Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 7

Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 7 Margrét Skúladóttir kjörin ungfrú Reykjavík á mánudag Skelli í mig páskaegginu og byrja svo aftur að púla Sendiráð opnað í Kína JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur verið á ferð í Kína undanfarna daga sem gest- ur varaforsætisráðherra Kína, sem fer með utanríkismál, og ut- anríkisráðherra landsins. í við- ræðum sínum við kínverska ráða- menn um helgina greindi Jón Baldvin frá því að stefnt sé að því að opnað verði sendiráð íslands í Kína árið 1996, skv. upplýsingum Þrastar Ólafssonar, aðstoðar- manns ráðherra. Í máli Jóns Baldvins kom einnig fram að reynt yrði að taka upp sam- starf við eitt af sendiráðum Norður- landanna í Peking um aðstöðu og húsaskjól fyrir sendimann úr íslensku utanríkisþjónustunni frá og með næstu áramótum, sem myndi annast viðskiptatengsl landanna. Til S-Kóreu í dag Að sögn Þrastar hefur ferð utan- ríkisráðherra gengið mjög vel. Jón Baldvin var í borginni Sjanghæ í gær en í dag heldur hann til Seoul í S- Kóreu þar sem hann mun m.a. hitta forseta landsins, utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra að máli. 10. apríl heldurt-hanh'til Tókýó í Japan. Valið stendur um þrjár mismunandi tegundir af Merrild kaffi: 304-Dökkbrennt 104-Mjög dökkbrennt Merrild setut MARGRÉT Skúladóttir Sigurz var á mánudagskvöld valin ungfrú Reykjavík 1994 úr hópi 14 keppenda á Hótel íslandi. Margrét er 21 árs gömul og stundar nám í Fósturskóla íslands. „Keppnin var hörð og það komu margar sterklega til greina sem sig- urvegarar en ég taldi mig einnig eiga möguleika, annars hefði ég ekki tek- ið þátt,“ sagði Margrét Skúladóttir við Morgunblaðið. Margrét er 21 árs gömul, dóttir Skúla E. Sigurz og Ingunnar Þ. Jó- hannsdóttur. Hún er stúdent úr Verslunarskóla íslands og stundar nú fóstrunám. Með náminu skúrar hún skrifstofu tvisvar í viku og þríf- ur fiskvinnslusa! Fiskkaupa hf. öll kvöld. Margrét stundar skíðaíþrótt- ina í frístundum en segist einnig hafa gaman af að fara með föður sínum á ijúpna- og svartfuglsveiðar. Ekkert grín Margrét sagði að vinkona sín hefði bent forráðamönnum fegurðarsam- keppninnar á sig og síðan hefði Est- er Finnbogadóttir framkvæmdastjóri Sjóbirtingur Góð veiði fyrsta daginn keppninnar hringt. „Ég hélt fyrst að það væri verið að gera grín að mér, því mér var sagt að koma meðháhæl- aða skó og sundbol á Hótel ísland í prufu. Og ég fór ekki fyrr en ég var búin að fá það staðfest að þetta væri ekki grín,“ sagði Margrét. Hún sagði raunar að það erfiðasta í keppninni hefði verið að koma fram fyrir áhorfendur á sundbolnum og háhæluðu skónum „en þetta tókst“. Margrét mun taka þátt í keppn- inni um ungfrú ísland sem haldin verður 20. maí og undirbúningur þátttakendanna hefst innan skamms. „Nú ætla ég að skella í mig páska- egginu mínu og fer svo að púla aftur við að ná því af mér,“ sagði Margrét Skúladóttir Sigurz. SEGJA verður að sjóbirtingsveið- in hafi byrjað vel, sérstaklega þegar skoðað er hversu slæmt veður hefur herjað á veiðimenn síðan veiði hófst á föstudaginn langa, 1. apríl. Samkvæmt fregn- um Morgunblaðsins fékk fyrsti hópurinn í Vatnamótum nærri Klaustri um 40 sjóbirtinga og ann- ar hópur sem var á sama tíma í Geirlandsá á Síðu fékk tíu stykki. Voru þetta yfirleitt góðir fiskar, allt að níu punda í Geirlandsá, en smærri í Vatnamótum. Þokkaleg veiði var einnig í byijun í Varmá við Hveragerði, en hún er hlý og leggur ekki. Þar veiddust 17 birtingar fyrsta daginn og voru það allt að 6 punda fiskar. Eins og vant er, var veiðin best fyrst. Hún hefur dalað síðan, en þó verið nokkur eftir því sem komist verður næst. Vegna rysjóttrar tíðar á þessum árstíma koma þó heilu dagarnir að lítið er hægt að standa við veiðar. Af öðrum veiðum er það að segja, að dorgað hefur verið í Úlfsvatni þegar færi hefur gefist á frídögum. Bleikjan, sem mest veiðist af, hefur verið þetta frá hálfu pundi upp í tvö pund og urriðinn allt að fimm pund. ---------------». » ♦------- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Margrét Skúladóttir Sigurz, ungfrú Reykjavík 1994, skálar í kampa- víni við Brynju Xochitl Vífilsdóttur sem vann keppnina í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.