Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1994
43
URSLIT
ÓL í Lillehammer
Risasvig kvenna
Diann Roffe (Bandar.).........1:22.15
Svetlana Gladischeva (Rússlandi) ...1:22.44
Isolde Kostner (ítaliu).......1:22.45
Pemilla Wiberg (Svíþjóð)......1:22.67
Morena Gallizio (Ítalíu)......1:22.73
Katharina Gutensohn (Þýskalandi)l:22.84
KatjaJKonen.(SIóveníu)________1:22.96
Kerrin Lee-Gartner (Kanada)....1:22.98
Anita Wachter (Austurríki)....1:23.01
5 km ganga kvenna
(hefðbundin aðferð)
Lyubov Egorova (Rússlandi).....14.08,8
Manuela Di Centa (Italíu).....14.28,3
Maija-Liisa Kirvesniemi (Finnlandi)14.36,
0..............................
Anita Moen (Noregi)......... 14.39,4
Inger Helene Nybraaten (Noregi) ...14.43,6
Larissa Lazutina (Rússlandi)...14.44,2
Trude Dybendahl (Noregi)......14.48,1
Katerina Neumannova (Tékkl.) —14.49,6
Sleðakeppni kvenna
Einstaklingskeppni
Gerda Weissensteiner (Ítalíu)..1.37,630
Susi Erdmann (Þýskalandi)......1.37,882
Andrea Tagwerker (Austurríki)..1.38,118
BÞetta er staðan eftir tvær ferðir af fjórum.
Íshokkí
B-riðill:
Svíþjóð - Ítalía.....................4:1
Slóvakía - Bandaríkin.............3:3
Kanada - Frakkland.....................3:1
Usthlaup á skautum
Parakeppni
E. Gordeeva/Sergei Grinkov (Rússl.)..1.5
N. Mishkutienok/A. Dmitriev (Rússl.).3.0
I. Brasseur/Lloyd Eisler (Kanada)....4.5
E. Shishkova/Vadim Naumov (Rússl.) ....6.0
Jenni Meno/Todd Sand (Bandar.).......8.0
R. Kovarikova/Rene Novotny (Tékkl.) ....8.5
Körfuknattleikur
UMFT-ÍA 79:98
Iþróttahúsið á Sauðárkróki, úrvaldsdeildin
í körfuknattleik, þriðjudaginn 15. febrúar
1994.
Gangur leiksins: 2:5, 8:14, 19:17, 19:35,
24:41, 28:47, 31:54, 42:63, 49:76, 61:81,
69:89, 75:95, 79:98.
Stig Tindastóls: Ingvar Ormarsson 18,
Robert Buntic 15, Hinrik Gunnarsson 14,
Lárus Dagur Pálsson 11, Ómar Sigmarsson
10, Ingi Þór Rúnarsson 6, Páll Kolbeinsson
5.
Stig Akraness: Steve Greyer 31, ívar Ás-
grímsson 15, Jón Þór Þórðarson 15, Einar
Einarsson 12, Haraldur Leifsson 9, Eggert
Garðarsson 7, Pétur Sigurðsson 6, Svanur
Þór Jónasson 2, Dagur Þórisson 1.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Otti
Ólafsson voru slakir.
Áhorfcndur: Rúmlega 500.
Handknattleikur
Stjarnan - Fram 22:17
Ásgarður, l. deild kvenna í handknattleik,
þriðjudaginn 15. febrúar 1994.
1:3, 7:9, 9:10, 14:10, 18:15, 20:16, 22:17
Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephen-
sen 11/5, Guðný Gunnsteinsdóttir 5, Mar-
grét Vilhjálmsd. 2, Una Steinsd. 2, Herdfs
Sigurbergsdóttir 1, Inga Fríða Tryggvad. 1.
Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 3, Nina
Getsko 6/1.
Utan vallar: 2 mfnútur.
Mörk Fram: Ósk Víðisd. 6, Díana Guð-
jónsd. 6/5, Z. Tosic 3, Guðríður Guðjónsd. 2.
Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 14 (þar
af átta til mótheija).
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P.
Olsen.
BFyrri hálfleikur var frekar jafn en Fram-
arar ívið sterkari. Stjaman kom svo ákveð-
in til leiks og skoraði fimm fyrstu mörkin
í seinni hálfleik. Fram náði að jafna 15:15
en þá tók Stjarnan leikinn aftur í sfnar
hendur og sigruðu. Best f liði Stjörnunnar
var Ragnheiður. Ósk átti góðan leik hjá
Fram og Kolbrún varði oft vel.
Ármann-KR 21:22
Austurberg;
Mörk Ármanns: Vesna Tomajek 8, Her-
borg Hergeirsdóttir 3, Svanhildur Þengils
dóttir 3, Elísabet Albertsdóttir 2, Iris Ingva
dóttir 2, María Ingimundardóttir 1, Asta
Stefánsdóttir 1, Sigurlín Óskarsdóttir 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk KR: Anna Steinsen 5, Laufey Krist-
jánsdóttir 5, Sigríður Pálsdóttir 4, Brynja
Steinsen 3, Nellý Pálsdóttir 2, Selma Grét-
arsdóttir 2, Sigurborg Ragnarsdóttir 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir
Sveinsson.
