Morgunblaðið - 10.04.1994, Qupperneq 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994
MStuttmyndahátíð í
Reykjavík stendur dag-
ana 12., 13. og 14. apríl
og verður haldin á Sólon
íslandus. í dómnefnd eru
Friðrik Þór Friðriksson
kvikmyndaleikstjóri, Eg-
ill Helgason blaðamaður
og Guðrún Erla Geirs-
dóttir frá Reykjavíkur-
borg. Þetta er þriðja
stuttmyndahátíðin í röð-
inni og eins og venja er
munu nokkrir fyrirlestrar
verða haldnir og má þar
nefna að Friðrik Erl-
ingsson fjallar um hand-
ritsgerð, Sveinn M.
Sveinsson um sjónvarps-
þáttagerð, Kjartan
Kjartansson um hljóð-
vinnslu og Paul Gurian
um framleiðslu Holly-
woodmynda.
■ Tvær ævisögulegar
myndir bíða Als Pacinos
er allt gengur samkvæmt
áætlun. Hann hyggst
leika Manuel Noriega
Panamaeinvald í nýrri
mynd Olivers Stones og
þegar því er lokið þykir
ekki ósennilegt að hann
muni taka að sér hlutverk
spænska málarans Pab-
los Picassos í mynd sem
James Ivory ætlar að
gera.
MLengi hefur verið talað
um að George Lucas
ætli að gera a.m.k. þtjár
Stjörnustríðsmyndir í
viðbót við þær sem fyrir
eru. Hingað til hefur
þetta aðeins verið í um-
ræðum manna en nú mun
Lucas hafa sett hreyfingu
á málið og viil að fyrsta
myndin í nýju trílógíunni
verði tilbúin á næsta ári
og ekki seinna en 1996.
Allar myndirnar eiga að
vera tilbúnar fyrir alda-
mótin. Nýja trílógían ger-
ist áður en atburðir
Stjörnustríðsmyndanna
hófust og hyggst Lucas
jafnvel leikstýra einhverri
myndinni en hann hefur
ekki sest í leikstjórastól-
inn síðan 1976 þegar
hann gerði fyrstu
Stjörnustríðsmyndina.
Það fylgir fréttinni að
hann vilji óþekkta leikara
í aðalhlutverkin.
■Demi Moore hefur
tekið að sér hlutverk
kvenrembunnar í væntan-
legri bíóútgáfu af sögu
Michaels Crichtons, Af-
hjúpun eða „Disclos-
ure“. Leikstjóri er Barry
Levinson en Michael
Douglas leikur á móti
Moore.
KVIKMYNDIR
Margt
smátt..
Stuttmyndadagar í Reykjavík virðast ætla að vinna
sér fastan sess í kvikmyndalífi landsmanna. Þeir hafa
verið að vinda uppá sig frá því þeir voru fyrst haldn-
ir eins og uppúr þurru fyrir tveimur árum. Um 70
stuttmyndir hafa þegar verið sýndar á undanförnum
tveimur' hátíðum, í fyrra útvegaði Reykjavíkurborg
verðlaunafé og sérstök dómnefnd var sett á Iaggirnar
sem valdi þrjár verðlaunamyndir, sem síðan voru sýnd-
ar í ríkissjónvarpinu. Það var kannski mikilvægasta
framlagið því þar með gafst öllum almenningi kostur
á að sjá dæmi um út á hvað íslenska stuttmyndafram-
leiðslan gengur.
Af hverju stuttmyndahátíbf
Þær myndir sem lenda í
fyrsta til þriðja sæti i
ár munu einnig verða sýnd-
ar í sjónvarpinu. Þær munu
eins og áður keppa við á
hmhb fjórða tug
stutt-
mynda
sem berast
ár hvert á
hátíðina
hvað-
anæva af
landinu en
sá fjöldi
sýnir best gróskuna og
áhugann sem ríkir í ís-
ienskri stuttmyndagerð.
