Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 7 Margrét Skúladóttir kjörin ungfrú Reykjavík á mánudag Skelli í mig páskaegginu og byrja svo aftur að púla Sendiráð opnað í Kína JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur verið á ferð í Kína undanfarna daga sem gest- ur varaforsætisráðherra Kína, sem fer með utanríkismál, og ut- anríkisráðherra landsins. í við- ræðum sínum við kínverska ráða- menn um helgina greindi Jón Baldvin frá því að stefnt sé að því að opnað verði sendiráð íslands í Kína árið 1996, skv. upplýsingum Þrastar Ólafssonar, aðstoðar- manns ráðherra. Í máli Jóns Baldvins kom einnig fram að reynt yrði að taka upp sam- starf við eitt af sendiráðum Norður- landanna í Peking um aðstöðu og húsaskjól fyrir sendimann úr íslensku utanríkisþjónustunni frá og með næstu áramótum, sem myndi annast viðskiptatengsl landanna. Til S-Kóreu í dag Að sögn Þrastar hefur ferð utan- ríkisráðherra gengið mjög vel. Jón Baldvin var í borginni Sjanghæ í gær en í dag heldur hann til Seoul í S- Kóreu þar sem hann mun m.a. hitta forseta landsins, utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra að máli. 10. apríl heldurt-hanh'til Tókýó í Japan. Valið stendur um þrjár mismunandi tegundir af Merrild kaffi: 304-Dökkbrennt 104-Mjög dökkbrennt Merrild setut MARGRÉT Skúladóttir Sigurz var á mánudagskvöld valin ungfrú Reykjavík 1994 úr hópi 14 keppenda á Hótel íslandi. Margrét er 21 árs gömul og stundar nám í Fósturskóla íslands. „Keppnin var hörð og það komu margar sterklega til greina sem sig- urvegarar en ég taldi mig einnig eiga möguleika, annars hefði ég ekki tek- ið þátt,“ sagði Margrét Skúladóttir við Morgunblaðið. Margrét er 21 árs gömul, dóttir Skúla E. Sigurz og Ingunnar Þ. Jó- hannsdóttur. Hún er stúdent úr Verslunarskóla íslands og stundar nú fóstrunám. Með náminu skúrar hún skrifstofu tvisvar í viku og þríf- ur fiskvinnslusa! Fiskkaupa hf. öll kvöld. Margrét stundar skíðaíþrótt- ina í frístundum en segist einnig hafa gaman af að fara með föður sínum á ijúpna- og svartfuglsveiðar. Ekkert grín Margrét sagði að vinkona sín hefði bent forráðamönnum fegurðarsam- keppninnar á sig og síðan hefði Est- er Finnbogadóttir framkvæmdastjóri Sjóbirtingur Góð veiði fyrsta daginn keppninnar hringt. „Ég hélt fyrst að það væri verið að gera grín að mér, því mér var sagt að koma meðháhæl- aða skó og sundbol á Hótel ísland í prufu. Og ég fór ekki fyrr en ég var búin að fá það staðfest að þetta væri ekki grín,“ sagði Margrét. Hún sagði raunar að það erfiðasta í keppninni hefði verið að koma fram fyrir áhorfendur á sundbolnum og háhæluðu skónum „en þetta tókst“. Margrét mun taka þátt í keppn- inni um ungfrú ísland sem haldin verður 20. maí og undirbúningur þátttakendanna hefst innan skamms. „Nú ætla ég að skella í mig páska- egginu mínu og fer svo að púla aftur við að ná því af mér,“ sagði Margrét Skúladóttir Sigurz. SEGJA verður að sjóbirtingsveið- in hafi byrjað vel, sérstaklega þegar skoðað er hversu slæmt veður hefur herjað á veiðimenn síðan veiði hófst á föstudaginn langa, 1. apríl. Samkvæmt fregn- um Morgunblaðsins fékk fyrsti hópurinn í Vatnamótum nærri Klaustri um 40 sjóbirtinga og ann- ar hópur sem var á sama tíma í Geirlandsá á Síðu fékk tíu stykki. Voru þetta yfirleitt góðir fiskar, allt að níu punda í Geirlandsá, en smærri í Vatnamótum. Þokkaleg veiði var einnig í byijun í Varmá við Hveragerði, en hún er hlý og leggur ekki. Þar veiddust 17 birtingar fyrsta daginn og voru það allt að 6 punda fiskar. Eins og vant er, var veiðin best fyrst. Hún hefur dalað síðan, en þó verið nokkur eftir því sem komist verður næst. Vegna rysjóttrar tíðar á þessum árstíma koma þó heilu dagarnir að lítið er hægt að standa við veiðar. Af öðrum veiðum er það að segja, að dorgað hefur verið í Úlfsvatni þegar færi hefur gefist á frídögum. Bleikjan, sem mest veiðist af, hefur verið þetta frá hálfu pundi upp í tvö pund og urriðinn allt að fimm pund. ---------------». » ♦------- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Margrét Skúladóttir Sigurz, ungfrú Reykjavík 1994, skálar í kampa- víni við Brynju Xochitl Vífilsdóttur sem vann keppnina í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.