Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 Snjóflódahætta á Flateyri og í Hnífsdal HÆTTUÁSTANDI vegna snjóflóðahættu var lýst yfír í gær á Flat- eyri og í Hnífsdal. Á Flateyri var á milli 20-30 manns í efstu húsum hreppsins gert að fíytja úr þeim þangað til hættuástandi væri af- létt, og álíka margir íbúar beðnir um að yfirgefa híbýli sín í Hnífsdal. Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir Snjóflóð meðfram Núpi Þingeyri. SNJOFLÓÐ féll rétt fyrir innan Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði sl. mánudag og flaut nokkuð hundruð metra yfír veginn og niður á tún fyrir neðan bæinn. Flóðið kom úr svonefndum Krossgiljum og Iá leið þess nánast meðfram innstu húsum á Núpi og verður að teljast mikil mildi að enginn var þar á ferð. Siglufjörður Fylgst með snjóalögum í fjöllunum Siglufirði. ALMANNAVARNANEFND Siglu- fjarðar hefur verið í viðbragðs- stöðu síðustu tvo sólarhringa vegna hugsanlegrar sryóflóða- hættu og hefur hún m.a. fylgst mjög náið með snjóalögum í fjöll- unum allt í kringum fjörðinn. Bjöm Valdimarsson, bæjarstjóri og formaður almannavamanefndar Siglufjarðar, telur ekki mikla hættu á snjóflóðum í fjöllunum við óbreytt- ar aðstæður, en snúist vindur til norð-vestlægrar áttar getur skapast verulegt hættuástand. Hreinn Júlíusson, bæjarverkstjóri á Siglufirði, tjáði fréttaritara Morg- unblaðsins að smásnjóskriða hefði fallið í fyrradag á veginn á Strönd- inni, Siglufjarðannegin við Stráka- göng. SI Kristján Jóhannesson, sveita- stjóri ogj formaður almanna- vamarnefndar Flateyrar, kvaðst gera ráð fyrir að hættuástandi yrði fyrst aflétt í dag þar sem veðurspá gerði ráð fyrir hvas- sviðri, ásamt þungri og blautri ofankomu í nótt sem magna myndi hættuna á snjóflóði veru síðari hluta nætur og snemma morguns. Lítil snjóðflóð féllu á veginn til Flateyrar um Breiðdal snemma í gærdag og var hann lokaður fyrir umferð og ekki ruddur, þar sem leiðin var álitin ótraust með tilliti til frekari flóða að sögn Kristjáns. Hann sagði að íbúar húsanna sem yfirgáfu þau hafí brugðist vel við tilmælum um brottflutning, enda ekki óvanir því að rýma hús sín vegna snjóflóðahættu þó að það hafi ekki gerst nú í tvö til þijú ár. Seinustu ár hafa allnokkrar snjóflóðavamir verið reistar við Flateyri en þeim hefur ekki verið lokið að fullu, að sögn Kristáns. í Hnífsdal var fólk í fyrstu flutt í félagsheimilið á staðnum en það- an dreifðist hópurinn í húsaskjól hjá vinum og skyldmennum í grenndinni. Auðbjörg Halla Knútsdóttir á Ytri-Húsum var á gangi þar skammt frá og sagðist allt í einu hafa heyrt miklar drunur, litið til fjalls og þá séð hvar hlíðin flaut niður og rann fram hjá Núpsbænum með ógnar- hraða. Flóðið hafi svo skipt sér í nokkra tauma sem æddu niður tún- ið, nánast eins og járnbrautarlestir. Að sögn Bergs Torfasonar, spari- sjóðsstjóra á Núpi, hafa komið hlaup úr þessu gili á nokurra ára fresti en þetta mun vera það stærsta síðan um 1950. Þetta var svokallað fleka- hlaup og var óvenju mikið magn af snjó í því en skýringuna sagði Berg- ur vera þá að öll hlíðin hafí hlaupið, alveg ofan frá brún. Snjórinn var mjög blautur en hann breiddi ekki mikið úr sér, heldur hljóp í mjóum taumum og eru þeir um fimm metra háir. Einn taumanna stefndi beint á kirkjuna á Núpi en stöðvaðist um flmmtíu metra frá henni. Flóð úr þessu gili hafa ekki farið svo nálægt byggingum þarna áður. Mjög harður snjór var undir og þess vegna var hraði flóðsins mun meiri en venu- lega. - Helga. 