Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994
Ovænt endalok
á Íslandsmótínu
í sveitakeppni
___________Brids______________
Arnór Ragnarsson
SVEIT Landsbréfa sigraði nokk-
& uð örugglega á íslandsmótinu í
sveitakeppni í brids sem lauk sl.
laugardag. Endalok mótsins urðu
reyndar nokkuð óvænt en fyrir
síðustu umferðina áttu þijár
sveitir möguleika á að vinna titil-
inn. Sveitir Landsbréfa og VÍB
spiluðu saman í síðustu umferð-
inni og var búist við jöfnum og
skemmtilegum leik. Landsbréf
höfðu 149 stig en VÍB var með
143,5 stig. Sveit Tryggingamið-
stöðvarinnar var svo í þriðja sæti
með 141,5 stig og spilaði gegn
sveit Sparisjóðs Siglufjarðar sem
varð íslandsmeistari í fyrra en
var í neðsta sætinu fyrir síðustu
umferðina.
Leikur Landsbréfa og VÍB var
sýndur á sýningartöflunni og urðu
áhorfendur vitni að ótrúlegum fyrri
hálfleik þar sem allt gekk upp hjá
Landsbréfum en nákvæmlega ekkert
hjá VÍB. Stærsta sveiflan varð þegar
Landsbréf vann úttektarsögn á báð-
um borðum tvöfölduð og á öðru borð-
inu með yfirslag. (Á bridsmáli game
á báðum borðum dobluð.) Eftir 12
spil áttu Landsbréf 90 punkta til
góða sem er hreint ótrúleg tala í
leik efstu sveita um íslandsmeistara-
titilinn. Var nú nánast formsatriði
að ljúka mótinu.
Landsbréf jók muninn í síðari
hálfleik og lokatölur leiksins urðu
137 punktar gegn 13. Á meðan
ttyRgði Tryggingamiðstöðin sér
annað sæti með öruggum sigri yfir
sveit Siglfirðinga sem aldrei sá til
sólar í mótinu og hafnaði í 10. sæti.
Sveit DV náði þriðja sætinu með
25-2 sigri á sveit Magnúsar Magn-
ússonar í lokaumferðinni og sveit
VÍB hrapaði niður í fjórða sætið
eftir hremmingarnar á móti Lands-
bréfum.
Það leit ekki vel út hjá Lands-
bréfasveitinni í upphafi móts. Stiga-
hæsti spilari landsins, Jón Baldurs-
son, var á spítala og sveitin tapaði
fyrsta leiknum á mótinu 13-17 gegn
Bíóbarnum. Eftir það fóru hjólin að
snúast. Sveitin vann alla leiki sína
eftir það að undanskildum leiknum
við DV. Jón mætti til leiks beint af
spítalanum og spilaði vel í lokaum-
ferðinni. Meðspilarar Jóns í sveit
Landsbréfa voru Sævar Þorbjöms-
Notkun skerma
SKERMAR voru í fyrsta sinn notaðir í opna salnum og sýnist sitt
hverjum. Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson spila gegn
Magnúsi Magnússyni og Anton Haraldssyni.
Stuðningsmenn Reykjavíkurlisfans, sem verða að heiman
á kjördag, 28. maí:
Utankiörfundarkosning vegna borgarstjórnarkosninganna
í vor nófst þriðjudaginn 5. apríl oa fer f/rst um sinn fram
á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík, Skógarhlíð ó,
frá kl. 9:30 til 15:30 virka daga.
Reykvíkingar, sem verða ekki heima á kjördag, 28. maí, geta
kosið utan kjörfundar á ofanqreindum tíma með því að rita
listabókstaf á atkvæðaseðil sinn.
Reykjavíkurlistinn hefur óskað eftir joví að bókstafurinn R
verði einkennisstafur listans.
Stuðningsmenn Reykjavíkurlistans skrifa R á kjörseðilinn!