Allt ei-u þetta nýjar myndir,
gerðar 1993 og 1994. Hver
sem er getur með sæmilegri
myndbandsupptökuvél gert
stuttmynd (aðrir kvikmynda
á filmu) og er tækjabúnað-
urinn sem þarf til fram-
leiðslunnar mörgum sinnum
betri en sá fátæklegi búnað-
eftir Arnald
Indriðason
ur sem meistari Chaplin
notaði í sum ódauðleg verk
kvikmyndasögunnar (fyrstu
leiknu kvikmyndir sögunnar
voru auðvitað allar stutt-
myndir).
Menn eru sífellt að leita
ódýrra leiða í kvikmynda-
gerð og möguleikarnir virð-
ast óþijótandi með einfald-
asta tækjabúnaði. Nýlega
.gerði mexíkóskur Banda-
ríkjamaður að nafni Robert
Rodriguez bíómynd í fullri
lengd, „E1 Mariachi", sem
kostaði tæpa hálfa milljón
ísl. króna, fór sigurför um
heiminn og opnaði honum
leið inn í milljóndollara
draumalandið Hollywood.
Islenskar stuttmyndir
hafa orðið æ meira áberandi
í bíólífinu hér hin síðustu
ár. Þær hafa verið frum-
sýndar í kvikmyndahúsum
eins og hin súrrealíska
mynd Byron eftir Guðmund
Sýnishorn úr þremur myndum; Harðsoðinn, Atvinnuleys-
inginn og Þrumuást.
Upp, upp mín sál; Kenneth
Branágh í „Mary Shelley’s
Frankenstein".
Frankenstein
f rumsýnd í haust
EIN AF stórmyndum næsta hausts í Bandaríkjunum
verður „Mary Shelley’s Frankenstein" í leikstjórn Bret-
ans Kenneths Branaghs með Robert De Niro í aðalhlut-
verki. Framleiðandi er Francis Ford Coppola.
Tökum á henni er lokið
en auk þess að leik-
stýra fer Branagh með hlut-
verk vísindamannsins Dr.
Frankensteins, sem gerir
tilraunir til að skapa líf með
ófyrirsjánlegum afleiðing-
um. De Niro, sem leikur nú
í hverri myndinni á fætur
annarri, er skrímslið sem
vaknar til lífsins en með
önnur hlutverk fara Helena
Bonham Carter, Tom Hulce,
Aidan Quinn, John Cleese,
Ian Holm og Cherie Lunghi.
Eins og Drakúla Coppola
var Frankenstein tekin að
öllu leyti í upptökuveri en
meðframleiðandi hennar er
einmitt handritshöfundur
Drakúla, James V. Hart.
13.000 hafaséð
Pelikanaskjalið
ALLS HÖFÐU um 13.000 manns séð spennumyndina
Pelikanaskjalið með Juliu
eftir páskahelgina.
Þá höfðu um 33.500 séð
teiknimyndina Aladd-
ín, 32.000 gamanmyndina
Mrs. Doubtfíre, 23.000
Hús andanna, 15.500 Sval-
ar ferðir, 12.000 „Beetho-
ven’s 2nd“, sem einnig er
sýnd í Háskólabíói, 7.000
A dauðaslóð, 5.000 Systra-
gervi 2 og 2.000 manns
Leik hlæjandi láns.
Roberts í Sambíóunum
Næstu myndir Sambíó-
anna eru „Heaven and
Earth“ eftir Oliver Stone,
gamanmyndin „Ace Vent-
ura,“ sem notið hefur
óvæntra vinsælda í Banda-
ríkjunum, „King of the
Hill“ eftir Steven Soder-
bergh, „Fearless“ eftir Pet-
erWeir,„My Fathe.r the
Hero“ með Gérard Dep-
Sýnd á næstunni; Debra Winger og Anthony Hop-
kins í „Shadowlands."
ardieu, „Intersection" með
Richard Gere og Sharon
Stone, „Naked Gun 33 ‘/3“,
sem einnig verður sýnd í
Háskólabíói, „The Beverly
Hillbíllies" og „Shadow-
lands“ með Anthony Hopk-
ins og Debru Winger.
IBIO
Eyðnimyndin Fíladelfía,
sem sýnd er í
Stjörnubíói, hefur opnað
umræðuna um sjúkdóminn
og hrint af stað nokkrum
öðrum eyðnimyndum og
mun Propaganda Films
Sigurjóns Sighvatssonar
hafa tvær myndir í undir-
búningi sem fjalla um
eyðni.
