Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994
67
Hvöss norðanátt verður
fram að næstu helgi
LÆGÐ fór með suðurströnd landsins á páskadag og áfram aust-
ur fyrir land og snerist í öfugan hring norðvestur af landinu.
Spáð er áframhaldandi og vaxandi norðanátt um allt land fram
að næstu helgi. Fjallvegir lokuðust víða vegna ófærðar á föstu-
daginn langa og á páskadag en þá daga er ekki mokað. Tafir
urðu einnig á flugi innanlands vegna veðurs og biðu um 400
farþegar eftir flugi frá ísafirði í gær og ekki hafði verið flogið
til Flateyrar frá því á skírdag. Þá tafðist áætlun Iangferðabíla
um nokkrar klukkustundir vegna ófærðar á heiðum.
Á skírdag var hvöss norðanátt
á landinu með snjókomu norðan-
lands ojg skafrenningi sunnan-
lands. A föstudaginn langa dró
heldur úr norðanáttinni en áfram
var éljagangur fyrir norðan en
skaplegt veður fyrir sunnan og 4
til 5 vindstig. A laugardag var
norðvestlæg átt, ekki mjög hvöss
og gekk á með dimmum éljum
vestanlands en bjart og gott veður
var á Austurlandi, samkvæmt upp-
lýsingum veðurstofunnar. Á
sunnudag var komin austanátt
með mikilli snjókomu sunnanlands
og 6 til 8 vindstig en 5 til 6 vind-
stig og léttskýjað var víða á Norð-
urlandi og á Vestfjörðum. Á annan
í páskum var hvöss norðanátt vest-
anlands en hægari suðvestanátt á
Norðausturlandi. Á Vestfjörðum
var veður leiðinlegt, hvasst og
mikil ofankoma með strekking víða
um vestanvert landið.
Ófærð á vegum
Samkvæmt upplýsingum vega-
eftirlitsins var reynt að halda sem
flestum fjallvegum opnum yfir
páskana. Víða var færð þó orðin
slæm er líða tók á kvöld og þeir
lokaðir yfir nóttina en rutt var að
morgni. Föstudaginn langa og
páskadag var víða ófært en það
eru frídagar og þá var ekki mokað.
Meðal annars lokaðist Hellisheiðin,
Mosfellsheiðin og Holtavörðuheið-
in. Versta veðrið var á Vestfjörð-
um. Þangað var ekki fært landleið-
ina nema framan af og lokuðust
vegir þangað á annan í páskum. í
gær var mokað og voru nær allar
leiðir færar um miðjan dag en verst
gekk að ryðja á Vestfjörðum og
þar var víða talin hætta á snjóflóð-
um. Meðal annars var búið að
moka Möðrudalsöræfi og var fært
suður með ströndinn frá Reykjavík
og norður í land.
Innanlandsflug
Gera má ráð fyrir að farþegar í
innanlandsflugi Flugleiða hafi verið
um 12.000 yfir páskana og gekk
vel að halda áætlun á flesta staði
nema til Vestfjarða. Fella varð nið-
ur flug Flugleiða til þangað á skír-
dag vegna veðurs og var ekki flog-
ið þangað fyrr en á laugardag, þar
sem innanlandsflug liggur niðri á
föstudaginn langa og á páskadag.
Á laugardag fyrir páska gekk
innanlandsflug hinsvegar vel og
náðist að fljúga á alla áætlunar-
staði en kvöldflug til Vestmanna-
eyja og Sauðárkróks féll niður að
sögn Margrétar Gunnarsdóttur
vaktstjóra. Ekki var hægt að fljúga
til Vestfjarða á annan í páskum
en gert var ráð fyrir að farnar yrðu
tvær ferðir í gær ef veður leyfði.
Þar biðu 400 farþegar eftir ferð
suður.
800 farþegar
íslandsflug flutti um 800 far-
þega yfir bænadagana og gekk vel
að halda áætlun á alla staði nema
Flateyri en þangað hefur ekki verið
flogið síðan á skírdag. Að sögn
Sveins Ingvarssonar vaktstjóra
voru flestar ferðir farnar til Nes-
kaupstaðar af áætlunarstöðum fé-
lagsins en auk þess var flogið á
Siglufjörð, Hólmavík, Gjögur, Eg-
ilsstaði og til Vestmannaeyja.
Langferðabílum seinkaði
Samkvæmt upplýsingum frá Bif-
reiðastöð íslands gekk vel að halda
áætlun á öllum leiðum og þurfti
ekki að fella niður ferðir. Einhver
seinkun varð þó á áætlun að norð-
an og frá Selfossi og Hveragerði
vegna veðurs á annan í páskum.