Guðrún H. Kristjánsdóttir
í kvöld Handknattleikur 1. deild karla:
KA-hús: KA - UMFA. .20.30
Kaplakriki: FH- Stjaman 20
Selfoss: Selfoss - Þór 20
Seljaskóli: ÍR - Haukar 20
Hlíðarendi: Valur - KR 20
Eyjar: ÍBV - Vlkingur I. deild kvenna: 20
Seltj.nes: Grótta-Vikingur.... Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: 20
Hólmurinn: Snæfell - Haukar. 1. deild kvenna: 20
Keflavík: iBK - KR Biak 1. deild kvenna: 20
Hagaskóli: ÍS - Víkingur ..20.50
KNATTSPYRNA
Eiður Smári æfði í níu
daga í boði Barcelona
Þekkt atvinnumannafélög hafa sýnt áhuga á unglingalandsliðsmanninum
EIÐUR Smári Guðjohnsen, 15
ára unglingalandsliðsmaður í
knattspyrnu og nemandi í
Snælandsskóla, kom ásamt
Ólöfu Einarsdóttur, móður
sinni, frá Barcelona um helg-
ina eftir níu daga dvöl ytra í
boði spænsku meistaranna.
Eiður Smári æfði með 18 ára
liði félagsins og sýndi Johan
Cruyff, aðalþjálfari Barcelona,
áhuga á pilti, en ekkert hefur
verið ákveðið um framhaldið.
Nokkur þekkt lið, þar á meðal
Anderlecht í Belgíu og Fey-
enoord í Hollandi, hafa verið
í sambandi, en foreldrarnir,
landsliðsmaðurinn Arnór hjá
Örebro í Svíþjóð og Ólöf, vilja
ekki flana að neinu enda næg-
ur tími til stefnu.
Þegar Arnór lék með Anderlecht
sáu forsvarsmenn félagsins
þegar mikla hæfileika í Eiði Smára
og hafa fylgst náið með honum
síðan. Ólöf sagði við Morgunblaðið
að belgíska félagið væri alveg eins
inni í myndinni, en mestu skipti,
ef farið yrði útí það að semja við
erlent félag, hverjir kæmu til með
að þjálfa með áframhaldandi upp-
byggingu í huga. Arnór sagði að
stefnan hjá stærri félögunum væri
að ná í unga og efnilega leikmenn
fyrir lítið, sjá síðan til og gera
samning, ef ástæða þætti til. Þau
vildu ekki að Eiður Smári færi út
á þeim nótum, betra væri að bíða
og flýta sér hægt, fara ekki út
fyrr en hann sjálfur væri tilbúinn.
Anderlecht vill reyndar gera samn-
ing við strákinn strax, belgíska
félagið Ekeren hefur gert honum
tilboð og Feyenoord vill fá hann.
Eiður Smári hefur vakið athygli
með íslenska unglingalandsliðinu
og að sögn foreldranna hefur mikið
verið spurst fyrir um hann. Þeir
fengu þekktan umboðsmann,
mann, sem hefur m.a. verið með
Ruut Gullit og Marco Van Basten
á sínum snærum, til að sinna mál-
unum og fyrir hans tilstuðlan kom
boðið frá Barcelona.
Pilturinn æfði með Ekeren s.l.
sumar og Feyenoord í vetur, en
sagði þetta hafa verið allt öðruvísi.
„Þetta var miklu meiri harka en
ég hafði kynnst. Strákarnir, sem
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fetar Eiður Smári í fótspor föður síns?
EIÐUR Smári Guðjohnsen hefur æft hjá þremur atvinnumannaliðum í í knattspyrnu í jafn mörgum löndum undanfarin
misseri. Um helgina kom hann frá Barcelona eftir æfrngar í níu daga ytra í boði félagsins, en Olöf Einarsdóttir, móðir
hans, var með í för. Svo getur farið að strákurinn feti í fótspor föður síns, Amórs, og gerist atvinnumaður í knattspymu, en
á myndinni em mæðginin eftir Spánarferðina.
