Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 Morð í Árósa- háskólanum DANSKUR námsmaður gekk ber- serksgang í matsal í háskólanum í Árósum í gær, hóf skothríð með riffli og varð tveimur konum að bana. Sjö íslenskir námsmenn eru við skólann og að sögn eins þeirra, Björns Hermannssonar, nemanda í upplýsingafræðum, var hann á leið í matsalinn þegar manndrápin áttu sér stað. Auk kvennanna, semm létust, særðust tvær og var önnur talin í lífshættu. Maðurinn fór síðan á salerni í kjallara byggingarinnar og svipti sig lífi. Björn Hermannsson sagði í við- tali við Morgunblaðið, að enginn íslendinganna hefði verið í matsaln- um þegar skothríðin hófst en sjálfur var hann nýfarinn þaðan og var á leið þangað aftur með nestispakk- ann. „Þá kom fólk hlaupandi á móti mér í miklu uppnámi og sagði mér hvað væri að gerast. Lögreglan kom svo skömmu síðar og rak alla inn í kennslustofurnar," sagði Björn en hans sögn er yfirleitt fátt fólk í matsalnum á þessum tíma eða á tólfta tímanum fyrir hádegi. Ekki er vitað hvers vegna maður- inn hóf skothríðina. Hann var 35 ára gamall og að sögn lögreglu átti hann við geðræn vandamál að stríða. í vasa hans fannst miði þar sem á stóð: „Ég ræð ekki við þetta lengur." % Reuter Einræðisherra í eigin flokki ZHÍRÍNOVSKÍJ veifaði til viðstaddra við komuna til Helsinki en þar sat hann ráðstefnu finnska þingsins um hugsanlega aðild Rússa að Evrópuráðinu. Zhírínovskíj er andvígur henni og segir enga nauðsyn bera til fyrir Rússa að vera í Sameinuðu þjóðunum. Zhírínovskíj og Rútskoj í framboð gegn Jeltsín Zhírínovskíj með alræðisvald í flokki sínum og hefur afnumið stofnanir hans Moskvu. Reuter. FLOKKUR Vladímírs Zhírinovskíjs, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur útnefnt hann frambjóðanda í næstu forsetakosningum og búist er við, að Alexander Rútskoj, fyrrverandi varaforseti og einn af foringj- um uppreisnarinnar gegn Borís Jeltsín forseta í október sl., muni fljót- lega taka ákvörðun um forsetaframboð. í gær hóf hann baráttu fyrir því að koma Jeltsín og ríkisstjórn hans frá. Zhírínovskíj, sem fengið hefur eins konar alræðisvald í flokki sínum, var í Finnlandi á mánu- dag og sagði þá, að gengju Finnar í Atlantshafsbandalagið, NATO, væri það að sumu leyti stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Rútskoj segir í viðtali, sem birtist í gær í Prövdu, að hann muni ekki unna sér hvíldar fyrr en Jeltsín og stjórn hans séu farin frá og hann vísar á bug yfirlýsingum Jeltsíns um vopnahlé í stjórnmálaátökunum. Þá sagði hann, að Jeltsín hefði borið alla ábyrgð á blóðbaðinu í október, hann og hans menn ættu sér „enga framtíð", fyrir þá væru endalokin nærri. Talið er fullvíst, að Rútskoj muni bjóða sig fram í næstu forseta- kosningum og er litið á viðtalið sem upphaf þeirrar baráttu. Finnum hótað Zhírínovskíj sagði við komuna til Helsinki á mánudag, að Finnar skyldu halda sig fyrir utan NATO, að öðrum kosti gætu þeir átt á hættu að þurfa að kljást við Rússa á vígvell- inum. Hann lagði hins vegar áherslu á, að hann væri vinveittur Finnum og og ranglega hefði verið haft eftir honum, að hann vildi innlima Finn- land í Rússland á ný. Hann bað menn hins vegar að gleyma Eystra- saltsríkjunum, þau væru rússneskt innanríkísmál, rússneskt land. Zhír- ínovskíj sagði einnig, að