Þá komu þrír bílar að norðan frá
Akureyri en yfírleitt nægir einn
bíll á þeirri leið.
Hjón með barn urðu viðskila við vélsleðahóp í blindbyl við Síðujökul
Notuðu númera-
plötu sleðans til
að grafa sig í fönn
„VIÐ hlupum í kringum sleðana og grófum holu í snjóinn til
þess að hafa eitthvað fyrir stafni að halda á okkur hita,“
segir Þóra Björk Schram, sem ásamt manni sínum, Gunnari
Rafni Birgissyni, og syni, Hjalta Rafni 7 ára, varð viðskila
við hóp fólks á vélsleðum við Síðujökul á páskadag. Þóra
Björk segir að bylurinn hafi skollið á fyrirvaralaust en þau
hafi ákveðið að halda kyrru fyrir. Hún segir að þau hafi
ekki orðið mjög hrædd því þeim hafi ekki orðið kalt enda
vel búin.
Þóra Björk segir að hópurinn,
14 manns, hafi verið á leiðinni frá
Síðujökli eftir að hafa staldrað við
og tekið myndir í blíðskaparveðri.
„Skyndilega skellur á blindbylur.
Við vorum í halarófu, með leið-
sögumenn fremst og aftast, en það
teygðist svo mikið á hópnum að
við urðum viðskila enda sáum við
ekki nema nokkra metra fram
fyrir okkur. Við ákváðum að vera
ekki að ana eitthvað í burtu enda
áttum við von á að fólkið sem var
fyrir aftan okkur væri á leiðinni
til okkar,“ segir Þóra. Hún segir
að það hafi tekið leiðsögumennina
um klukkutíma að koma afgangn-
um af hópnum saman, þótt þau
hafi í raun verið stutt hvert frá
öðru. Hafi hinir snúið við og leitað
skjóls við jökulinn, enda ekki verið
komnir nema kílómetra í burtu.
Biðu í rólegheitunum
„A meðan biðum við bara í ró-
legheitum þar sem við vorum og
snerum sleðunum á móti vindi til
að fá skjól af þeim. Við höfðum
annan í gangi í einu og ljósin á
til skiptis því við vissum ekki hvað
við þyrftum að bíða lengi. í fyrstu
sátum við kyrr, svo fórum við að
velta fyrir okkur hvað við ættum
að gera, hlupum liringinn í kring-
um sleðana og ákváðum svo að
grafa holu. Gunnari tókst að rífa
númeraplötuna af sleðanum, þrátt
fyrir að hún væri boltuð niður, og
við spörkuðum í snjóinn og mokuð-
um með númeraplötunni."
Þóra Björk segir að þau hafi
rétt verið búin að grafa holuna
og leggjast í skjól þegar þau hafi
fundist. Hafi maðurinn sem kom
að þeim verið búinn að hringsóla
í kringum þau allan tímann en
ekki séð þau fyrir hríðarkófinu.
Hún segir að þrátt fyrir að þau
hafi verið viðskila við hópinn í tvo
klukkutíma hafi þau aldrei orðið
hrædd enda hafi þeim verið hlýtt
allan tímann. „Ef okkur hefði ver-
ið orðið kalt þá hefðum við senni-
lega orðið hræddari. En við feng-
um galla, hjálma og vélsleðastíg-
vél, og vorum í kanínuullarnærföt-
um, með skíðagleraugu og trefla.
Það var þarna fólk sem fékk sár
í andlitið vegna kulda. Það var
þykkur klaki á treflunum okkar
og eyrnaskjólin frosin föst undir
hjálmunum." Aðspurð hvernig
þeim hafi tekist að halda ró sinni
og stillingu þVátt fyrir allt segir
Þóra að ekki hafi vafist fyrir þeim
hvernig bregðast ætti við enda sé
alltaf verið að brýna það fyrir fólki.
„Þetta gerðist alveg ótrúlega
snöggt og sýnir hversu erfitt er
að treysta á veðrið hér. Það liggur
við að ekki borgi sig að ferðast
um landið án þess að vera í fylgd
með mjög reyndum samferða-
manni,“ segir Þóra Björk.
Morgunblaðið/Sverrir
Svaðilför
ÞÓRA Björk Schram og Hjalti Rafn, 7 ára, ásamt kettinum Lovísu,
en þau lentu í hrakningum við Síðujökul um páskana.
Þýsk stúlka villt-
ist í Eldhrauni
Fannst köld
og hrædd
ÞÝSK stúlka lenti í hrakningum
á páskadag í Eldhrauni. Hafði
stúlkan, sem er við nám í Reykja-
vik, verið gestkomandi á Edduhót-
elinu á Kirkjubæjarklaustri. Að
sögn Pálma Harðarsonar varafor-
manns björgunarsveitarinnar
Kyndils var stúlkan bæði köld og
hrædd þegar hún fannst.