Önnur þeirra heitir Góð-
ir dagar eða „Good Days“
og er þroskasaga homma
sem John Schlesinger
(„Midnight Cowboy")
hyggst leikstýra en hin
yrði unnin í samstarfi við
Oliver Stone og HBO-
kapalstöðina bandarísku
(Home Box Office) og heit-
ir hún Óviðeigandi hegðun
eða „Conduct Unbecom-
ing“. Höfundur er Randy
Shilts („And the Band
Played On“) en hann er
nýlátinn.
„Ekkert gerir þá í Holly-
wood opnari fyrir bann-
færðu efni en góð aðsókn,"
er haft eftir samstarfs-
manni og vini Siguijóns,
Steve Golin, um breyting-
una sem orðin er á við-
horfi kvikmyndaborgar-
innar til eyðni. „Þeir fram-
leiða allt ef þeir halda að
þeir græði á því.“
Karl Björnsson, sem sýnd
var í Tjarnarbíói og tekin á
filmu. (Ég hef áður nefnt
að hið sögufræga Tjarnar-
bíó sé kjörinn staður til sýn-
inga á stuttmyndum.) Þær
hafa verið sýndar í sjón-
varpinu þar sem erlendar
stuttmyndir hafa einnig
vakið athygli og þær koma
út á myndbandi auk þess
sem á fjórða tug þeirra eru
sýndar á Stuttmyndadögum
nú orðið ár hvert. Þannig
hefur stuttmyndin vaxið til
vegs og virðingar á tiltölu-
lega skömmum tíma, sem
kannski er ekki svo skrýtið
þegar tillit er tekið til bæði
alræmds bíóáh.uga lands-
manna og fjölda áhuga-
manna um kvikmyndagerð,
æ fleiri koma heim mennt-
aðir í faginu en hafa ekki
tækifæri til að ráðast í
stærri verk og stuttmyndin,
eins og oft hefur verið bent
á, er tiltölulega ódýrt æfin-
gatæki fyrir þá sem byija
að fóta sig í kvikmynda-
gerð; í Hollywood voru áður
reknar stuttmyndadeildir
þar sem gerðar voru tilraun-
ir með liti og hljóð og verð-
andi kvikmyndagerðarmenn
lærðu á tæknina.
Stuttmyndadagar í
Reykjavík hafa undið mjög
uppá sig og eru nú sam-
starfsaðilar stofnandans,
Kvikmyndafélags íslands,
þónokkrir: Reykjavíkur-
borg, Samband kvikmynda-
leikstjóra, innlend dag-
skrárdeild ríkissjónvarpsins
og Kvikmyndasjóður. Það
er vonandi merki um að
þeir séu komnir til að vera
því Stuttmyndadagar blása
lífi í íslenska kvikmynda-
gerð.
Tombstone 2; úr Wyatt
Earp með Kevin Costner.
Costner
er líka Earp
ANNAR vestrinn af tveim-
ur um löggæslumanninn
Wyatt Earp og félaga er
nú sýnd í Laugarásbíói
undir heitinu „Tombs-
tone“. Hinn er enn í vinnslu
en sá heitir einfaldlega
Wyatt Earp og það er Ke-
vin Costner sem fer með
titilhlutverkið. Sá vestri
verður ein af sumarmynd-
unum í Bandaríkjunum.
Leikstjóri hans og hand-
ritshöfundur er Lawr-
ence Kasdan en Costner og
Kasdan unnu áður saman að
vestra þegar þeir gerðu
„Silverado", sællar minning-
ar. Myndirnar fjalla um sömu
atburði í lífi hinnar frægu
vestrahetju, sem lést árið
1929, en með aðalhlutverkin
í Kasdanvestranum fara
Michael Madsen, Dennis
Quaid, Jeff Fahey, Mare
Winningham og JoBeth Will-
iams. Myndin er gerð á veg-
um Warner Bros. kvik-
myndaversins og mun hún
vera í lengra lagi svosem eins
og algengt er orðið með
myndirnar að vestan.