REYKJAVÍKUR
LISTINN
Morgunblaðið/Amór
Islandsmeistaratítlinum hampað
ÍSLANDSMEISTARARNIR í sveitakeppni í brids 1994 hampa sigurverðlaunum sínum. Talið frá vinstri:
Þorlákur Jónsson, Guðmundur Páll Arnarson, Jón Baldursson, Sverrir Armannsson og Sævar Þorbjömsson.
son, Sverrir Ármannsson og heims-
meistaraparið Guðmundur Páll Am-
arson og Þorlákur Jónsson.
Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar
hafði alla burði til að vinna mótið
að þessu sinni en vantaði herzlumun-
inn. Sveitin tapaði fyrir sveit Metro
í næstsíðustu umferðinni en hafði
þá urinið alla sína leiki að leiknum
við Landsbréf undanskildum sem
sveitin tapaði 12-18.
Lokastaðan í mótinu:
Landsbréf 174
Tryggingamiðstöðin 166,5
DV 149,5
VÍB 144
Metró 139
Bíóbarinn 133
S. Ármann Magnússon 111,5
Magnús Magnússon 108
Hjólbarðahöllin 107,5
Sparisjóður Sigiuíjarðar 99,5
Tíu svietir spiluðu að þessu sinni
um Islandsmeistaratitilinn og voru
spilaðir 24 spila leikir en það er
breyting frá fyrri árum en þá spiluðu
8 sveitir 32 spila leiki. Þessi breyting
skilaði sér ágætlega. Þá var spilað
með skermum bæði í opnum og lok-
uðum sal og sýnist sitt hveijum um
þá ákvörðun. Undirritaður hallast á
sveif með þeim hópnum sem vill
ekki hafa þá í opnu salnum og skoð-
unin byggist einfaldlega á því að
skermanotkun er mjög letjandi fyrir
áhorfendur. Þá hafði dómnefndin
nóg að gera vegna skermanna en
flestar ef ekki allar kærur sem komu
í dóm voru vegna útskýringa við þá.
Auðvitað verða íslenzkir spilarar að
læra að spila við skerma en að spila
brids við félagana og að spila bak
við skerm er ekki það sama.
Ágætt mótsblað var gefið út á
meðan mótið stóð. Guðmundur Pét-
ursson blaðamaður og Elín Bjarna-
dóttir mótsstjóri sáu um það. Krist-
ján Hauksson var keppnisstjóri og
sýningarstjóri Steingrímur Gauti
Pétursson. Áhorfendur voru ekki
margir.
I butler-útreikningi paranna urðu
efstir Guðmundur Páll Amarson og
Þorlákur Jónsson með 17.61 stig. I
öðru sæti urðu Jón Baldursson og
Sævar Þorbjörnsson með 17.17 stig
og í þriðja sæti urðu Haukur Inga-
son og Jón Þorvarðsson með 16.95
stig.
íslandsmót í parasveitakeppni
Helgina 9.-10. apríl nk. verður
haldið íslandsmót í parasveitakeppni
í Sigtúni 9. Á síðsta ári, í fýrsta skipti
sem þetta mót var haldið, tóku þátt
21 sveit.
Það verða spilaðar sjö umferðir, 16
spila leikir eftir monrad-uppröðun,
Qórir leikir á laugardag og þrir á
sunnudag. Báða dagana hefst spila-
mennska kl. 11. Skráning er á skrif-
stofu Bridssambands íslands í síma
91-619360 og verður skráð til hádeg-
is föstudaginn 8. apríl.
Opið silfurstigamót
Annan páskadag var haldið opið
silfurstigamót í Sigtúni 9. 50% keppn-
isgjalda voru í verðlaun og skiptust
þau 60%, 30% og 10%. Spilaðar voru
tvær umferðir, alls 44 spil, og 58 pör
spiluðu. Helgi Hermannsson og Kjart-
an Jóhannsson urðu sigurvegarar en
röð efstu manna var eftirfarandi:
Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 539
Halldór M. Sverrisson - Brynjar Valdimarsson 531
Hjördís Siguijónsdóttir - Sævin Bjamason 530
Bjöm Eysteinsson - Aðalsteinn Jörgensen 530
Guðlaugur Sveinsson - Erlendur Jónsson 511
Páll Þór Bergsson - Sveinn R. Þorvaldsson 510
Yfirburðir frá fyrsta spili
Úrslitaleikurinn
FYRSTA spilið í úrslitaleik Landsbréfa og VÍB gaf tóninn í leiknum.
