Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Skoðanamunur um
vaxtamál
Athyglisverð skoðanaskipti
hafa farið fram á milli sér-
fræðinga um möguleika á frekari
vaxtalækkun. Formaður banka-
stjórnar Seðlabanka íslands dreg-
ur í efa, að um frekari vaxtalækk-
un geti orðið að ræða en forstjóri
Þjóðhagsstofnunar telur ekki
tímabært að kveða upp úr með
það.
í ræðu á ársfundi Seðlabanka
íslands fyrir tæpum tveimur vik-
um sagði Jón Sigurðsson m.a.:
„Samanburður við önnur lönd er
mikilvægur því að hann sýnir
okkur m.a. að vextir hér á landi
muni tæplega lækka almennt
meira en orðið er nema samfara
frekari vaxtalækkun í umheimin-
um, einkum í Evrópu, því að eng-
ar forsendur eru til þess að vext-
ir geti almennt verið lægri hér á
landi en annars staðar. Raun-
vaxtastigið hér á landi, sem og
víða í Evrópu, er þó enn allhátt.
Hins vegar virðist nær útilokað
að þrýsta langtímaraunvöxtum
neðar nú með peningaaðgerðum
eingöngu eins og mikil kaup
Seðlabankans á verðbréfum að
undanförnu sýna. Lykillinn að því
að ná raunvöxtum niður á stig,
sem samrýmanlegt er eðlilegu
langtímajafnvægi, er þess vegna
sá, að ríkissjóður dragi úr láns-
fjáreftirspurn sinni á komandi
árum, eins og ég hef þegar vikið
að.“
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, lýsti nokkuð
öðrum sjónarmiðum í samtali við
viðskiptablað Morgunblaðsins á
skírdag. Hann sagði m.a.: „Mér
finnst ekki tímabært að kveða upp
úr með það, að vextir á íslandi
geti ekki lækkað meira. Raun-
ávöxtun ríkisverðbréfa til langs
tíma er um 5% um þessar mund-
ir. Til samanburðar eru raunvext-
ir hliðstæðra bréfa víða á bilinu
3-4% í öðrum löndum. Við þetta
má svo bæta, að í áætlunum al-
þjóðaefnahagsstofnana til lengri
tíma er gjarnan miðað við að slík-
ir vextir séu nálægt 3‘/2% ... Með
þessum orðum er ég ekki að full-
yrða, að vextir geti lækkað nú
þegar, heldur benda á, að vaxta-
lækkun á íslandi er ekki afgreitt
mál. Ríki hins vegar jafnvægi
áfram i þjóðarbúskapnum og
verði aðhaldi fyigt í opinberum
fjármálum er síður en svo sjálf-
gefið, að vextir geti ekki lækkað
frekar á næstu misserum.“
Hér kemur fram viss skoðana-
munur á milli tveggja sérfræð-
inga, þótt þeir séu bersýnilega
sammála um, að aðhald í opinber-
um fjármálum sé grundvallarat-
riði í sambandi við vaxtaþróunina
á næstu misserum. Það sem að
atvinnulífi og heimilum snýr er
hins vegar þetta: raunvextir á
verðtryggðum innlánum og útlán-
um hafa lækkað verulega á und-
anförnum árum. Raunvextir af
óverðtryggðum útlánum hafa
ekki lækkað að sama skapi. Það
lánaform er enn mun dýrara en
verðtryggðu lánin og ekki lengur
sjáanleg rök fýrir því, að svo þurfi
að vera. Þegar bankar og spari-
sjóðir lækkuðu vexti af óverð-
tryggðum útlánum fyrir nokkrum
vikum héldu þeir því fram, að þar
með væri nóg að gert. Það fer
hins vegar ekki á milli mála, að
raunvextir þeirra útlána eru enn-
þá mun hærri en á verðtryggðum
lánum. Hvers vegna?
