sfmapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Grtena linan 996160. Konukvöld í Herkast- alanum KONUKVÖLD, fyrir konur á öllum aldri, verður haldið í Herkastalanum, Kirkju- stræti 2, í kvöld, miðviku- daginn 16. febrúar, kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Á konukvöldi í kvöld verður sýnikennsla í gerbakstri. Hug- vekju flytur majór Liv Gund- ersen frá Noregi og einnig mun sönghópur syngja. Bragðað verður á gerbakstrin- um og einnig verður happ- drætti. Konukvöldin sem haldin hafa verið í vetur, einu sinni í mánuði hveijum í Herkast- alanum hafa verið vinsæl og dagskráin fjölbreytt. Fyrir utan mikinn söng og hugvekju hefur m.a. verið sýnikennsla í blómaskreytingum, konfekt- gerð, förðunarsérfræðingur hefur frætt um andlitssnyrt- ingu og næringarfræðingur um áhrif mataræðis á líf okk- ar, segir í fréttatilkynningu frá Hjálpræðishernum. --------♦-------- Atvinnumál í Vogum Vogum. LIONSMENN í Keili í Vog- um héldu nýiega almennan fund í félagsheimilinu Glað- heimum um atvinnumál en atvinnuástandið hefur verið slæmt. Á fundinum flutti Jón Er- lendsson, yfírverkfræðingur Upplýsingaþjónustu Háskóla íslands um skipulegt sjálfs- nám um atvinnumál og tæki- færasköpun í atvinnulífinu. Gagnrýndi hann harðlega átaksverkefni sem hefðu verið unnin og sagði þau hallærisleg og nefndi sem dæmi viðskipta- fræðing sem hefði verið látinn raka mold. í almennum umræðum á fundinum gagnrýndi stærsti atvinnurekandinn í hreppnum það að engar lausnir hefðu komið fram á fundinum sem leystu þann vanda sem væri -við að glíma i atvinnumálum. - E.G. Sjávarútvegsráðherra í alþingisumræðu um breytingar á stjórn fiskveiða Ekkí stórvægilegar deilur um grundvöll fiskveiðistjómunar Áfram byggt á aflamarkskerfi með frjálsu framsali aflaheimilda SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA mælti í gær fyrir frumvarpi um breyt- ingu á stjórn fiskveiða. Hann lagði áherslu á að frumvarpið endurspe- glaði þá niðurstöðu nefndar um mótun sjávarútvegsstefnu, að rétt væri að byggja áfram í grundvallaratriðum á því fiskveiðistjórnunar- kerfi sem verið hefði að mótast hérlendis undanfarinn áratug. Al- þýðuflokksmenn, sem tóku til máls, lýstu yfir efasemdum um kvóta- kerfið. Frumvarpið um stjóm fiskveiða byggðist á málamiðiunum stjórnarflokkanna og yrði að taka ýmsum breytingum í meðferð sjávarútvegsnefndar þingsins. Frumvarpið felur í sér nokkrar breytingar á kvótakerfmu. Þar er meðal annars lagt til að smábátar minni en 6 brúttólestir verði settir undir aflamark og einnig ákveðnir 7 banndagar í hveijum mánuði auk veiðibanns í desember og janúar og um páska. Þá er lagt til að línuafli á vetrarmánuðum verði aðeins að hálfu talinn til aflamarks, að fisk- vinnslur geti keypt aflakvóta, að aldrei verði hægt að flytja kvóta á skip umfram veiðigetu þess, og að kvóti skips falli niður ef það veiði minna en 25% af heildarkvóta sín- um tvö ár í röð. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í framsöguræðu að það hefði verið meginniðurstaða ráðgjafarnefndar um stjórn fisk- veiða, tvíhöfðanefnarinnar svo- nefndu, að rétt væri að byggja áfram í grundvallaratriðum á því fiskveiðistjómunarkerfi sem verið hefur að mótast undanfarin 10 ár en gera á því nauðsynlegar breyt- ingar í Ijósi nýrra aðstæðna. Frum- varpið endurspeglaði þessa niður- stöðu. Þrætuepli „Fiskveiðistjórnun hefur lengi verið þrætuepli. Umræðum þar um má þó skipta í aðalatriðum í