40 íbúðarhús rýmd vegna snjóflóðahættu Sérstakt átak verður gert í uppgræðslu á Haukadalsheiði í sumar Bolungarvík Almannavamanefnd Bolungar- vikur kom saman til fundar í gær- morgun, þar sem veruleg spjó- flóðahætta hafði skapast í Traðar- hymu, en íbúðarbyggðin liggur undir þvi fjalli. Yar það þá mat nefndarinnar að ástæða væri til að lýsa yfir hættu- ástandi eftir mikið fannfergi síðustu sólarhringa. Því var ákveðið að fara þess á leit við íbúa efstu íbúðarhúsunum í bænum að vera ekki í húsunum sín- um fyrst um sinn. Almannavamanefnd Bolungarvík- ur kom svo aftur saman til fundar síðdegis í gær og eftir að nefndin hafði farið yfir gögn frá veðurstofu og víðar var ákveðið til að gæta ít- rasta öryggis að rýma um fjörutíu íbúðarhús sem næst liggja fjallshlíð- inni. Þá verður Björgunarsveitin Emir með menn á vakt í aila nótt og munu þeir fylgjat grant með ástand- inu í fjallinu þar til hættuástandi verður aflýst. - Gunnar. Dregið úr uppblæstri með stíflu við Sandvatn UMHVERFISFÉLAG íslands- banka og starfsmannafélag bank- ans hafa ákveðið efna til fjársöfn- unar meðal starfsfólks bankans i þeim tilgangi að berjast gegn Hrafn Gunnlaugsson lætur af starfí framkvæmdastjóra sjónvarpsins „Margar hugmyndir hafa orðið að veruleika á skömmum tíma“ HRAFN Gunnlaugsson lét af starfi framkvæmda- stjóra sjónvarpsins um mánaðamótin þegar Pétur Guðfínnsson kom aftur til starfa eftir eins árs leyfi frá störfum. Hrafn sagði í samtali við Morgunblað- ið að þó eitt ár væri skammur tími, þá hefði hon- um tekist að gera ýmsar breytingar á dagskrá sjónvarpsins. Hins vegar væru tregðulögmálin í yfirstjórn stofnunarinnar meiri en svo að hægt væri að breyta rekstrinum og leysa skipulags- vandamálin á einu ári. „Verkin sýna væntanlega að margar af þeim hug- myndum sem ég kynnti varðandi dagskrána í umdeild- um sjónvarpsþætti á sínum tíma hafa orðið að veru- leika,“ sagði Hrafn. „En hins vegar hefur mér ekki tekist að ná fram þeim rekstrarbreytingum á stofnun- inni sem ég tel nauðsynlegar eigi hún að komast inn í nútímann. Stofnunina vantar ekki hærri afnotagjöld heldur breytingar í rekstrinum. Þá væri hægt að auka innlent efni til mikilla muna," sagði hann. Hrafn var spurður hvort hann teldi að þetta ár í stó) framkvæmdastjóra sjónvarpsins hefði verið þess virði í Ijósi þeirra deilna sem ráðning hans vakti á sínum tíma; „I ljósi þess hvemig brottvikningu mína úr starfí dagskrárstjóra bar að, þá tel ég að það hafi ekki verið um neitt annað að ræða en að þiggja starf framkvæmdastjóra, þótt aðeins væri til eins árs, þegar Pétur Guðfmnsson óskaði eftir þvi að fara í eins árs launalaust leyfi. “ Hrafn sagðist hafa átt mjög gott samstarf við þá deildarstjóra sem störfuðu undir stjóm framkvæmda- stjóra hjá sjónvarpinu, og aldrei borið neinn skugga á það. „Þau skrif sem maður hefur verið að lesa í blöðun- (jUm um einhver gífurleg, átök iimaii sjónvarpgins eru Morgunblaðið/Ámi Sæberg HRAFN Gunnlaugsson afhenti Pétri Guðfínns- syni lykla að skrifstofu framkvæmdastjóra sjón- varpsins í gærmorgun þegar Pétur kom aftur til starfa að loknu eins árs leyfi frá störfum. algjörlega úr lausu lofti gripin. Hins vegar getur vel verið að það hafí verið mikil átök innan Ríkisútvarps- ins, en ég hef fundið minna fyrir þeim,“ sagði hann. Ýmis verkefni á sviði lista Aðspurður um hvað nú tæki við sagðist Hrafn hafa fengist við margvísleg störf um ævina en hann væri þó fyrst og síðast listamaður. „Ég hef gaman af því að stjóma, þó ég sé listamaður, og bregða mér stund- um í einhverskonar bírókrataföt. Fyrst um sinn bíða mín ýmis kvikmyndaverkefni, verkefni