Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1994 „Ég get hætt hvenær sem ég vil.“ Með morgunkaffiriu Emma var að segja mér al- gert leyndarmál, sem hún bað mig í guðsalmáttugsbænum að láta ekki fara lengra. * Ast er... l-\o . .. í loftinu. TM Reg. U.S Pat Otl.—all rights reserved ° 1993 Los Angeles Times Syndicate Ef þú fórst með mig bara til að sýna mér hversu sterkur þú ert, getum við alveg eins ■snúið strax við. fWtrgawlblfopip BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Kvennakirkjan Frá Jóhanni Guðmundssyni: Auglýst er í Mbl. 15. janúar sl. Messa í Seltjamarneskirkju kl. 11. 'Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir og guðsþjónusta á vegum kvennakirkjunnar kl. 20.30. Sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir prédikar. Yfirskrift guðsþjónustunnar er „Ham- ingjan.“ Eg viðurkenni að það var töluvert átak að ganga til kvennakirkju, en ég ákvað að kynna mér hvernig guðs- þjónustur hennar fara fram. Auðvitað var broslegt þegar sagt var: „Við skulum allar standa upp og syngja." Er það eðlilegt að karlar og konur sækji messur að morgni, en aðeins konur kvöldmessur kvennakirkjunn- ar? Hvað um ár fjölskyldunnar? Engin kona hefur ritað eins ákveð- ið á móti kvennakirkjunni og Filippía Kristjánsdóttir, Hugrún skáldkona, og í grein í Mbl. segir hún um kvenna- kirkjuna að hún sé: „Heimatilbúin kvenpersónudýrk- un.“ Sálmur eftir hana var sunginn í messunni, sálmabók var ekki notuð, en prentuð dagskrá var afhent við innganginn. Ymislegt var gott að hlusta á, ann- að ekki, þögla bænastundin með hörpuundirleik var hátíðleg. Eins féll mér vel söngur kórsins. Sálmur sr. Auðar Eir olli vangavelt- um, en fyrsta erindi hans er á þessa leið: Komdu að vinna með mér, vinan mín, t>g vinnum saman tvær, þá verður þessi heimur heldur betri en í gær. Við skulum elda, strauja og stjóma því sem steridur okkur næst og styðja þær sem vinna að því að vonir okkar geti ræst. Sálmurinn er hér settur upp eins og í dagskránni. Eg skil ekki enn hvaða vina þetta er? Er hér verið að tal við aðra konu? Er verið að tala við Guð? Kannski er Guði ætlað að segja þesi orð? Síðan talaði nýja sálmaskáldið um Legsteinninn í framhaldi af upplýsingum, sem síðustu daga hafa komið fram hér á síðunni um legsteininn á leiði Muggs, vantar enn upplýsingar um hvaða dag legsteinninn var vígður. kvennaguðfræðina og hamingjuna. Enginn skal halda að allar konur séu sáttar við kvennakirkjuna. Eg veit að svo er ekki eftir umræður við margar þeirra um málið. Má ætla að þörf karla til kirkju- göngu sé minni en kvenna? Eru til tölur um skiptingu kynjanna við guðs- þjónustur? Getur kvensóknarprestur einnig þjónað í kvennakirkjunni? Get- ur karlsóknarprestur þjónað í kvenna- kirkjunni? Eða þarf að koma tll karla- kirkja fyrir hann? Alvarlegast hlýtur að vera hvert kvennakirkjan sækir efnivið í starf sitt. I Kirkjuritinu í júní 1993 er grein eftir sr. Auði Eir, en þar segir: „Ég hef þegar sagt að sameiginlegur grundvöllur kvennaguðfræðinnar sé reynsla kvenna. Það liggur svo í hlutarins eðli að kristin kvennaguðfræði byggist á orði Guðs í Biblíunni. Kristnir kvennaguð- fræðingar sækja þar að auki guð- fræði sinni stoðir