tvennt. Annars vegar lúta þær að mismun- andi skoðunum um grundvallar- stefnu og hins vegar að ólíkum við- horfum um framkvæmd sem fyrst og fremst eiga rót sína að rekja til mismunandi hagsmuna frá einni byggð til annarrar eða eftir því hvers konar útgerð á í hlut. Það er athyglisvert að nefnd sú sem hafði forustu fyrir endurskoðunar- starfínu skuli hafa komist að niður- stöðu að fylgja í grundvallaratriðum óbreyttri stefnu og að engin samtök innan sjávarútvegsins skuli hafa kallað á annars konar fiskveiði- stjórnunarkerfi, fyrir utan Far- manna og fiskimannasambandið. Um grundvöll fískveiðistjórnunar- kerfísins eru því ekki stórvægilegar deilur innan atvinnugreinarinnar. Hitt er ljóst að um einstök fram- kvæmdaatriði eru skiptar skoðanir sem ráðast og mótast fyrst og fremst af ólíkum hagsmunum," sagði Þorsteinn. Hann sagði að það atriði sem leitt hefði til alvarlegra deilna um þessi efni væri þátttaka sjómanna í kaupum á aflaheimildum. Gengið hefði verið út frá því, og staðfest í kjarasamningum, að sjómenn tækju ekki þátt í slíkum kaupum, en sjómönnum þótti ákvæðið ekki virt og það leiddi til verkfalls sem stöðvað var með bráðabirgðalögum í janúar. Nefnd 3 ráðuneytisstjóra, sem sett var á fót samkvæmt þeim lögum, hefði skilað tillögum til sjáv- arútvegsnefndar um hugsanlega lausn þess vanda sem fælist í því að setja á stofn kvótaþing þar sem viðskipti með aflaheimildir færu fram. Þorsteinn sagði skiptar skoð- anir um þessar tillögur en mikil- vægt væri að sjávarútvegsnefnd Aiþingis ræddi þær tillögur sem fyrir hendi væru og aðra kosti, þá einkum að koma á fót úrskurðar- aðila til að taka á ágreiningsefnum og lögfesta kjarasamningsbókunina um kvótakaup sjómanna. Varanlegar reglur Þorsteinn sagði að einkum tvær meginleiðir kæmu til greina til að stjórna fiskveiðum og íslendingar hefðu reynslu af þeim báðum. Ann- ars vegar að stjórna sókninni með sóknarmarkskerfí og hins vegar að stjórna aflamarki með aflamarks- kerfí með fijálsu framsali eins og byggt væri á í gildandi löggjöf. Það væri skoðun tvíhöfðanefndarinnar að aflamarkskerfí með fijálsu fram- sali hafí yfírburði yfír önnur stjórn- kerfí og kostirnir væru einkum þeir að aflamarkskerfíð veitti mesta tryggingu fyrir því að standa megi við áform um heildarafla. Þá væri þetta eina kerfíð sem gæfí fyrirheit um að hámarka arð af fiskveiðum. Hér á landi hefur verið í gildi blanda af sóknarmarks- og afla- markskerfí frá 1984 til 1990. Þor- steinn sagði að aflamark hefði reynst mun áhrifaríkara og vísbend- ingar væru um veruleg áhrif þessa stjórnkerfis í áttina til meiri hag- kvæmni. Framleiðni hefði aukist meira í sjávarútvegi en öðrum at- vinnugreinum. Þá hefði skipum fækkað þótt flotinn hefði stækkað mælt í rúmlestum. Fjárfesting hefði aukist verulega í sóknarmarki en síðan minnkað í aflamarki. Miklar fjárfestingar hefðu verið í smábát- um enda gátu þeir veitt óhindrað lengi vel þar til lögum var beitt til að stöðva þessa fjölgun. Fjölgunin hefði svo leitt til mikillar aukningar á afla þeirra sem væri ástæða þess að smábátum var úthlutað afla- marki. Þorsteinn sagði að kvótakerfinu væri oft kennt um þegar þrengdi að byggðarlögum. Stærstu áhrif aflamarkskerfisins væru hins vegar ótvírætt þau, að það auki arðsemi í sjávarútvegi umfram önnur kerfi. Þannig styrkti kerfíð atvinnulífið á landsbyggðinni sem byggðist á sjávarútvegi og styrkti því byggð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.