Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 53 Baldur Guð- mundsson Minning t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÖGMUNDUR SIGURÐSSON, Álfheimum 72, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. apríl Fæddur 26. apríl 1924 Dáinn 19. mars 1994 Örfá síðbúin kveðjuorð skulu færð fram í mikilli og hlýrri þökk. Af mörgum, ólíkum þáttum skal manninn reyna, en þegar á stuttri og stopulli samleið myndast verm- andi vináttubönd þannig að manni þyki verulega mikils um vert, þá segir slíkt ærna sögu um samferða- manninn. Ég átti með Baldri mági mínum sérstaklega góðar og gjöfular stundir, aðeins allof fáar, en hver og ein sannaði mér mikla mann- kosti hans, staðfestuna í hlýrri hóg- værð hans, góðar gáfur í glöggum svörum, heiða hugsun að baki vel ígrunduðum skoðunum, og hvergi fór milli mála einstök eljusemi þessa verkhyggna og vinnuglaða manns. Ævileið hans öll var mörkuð af góðu uppeldi á miklu menningar- heimili og dýrmætum, meðfæddum eðliskostum þar sem drenglund og einörð viljafesta áttu farsæla sam- leið með hjartahlýju og glögg- skyggni. Hver sá er stýrir fleyi sínu heilu í höfn, svo oft sem hann gerði, er maður mikillar gæfu, en að baki býr aðgát góð og athyglisgáfa og umfram allt trúmennska samvisku- seminnar hjá þeim sem veit ábyrgð sína og miðar allar ákvarðanir og athafnir við það. Öll vitum við að farsæll og fisk- inn skipstjórnarmaður er dýrmætur þessari þjóð, en öllu sjávargulli dýrra er sá mannauður er felst í heilsteyptum og hollráðum mann- kostamanni sem á örlæti hjartans og auðlegð vakandi huga sem lífs- förunauta. Baldur var maður sem ávann sér allra traust, hann gekk ekki með gný og látum til verka sinna, en vannst því betur. Fágætlega góð eru þau eftirmæli er allir hafa um þennan trúa þegn, sem hvarvetna lagði góðu lið í grundaðri einbeitni sinni og fastri eftirfylgju. Góðri lífsgöngu er lokið. Hún var vörðuð mörgu mætu verki, verm- andi orðum um leið, sem fengu endurómun sína í öllum gerðum hans. Við leiðarlok þökkum við hjónin hinar mætu stundir á heimili þeirra hjóna, þar sem saman fóru sérstök gestrisni og alúðarfull vinhlýja hús- bóndans, sem nú hefur kvatt okkur svo alltof fljótt. Hugljúf er björt minning Baldurs og hana varðveit- um við í mikilli þökk. Við sendum eiginkonu hans, börnum og aðstandendum öðrum okkar einlægustu samúðarkveðjur. Megi hinar góðu minningar um mætan dreng ylja þeim á lífsins leið og létta sáran söknuð. Baldur trúði því staðfastlegá að þegar jarð- lífsgöngu lyki tæki eilífðarlandið við, sólstöfum signt. Þangað fylgja honum ljúfar kveðjur okkar sem ennþá eigum hér dvöl. Blessuð sé hin mæta minning Baldurs Guðmundssonar. Helgi Seljan. EriSdrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð íallegir salirogmjög g()ð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIÐIR U(l7£l MlflllM I vi;fi|! kl. 13.30. Sigurfljóð Jónsdóttir, Sigrún Ögmundsdóttir, Þórarinn Böðvarsson, Halldóra Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, DÝRUNN JÓNSDÓTTIR THULSTRUP frá Ólafsvík, Helenevej 23, 5000 Odense, Danmörku, lést að kvöldi 1. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fredens Kirke, Odense, miðvikudaginn 6. apríl. Fyrir hönd fjölskyldu, vina og vandamanna, Kjeld Thulstrup, Steen Thulstrup. t ARNDÍS BENEDIKTSDÓTTIR fyrrum prestsfrú á Hólmavík, síðar aðstoðarkirkjuvörður íDómkirkjunni, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi páskadags 3. apríl. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Andrés Ólafsson og synir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA PÉTURSDÓTTIR, Lækjartúni v/Vatnsveituveg, Reykjavik, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju í dag, miðvikudaginn 6. apríl, kl. 15.00. Guðrún Lárusdóttir, Arne Jonasson, Pétur E. Lárusson, Þórunn E. Lárusdóttir, Jakob Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Strandgötu 3, Patreksfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.30. Magnús Guðmundsson, Aron Magnússon, Kristbjörg Kristmundsdóttir, Ingibjörg G. Magnúsdóttir, Björn Sigmundsson, Anna Magnúsdóttir, Róbert Tomólilló, Flosi Magnússon og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÝRLEIF ÁRNADÓTTIR, Hæðargarði 33, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Guðmundur Kristinsson, Þórunn Erlendsdóttir, Guðrún Lóa Kristinsdóttir, Guðmundur Björnsson, Stella Kristinsdóttir, Þorvaldur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR - VETRARTILBOÐ - @[?(Í1GD6G SÆ SÍMI 91-652707 t Hjartkær sonur okkar og bróðir, SIGMAR BJÖRNSSON, Grundarstíg 2, sem lést 29. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 8. apríl kl. 13.30. Björn Gunnlaugsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Magnús Björnsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls og jarðarfarar JÓNS KR. ELÍASSONAR frá Bolungarvík. Aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÓLAFÍU ÞÓRÐARDÓTTUR, Austurgötu 29b, Hafnarfirði. Stefán Hannesson og aðrir aðstandendur. t Við þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför STEFÁNS BJÖRNSSONAR fyrrverandi forstjóra. Inga Ólafsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Sigurður Stefánsson, Marta Ólafsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Atli Hauksson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum, er auðsýndu samúð og hlýhug vegna fráfalls MATTHILDAR KRISTJÁNSDÓTTUR PETERSEN. Fyrir hönd vandamanna, Anton Kristjánsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för bróður okkar, mágs og frænda, ÞORSTEINS JÓNSSONAR rafvélavirkja, Breiðagerði 10. Halldór Jónsson, Katrín Jónsdóttir, Svanborg Jónsdóttir, Laufey Jónsdóttir.Valbjörn Guðjónsson, systrabörn og fjölskyldur þeirra. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN GUÐMUNDSSON, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Miðtúni 6, verður jarðsunginn frá Áskirkju á morg- un, fimmtudaginn 7. apríl, kl. 13.30. Guðfríður Hermannsdóttir, Kristín M. Hermannsdóttir Klemenz Hermannsson, Guðbjörg Hermannsdóttir, Pétur Ólafur Hermannsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar HARALDAR PÁLS ÞÓRÐARSONAR verður skrifstofa okkar lokuð í dag frá kl. 10-13. Skipafélagið Jöklar hf., Aðalstræti 8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.