Það er svo alveg ljóst, sem Jón
Sigurðsson vék að í ræðu sinni á
ársfundi Seðlabankans, að sam-
dráttur í lánsfjárþörf ríkissjóðs
er lykill að umtalsverðri vaxta-
lækkun hér á næstu árum. Mar-
grét Thatcher, fyrrum forsætis-
ráðherra Breta, lýsir því með
glöggum hætti í ævisögu sinni,
sem út kom á sl. ári, hvernig ríkis-
stjórn hennar barðist fyrir því
fyrstu árin að draga úr halla-
rekstri ríkissjóðs og lánsfjárþörf
ríkissjóðs til þess m.a. að geta
lækkað vaxtakostnað fyrirtækja
og heimila. Þessi barátta hefur
ekki verið háð af nægilegri hörku
hér, því miður.
Það er alveg ljóst, að þótt vext-
ir hafi lækkað verulega síðustu
mánuði eru þeir enn of háir. Ein
af forsendunum fyrir því, að ný
uppsveifla geti hafizt í atvinnulífi
okkar, er sú, að vextir lækki veru-
lega. Fyrirtæki og einstaklingar
leggja ekki út í miklar nýjar fram-
kvæmdir með því vaxtastigi, sem
nú er, þótt ekki fari á milli mála,
að hreyfing hefur komizt á fjár-
festingaráform margra aðila
vegna vaxtalækkunarinnar seint
á síðasta ári.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
hafa lagt fram athyglisverðar
hugmyndir um flýtifyrningar til
þess að örva atvinnulífið. Almenn
og frekari vaxtalækkun í kjölfar
harkalegri niðurskurðar á ríkisút-
gjöldum og minnkandi lánsfjár-
eftirspurnar opinberra aðila þ. á
m. sveitarfélaga mundi ekki síður
og raunar fremur ýta undir nýjar
fjárfestingar og framkvæmdir.
Það-hefur nýlega komið fram
í opinberum umræðum, hvað fjár-
festingar eru orðnar takmarkaðar
hér á landi. Það er vísasti vegur-
inn til hnignunar, ef skynsamleg-
ar fjárfestingar stöðvast vegna
vaxtastigsins. Það er svo annað
mál, að á undanförnum árum og
áratugum hefur of lítil fjárfesting
ekki verið aðal vandamál þessarar
þjóðar heldur of mikil fjárfesting!
Skoðanaskipti þeirra Jóns Sig-
urðssonar og Þórðar Friðjónsson-
ar verða vonandi til þess að örva
umræður á meðal forysturrianna
í stjórnmálum og fjármálaheimin-
um um hvaða leiðir eru færar til
þess að knýja fram enn frekari
vaxtalækkun. Þessir aðilar mega
ekki láta staðar numið, þegar hér
er komið sögu.
M'ESTU SNJOFLOÐ í SÖGU ISAFJARÐAR
HÚSGÖGN, leikföng og aðrir hlutir sem tilheyrðu sumarbústöðunum standa víða upj:
Einn maður lést en þrjú björguðust þegar stórt snjóf
Skíða-og- sumarbúst
hverfí Ísfírðínga rústí
ísafirði, frá blaðamðnnum Morgunblaðsins Helga Bjarnasyni og Brynju Tomer.
SNJÓFLÓÐIÐ sem féll á skíða- og sumarhúsahverfi ísfirð-
inga í Seljalandsdal og Tungudal í gærmorgun skildi eftir
sig mikla eyðileggingu, auk þess manntjóns sem varð. Tveir
sumarbústaðir standa eftir af liðlega 40 húsum. Af flestum
sést spýtnabrak eitt og er það dreift um stórt svæði ásamt
innanstokksmunum. Þá hefur flóðið rifið upp flest trén úr
Simsonsgarði sem er um 50 ára gamall gróðurreitur á sumar-
húsasvæðinu.
Lögreglan fékk tilkynningu um
snjóflóðið rétt fyrir klukkan 6 í
gærmorgun frá hjónum sem kom-
ust úr einum bústaðnum. Jafnframt
tilkynntu þau að heyrst hefði í slös-
uðu fólki í öðrum bústað, að sögn
Ólafs Helga Kjartanssonar sýslu-
manns sem stjórnar aðgerðum al-
mannavarnanefndar ísafjarðar.