ég æfði með, ætluðu sér greinilega
ekki að láta neitt af hendi, gáfu
ekkert eftir og voru'nískir á bolt-
ann. En þetta var viss reynsla og
þarna var allt stærra og aðstæður
betri en ég hafði áður kynnst. Það
var líka upplifun, þegar ég var
kynntur fyrir Cruyff. Eg var nán-
ast með störu og náði varla andan-
um.“
Sá möguleiki er fyrir hendi að
Barcelona eða eitthvert annað félag
vilji gera samning við Eið Smára,
en fái hann ekki til sín fyrr en
seinna, jafnvel eftir ár eða tvö, en
fyrir liggur að verði af atvinnu-
mennsku fer móðir hans með hon-
um. Aðspurður um hvað hann sjálf-
ur vildi helst gera í framtíðinni
sagði Eiður Smári: „Knattspyrnan
hefur truflað mig aðeins í skólan-
um, en ég klára grunnskólann í
vor. Hvað knattspymuna varðar
vil ég bíða, þar til ég verð aðeins
eldri. Eg vil vera viss um hvort ég
vilji fara og leika með erlendu liði
og því er best að bíða, jafnvel í
eitt ár, því það er nægur tími.“
FRJALSIÞROTTIR
irk
Guðrún bætir
enn metið
Guðrún Amardóttir úr Ár-
manni stóð sig frábærlega vel
á háskólamóti í Lincoln í Nebraska
um helgina. Guðrún bætti viku-
gamalt íslandsmet
sitt í 55 metra
grindahlaupi um
tvo hundruðustu
úr sekúndu í und-
anrásum er hún hljóp á 6,86 sek-
úndum. Hún bætti enn um betur
í úrslitahlaupinu og bætti þá ís-
landsmetið; hljóp á 6,75 sekúnd-
um og varð í öðru sæti af rúmlega
20 keppendum.
Þessi árangur Guðrúnar er vel
Stefán Þór
Stefánsson
skrifar frá
Texas
undir grunnlágmarki á háskóla-
meistaramótið innanhúss og mið-
að við reynslu síðustu ára ætti
hún að vera nokkuð örugg um að
komast á það mót. Guðrún er nú
meðal tíu fljótustu í bandarískum
háskólum sem er afar góðui
árangur. Upphaflega ætlaði Guð-
rún að kepa í 400 metra hlaupi
að kvöldi föstudags en hætti við
eftir að hafa hlaupið vel í undan-
rásum grindahlaupsins. Hún sagð-
ist hafa fundið á sér að hún gæti
gert enn betur í úrslitunum daginn
eftir sem síðan kom á daginn.
KORFUKNATTLEIKUR
Valsmenn fá nýjan leik-
mann í stað Bookers
Valsmenn hafa ákveðið í sam-
ráði við Franc Booker að
skipta um erlendan leikmann í
úrvalsdeildarliði sínu í körfuknatt-
leik. Booker fer frá félaginu og
annar Bandaríkjamaður, Jasper
Hooks, kemur í hans stað. Hooks
er 2.03 metrar á hæð og er sagð-
ur sterkur miðheiji. Hann hefur
leikið með félagsliði í Honduras í
eitt ár, en er frá Chicago. Hann
skoraði 31 stig að meðaltali í leik
sl. vetur og tók 17 fráköst.
Hooks kemur til landsins á
morgun, fimmtudag, og mun leika
með Val gegn KR á föstudags-
kvöld. Það var fullt samráð haft
við Franc Booker um þessi skipti,
enda hefur Valsmenn tilfinnanlega
vantað stóran miðheija. Booker
er hins vegar á förum til Filipps-
eyja í mars, en þar hefur honum
verið boðið að leika með félagsliði
í einn mánuð.
Skaginn á sigurbraut
Skagamenn héldu áfram á sigur-
braut í úi-valsdeildinni í körfu-
knattleik í gærkvöldi, en þá unnu
þeir Tindastólsmenn
98:79 fyrir norðan.
Páll Kolbeinsson
skoraði fyrstu körf-
una fyrir heima-
menn, en síðan tóku gestirnir völd-
in og komust í 1Q:2. Tindastóll
komst aftur inní leikinn og náði
forystunni, 19:17, um miðjan fyrri
hálfleik, en síðan kom mjög góður
kafli hjá ÍA, sem var 19 stigum yfír
Björn
Björnsson
skrifar
í hléi, og þann mun náði UMFT
ekki að brúa í seinni hálfleik.
Skagamenn voru kátir og létu
boltann ganga, en leikmenn Tinda-
stóls voru daufir og hittu mjög illa.
Páll var bestur hjá UMFT í fyrri
hálfleik, en Ingvar og Hinrik eftir
hlé. Ingi Þór kom inná, þegar ein
og hálf mínúta var til leiksloka,
sýndi mikla baráttu og hefði þurft
að vera Iengur með. Steve Greyer
var besti maður vallarins, en ívar
og Jón Þór voru einnig mjög dijúg-
ir hjá ÍA.
Bárður Eyþórsson, sem leikur
með Snæfelli í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik, er bytjaður
að æfa með KR-ingum. Bárður
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þetta þyrfti ekki að þýða að
hann ætlaði að leika með KR-ing*- I
um á næsta keppnistímabili.
„Það er nokkuð ljóst að ég legg
það ekki á mig að búa í Reykja-
vík og spila með Snæfelli næsta
vetur. Eg talaði því við Lazlo
Nemeth þjálfara KR-inga og
hann sagði það sjálfsagt að ég
æfði með liðinu. Þetta er spenn-
andi. KR er með gott lið og Lazio
er frábær þjálfari," sagði Bárður.