Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1994 35 Morgunblaðið/RAX iur snjonum. lód féll á Isafirði aða- reinar ísafírði ullu mesta snjóflóðatjón á eignum hérlendis í 20 ár, en bætur Viðlagasjóðs vegna snjóflóðanna á Neskaupstað 20. desember 1974 námu nær 600 milljónum króna, framreiknað til núvirðis, þar af var tjón Síldarvinnslunnar um 450 milljónir króna. í snjó- og krapa- flóðum sem urðu á Patreksfirði 22. janúar 1983 námu eignabætur nær 40 milljónum króna á núvirði. Manntjón á ísafirði er hins vegar minna en á Neskaupstað þar sem 12 manns fórust árið 1974 en 4 létust á Patreksfirði 1983. 2.000-3.000 manns á svæðinu um páskana Tvö til þrjú þúsund manns voru á skíðum á Seljalandsdal á páska- dag en svæðið var lokað á annan í páskum vegna veðurs. Smári Har- aldsson bæjarstjóri segir að oft hafi fallið lítil snjóflóð á skíðasvæð- inu og fylgst hafi verið sérstaklega vel með snjóalögum um páskana. Ólafur Helgi Kjartansson segir að mælingar hafi ekki gefið til kynna að snjóflóð hafí verið í aðsigi og sérfræðingar ekki metið hættu- ástand. Hins vegar hefði veður breyst, farið hefði að snjóa mikið um nóttina og snjórinn verið blaut- ur. Talið sé að það hafí valdið snjó- flóðinu. Þá segir Ólafur Helgi að engin vitneskja hafi verið um snjó flóð af þessari stærðargráðu á þess- um slóðum. Hjónin Ásgeir Lýðsson og Sólveig Guðnadóttir björguðust úr snjófióðinu Eitthvað sem vakti mig ör- skömmu áður en flóðið féll „ÞETTA gerðist allt mjög hratt og þegar okkur var ljóst að við værum bæði heil á húfi var fyrsta hugsun okkar sú að komast úr húsinu og sækja hjálp, því við vissum af fólki í nálægum bústað,“ segja hjónin Asgeir Lýðsson og Sólveig Guðnadóttir sem sluppu nánast ómeidd úr snjóflóðinu sem hreif með sér nær alla sumarbústaðabyggðina í Tungudal við ísafjörð. Skólaus óðu þau snjó upp fyrir hné í átt að golfskála skammt frá. Þaðan var símasambandslaust en hins vegar fundu þau skó sem þau gátu notað til að komast áfram leið- ar sinnar í leit að hjálp. „Mér var orðið mjög kalt og ég notaði svefnpoka eins og snjóþrúgur á hluta leiðarinnar," segir Sólveig. Um þremur stundarfjórðungum eftir að snjóflóðið féll komust þau að Bræðratungu sem er heimili fyrir þroskahefta. „Þaðan gátum við hringt til lögreglu sem brást mjög fljótt við eins og sjúkralið sem kom og sótti okkur.“ Vakinn af yfirnáttúrulegu afli Ásgeir kveðst hafa verið vakinn upp um-kl. 5 í gærmorgun og án þess að gefa nákvæma lýsingu gefur hann til kynna að yfirnáttúrulegt afl hafi verið þar á ferð. „Það var hnippt í mig og ég vakinn. Það er merkilegt í ljósi þess að þá 10 daga sem við höfðum verið samfleytt í bústaðnum höfðum við sofið eins og steinar fram að hádegi á hverjum degi.“ Hann segist hafa farið fram úr, rölt um húsið og verið á eina örugga stað bústaðarins þegar flóðið skall á. „Allt í einu sá ég mikinn blossa sem líkast til kom frá háspennulínu í nágrenninu. Þá heyrðist mikill há- vaði og síðan kom högg á bústaðinn. Hann lék á reiðiskjálfi og ég mátti hafa mig allan við til að halda jafn- vægi því þetta var líkast því að vera á stórsjó. Gluggi sem ég stóð við fauk út og þá sá ég að allt í .kringum mig var komið undir snjó. Sólveig hafði legið í rúminu og féll svefnloft ásamt gleri á hana. Ég sá hins veg- ar strax að hún var ekki alvarlega slösuð og því leituðum við í snatri að fötum til að fara í. Allt gerðist þetta á örstuttum tíma og líklega hafa ekki liðið nema örfáar mínútur frá því flóðið féll þar til við vorum komin af stað í átt að golfskálanum.“ Keyptu bústaðinn 1989 Þau hjón búa í Vestmannaeyjum þar sem Ásgeir er lögregluvarðstjóri og Sólveig hjúkrunarfræðingur. For- eldrar Sólveigar bjuggu á ísafirði og var það ein ástæða þess að hún ákvað að kaupa gamlan sumarbústað í Tungudal ásamt systur sinni. „Við keyptum bústaðinn haustið 1989 og höfum verið að vinna í honum síðan. Nú um páskana vildum við kanna hvernig væri að dvelja í bústaðnum á þessum árstíma, hversu vel hann héldi veðri og vindum' og hvernig snjóalög væru í kringum hann. Það er hræðilegt að sjá svona fallegt svæði fara undir flóð fyrir utan mannslífið sem aldrei verður bætt.“ Voru á eina örugga staðnum Þau eru sannfærð um að hefðu þau verið annars staðar í húsinu, væru þau ekki hér til frásagnar. „Sá hluti hússins sem við vorum í var sá eini sem stóð upp úr snjónum og við komumst út í gegnum glugga á þeim hluta hússins. Eftir að snjóflóð- ið staðnæmdist varð allt hljótt. Það var dauðaþögn og allt undir snjó nema þrír bústaðir.