Morgunblaðið - 10.04.1994, Qupperneq 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Guðrún Þ. Steph-
ensen, Jón St. Kristjánsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Steinunn
Ólina Þorsteinsdóttir.
Leiklesturí
Listaklúbbnum
í LEIKHÚSKJALLARANUM verður leiklesið nk. mánudagskvöld 11.
apríl kl. 20.30. leikritið Herbergi 213 eða Pétur Mandólín eftir Jökul
Jakobsson. Þessi flutningur er númer tvö í leiklestrarröð Þjóðleikhúss-
ins sem efnt var til í minningu þessa merka leikskálds, en Jökull hefði
orðið sextugur á þessu leikári.
í Herbergi 213 eru persónur Jök-
uls einfaldar og farsakenndar, tákn-
gervingar ákveðinna manngerða,
sem tengir verkið við absúrdleikhús-
ið. Móðir, eiginkona, ástkona, dóttir,
systir glepja aðkomumann, inn í þau
hlutverk, sem sérhver þeirra þarfn-
ast og þráir. En ekkert er eins og
það sýnist og margslunginn vefur
verksins sýnir okkur m.a. spegilmynd
hugsana okkar, lyga og sjálfsblekk-
ingar.
Jökull Jakobsson var rithöfundur
sem vildi ná eyrum samtíðar sinnar
án aðferða áróðursmannsir.s. Leikrit
hans innihalda engar hraðsoðnar
lausnir mannlífsins, engin auðveld
svör eða endanleg. Þvert á móti. Þau
birta ákveðinn samféiagsveruleika,
ákveðinn heim, sem áhorfandinn
verður sjálfur að taka afstöðu til.
Þau sýna í stað þess að boða.
Flytjendur eru Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir,
Guðrún Þ; Stephensen, Jón St. Krist-
jánsson, Olafía Hrönnn Jónsdóttir og
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leik-
stjóri er Ásdís Þórhallsdóttir.
Þriðji og síðasti lesturinn í þessari
leiklestrarröð verður á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins sunnudaginn
17. apríl kl. 15. Þá verður flutt leik-
ritið Dómínó í leikstjórn Helgu Bac-
hmann.
Sérstök athygli er vakin á því að
verkin verða flutt aðeins einu sinni.
Tónleikar í Mývatns-
sveit og á Akureyri
Sólveig Anna Jónsdóttir, Hólmfriður Þórodds-
dóttir og Darren Stonham.
SÓLVEIG Anna
Jónsdóttir píanóleik-
ari, Hólmfríður Þór-
oddsdóttir óbóleik-
ari og Darren Ston-
ham fagottleikari
halda tónleika í
Skjólbrekku mánu-
daginn 11. apríl kl.
21 og í Safnaðar-
heimili Akureyrar-
kirkju miðvikudag-
inn 13. apríl kl.
20.30.
Hólmfríður og Sól-
veig hafa spilað saman
við ýmis tækifæri síðan 1991 en
Darren gekk til liðs við þær sl. haust.
í sumar liggur leið þeirra saman til
Færeyja á tónlistarhátíð þar, auk
þess sem tónleikar eru einnig áætl-
aðir á höfuðborgarsvæðinu. Efnis-
skrá tónleikanna verður fjölbreytt,
bæði hvað varðar hljóðfæraskipan,
því bæði verða flutt tríó og dúettar
og tónskáld, en af þeim má t.d. nefna
Vivaldi, Schumann og Poulenc.
Tómas Tómasson bassasöngvari
Nóg að gera fyr-
ir utan söngnámið
TÓMAS Tómasson bassasöngvari er á fyrra ári tveggja ára náms í
óperusöng við Royal College of Music í Lundúnum. Hann hefur
engu að síður skapað sér nafn í óperusamfélaginu þar ytra og hef-
ur meira en nóg að gera við að koma fram á ýmsum tónleikum.
Hann söng m.a. hlutverk Jesú á föstudaginn langa á Handel-hátið
og aríur eftir Mozart og Rossini í Queen Elizabeth Hall á annan í
páskum.
Tómas fær styrk fyrir skóla-
gjöldum við óperudeild Royal Col-
lege of Music og hefur nýverið
hlotið styrk frá Brunabótafélagi
Islands sem gerir honum kleift að
vera í London í sumar. Hann hef-
ur komið sér upp samböndum við
ýmsa aðila sem koma honum á
framfæri og hann hefur meira en
nóg að gera að koma fram á tón-
leikum á þeirra vegum og á vegum
skólans.