Hér hefur Sævar Þorbjörnsson opnað á 2 tíglum og Guðlaugur R.
Jóhannsson býr sig undir að segja. Hinu megin við skerminn bíða
Jón Baldursson, Orn Arnþórsson og Valgerður Kristjónsdóttir sem
var skrifari í leiknum.
__________Brids_____________
Guðmundur Sv. Hermannsson
ÞEIR sem komu sér fyrir í sýningar-
salnum á Hótel Loftlejðum í upp-
hafi síðustu umferðar íslandsmóts-
ins í sveitakeppni og bjuggust við
jöfnum og spennandi úrslitaleik
milli sveita Landsbréfa og Verð-
bréfamarkaðar íslandsbanka urðu
fyrir vonbrigðum. Yfirburðir Lands-
bréfasveitarinnar í leiknum voru of
miklir. Strax í fyrsta spili leiksins
varð ljóst hvert stefndi því spila-
mennska Landsbréfamanna var
greinilega mun beittari.
N/Enginn
Norður ♦ Á109875
Vestur V42 ♦ D82 *G2 Austur
♦ DG4 ♦ 6
VÁK75 V D9863
♦ K97 ♦ 103
+ KD3 ♦ 109876
Suður
♦ K32
▼ GIO
♦ ÁG654
♦ Á54
Vestur Norður Austur Suður
GPA ÁP ÞJ KS
- • 2 tiglar pass 2 hjörtu
dobl 2 spaðar pass 3 spaðar
pass 590 pass 4 hj. dobl//
ÖA SÞ GRJ JB
2 tíglar 3 grönd// + 100 pass 3 hjörtu
Við bæði borð opnaði norður á
multi 2 tíglum og gat þá átt veik
spil og langlit í öðrum hvorum há-
litnum.
í opna salnum fór Karl Sigur-
hjartarson troðnar slóðir í suður.
Frá hans_ bæjardyrum séð var lík-
legra að Ásmundur Pálsson í norður
ætti hjartalit og jafnframt var ólík-
legt að geim stæði í spilinu þar sem
NS áttu væntanlega um helming
háspilanna í stokknum. Karl reyndi
því að kaupa samninginn í 2 hjörtum
en þegar norður sagði frá spaðalit
með 2 spöðum, eftir að Guðmundur
Páll Arnarson sýndi sterk spil með
dobli, hækkaði Karl í 3 spaða til
hindrunar. Það hefði orðið loka-
samningurinn á móti flestum pörum,
en Þorlákur Jónsson í austur ákvað
að treysta á góða samlegu í AV og
barðist í 4 hjörtu. Dobl Karls hlýtur
að teljast nokkuð vafasamt enda
vann Þorlákur spilið auðveldlega í
þessari góðu legu. 4 spaðar hefðu
farið tvo niður eða 300.
Við hitt borðið var Jón Baldursson
tilbúinn að beijast í a.m.k. 3 hjörtu,
ef litur Sævars Þorbjörnssonar væri
hjarta. Hann sagði því 3 hjörtu
strax til að stela sagnrýminu af
AV; Sævar hefði breytt í 3 spaða
ef hann hefði fengið tækifæri til.
Sjálfsagt hefði fáum öðrum dottið
þessi sögn í hug, þar sem spil suð-
urs eru ekki hindrunarleg. En nú
var Örn Arnþórsson í vestur settur
upp að vegg. Hann gat varla doblað
til úttektar, og sagði því 3 grönd,
enda virtust sagnir benda til þess
að Guðlaugur R. Jóhannsson í aust-
ur ætti eitthvað af punktun. Örn
fékk svo að spila 3 grönd en fór
tvo niður og sveit Landsbréfa
græddi 12 stig á spilinu.