“ Þau segjast ekki útiloka að sumarbústaðurinn verði byggður upp og þau fari aftur í Tungudal. „Sjokkið er náttúrlega ekki komið yfir okkur ennþá, en eins og er kemur vel til greina að byggja ' upp aftur bústað þarna. En þá verð- um við bara þar á sumrin.“ Djúpbáturmn bjargar Ísfírðingum enn á ný ísafirði. ÞAÐ ER ekki í fyrsta skipti sem Djúpbáturinn hefur bjargað ísfirðing- um og Djúpmönnum í ýmsum hrellingum í samgöngum þeirra fyrr og síðar en nú í uppstytturofum óveðurs þess er gengið hefur, er Djúpbáturinn búinn að flytja í tveimur ferðum um 50 bíla inn og út Djúpið og eitthvað á annað hundrað manna. En þó eru eftir bílar og fólk í hátt í tvær ferðir í viðbót sem átti að reyna að fara sl. nótt ef veður leyfði Allt þetta fólk og bílar hefðu setið hér á Isafirði og í Bolungarvík án þess að komast neitt ef bátsins hefði ekki notið við. Það sýnir best hve órafjarlægð frá veruleikanum þeir menn líta raunhæfar staðreyndir sem það til mála leggja að leggja Djúp- bátinn niður. Skipstjóri Djúpbátsins, Hjalti Hjaltason, dáist að fyrirgreiðslu vegaverkstjórans á Hólmavík, Magn- úsar Guðmundssonar, og biður að færa honum kærleiksríkar þakkir fyrir en menn kunna vel að meta liðlegheit og góðan greiða við erfiðar aðstæður. Þá er alveg einstætt hvað skipshöfn Djúpbátsins getur við erf- iðar aðstæður látið gott af sér leiða. Ollum votta ég aðstandendum, vinum og vandamönnum mína dýpstu samúð vegna hins sorglega atburðar er forstjóri Djúpbátsins, Kristján Jónásson, lést í gærmorgun í hryllilegu slysi. Jens í Kaldalóni. Morgunblaðið/Ragnar Sigurðsson Sluppu úr flóðinu ÁSGEIR Lýðsson og Sólveig Guðnadóttir siuppu með nokkrar skrám ur úr einu mesta snjóflóði þessarar aldar. Tvö stór tré eru eftir í skóginum MEÐ skóginum í Tungudal má segja að helsta útivistar- svæði ísfirðinga hafi orðið snjóflóðinu að bráð. Fjölskyldur hafa í marga áratugi notið útivistar þar jafnt að sumri sem vetri, en Asthildur Cesil Þórðardóttir garðyrkjusbóri ísa- fjarðar segir að fjón vegna gróðurskemmda nemi milljónum. „Ég er harmi lostin og fékk kökk í hálsinn þegar ég skoðaði aðstæður í Tungudal í dag,“ segir Ásthildur. Segja má að trjárækt hafi byijað í Tungudal í kringum 1930, þegar Martinus Simson byggði bústað sinn þar. Á þeim tíma var þegar farin að myndast sumarbústaða- byggð í Tungudal og í kjölfarið lögðu flestir ef ekki allir sumárbú- staðaeigendur á staðnum metnað í að rækta upp svæðið. Garður Sim- sons þótti mikið augnayndi, en nú standa aðeins tvö hávaxin tré ofan við garðinn, þar sem bústaður hans stóð. „Skógurinn er í okkar hugum eins og slagæð og því er eins og náttúruhamfarirnar hafi skorið á slagæð ísfirðinga. Þetta er ekki aðeins tilfinningalegur skaði, því fjárhagslegt tjón vegna gróðurs nemur mörgum milljónum." Þótt Ásthildur hafl skoðað að- stæður, segir hún að ekki sé mögu- legt að meta tjónið til fulls fyrr en snjóa leysir. „Þá kemur í ljós hvort jarðvegurinn hefur haldist. Ég held í þá von að svo sé, því þá hefur lággróður að öllum líkindum haldið sér. Við munum gróðursetja þarna aftur og ég á von á að birki verði fyrir valinu. Strax í vor munu ísfírð- ingar bretta upp ermarnar og sam- einast um uppbyggingu í Tungu- dal, bæði á húsum og gróðri." Sumarbústaðalandið eins og stríðsvöllur yfir að líta EIGENDUR sumarbústaðanna sem snjóflóðið jafnaði við jörðu í Tungudal eru langflestir ísfirðingar. Margir bústað- anna eru frá 4. og 5. áratug þessarar aldar og hafa verið gerðir upp á síðustu árum. Auk þess hafa sumarbústaðaeig- endur verið iðnir við uppgræðslu landsins í kring. Einn þeirra sem misstu bústað sinn, en kaus að láta nafns síns ógetið, sagði í samtali við Morgun- blaðið að snjóflóðið hefði hrifið með sér fallegasta svæði Vestfjarða. Hann keypti sumarbústað fyrir sjö árum og sagði að fjölskyldan hefði grátið þegar henni bárust fréttir af snjóflóðinu til eyrna. „Við höfum verið þarna á hveij- um degi síðustu sjö sumur, ásamt dætrum okkar og barnabörnum. Við höfum einnig farið í bústaðinn að minnsta kosti einu sinni í viku að vetrarlagi og vorum tilfínninga- lega tengd honum.“ Hann sagði að fjölskyldan hefði unnið að því að gera bústaðinn upp frá því hann var keyptur en hann var frá 1945. „Þegar ég litaðist um svæðið eftir snjóflóðið fannst mér ég vera að horfa á stríðsvöll, þarna var ekkert nema rústir og eiginlega trúum við ekki enn að þetta hafí gerst. Hús má reyndar alltaf bæta, en maður- inn sem fórst verður aldrei bættur. Hann Kristján var góður granni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.