Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 39 Athugasemd - frá Aðalsteini Leifs- syni og Páli Magnússyni Jasstónleikar í Kringlukránni Morgunblaðið hefur verið beð- ið um að birta eftirfarandi at- hugasemd: „í febrúartölublaði Háskólans, Stúdentafrétta, sem gefið var út í 90 þúsund eintökum og dreift inn á öll heimili í landinu, er frétt sem ber yfirskriftina vUtiloka ekki breytingu á LIN“. I fyrirsögninni er vitnað í orð menntamálaráðherra Ólafs G. Einarssonar, en í viðtali sem tekið var við hann í tilefni fréttarinnar segist Ólafur ætla að stofna samstarfshóp sem hafi það verkefni að fara yfir áhrif breyting- anna á lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Viðtalið átti sér stað í gegnum síma og Páll Magnússon, formaður Stúdenta- ráðs, var viðstaddur þegar það fór fram. Nú neitar Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra því í svari við fyrirspurn á Alþingi í gær (28. mars) að viðtalið hafi nokkru sinni átt sér stað! Með ummælum sínum á Alþingi vegur Ólafur að heiðri ritstjóra blaðsins. Gefur í skyn að ritstjórinn hafi setið á skrifstofu sinni, skáldað upp viðtal, gefið það út í 90 þúsund eintökum og dreift inn á öll heimili í landinu. Þetta er merkilegt m.a. í ljósi þess að þegar ráðherrann segir að viðtalið hafi ekki átt sér stað eru liðnir tveir mánuðir frá því að blaðið kemur út án þess að ritstjóra blaðsins eða formanni Stúdentaráðs berist nokkrar at- hugasemdir frá honum. Ennfremur er ekkert í viðtalinu sem ekki hefur komið fram annars staðar: í svari við fyrirspurninni á Alþingi í gær sagðist Ólafur aldrei hafa útilokað breytingar á LÍN, á opnum fundi í Hákskólanum sagðist hann ætla að stofna' samstarfshópinn, í sam- tali við formann Stúdentaráðs greindi hann frá því hveijir muni sitja í honum. Ráðherra er með öðrum orðum ekki að mótmæla því sem fram kemur í fréttinni heldur eingöngu að vega að heiðri þeirra sem að blaðinu stóðu. Það er vandséð hvert ráðherra er að fara með þessum ummælum sínum. E.t.v. finnst honum að hags- munabarátta stúdenta hafi verið of málefnaleg og saknar þess tíma þegar stúdentar kölluðu gífuryrði til menntamálaráðherra og köstuðu eggjum. En sá sem ætlar að stjórna öðrum verður að læra að stjórna sjálfum sér. Það er því okkar krafa að Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra biðjist afsökunar á meiðandi ummælum sínum.“ Aðalsteinn Leifsson, ritstjóri Háskólans, Stúdentafrétta. Páll Magnússon fráfarandi formaður Stúdentaráðs Há- skóla Islands. ÍSLENSKI grunnskólakvartett- inn heldur sína fyrstu tónleika á Kringlukránni í kvöld, miðviku- daginn 6. apríl. Kvarettinn er skipaður nokkrum af kunnustu jassleikurum landsins, þeim Sigurði Flosasyni, sem leikur á saxafón, Tómasi Einarssyni, kontrabassaleikara, Birni Thorodd- sen, gítarleikara og trommuleikar- anum Pétri Grétarssyni og leika þeir tónlist frá öllum Norðurlöndun- um í bland við eigið efni. Hljómsveit þessi kemur tSl með að leika í nokkrum grunnskólum landsins á næstunni til að kynna þjóðlega jasstónlist. Tónleikarnir á Kringlukránni hefj- ast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Ráðstefna um nýsköp- un atvinnu- lífsins í Evrópu VERKFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands og Tæknifræðingafélag ís- lands efna til ráðstefnu um ný- sköpun atvinnulífsins í Evrópu í Verkfræðihúsinu við Engjateig þriðjudaginn 12. apríl nk. Ráð- stefnan verður á ensku undir nafninu „Creating Viable Busi- ness Firms“. Fyrirlesarar verða tveir sænskir ráðgjafar, Christer Swedin og Hen- rik Othelius, sem hafa nýlega unnið að endurskipulagningu á nýsköpun- arstarfsemi í Svíþjóð fyrir Nýsköp- unarráðuneytið NUTEK og ritun skýrslunnar „Att skapa livskraft — förslag till starkt nyföretagande" eða „Creating Viable Business Firrns". í skýrslu þessari er einnig fjallað um nýsköpunarstarfsemi í mörgum öðrum löndum Evrópu. Bók þessi verður meðal ráðstefnugagna þátttakenda. Niðurstaða þessarar tveggja ára úttektar á nýsköpunar- starfsemi í Svíþjóð og starfsskilyrð- um sænskra fyrirtækja leiddi til markvissrar endurskipulagningar á opinberum þjónustuaðilum sænska atvinnulífsins og stuðningi þeirra við smáfyrirtæki til að efla nýsköpunar- starfsemi þar í landi. Ljóst ér að mikið má læra bæði af mistökum og því sem vel hefur verið gert í þessum málum í Svíþjóð og annars staðar í Evrópu svo og hvað er ver- ið að gera til að efla samkeppnis- hæfni fyrirtækja og skapa þannig fleiri störf í framtíðinni. Ráðstefna þessi er opin öllu áhugaaðilum um nýsköpun atvinnul- ífsins á íslandi, jafnt einstaklinga með nýjar viðskiptahugmyndir sem fulltrúa fyrirtækja, verkfræðistofa, tæknistofnana, skóla, fjármálastofn- ana og opinberra aðila, einnig at- vinnumálafulltrúa sveitarfélaga, sveitarstjórnarmenn og þingmenn sem hafa áhuga á að fylgjast með þróun þessara mikilvægu mála er- lendis. ■♦ ♦ ♦ M STJÓRN Félags áhugamanna um bókmenntir býður alla vel- komna á síðara „Stefnumót" vetr- arins. í þetta sinn verða gestir fé- lagsins þrír fræðimenn, Gísli Sig- urðsson, Helga Kress og Jón Karl Helgason og ætla þau að svara þeirri ágengu spurningu hvort til sé eitthvað sem heitir íslensk bók- menntafræði. Að erindunum loknum verða umræður. Fundurinn verður í Skólabæ, Suðurgötu 26, fimmtu- daginn 7. apríl og hefst kl. 20.30. Taktu þér tak í I jármáluin! Ndmskeið um jjdrmdl heimilisins Markmiðið með námskeiðinu er að fólk læri að gera heimilisbókhald og áætlanir og geti tekið ákvarðanir í fjármálum heimilisins á skynsamlegum grundvelli. Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að kennt er tvö kvöld, 3 klst. í senn. Áhersla er lögð á verkefnavinnu, meðal annars heimaverkefni milli námskeiðsdaga. Næstu námskeið: • Þriðjudag 12. apríl og fimmtudag 14. apríl. • Mánudag 25. apríl og miðvikudag 27. apríl. Kennsla fer fram í Búnaðarbankanum Austurstræti (gengið inn Hafnarstraetismegin) frá kl.19:30 til 22:30. Leidbeinendur verða: Andri Teitsson, rekstrarverkfræðingur Gísli S. Arason, rekstrarhagfræðingur Friðrik Halldórsson, viðskiptafræðingur. Námskeiðið kostar 1.900 kr. en féiagar í Heimilislínunni greiða 1.400 kr. Innifalið í.námskeiðsgjaldi er vegleg bók um fjármál heimilanna. Upplýsingar og skráning er í síma (91) 603 203 (markaðsdeild). Helstu efnisþættir eru: • Heimilisrekstur • Heimilisbókhald • Hvernig md spara • A vöxtu na rleiði r • Aœtlanagerð • Akvörðunartaka • Tekju- og gjaldastýring • Lánamöguleikar • Skattamál • Tryggingabatur — ellilífeyrir • Rekstur bíls 'O.fl. HEIMILISLINAN - Heildarlausn á Jjármálum einstaklinga | i »1- Námskeið utan Reykjavíkur verða auglýst síðar. .uVaiyjABQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.