„Hún var í gallabuxum og lopa-
sokkum og stakk eða þunnri úlpu
og var auðvitað köld en aðallega
hrædd, enda var veðrið kolvitlaust
og maður sá ekki handa sinna skil,“
segir Pálmi. Segir hann að líklega
hafi stúlkan ætlað að reyna að húkka
sér far í bæinn.
„Hún virðist hafa lent á afleggj-
aranum íýrir vestan Kirkjubæjar-
klaustur," segir Pálmi. „Síðan fer
hún framhjá afleggjaranum að
Hunkubökkum, út í Eldhraun og fer
afleggjara heim að eyðibýli, senni-
lega af því að þannig hafði hún veðr-
ið í bakið og þar náðum við henni."
13. lelkvika , 2-4. apríl 1994
Nr. Leikur:
Röflin:
1. Göteborg - Trcllcborg 1
2. Halmstad - Norrköping •
3. Hammarby - Háckcn
- X -
4. Landskrona - AIK - 2
5. Malmö Degerfors 1 -
6. Frölunda - Östcr - 2
7. Örebro Helsingborg 1 -
8. Blackbum - Man. Utd. 1 -
9. Coventry - Wimbledon - 2
10. Man. City - Aston V. 1 -
11. Norwich • Tottenham - 2
12. Oldham -QPR 1 •
13. Sheff. Wed - Everton 1 -
Heildarvinningsupphæðin:
100 milljón krónur
13 réttir: 111.460 1 kr.
12 réttire 4.120 kr.
11 réttire 460 1 kr.
10 réttire 0 1 kr.
Ovenju
djúpar
lægðir
fóruyfir
landið
Loftþrýstingur
nálægt meti
TVÆR óvenju djúpar lægðir
fóru yfir landið um páskana
og ollu illviðri víða um land.
„Þær réðu ríkjum alla pásk-
ana,“ sagði Haraldur Eiríks-
son veðurfræðingur. „Það
má segja að skársta veðrið
hafi verið á laugardag þegar
fyrri lægðin fór að grynnka.“
í seinni lægðinni mældist loft-
þrýstingur um 951 miilibar á
Dalatanga sem er nálægt
meti miðað við árstíma.
Að sögn Haraldar var mjög
djúp lægð fyrir suðaustan land,
milli íslands og Skotlands, á
skírdag sem þokaðist hægt
norður á bóginn. Þann dag gerði.
leiðinda norðanátt um allt land
en daginn eftir, á föstudaginn
langa, var lægðin fyrir austan
landið og var áfram mjög djúp.
Seinnihluta dagsins var lægðin
komin norðaustur fyrir landið
og farin að grynnka.
Á laugardag var lægðin kyrr-
stæð fyrir norðan og norðaust-
an land og hélt hún áfram að
grynnast. „Þá er hins vegar
farið að sjá í mjög vaxandi lægð
fyrir suðvestan land og að
morgni páskadags kemur hún
upp að landinu," sagði Harald-
ur. „Fyrst um morguninn er
austlæg átt um nær allt land
með snjókomu en um tíma gerði
hvassa vestanátt syðst á land-
inu með blindbyl.“ Lægðin var
undan Austurlandi um kvöldið
og var þá óvenju djúp miðað
við árstíma eða rúmlega 951
millibar og lítið eitt dýpri en
fyrri lægðin.
Þessi lægð hélt kyrru fyrir
fram á annan í páskum og var
viðloðandi Norðurland en þok-
aðist þá heldur vestur með norð-
urströndinni og grynntist lítil-
lega en var þó áfram mjög djúp.
13. Icikvika, 2. april 1994 |
Nr. Leikur:
Röflin:
1. Atalanta - Udinese - X -
2. Cremonese - Sampdoria - X -
3. Foggia - Piacenza 1 - -
4. Gcnoa - Lazio
5. Juventus - Inter
6. Lecce - Torino
- X -
1 - -
- - 2
7. Milan - Parma - X
8. Reggiana - Napoli 1 -
9. Roma - Cagliari 1 -
10. Ancona - Bresda 1 -
11. Cosenza - Padova - X
12. Modena - Cesena 1 •
13. Palcrmo- Ascoli 1 -
Heildarvinn ingsupphæðin:
10,8 milljón krónur
12 réttire
11 rettir:
10 réttir:
57.700 |kr.
2.760 ] kr.
330 jkr.
0 | kr.