Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 45

Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 45 Doktor í efnafræði SNORRI Þór Sig- urðsson varði 2. nóvember sl. doktorsritgerð sína í efnafræði við University of Washington í Seattle, Banda- rikjunum. Leið- beinandi hans var Paul B. Hopkins, prófessor í lífrænni efnafræði. Doktorsritgerðin nefnist á frum- málinu „DNA-DNA Interstrand Cross-Linking by Bifunctional, Pyr- role-Derived Electrophiles" og fjall- ar um hvörf tvígildra rafsækinna efnasambanda við DNA. Sýnt hefur verið fram á að mörg lyf sem eru notuð við krabbameins- lækningar eru fær um að víxltengja DNA (mynda samgild efnatengi milli strendinga DNA) og er það talin meginástæða fyrir líffræðilegri virkni þeirra. Eitt þessara efnasam- banda, krabbameinslyfið Mitomycin C, myndar aðeins víxltengi við ákveðna basa í vissum basaröðum DNA. Einn megintilgangur rann- sókna Snorra var að ákvarða hvaða hluti efnabyggingar Mitomycin C olli þessari sérvirkni. Sú vitneskja var notuð til þess að hanna ný efna- sambönd sem síðan voru mynduð með hefðbundnum aðferðum líf- rænna efnasmíða. Þessi nýju efna- sambönd reyndust vera sérstækari DNA-víxltenglar en Mitomycin C og gáfu mun betri heimtur á vixl- tengdu DNA en önnur sambærileg efnasambönd. Snorri Þór fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1963. Foreldrar hans eru Vélaug Steinsdóttir og Sigurður Ingvarsson sölustjóri hjá Securitas. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Sund vorið 1982 og útskrifaðist frá efnafræði- deild Háskóla íslands vorið 1987. Ári síðar lauk hann fjórða árs verk- efni sem unnið var undir hand- fleiðslu dr. Guðmundar G. Haralds- sonar við Háskóla íslands og hélt þá til University of Washington, þar sem hann hefur unnið að doktors- rannsóknum sínum. Nú stundar hann rannsóknir við Max-Planck stofnunina í Göttingen, Þýskalandi, með styrk frá Evrópsku sameinda- líffræðisamtökunum (EMBO). Dr. Snorri Þór Sigurðsson „Það er vægast sagt skammarlegt og veikir mjög svo tiltrú á sljórn- málamönnum og þeim sem sjá um rekstur Rík- isspítala, að árum sam- an sé hægt að humma fram af sér eins mikil- vægt mál og fæðingar- hjálp.“ sóma sinn í að standa við orð sín og sjá til þess að Fæðingarheimilið verði eflt og það verði rekið sem fæðingarstaður til frambúðar. Það er vægast sagt skammarlegt og veikir mjög svo tiltrú á stjórnmála- mönnum og þeim sem sjá um rekst- ur Ríkisspítala, að árum saman sé hægt að humma fram af sér eins mikilvægt mál og fæðingarhjálp. Fulltrúar R-listans tala um að undirskrift leigusamningsins sé kosningabrella hjá Sjálfstæðis- flokknum í borgarstjórn. Þess skal getið að framkvæmdastjóri Land- spítala skipar nú 4. sæti R-listans. Hvernig væri nú að þær konur sem skipa listann með honum, beittu áhrifum sínum og þrýstu á að nægi- legt fjármagn fáist til að opna Fæðingarheimilið og reka það á mannsæmandi hátt. Nú er tækifær- ið, sýnið styrk ykkar og getu! Höfunilnr eru í stjórn samtaknnna Náttúrubarna. Helsta baráttumál snmtakanna erað tryggja konum valá fæðingarstað. 1 K R A K K A R ! Ef þib litiö efri myndina og finniö út hvaö þaö er sem vantar á neöri myndina getiö þiö átt von á aö vera í hópi 100 krakka er veröa dregin úr innsendum myndum og fá í verölaun miöa á bíómyndina Rokna-Túli sem Sam-bíóin frumsýndu um páskana ásamt límmiöa frá Morgunblaöinu. Þegar þiö eruö búin aö lita myndina og setja hring utan um þau 10 atriöi sem vantar á neöri myndina þá merkiö þiö úrlausnina, klippið og sendið til Morgunblaðsins, merkta: Rokms-Túii Kringlunni 1 103 Reykjavík r Skilafrestur er tll 15. apríl nk. GÓÍ><J , Skem^tu Nafn Aldur Heimili Stabur \ Póstnr. Sími

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.