úr ýmsum öðrum skógum svo sem heimspeki, sálfræði, bókmenntum og öðrum trúarbrögð- um, þar á meðal þeim trúarbrögum nútímakvenna sem byggjast á gyðju- trú og eru sjálfar seiðkonur og nornir. Sumir kvennaguðfræðingamir hafa yfirgefið kristna trú. En þær eru margar enn að velta henni fyrir sér og það er eðlilegt; þær em að kom- ast frá þessari trú og verða að gera hana upp við sig. Guðfræði þeirra er okkur hinum sem vinarkoss á kinnina, hún er sterk og hreinskilin gagnrýni, sem hvetur okkur til að hugsa okkar eigin kristnu guðfræði upp á nýtt.“ Hér lýkur tilvitnun í grein sr. Auð- ar Eir í Kirkjuritinu. Er kirkjan sátt við þessa grein sr. Auðar? Orðabók Menningarsjóðs segir: Norn 1. Örlagagyðja illra hóta nom, sem býr mönnum illt. 2. Galdrakvendi 3. ill kona, illkvittin manneskja. Hvergi hef ég séð neinar athuga- semdir varðandi þessa grein sr. Auð- ar, en minnist þess að prestar mót- mæltu harðlega þegar upp var sett á leiði Muggs Ef einhveijir lesendur Morgunblaðs- ins -búa yfir upplýsingum um þetta efni eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við ritstjórn Morg- unblaðsins. níðstöng félaga BHM, sem þá áttu í launabaráttu. Hvað þarf til þess að kirkjan láti álit sitt í ljós? Segir þögnin að íslenskir prestar séu sáttir við þessi skrif og þær skoð- anir sem fram eru settar? Hvert er markmið og lokatakmark kvennakirkju á íslandi? Geta kvensóknarprestar sótt eitt- hvað til seiðkvenna eða norna til þess að boða fagnaðarerindið? Hafa ein- hveijar þeirra játast undir stuðning við skrif sr. Auðar, með því að starfa í kvennakirkjunni. Hvert eigum við að snúa okkur sem viljum ekkert með slíkt hafa? Hvað ef kirkjan býður ekki upp á aðra presta í söfnuðum sínum en þá sem jafnframt styðja kenningar kvennakirkjunnar. Verður þá ekki í alvöru að vinna að því að karlakirkja verði til? í dálki Lesb. Mbl. 22. 1994. — Rabb. — segir höfundur: (!Hvar er kirkjan, spurði ráðherrann. í Sunday Times var grein um kirkjuna og þar er m.a. talað um yfirvofandi flótta Ijölda manns úr Anglican-kirkjunni og yfir landamærin í hina Rómversk- kaþólsku kirkju, vegna nýfengins „frelsis" kvenna til að verða prestar í þeirri fyrmefndu." Mynd sú sem birtist með grein sr. Auðar Eir í tímaritinu Heimsmynd á sl. hausti sýnir hvert stefnir, Kona hangir á krossi í stað Frelsarans, Jesú Krists. Guð er gerður að konu. Kvennakirkjan og starf hennar vekur margar spurningar, sem krelj- ast svara. Villist ekki? Guð lætur ekki að sér hæða, Galbr. 6.7. Hvað segir Guðs orð, um sköpun mannsihs? 1. Móseb. 2.7. „Þá myndaði Drott- inn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.“ Síðan í sama kafla 21, 22,v.: „Með- hjálp fyrir mann fann Hann enga við sitt hæfi. Þá lét Guð fastan svefn falla á manninn. Og er hann var sofn- aður tók Hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi. (Ekki leir, holdi mannsins. JG.) Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu er Hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana til mannsins. Guð verður aldrei móðir vor. Hann er og verður Faðir vor, hvað sem allri kvennaguðfræði líður. JÓHANN GUÐMUNDSSON, Látraströnd 8, Seitjarnamesi. HOGNI HREKKVISI FLbAPi.tBBl /MEÐ FLÓA-EfRpVtALiMlNCáUAI l' STIL." Víkverji skrifar Víkveiji dagsins er einn þeirra, sem dags daglega fylgist aldrei með íþróttum í sjónvarpi og skiptir þá engu hvort um er að ræða ensku knattspyrnuna, hefðbundinn íþróttaf- réttaþátt eða landsleiki í handbolta. Hann les líka undantekningalaust aldrei fyróttasíður blaðanna. Með öðr- um orðum: Iþróttir í sjónvarpi, út- varpi eða dagblöðum höfða hreinlega ekki til Víkveija. . Á um það bil tveggja ára fresti, þegar yfir standa Olympíuleikar eða heimsmeistarakeppni í knattspyrnu, verður hins vegar á þessu gjörbreyt- ing, sem Víkveiji á nokkuð erfitt með að átta sig á. Þá æsist Víkveiji allur upp, fylgist klukkustundum saman með beinum útsendingum og les í sig hvetja greinina á fætur annarri um fyróttir. Víkveiji hefur líka tekið eftir því að þetta á ekki bara við um hann persónulega. Það er einhver undarleg múgæsing, sem grípur um sig í tengslum við þessar íþróttahátíðir, sem jafnvel forhertustu íþróttagláp- sandstæðingar á borð við Víkveija standast ekki. En um leið og ólympíuleikunum eða heimsmeistarakeppninni lýkur, fer allt í sama farið aftur og hin skyndilegi íþróttaáhugi er horfin á innan við sólarhring. Víkveiji á ekki á þessu neinar skýringar. XXX Víkveija varð hugsað til þess, er hann fylgdist með útsendingum frá Lillehammer um helgina, hversu augljóst það er hvaða þjóðir standa okkur íslendingum næst. Þó að stund- um geri menn lítið úr norrænu sam- starfí og norrænum frændþjóðum okkar er greinilegt að taugarnar til þeirra eru sterkar. Þannig virðast all- ir gleðjast mjög yfir glæsilegum árangi’i Norðmanna á leikunum til þessa og fór til dæmis ekki á milli mála hvar samúð íþróttafréttamanna Ríkisútvarps bar niður. Efaðist Vík- veiji á köflum að íþróttafréttamenn norska sjónvarpsins gætu gert mikið betur. xxx Fréttamenn sumra erlendra stór- blaða hafa hins vegar gert tölu- vert grín að Norðmönnum og skipu- lagningu þeirra á Lillehammer-leik- unum. Þýsku blaðamennirnir kvarta mest yfir því hvað bjórinn er dýr I Lillehammer og hvatti raunar eitt þýskt dagblað þýsk brugghús til að gefa þýsku ólympíuförunum ókeypis bjór þannig að þeir gætu leyft sér að dreypa á þjóðardrykknum á meðan leikunum stæði. Breskir og banda- rískir blaðamenn gera hins vegar meira grín að þjóðlegri íhaldssemi gestgjafanna, ofuráherslu á allt vist- vænt og meintum skorti á norskri kímnigáfu. Þannig sagði blaðið Wall Street Journal að hægt væri að af- greiða norska fyndni sem „stóran skógarálf með vörtu á nefinu". Blaða- maður Daily Telegraph furðaði sig hins vegar á því af hveiju skúrkarnir í James Bond-bókunum hefðu ávallt verið að reyna að finna upp flóknar vítisvélar til að ná heimsyfirráðum. Það hefði verið mun lævíslegra bragð að bjóða öllum leiðtogum heims á vetrarólympíuleikana í Lillehammer og láta á drepast úr leiðindum. Þó að brosa megi að þessu fínnst Víkveiji hann verða að taka upp hanskann fyrir norræna frændur okk- ar og veija þá. Það er greinilegt á öllu að gífurleg vinna hefur verið lögð í allt skipulag leikanna og að vel hef- ur tekist til. I Lillehammer hafa verið reist einhver glæsilegustu íþrótta- mannvirki, sem sést hafa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.