Talið er að snjóflóðið hafi fallið
töluvert fyrr, eða um klukkan 5.15
miðað við stöðu rafmagnsklukkna.
Komin úr lífshættu
Lögreglan fór þegar á staðinn
ásamt sjúkraliði og björgunarsveitir
voru kallaðar út. Að sögn sýslu-
manns var byrjað að kanna hvort
eigendur annarra bústaða þarna
gætu gefið upplýsingar um fólk í
bústöðunum og svæðið grófleitað.
Niðurstaðan af þvi varð sú að fólk
væri aðeins í þessum tveimur hús-
um.
Farið var með fólkið úr bústöðun-
um á Fjórðungssjúkrahúsið á
Isafírði. Þar lést Kristján Knútur
Jónasson af meiðslum sem hann
fékk í flóðinu. Eiginkona hans,
Hansína Einarsdóttir, slapp með
skrámur. Hún var hins vegar orðin
mjög köld en á sjúkrahúsinu tókst
að ná upp hitanum svo hún var úr
lífshættu síðdegis í gær og líðan
hennar eftir atvikum. Þau voru í
snjóflóðinu á annan klukkutíma.
Hjónin sem komust af sjálfsdáðum
úr hinum bústaðnum heita Ásgeir
Lýðsson og Sólveig Guðnadóttir.
Þau sluppu með skrámur og fengu
að fara heim af sjúkrahúsinu þegar
gert hafði verið að sárum þeirra.
Kófhlaup ofan í Tungudal
Að sögn Ólafs Helga Kjartans-
sonar er talið að snjóflóðið hafi
verið svokallað flekahlaup ofan úr
brúnum Seljalandsdals og ýtir á
undan sér lausum snjó. Hlaupið fór
yfir skíðasvæðið á Seljalandsdal og
yfir flest mannvirki sem þar voru,
skíðaskálinn Skíðheimar var þó ut-
an flóðsins. Úr skíðalyftunum fjór-
um standa nú eftir 5-7 möstur af
um 30 og allir lyftuskúrarnir eru
farnir. Þá tók snjóflóðið með sér
Harðarskála, sem endurbyggður
var fyrir nokkrúm árum, og færður
út á skíðasvæðið. Megnið af flóðinu
stöðvaðist á brún Seljalandsmúla,
fyrir ofan Tungudalinn, og gróf þar
mannvirkin af skíðasvæðinu.
Tjón nemur 130 millj.
Áfram hélt svokallað kófhlaup,
það er laus snjór á mikilli ferð, nið-
ur í Tungudalinn og lagði í rúst
sumarhúsasvæðið. Þar voru 42 bú-
staðir og gjöreyðilögðust 40. Af
flestum sést ekki annað en spýtna-
brak í snjónum. Talið er að loft-
þrýstingurinn á undan hlaupinu
hafi valdið mestum skemmdunum.
Brak úr húsunum og innanstokks-
munir og stór tré úr skrúðgörðun-
um dreifðist um stórt svæði, meðal
annars hluta golfvallarins og hluti
fór yfir Tunguá í dalbotninum.
Flekahlaup renna yfirleitt um
30-50 metra á sekúndu en kóf-
hlaup geta runnið allt að 110 metra
á sekúndu.
Snjóflóðið féll úr 600-700 metra
hæð af brúnum Eyrarhlíðar og end-
aði niður í á. Flóðið var vel á annan
kílómetra að lengd og 400-500
metra breitt að meðaltali. Það var
víða 2ja-3ja metra þykkt.
Áætla má að tjónið nemi um 130
milljónum króna, þar af nemur
tryggingarupphæð bústaðanna um
90 milljónum króna, Harðarskála
um 7 milljónir króna og tjón á lyft-
um og tækjum um 25-30 milljónir,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins. Fullnaðarkönnum á tjóni
lýkur þó ekki fyrr en snjóa leysir,
en tjónið verður að verulegum hluta
bætt af Viðlagatryggingum ís-
lands, þ.e. allar tryggðar eignir
samkvæmt mati.
Ljóst er orðið að hamfarirnar á