Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinapríl 1994næsti mánaðurin
    mifrlesu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 10.04.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 10.04.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 B 9 STOKKHÓLMSBRÉF I skugga Palme-morðsins UNDANFARIÐ hefur morðið á Olof Palme forsætisráðherra Svía enn verið á forsíðum sænsku dagblaðanna. Maður nokkur var yfirheyrður í sambandi við morðið. Nefndin sem stöðugt vinnur að rannsókn málsins er bjartsýn á að nú sé lausnin í sjónmáli og formaður hennar hefur látið svo um- mælt að morðinginn verði gómaður, þegar líði á árið. Allar hugmyndir um samsæri hafa verið lagðar til hliðar. Eftir námsferð í Bandaríkjunum, þar sem rannsóknar- mennirnir lærðu nýjar aðferðir í morð- ingajaleit, er leitað að sérstakri manngerð. Innan nefndarinnar er samkomulagið þó ekki sem best og rannsóknin er sjálf í rann- sókn. En meðan lögreglan leitar dyrurn og dyngjum að morðingjanum, velta aðrir Svíar því fyrir sér hvernig standi á því að innan Jafnaðarflokksins sé helst ekki minnst á Palme, nema sem forsætisráðherr- ans sem var myrtur, en ekki sem stjórn- málaleiðtogans sem í lifanda lífið mótaði pólitískt hugarfar og umræðu í Svíðþjóð meir en flestir aðrir. Hvernig manngerð er morðingi Palmes? Maðurinn sem yfirheyrður var í þessari umferð er í tuttugu manna hópi sem lög- reglan hefur sérstakan áhuga á í samband- ið morðið á Olof Palme sem var skotinn að kvöldlagi á fjölfarinni götu í miðborg Stokkhólms 28. febrúar 1986, þegar hann var að koma úr kvikmyndahúsi. Viðkom- andi er rúmlega fertugur að aldri og hefur verið viðloðandi í hópi hinna grunuðu frá því skömmu eftir morðið að hann gaf sig sjálfur fram sem vitni. Hann sagðist þá hafa verið á morðslóðunum og séð mann hlaupa í burtu. Seinna sagðist hann hafa séð morðingjann og lýsti honum eins og Christer nokkrum Pettersson sem sat um tíma í varðhaldi en var sleppt 1989 vegna skorts á sönnunargögnum. Síðan kom í ljós að hann hafði séð mynd af Petterson í blaði og þaðan kom lýsingin. Það nýjasta er svo að hann hafi viðurkennt að hafa verið fjarri morðstaðnum og bara spunnið sögu sína upp. Spurningin er því hvort hann sá í raun nokkuð og hvort hann er ekki bara sjúkleg- ur lygalaupur. Framan af beindist, athyglin að því að finna pólitíska skýringu á morðinu og tengja það hópum, sem hugsanlega hefðu getað haft horn í síðu Palmes. Nú er hins vegar unnið út frá því að finna einstakling með ákveðin einkenni. I Bandaríkjunum hefur innanríkislögreglan FBI lengi unnið út frá svokölluðum manngerðarmyndum. Með því að greina morðaðferðina, morðstaðinn og aðra vitneskju er lýtur að ódæðinu er hægt með aðstoð sálfræðings að búa til nokkurs konar svipmynd af ódæðismanninum. Eftir slíka úttekt á Palme-morðinu er niðurstaðan sú að morðinginn hafi líklega verið einn, en þó hugsanlega með öðrum. Sennilega er hann fyrirferðarmikill, en örugglega ein- angraður og innilokaður. A síðasta ári var lokið við að rannsaka fjarvistarsannanir og aðstæður þrjú þúsund einstaklinga, sem ábendingar höfðu borist um. Þegar atburður eins og Palme-morðið gerist, eru nefnilega alltaf einhveijir sem eru svo hugulsamir við lögregluna að benda á einstaklinga sem þeir þekkja og er kannski illa við. Eftir að hafa rannsakað þessar þijú þúsund ábendingar er nú um tuttugu manna hópur eftir sem lögreglan hefur ekki afskrifað. Nú á að grannskoða þennan hóp. Rannsóknarnefndin er bjartsýn á að morðið verði upplýst og hefur jafnvel látið þau orð falla að það verði hugsanlega í sumar. Eftir því sem næst verður komist hefur lögreglan þó engar áþreifanlegar sannanir unt nokkurn í þessum hópi. Sá sem enn er líklegastur, einnig miðað við