Hljómburður reyndur
Tómas hefur sungið aðalhlut-
verk í tveimur óperuuppfærslum
skólans í vetur, í haust og í febr-
úar. í febrúar söng hann í óper-
unni Werther eftir Massenet, sem
byggð er á sögu Goethes, og hlaut
lofsamlega dóma fyrir í breskum
blöðum.
Fyrir skömmu urðu Tómas og
Jóhann Smári Sævarsson, sem
einnig er bassasöngvari í námi við
Royal College of Music, fyrstir
söngvara til að syngja í nýjum sal
í Glenbourne. Þeir voru fengnir
ásamt nokkrum öðrum úr skólan-
um til að prófa hljómburð í sal sem
þar verður opnaður í lok maí með
því að syngja með Fílharmóníu-
hljómsveit Lundúna. Tómas söng
úrdrátt úr óperunni Capriccio eftir
Richard Strauss undir stjóm
Andrew Davis, aðalstjómanda fíl-
harmóníunnar, og Jóhann söng
úrdrátt úr Brúðkaupi Fígarós eftir
Mozart undir stjóm Bernards Ha-
itinks, aðalstjómanda Covent
Garden-óperunnar.
Handel-hátið
Á föstudaginn langa söng Tóm-
as hlutverk Jesú í Mattheusarp-
arssíunni eftir J.S. Bach á Handel-
tónlistarhátíð sem Handel-félagið
gekkst fyrir. Tónleikarnir fóm
fram í St. George’s Church, sem
er kirkjan sem Handel þjónaði við.
Á annan í páskum söng Tómas
aríur eftir Mozart og Rossinni á
óperu-gala-tónleikum í Queen
Elizabeth Hall, sem er einn af tón-
leikasölum í South Bank-listamið-
stöðinni, með hljómsveit sem heit-
ir London Soloist Chamber Orc-
hestra.
Requiem Verdis og Mozarts
Tómas syngur í Requiem eftir
Verdi á Mayfield-tónlistarhátíðinni
undir stjóm Sir David Wilcox 24.
apríl. Þeir tónleikar em á vegum
Royal College of Music. 28. apríl
syngur hann í Requiem eftir Moz-
art í Barbican-tónlistarmiðstöð-
inni, einnig með London Soloist
Chamber Orchestra. Á þeim tón-
leikum er einn fjögurra einsöngv-
ara, ásamt Tómasi og tveimur
öðmm, Þóra Einarsdóttir, sem er
í námi í ópemsöng í Guildhall
School of Music and Drama. Hún
syngur sópranhlutverkið.
I maí tekur Tómas þátt í upp-
færslu British Youth Opera á Co-
vent Garden Festival en þá verður
mikið um að vera í Covent Gard-
en. Þar verður flutt óperan Jóns-
messunæturdraumur eftir Benj-
amin Britten.
Er í hópi þeirra sem mest hafa
að gera
Tómas sagðist aðspurður hafa
frekar mikið að gera meðfram
námi miðað við aðra útlenda söng-
nema. „Ensku krakkamir sem em
í skólanum em sumir orðnir vel
þekktir og em að syngja töluvert
fyrir utan skólann en síður hinir
útlendu. Eg er í hópi þeirra sem
em að syngja hvað mest,“ sagði
Tómas.
Tómas er búinn að ráða sig til
að syngja í svokölluðum extrakór
í Aidu eftir Verdi í Covent Gard-
en. Auk þess segir hann að ýmis-
legt sé í deiglunni sem ekki er
búið að ganga frá.
ViII helst ekki leiðrétta
misskilninginn
Aðspurður um söngkeppni á
Eitt af fyrstu verkefnum hóps-
ins var að syngja á M-hátíð á
Vesturlandi. Síðan þá hefur söng-
hópurinn komið víða við, sungið á
fjölmörgum skemmtunum og
Tómas Tómasson bassasöngvari.
vegum Placido Domingo, sem
hann hefur verið sagður eiga að
taka þátt í, sagðist Tómas sem
minnst vilja tjá sig. Sagan um
þátttöku Tómasar komst af stað
eftir að breska fréttasjónvarps-
stöðin Sky sagði frá keppni sem
Domingo leggur nafn sitt við á
þessu ári og er fyrir unga atvinnu-
söngvara. Sjónvarpsstöðin fékk
nokkra söngnema í Royal College
til að syngja fyrir sig og tók stutt
viðtöl við nokkra þeirra, þ.á m.