það væru mikil mistök hjá Pavel Gratsjev, varnarmálaráðherra Rússlands, og Jeltsín að ætla að taka þátt í friðar- samstarfí NATO-ríkjanna. Tilgang- urinn væri sá að innlima Rússland í NATO en Rússar væru á móti banda- laginu. Zhírínovskíj kom til Helsinki ásamt fleiri rússneskum þingmönn- um á ráðstefnu, sem finnska þingið boðaði til um hugsanlega aðild Rússa að Evrópuráðinu, en hann kvaðst því andvígur, að Rússar gerðust aðilar. Kvaðst hann sjálfur vera með á pijónunum annað ráð fyrir Austur- Evrópuríkin og væri það betra fyrir Finna að fylgja því. Þá kvað hann enga nauðsyn bera til, að Rússar væru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Um helgina var Zhirínovskíj ekki aðeins valinn forsetaframbjóðandi flokks síns, heldur afhenti flokks- þingið honum alræðisvald í málefn- um flokksins fram til 2004. Fékk óskorað vald Á þinginu sagði Zhírínovskíj, að flokkurinn gæti ekki haldið flokks- þing á hveiju ári, sérstaklega með tilliti til þess, að erlendar leyniþjón- ustur færu með milljarða dollara til þess eins að grafa undan honum. Krafðist hann óskoraðs valds fram til 2004 til að ráða og reka starfs- menn flokksins, sérstaklega þá, sem sýndu honum mótþróa. „Á Ieið til valda“ „Við munum endurreisa lýðræðis- legar stofnanir flokksins í framtíð- inni en við höfum ekki ráð á þeim núna,“ sagði Zhírínovskíj en ástæðan fyrir algerri valdatöku hans í flokkn- um er sögð sú, að sumum samstarfs- mönnum hans Iíkar ekki við yfir- gengilegar yfirlýsingar hans. Var einum þingmanni flokksins, Vyatsj- eslav Marytsjev, vísað frá þinginu og sagt að stunda sitt „skítkast" annars staðar. Síðasta flokksþing Fijálslynda lýð- ræðisflokksins var haldið á-bænda- býli fyrir utan Moskvu en nú var það haldið í stóru leikhúsi undir einkunn- arorðunum „Á leið til valda“ og kom- ust færri að en vildu. Erlendir gestir voru tjölmargir, nýnasistar, öfga- sinnaðir þjóðernissinnar og „undar- Iegt“ fólk af ýmsu tagi en mest var Iátið með Gerhard Frei, öfgafullan, þýskan hægrimann. Þar voru einnig fulltrúar frá Þjóðarfylkingu Le Pens í Frakklandi, stjórnarflokknum í írak og nokkrir Serbar, þar á meðal ein nunna. SAAB-skrúfuþota ferst við Schiphol-flugvöll við Amsterdam Hreyfilbilun ekki nægileg skýring Heemstede. Frá Kristínu Waage og Reyni Þór Finnbogasyni. Reuter. Daily Telegraph. HOLLENSKIR sérfræðingar sem vinna að rannsókn þess að SAAB 340B skrúfuþota flugfélagsins NLM, sem er dótturfyrirtæki KLM, fórst við Schiphol flugvöllinn á mánudag sögðu í gær að líklega væri hreyf- ilbilun ekki eina skýringin. Flugstjóri flugvélarinnar og tveir farþegar biðu bana er flugvélin steyptist til jarðar við flugbrautar- endann. Þrettán slösuðust lífshættu- lega en um borð voru 24 manns, þar af þriggja manna áhöfn. Flugvélin var á leið frá Amsterdam til Cardiff í Wales en 18 mínútum eftir flugtak tilkynntu fiugmennirnir um bilun í hægri hreyfli, slökktu á honum og sneru við til Schiphol-flugvallar. Er aðflugi var um það bil að ljúka reis flugvélin upp á rönd, sveigði til hægri og steyptist til jarðar. Flugvélin skall til jarðar steinsnar frá svæði þar sem áhugamenn um flugvélar standa gjarnan og voru þeir því fyrstir á vettvang og gátu hjálpað farþegum úr flugvélarbrak- iMÉIÍMBMHkÉÉÍÍkJÍIÉÍH Sérfræðingar í flugmálum sögðu í gær að flugvélin