Morgunblaðið - 10.04.1994, Page 11

Morgunblaðið - 10.04.1994, Page 11
i~ MORGUNBLAÐIÐ MENNIiUGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 B 11 Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hringferd Bubbi á Tveimur vinum fyrir skemmstu. Bubbi á faraldsfæti BUBBI Morthens leggur nú síðustu hönd á breiðskífu sem hann hyggst taka upp með vorinu, en áður fer hann um landið í mikla tónleikaferð. Sú ferð hefst á miðvikudag og stendur til 21. mars, en á þeim tíma heldur hann 33 tónleika. Bubbi hefur verið að kynna væntanlega plötu á tónleikum undan- farið og meðal annars leik- ið á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Tónleikaför Bubba hefst á Selfossi á miðvikudag, 14. apríl, en síðan leikur hann 15. á Hvolsvelli, 16. Kirkjubæjarklaustri, 17. í Vík, 19. á Hornafirði, 20. Djúpavogi, 21. Neskaup- stað, 22. Seyðisfirði, 23. Eskifirði, 24. Egilsstöðum, 25. Fáskrúðsfirði, 26. Borgarfirði eystri, 27. og 28. Vopnafirði, 29. Raufar- höfn, 30. Húsavík, 3. mars á Ólafsfirði, 4. Dalvík, 5. Akureyri, 6. Siglufirði, 7. Skagaströnd, 8. Hvamms- tanga, 10. Hólmavík, 11. Súðavík, 12. Suðureyri, 13. Bolungarvík, 14. Flateyri, 15. Þingeyri, 17. Bíldudal, 18. Tálknafirði, 19. Pat- reksfirði, 20. Króksfjarðar- nesi og 21. á Grundarfirði. Nýfæddur fugl ÞAÐ má segja að í ljósi sögunnar sé það hið besta mál að Todmobile hafi lagt upp laupana, því niðurstaðan er tvær ferskar hljómsveitir og nýstárleghar, Bong og Twe- ety, þó Bong eigi sér reyndar lengri sögu; hafi orðið tii áður en Todmobile hætti að verða til. Eyþór Arnalds og Móeiður Júníusdóttir eru liðsmenn Bong, en Tweety, sem kveður sér hljóðs á safnplötunni Ringulreif, skipa Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir. Tweety á lag á væntan- legri safnplötu Spors, Ringulreif, en Þorvaldur segir nafn sveitarinnar komið frá litlum fugli, það sé allt breytt í þeirra lífí „og nýfæddur fugl átti bara vel við“. „Þegar Todmobile stoppaði losnuðum við undan vissum væntingum um að vera alltaf að gera eitthvað „þungt“. Núna erum við að fást við popptónlist og langar til að taka mið af því sem hefur verið að gerast undanfarið sem er þá kannski helst dans- tónlist; þar er nýjabrumið." Þorvaldur og Andrea segj- ast vera búin að semja grúa laga og eru þegar byijuð að taka upp plötu sem koma á út í haust. Þá plötu hyggjast þau fara með í far- teskinu út í sept- ember, hvort sem Morgunblaðið/Kristinn Fuglavinir Þorvaldur og Andrea Twe- ety. farið verður til Lundúna eða Amsterdam. Þar á að leita til tónblendla til að end- urvinna einhver laganna og um leið kanna áhuga á út- gáfu ytra. Þau Þorvaldur og Andrea leggja áherslu á að þau ætli ekki að einangrast í hljóðveri og treysta á segulbönd þegar troða á upp. „Við viljum spila þessa tónlist með lifandi hljóðfæraleikurum og okkur þyrstir reyndar í að spila þessi lög á tónleikum," segir Þorvaldur og bætir við að þau hyggist byija á slíku innan fárra vikna. „Ég hef beina þörf fyrir að spila á tónleikum þá tónlist sem ég er að fást við,“ segir Andrea, „og það verður gaman að byija að spila, hvemig svo sem það þróast þjá okk- ur.“ .,1 Mogunblaðið/Þorkell Utúrdúr Jóhann og Guðmundur Reptilicusar. Hljóðabanki MEÐ sérstökustu hljóm- sveitum landsins er tölvudúóið Reptilicus, sem vakið hefur athygli fyrir sérstaka tónlist og útgáfu. Fyrir skemmstu sendi dúóið frá sér diskinn De- signer Time í samvinnu við Hafler tríóið. Reptilicus skipa þeir Guðmundur Markús- son og Jóhann Eiríksson, en Andrew McKenzie leiðir Hafler tríóið svonefnda. Guðmundur segir grunniiin að plötunni hafa verið lagð- an þegar þeir fóru í frysti- klefa í gamla SS húsinu í byijun árs 1992 og tóku upp tæpan klukkutíma af hljóð- um. Það haust bútuðu þeir hljóðin í tölvutækan hljóða- banka sem þeir svo unnu DÆGURTONLIST Erframtíb rokksinsfortíd þess? Fmmtil fortíðar EIN af bestu plötum ársins 1991 var Screamad- elica með bresku rokksveitinni Primal Scream. Þar steyptu sveitarmenn, undir stjórn Bobbys Gillespies söngvara og lagasmiðs, saman gamal- dags vaggi og veltu við dansmúsík og úr varð tónlist sem fjölmargir féllu fyrir á ólíkum forsend- um. Eftir þetta heyrðist ekkert frá sveitinni þar til fyrir stuttu að hún sendi frá sér breiðskifuna Give Out But Don’t Give Up. í kjölfarið hefur hver um annan þveran