mann- gerðargreininguna, er eftir sem áður Christ- er Pettersson. Náunginn sem var yfirheyrð- ur um daginn er einnig í hópnum því hann hefur orðið margsaga og hefur sjálfur vak- ið athygli á sér, auk þess sem hann fellur inn í þá mynd sem nefndin hefur gert sér af morðingjanum. Innan ramtsóknarnefndarinnar ber á tor- tryggni nefndarmanna hvers í annars garð. Formaður nefndarinnar mun nýlega hafa sagt- nefndarmönnum einhveija frétt, en sagði hveijum sína útgáfu, til að komast að því hver læki upplýsingum í fjölmiðla. Þessi aðferð hans olíi skiljanlega reiði hinna nefndarmannanna, þegar upp komst. Reyndar er öll rannsókn málsins í rannsókn í þingnefnd, enda eru að vonum margir argir yfír að ekki skuli enn hafa tekist að finna morðingjann. Fyrnt yfir Palme-hatrið - Þögn sem eftirmæli En meðan réttvísin er á kafi í leitinni að morðingjanum eru aðrir sem velta fyrir sér hver eftirmæli Olof Palme hafi hlotið. Kemst ekkert annað að en að hann var myrtur? Af hveiju er ekki fjallað um hver hann var og hvað hann ætlaði sér sem stjórnmálamaður? Fyrir þá sem ekki þekkja til Svíþjóðar á tímum Paimes er erfitt að skilja áhrif hans. Palme var ekki maður sem fólki stóð á sama um. Annaðhvort voru menn með honum eða á móti. Og þeir sem voru með honum, voru það af öllu hjarta og eins var um andstæðinga hans. í bók um Palme hefur verið sagt að hann hafi verið einn af mest hötuðum Svíum á þessari öld. í nýlegri grein í „Svenska Dagbladet“ segir H.B. Hammar dómprófastur að Skörum í Svíþjóð að sem prestur hafi hann oft rekist á svo brennandi hatur á Palme að skelfilegt sé. Ekki sé undarlegt að jafn hataður maður og Palme háfi á endanum verið myrtur, því hatur blindi og fái fólk til að glata virðingu fyrir lífinu. I grein sinni veltir Hammar fyrir sér hvort ekki sé undarlegt að svo fljótt skyldi verða hljótt um Palme eftir morðið ef und- an sé skilin spennusagan um sjálfa morð- rannsóknin. Þögnin og afskiptaleysið hafi hins vegar gleypt hinn pólitíska feril hans. Hammar rifjar upp að Palme hafi verið jarðaður sem flokksleiðtogi, ekki sem for- sætisráðherra. Jafnaðarmenn I Svíþjóð eiga sér margar, sterkar hefðir og ein þeirra eru jarðarfarir leiðtoganna. Þær eru ekki gerð- ar frá kirkjum, heldur í stóruin sölum und- ir blaktandi, rauðum fánum eins og rúss- neskar jarðarfarir fyrrum og þannig var jarðarför Palmes í Staðarhúsinu í Stokk- hólmi. Leiðtogar flokksins voru í aðalhlut- verkum, eins og Palme væri fyrst og fremst þeirra maður, ekki þjóðarinnar, og kóngur- inn fékk rétt að vera viðstaddur. Prófastur- inn leggur þann skilning í að þar með hafi almenningur verið lokaður úti, meðan kirkj- an sé einmitt opin öllum, ekki bara fáum innvígðum. Nákvæmlega tveimur árum eftir morðið á Palme var haldin friðarguðþjónusta að Skörum. Hammar bað þá Sten Andersson, flokksbróður Palmes og vin til margra ára og þáverandi utanríkisráðherra að koma og halda minningarræðu um Palme. Sam- kvæmt Hammar harðneitaði Andersson. Hammar skildi það sem svo að ákvörðun hans byggðist á pólitískri ákvörðun um að Palme heyrði sögunni til. Nú gilti að horfa fram á við og framhjá arfi Palmes. Þekktir stjórnmálamenn eins og J.F. Kennedy og Willy Brandt, sem þóttu óum- deilanlegir leiðtogar á sínum tíma, hafa eftir dauða sinn mátt þola að vera teknir til endurskoðunar, bæði fyrir pólitískar ákvarðanir og breyskleika í einkalífinu eins og kvensemi. Vísast kemur að uppgjöri um Palme einn góðan veðurdag. En eins og stendur virðist öll athyglin beinast að dauða hans. Spurningin er hvort það sé maklegt og eðlilegt. '■ Sigrún Davíðsdóttir. Ráðgjafi í áfengis- og ví muefnamálum NÝLEGA útskrifaðist Guðberg- ur Auðunsson sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi frá Hazelden