hefði átt að geta lokið flugi og lent auðveldlega á öðr- um hreyfli. Talsmaður hollensku flugmannasamtakanna sagði að gera yrði ráð fyrir að fleiri ástæður lægju að baki slysinu. Fulltrúi samgöngu- ráðuneytisins sagði að rannsókn væri hafin á flug- og hljóðrita flug- vélarinnar en þeir geynía upplýsingar sem leitt gætu í ljós hvað fór úrskeið- is. Hollenskir fjölmiðlar höfðu í gær eftir ónafngreindum flugumferðar- stjóra að flugvélin hefði farist er flugmennirnir hefðu hætt við lend- ingu og ákveðið að heíja fráhvarfsk- lifur. Eldsprenging varð er flugvélin kom niður en bálið slökknaði jafn harðan eþ talið er víst að fleiri hefiðu Reuter A slysstað SÆNSKUR flugslysafræðingur að störfum í flaki SAAB 340B flugvél- ar hollenska flugfélagsins KLM sem fórst við Schiphol-flugvöllinn í Amsterdam í fyrradag. beðið bana ef eldur hefði komist í brakið. KLM á 12 flugvélar af gerðinni SAAB 340B og eru þær notaðar á stystu flugieiðum félagsins. Tals- maður SAAB-verksmiðjanna sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem flug- vél þessarar gerðar yrði fyrir óhappi sem kostaði mannslíf. Rússar til Friðar- samstarfs VÍTALÍJ Tsjúrkin, aðstoðarut- anríkisráðherra Rússlands sagðist í gær búast við því að Rússar myndu undirrita Frið- arsamstarf við Atlantshafs- bandalagið 21. apríl í Brussel. Náinn aðstoðarmaður Borísar Jeltsín, Rússlandsforseta, sagði í lok mars að Rússar kynnu að bíða með undirritun í hálft ár. Börn við stjórnvöl fyrir brotlendingu NEFND sem hefur rannsakað flugslysið í Síberíu þann 23. mars sl., er 75 manns fórust, upplýsti í gær að einn úr áhöfn vélarinnar hefði verið að kenna börnum sínum hvernig stýra ætti vélinni fáeinum mínútum áður en hún fórst. Nefndar- menn fullyrtu þó ekki að það hefði verið ástæða slyssins. 18% kosn- ingaþátttaka KJÓSENDUR í Pétursborg hunsuðu aðra umferð borgar- stjórnarkosninga um helgina en kjörsókn var aðeins um 18%. Fijálslyndir umbótasinn- ar hlutu tæplega helming at- kvæða um helgina en aftur- haldsöfl og miðjuflokkar skiptu með sér hinum helmingi at- kvæða. Þriðja umferð kosning- anna verður síðar á árinu. Kommúnistar sigra í Ukraínu KOMMÚNISTAR og banda- menn þeirra unnu þriðjung þeirra sæta sem kosið var um til úkraínska þingsins um helg- ina samkvæmt bráðabirgða- tölum. 450 sæti eru á þinginu og var kosið um 33 sæti í ann- arri umferðinni. Þriðja umferð- in verður 10. apríl. Búist er við að kommúnistar muni verða stærsti flokkur á úkraínska þinginu að loknum kosningum. Var Brian Jones myrtur? BRESK æsi- fréttablöð fullyrtu á sunnudag að Brian Jones, gítarleikari hljómsveitar- innar Rolling Stones, sem fannst látinn í sundlaug sinni árið 1969, hefði verið myrtur. Talið var að Jones hefði drukknað fyrir slysni en News of the World og The People fullyrða að tveir menn hafi drekkt honum. Vísa blöðin til játninga mannanna á dánar- beði þessa efnis. Seinkun á opnun Ermar- sundsganga PRÓFUNUM á ýmsum þáttum í starfsemi Ermarsundsgang- anna hefur seinkað að undan- förnu og verður það til þess að göngin verða ekki opnuð fyrir almenna umferð fyrr en í fyrsta lagi í september. Allt kapp verður þó lagt á að vöru- flutningar geti hafist um göng- in í vor en þrátt fyrir tafir verða þau formlega vígð 6. maí nk. Jones
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.