við sjónvarp og á öðrum sviðum lista eins og til dæmis skrif, og svo verður maður bara að sjá ti!,“ svaraði Hrafn. Kvaðst hann jafnframt ætla að passa sig á að flækja sig ekki strax aftur inn í reglubundinn vinnutíma, heldur hugsa fyrst og fremst um að fást við skapandi gróðureyðingu á Haukadalsheiði. Fyrirhugað er að nota þá fjár- muni sem safnast til þess að gera stíflu við Sandvatn sem er efst á heiðinni. Talið er að með því að stífla vatnið sé hægt að draga umtalsvert úr sand- og moldroki á Haukadalsheiði. Islandsbanki hefur heitið því að leggja fram tvær krónur fyrir hverja eina krónu sem starfsmenn safna. í sumar er fyrirhugað að gera átak í sáningu á Haukadalsheiði. Það er fyrst og fremst fyrir fjárst- uðning frá starfsmönnum íslands- banka og frá Olís sem hægt er að ráðast í þetta brýna verkefni. Talið er að þúsundir tonna af mold og sandi fjúki af heiðinni á ári hverju yfir Suðurlandsundirlendið og á haf út. Megninu af fjárframlagi Olís til gróðurverndar á þessu ári verður varið til baráttunnar gegn gróður- eyðingu á Haukadalsheiði. Fjársöfn- un starfsmanna íslandsbanka kemur þar til viðbótar. Jón Gunnar Aðils, formaður Umhverfísfélags Íslands- banka, sagði að tilefni þessarar fjár- söfnunar væri 50 ára afmæli lýðveld- isins. „Það kviknaði sú hugmynd í tilefni afmælisins að gefa okkur sjálfum og þjóðinni gjöf. Við vildum að sú gjöf yrði á svið okkar stærsta umhverfisvanda sem er uppblástur og eyðing landsins. Haukadalsheiðin varð fyrir valinu.“ Hver starfsmaður gefi 1800 krónur Jón Gunnar sagði markmiðið vera að hver starfsmaður bankans gefi 1.800 krónur til þessa verkefnis. Bankinn hefur lofað að gefa tvær krónur fyrir hveija eina sem starfs- menn safna. Jón sagði að stefnt væri að því að safna með þessum . h^tti þremur milljónpm krpna. Þess- ttingúm ýéfíðtír-ýáfíð' til þess að gera stíflu við Sandvatn, sem er efst á Haukadalsheiðinni. í vatnið rennur jökulá sem kölluð er Farið. Hún ber með sér mikið af leir og öðrum jökulruðningi. í þurrkatíð minnkar mikið í vatninu og þessi jökulruðningur fýkur yfir heiðina og yfir Suðurland. Með því að hækka vatnsborð vatnsins er talið að hægt sé að draga umtalsvert úr moldroki á heiðinni. Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, sagði að mjög brýnt sé að hækka vatnsborð Sandvatns. Það leysi hins vegar ekki þau gróðurfars- vandamál sem séu til staðar á Haukadalsheiði í dag. Þau verði ekki leyst á annan hátt en með sáningu. „Það sem hefur verið gert þama fyrr á árum lofar ákaflega góðu. Það er t.d. athyglisverð breyting sem hefur orðið á svæði sem sáð var í á dögum þjóðargjafarinnar. Það er að koma víðir inn í þær grassáningar og svæðið er að breytast smátt og smátt í kjarrlendi aftur eins og Haukadalsheiðin hefur verið fyrr- um,“ sagði Sveinn. Hann sagðist því ekki í neinum vafa um að sáning á Haukadalsheiðinni skili árangri. Heiðin sé hins vegar stór og langan tíma taki að hefta algerlega landeyð- ingu á henni. Hafa gróðursett 60 þúsund plöntur Umhverfismál hafa ætíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi ís- landsbanka. Starfsmenn bankans og fjölskyldur þeirra hafa á síðastliðn- um þremur árum gróðursett um 60 þúsund tijáplöntur á 14 stöðum á landinu. Fyrir ári síðan var Um- hverfisfélag bankans stofnað. Félag- ið hefur m.a. beitt sér fyrir því að bankinn kaupi umhverfisvænan pappír og umhverfisvænar rekstrar- vörur. Félagið hefur ennfremur reynt með skipulögðum hætti að draga úr pappírsnotkun í bankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.