meðferðarstofnuninni í Minne- sota. Hann stóðst einnig bókleg og munnleg próf ICDP (Institute for Chemical Dependency Professi- onals of Minnesota) sem vietti honum bandarísk ráðgjafaréttindi (Certifíed Chemical Dependency Counselor). Guðbergur starfaði sem ráðgjafi í Hazelden í rúmt ár, bæði á karla- og kvennadeildum. Starf ráðgjafa á Hazelden felst í sjúkdómsgrein- ingu, viðtölum, fyrirlestrum og gerð sérhæðra meðferðaráætlana sem sniðnar eru eftir þörfum hvers einstaklings. Guðbergur kynnti sér einnig áfengis- og afbrotameðferð fyrir fanga og vann um tíma á Atlantis meðferðardeildinni í Stillwater fangelsinu í Wisconsin. Sú deild tekur að jafnaði um þijátíu manns en alls dvelja um 1.350 fangar í fangelsinu. Þar er unnið eftir með- ferðardagskrá sem Hazelden hefur þróað fyrir afbrotahneigða ein- staklinga sem einnig eru háðir áfengi eða öðrum vímugjöfum. Þar er tekið á glæpahneigðinni sem sjúkdómi sem hægt er að halda niðri. Meðferðarprógrammið nefn- ist: „A design for living" og byggst á fyrirlestrum, skriflegum verk- efnum, hópvinnu og einkaviðtölum við ráðgjafa. Guðbergur veitir einstaklings- ráðgjöf og fræðslu og er fyrsta viðtal ókeypis. Guðbergur Auðunsson Reikniiigxir o g reikn- ingsnám fyrr og nú ANNA Kristjánsdóttir, prófessor, flytur þriðjudaginn 12. apríl kl. 16.15 fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands. Fyrirlesturinn nefnist Reikningur og reikningsnám fyrr og nu. í fyrirlestrinum mun Anna fjalla um þróun reikningsnáms í almenn- ingsfræðslu. Stefnumótun, hug- myndir manna og framkvæmdir Rabbfundur um rann- sóknir og kvennafræði SIGURVEIG Sigurðardóttir, fé- lagsráðgjafi á öldrunardeild Landspítalans, kynnir rannsókn- ir sínar á lífsvenjum og vellíðan í ellinni í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla ís- lands þriðjudaginn 12. apríl. Hún hefur undanfarin ár unnið að samnorrænni rannsókn um ellina og á kafla í bókinni „Livslop blandt gamle í Norden“ sem kom út á sl. ári. A rabbfundinum ætlar Sigur- veig að kynna þessa rannsókn, eink- um með tilliti til kvenna. Rabbið verður í stofu 3111 Árna- verða skoðaðar í ljósi þess sem rann- sóknir á námi barna og samspili kennara og nemenda hafa leitt í ljós. Einnig verður fjaliað um þau áhrif sem tæknivæðing síðust áratuga hefur á stærðfræðinám, tilgang þess, val viðfangsefna og leiðir í náminu. Brugðið verður ljósi á það hvernig reiknivenjur almennings eru að breytast og hvernig bregðast megi við auknum kröfum til almenn- ings um stærðfræðilegt læsi. Þætti hugarreiknings verður gefinn sér- stakur gaumur. í fyrirlestrinum verða nefnd dæmi úr rannsóknum Önnu Kristjánsdótt- ur hér á landi síðustu 15 ár og þess freistað að setja þær í samhengi við þróun erlendis. Fyrirlesturinn verður í stofu M- 301 í Kennaraháskóla íslaiK er öllum opinn. Skemmtifundur Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund í dag kl. 15 í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Fundurinn er tileinkaður Valdemar Auðunssyni, og hljóm- sveit undir stjórn Guðmundar Samúelssonar leikur lög hans ásamt söngkonunni Ingu Backman. Hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga kemur í heimsókn og Grétar Geirsson leikur einleik. Allir velkomnir. skemmtinefndin. Herrasandalar Verðkr. 1.495 Stærðir: 4046 Litur: Svartur Ath.: Mikið úrval af nýjum skóm Toppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21212 VIÐ INGÓLFSTORG 1op<pskórinn II T S ii I II U A R k A n II R AIKTIIC UTSOLUMARKAÐUR, AUSTURSTRÆTI 20 0PIÐ FRÁ KL. 12-17 ■V-... . -rJ.s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: Morgunblaðið B - Sunnudagur (10.04.1994)
https://timarit.is/issue/126289

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (10.04.1994)

Gongd: