Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 45 Doktor í efnafræði SNORRI Þór Sig- urðsson varði 2. nóvember sl. doktorsritgerð sína í efnafræði við University of Washington í Seattle, Banda- rikjunum. Leið- beinandi hans var Paul B. Hopkins, prófessor í lífrænni efnafræði. Doktorsritgerðin nefnist á frum- málinu „DNA-DNA Interstrand Cross-Linking by Bifunctional, Pyr- role-Derived Electrophiles" og fjall- ar um hvörf tvígildra rafsækinna efnasambanda við DNA. Sýnt hefur verið fram á að mörg lyf sem eru notuð við krabbameins- lækningar eru fær um að víxltengja DNA (mynda samgild efnatengi milli strendinga DNA) og er það talin meginástæða fyrir líffræðilegri virkni þeirra. Eitt þessara efnasam- banda, krabbameinslyfið Mitomycin C, myndar aðeins víxltengi við ákveðna basa í vissum basaröðum DNA. Einn megintilgangur rann- sókna Snorra var að ákvarða hvaða hluti efnabyggingar Mitomycin C olli þessari sérvirkni. Sú vitneskja var notuð til þess að hanna ný efna- sambönd sem síðan voru mynduð með hefðbundnum aðferðum líf- rænna efnasmíða. Þessi nýju efna- sambönd reyndust vera sérstækari DNA-víxltenglar en Mitomycin C og gáfu mun betri heimtur á vixl- tengdu DNA en önnur sambærileg efnasambönd. Snorri Þór fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1963. Foreldrar hans eru Vélaug Steinsdóttir og Sigurður Ingvarsson sölustjóri hjá Securitas. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Sund vorið 1982 og útskrifaðist frá efnafræði- deild Háskóla íslands vorið 1987. Ári síðar lauk hann fjórða árs verk- efni sem unnið var undir hand- fleiðslu dr. Guðmundar G. Haralds- sonar við Háskóla íslands og hélt þá til University of Washington, þar sem hann hefur unnið að doktors- rannsóknum sínum. Nú stundar hann rannsóknir við Max-Planck stofnunina í Göttingen, Þýskalandi, með styrk frá Evrópsku sameinda- líffræðisamtökunum (EMBO). Dr. Snorri Þór Sigurðsson „Það er vægast sagt skammarlegt og veikir mjög svo tiltrú á sljórn- málamönnum og þeim sem sjá um rekstur Rík- isspítala, að árum sam- an sé hægt að humma fram af sér eins mikil- vægt mál og fæðingar- hjálp.“ sóma sinn í að standa við orð sín og sjá til þess að Fæðingarheimilið verði eflt og það verði rekið sem fæðingarstaður til frambúðar. Það er vægast sagt skammarlegt og veikir mjög svo tiltrú á stjórnmála- mönnum og þeim sem sjá um rekst- ur Ríkisspítala, að árum saman sé hægt að humma fram af sér eins mikilvægt mál og fæðingarhjálp. Fulltrúar R-listans tala um að undirskrift leigusamningsins sé kosningabrella hjá Sjálfstæðis- flokknum í borgarstjórn. Þess skal getið að framkvæmdastjóri Land- spítala skipar nú 4. sæti R-listans. Hvernig væri nú að þær konur sem skipa listann með honum, beittu áhrifum sínum og þrýstu á að nægi- legt fjármagn fáist til að opna Fæðingarheimilið og reka það á mannsæmandi hátt. Nú er tækifær- ið, sýnið styrk ykkar og getu! Höfunilnr eru í stjórn samtaknnna Náttúrubarna. Helsta baráttumál snmtakanna erað tryggja konum valá fæðingarstað. 1 K R A K K A R ! Ef þib litiö efri myndina og finniö út hvaö þaö er sem vantar á neöri myndina getiö þiö átt von á aö vera í hópi 100 krakka er veröa dregin úr innsendum myndum og fá í verölaun miöa á bíómyndina Rokna-Túli sem Sam-bíóin frumsýndu um páskana ásamt límmiöa frá Morgunblaöinu. Þegar þiö eruö búin aö lita myndina og setja hring utan um þau 10 atriöi sem vantar á neöri myndina þá merkiö þiö úrlausnina, klippið og sendið til Morgunblaðsins, merkta: Rokms-Túii Kringlunni 1 103 Reykjavík r Skilafrestur er tll 15. apríl nk. GÓÍ><J , Skem^tu Nafn Aldur Heimili Stabur \ Póstnr. Sími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.