lýst því að í þeirri plötu felist framtíð breska rokksins þó platan hljómi eins og hún hafi komið út 1974. Primal Scream stofnaði Bobby Gillespie eftir að hafa leikið á trommur með The Jesus and the Mary Chain um miðbik _______________ níunda áratug- arins. Bobby heillaðist af ann- ars kon- ar tónlist en hljóm- sveitar- félagar hans; hann vildi verða rokkstjarna. Fyrstu smáskífur Primal Scream sýndu og glöggt hvert stefndi, því þó tónlistin eftir Árna Motthíasson hafi verið mjög í anda dansrokks þeirra tíma fór ekki á milli mála að liðs- menn sóttu styrk I rokk og ról sjöunda og áttunda áratugarins. Breiðskífan Screamadelica vakti svo á sveitinni gríðarlega at- hygli á árinu 1991, enda varð hún snemma eftir- læti dansóðra ekki síður en rokkþyrstra, sem sóttu í upprunalegt og kraft- mikið vagg og veltu sveit- arinnar. Sérstaklega dáðu þeir síðarnefndu lög eins og Moving on Up og Dam- aged, enda sat þar við upptökutakkana Jimmy Miller, sem stjórnaði upp- tökum á Rolling Stones- Fram og aftur Primal Scream breiðskífunum Let it Ble-. ed og Sticky Fingers Bobby Gillespie segir að velgengni Screamad- elica hafí verið sveitinni erfið, því eftir að sveitin hætti að fylgja þeirri plötu eftir hafði hann fátt fyrir stafni en reika stefnulaust um stórhýsi sitt og hugsa. Eftir þunglyndi og trega drifu liðsmenn Primal Scream sig til Bandaríkj- anna og settu saman breiðskífuna í hótelher- bergjum og hljóðverum í Memphis og Los Angeles. Obbinn af plötunni var hljóðritaður í Muscle Sho- als hljóðverinu í Memphis undir stjóm Toms Dowds, sem meðal annars var við takkana hjá Arethu Franklin í árdaga, en einnig komu við sögu Jim Dickinson, sem vann mik- ið með Rolling Stones, Memphis-hornaflokkur- inn goðsagnakenndi og Muscle Shoals-hrynsveit- in. í Los Angeles kom svo til guðfaðir fönksins, Ge- orge Clinton, sem leggur til fönkfrasa og meira að segja rödd í einu lagi. Eins og áður segir hafa margir viljað meina að framtíð breska rokksins felist í þessari plötu Pri- mal Scream, sem hefði eins getað komið út fyrir tuttugu árum eða svo (sumir hafa sagt plötuna bestu Rolling Stones- plötu síðan Exile on Main Street), og má til sanns vegar færa að Gillespie og félagar hafi náð að festa á plast gamanið og hættuna sem var hreyfiafl rokksins á sjöunda og átt- unda áratugnum, en hvarf svo I hljóðfærafimleika, rokksirkus og dópvímu. Um leið eru transdans- sprettir á plötunni sem hefðu ekki getað orðið til nema í upphafi tíunda áratugarins, sem gera að verkum að þó horft sé um öxl er framtíðarsýnin ekki síður sterk, ef vel er að gáð. uppúr, en rödd á plötunni leggur klámlistakonan Alice Sprinkle til. „Við vissum ekkert hver niðurstaðan yrði,“ segir Guðmundur, „þegar við fór- um af stað að búa til hljóða- bankann. Þegar allt var svo komið inn á tölvur völdum við okkur hljóð og unnum verkin út frá þeim. Það unn- um við á tímabilinu septem- ber til desember og síðan tókum við okkur nokkra klukkutíma í hljóðveri í mars fyrir ári og lukum við verkið." Guðmundur segir að þetta samstarf þeirra Rept- ilicusliða og McKenzies sé einskonar útúrdúr í starfi Reptilicusar, því þeir Jó- hann séu að hljóðrita næstu breiðskífu sveitarinnar með liðsinni McKenzies. Ekki segir Jóhann sér- stakt tónleikahald fyrirhug- að til að kynna plötuna, en Reptlicus má sjá á tónleik- um God is My Co-Pilot næstkomandi fimmtudag í Tveimur vinum. MROKKDEILD FÍH held- ur rnikla hátíð í Súlnasal Hótels Sögu annað kvöld, en þá verða aflient í fyrsta sinn Islensku tónlist-arverð- launin. Verðlaunaðir verða: besti nýliði, besti lagasmiður, besti textahöfundur, besta plata, besti söngvari, besta söngkona, besti gítarleikari, besti bassaleikari, besti trommuleikari, besti hljcm- borðsleikari, besti hljóðfæra- leikari á önnur hljóðfæri, besta lag, besta endurgerð og besti flytjandi á tónleik- um. ■ FÉLAGSSKAPURINN knái FIRE hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum, þar á meðal heimsóknum erlendra tónlistannanna og næstkom- andi fímmtudag leikur hér á landi bandaríska rokksveitin God is My Co-Pilot. Sú þyk- ir merkileg um margt og er jafnan talin með merkari neðanjarðarsveitum Banda- ríkjanna, þannig að lieim- sókn sveitarinnar hingað til lands er kærkomin í meira lagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.