Tómas. í meðförum Sky mátti
skilja sem svo að Tómas og hinir
söngvaramir tækju þátt í keppn-
inni. Þessi saga fréttist hingað
heim og sagðist Tómas hafa heyrt
eina skemmtilega útgáfu hennar
sem hefði gengið hér. Hún var
þannig að Tómas hefði ekki ein-
asta tekið þátt í keppninni, heldur
hefði hann unnið hana og fengið
15 milljónir króna í verðlaun auk
þess sem hann myndi koma fram
á La Scala með Domingo sjálfum
næsta vetur! Tómas sagði að sér
fyndist eilítið súrt í broti að þurfa
að leiðrétta þennan misskilning,
þetta væri svo ansi skemmtileg
saga.
nokkrum sinnum komið fram í
útvarpi og sjónvarpi. Sjálfstæða
tónleika hefur hópurinn haldið víða
um Vestur- og Norðurland svo og
í Reykjavík.
Sólarmegin með tón-
leika í Selfosskirkju
SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur tónleika í
Safnaðarheimili Selfosskirkju þriðjudaginn 12. apríl kl. 20.30.
Sönghópurinn Sólarmegin var stofnaður í byrjun árs 1990. Félag-
ar í sönghópnum eru 9 og er allur flutningur án undirleiks á hljóð-
færi.
OlHOMSON HÁGÆDASJÓNVARP Á
IVIORDMEIMDE
HAGSTÆÐU VERÐI
Thomson 63 og 70 DS 50: • PafSecam-NTSGvideo
• Back Matrá-skjár • FoBkomin fjaatýring
• Moguleiki é 16:9 breið^aidsniáttöku • Aðgeröastýring á skjá
án þess aö myndin afiagist • Innsetning stöðvanafna á skjá
• 40W Nicam steraHiiagnari •Timarofi
• 4 hátalarar, Stereo Wide • Bamalæsíng
• INNBYGGT Spatiai Effect, sem eykur •islenskttextavarp
hljó&mðguleikana •Scarfrtengi
• Tengifýrirheymartólmeðsér- • Tengi fýrir 2 auka bakhátalara
styrkstílli, óháö hatolurum tœkisins fhomsonojönvarpstækin eru vönduö þýsk
• 60 stöðva minni gæðaframleiðsla frá Nordmende og hafa um
• Sjélfvirk stöðvaleit áraraðir verið í notkun við góðan oristýr.
í kjölfar mikillar sölu ó NORDMENDE-sjónvarpstækjum aö
undanförnu, höfum viö meö magnkaupum og hagkvæmum
innflutningi i gómum, getaö samiö viö NORDMENDE um
verulega hagstæð kaup ó THOMSON-sjónvarpstækjum, sem
eru framleidd af NORDMENDE-verksmibjunum. THOMSON-
gæðin eru löngu landsþekkt, þar sem flestir
sjónvarpssendarnir hér á landi eru af THOMSON-geró.
M
Thomson 63 DS 50:25" 79.900,-kr.
Thoijison 70 DS 50:28” 87.900,-kr.
kti A r U 4 ííl t V ’
Stgr.verð: VISA-18 mán: EURO-11 mán:
72.900,1r Ca.5.01S,-kr.émán. 7.974,-kr.ámén.
79.900, “kr. Ca. 5.503,-kr. á mán. 8.762,-kr. á mán.
Munalán:
19.975,- kr. úti). 09 3,645,- kr. á mán. í 21 mán.
21,975 kr. öti. og 3.580t- kr. á irán. í 24 mán.
ci ___ t rtlckir r?fi n
Nú gefst Sunnlendingum í
fyrsta sinn tækifæri á að hlýða á
Sönghópinn Sólarmegin því hann
mun halda tónleika i Safnaðar-
heimili Selfosskirkju þriðjudags-
kvöldið 12. apríl nk. og hefjast
þeir kl. 20.30. Efnisskrá tónleik-
anna er fjölbreytt og spannar yfir
u.þ.b. 400 ára tímabil. Þá syngur
hópurinn lög eftir Debussy og ís-
lensk þjóðlög í nýlegum útsetning-
um svo og popptónlist í söngbún-
ingi og skal þar nefna sérstaklega
að Sigurður Halldórsson sellóleik-
ari útsetti sérstaklega fyrir söng-
hópinn lag Freddy Mercury, Bo-
hemian Rhapsody.
Sönghópinn Sólarmegin skipa:
Anna Snæbjömsdóttir, Guðmund-
ur Jóhannsson, Gyða Bentsdóttir,
Halldór Hallgrímsson, Kristján
Elís Jónasson, Jensína Valdimars-
dóttir, Lars H. Andersen, Ragna
Kristmundsdóttir og Sigursteinn
Hákonarson. Guðmundur er jafn-
framt stjórnanjdi hópsins,
-njai! Iiív go lift-iev bnýa moe i;6i'i tn