Morgunblaðið - 10.04.1994, Síða 20
reisa Emiiios Scottos
Frá 14. jan. 1985 til 4. apríl 1994
Heimsótt lönd: 173
Kílómetrarað baki: 571.000
Slitnir hjólbarðar. 68 stykki
Bensín á tank: 38.500 lítrar
Olía á vél: 650 lítrar
Myndir teknar 90.000
Vegabréf upp urin: 9 (64 síður hvert)
77/ að Ijúka takmarkinu...
Ókönnuð lönd: 42
Kílómetrar framundan: 160.000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK I FRETTUM SUNNUDAGUR
10. APRIL 1994
STJÖRNUR
Skýringar
Dollyar
Ekki er endasleppt hvað söng-
konan Dolly Parton getur
látið út úr sér í sambandi við vöxt
sinn. Geysistór barmurinn vekur
sífellt athygli svo og óvenju grannt
mittið. Nýjasta skýring Dollyar er
sú að hún eigi tvær frænkur í
heimabæ sínum Locust Ridge í
Tennessee og hún hafi einfaldlega
erft það besta frá þeim báðum!
Eitt er víst, hún fær athyglina og
á meðan er hún ánægð.
Morgunblaðið/Sverrir
Sveinn Sæmundsson ellilífeyrisþegi sýnir börnum uppstoppaðan
kindahaus. Guðrún Erla Björgvinsdóttir kennari í Hjallaskóla fylgist
einnig með.
Eldri borgararnir í félagsmiðstöðinni Gjábakka í Kópavogi fylgdust
ánægðir með ungviðinu taka lagið eftir að þau höfðu hlustað á frá-
sögn Sveins.
FELAGSLIF
Ungir og aldnir skemmta sér saman
Ifélagsmiðstöðinni Gjábakka í
Kópavogi er áhugi fyrir því að
minnka kynslóðabilið og auðvelda
ungum og öldnum að eyða saman
samverustundum. Meðal annas í
þeim tilgangi var haldin sögustund
í félagsmiðstöðinni stuttu fyrir
páska,, þar sem Sveinn Sæmunds-
son sagði börnunum frá því hvern-
Sveinn sagði í spjalli við Morg-
unblaðið að börnin hefðu verið
áhugasöm og ekki síst sýnt upp-
stoppuðum kindahaus mikinn
áhuga. „Mér var gefinn hann af
skólabræðrum mínum frá Hvann-
eyri á sjötugsafmæli mínu, en þá
var ég frístundabóndi í Mosfells-
sveit. Sú orðsending fylgdi með
að innan fáira ára yrði þetta eini
I ig var að vera ungur fyrir sjötíu
I .,i.v'*iárum, en síðan söng hópur barna kindahausinn semvégo®ttkoog\u»fc,rt
Hfn brjóstgóða Dolly Parton. fyHf e!dn: borgarana. ora þetta orð að--sönmi.‘>-
Sveinn sagðist telja samveru-
stundir eldri borgara og skóla-
barna af hinu góða. „Tímarnir eru
orðnir breyttir og börn eru mikið
til hætt að kynnast afa og ömmu
inni á heimilunum. í raun og veru
finnst mér athyglisvert framtak
sem gert var í Danmörku, en þar
voru barna- og elliheimili tengd
saman, þannig að á daginn um-
gengusfcuböraiijri «ldri borgara á
leiksvæðinu.“ ■ —......'*.J
Sigurbjörg Björgvinsdóttir for-
stöðumaður Gjábakka sagði að
dagurinn . hefði heppnast vel.
„Þetta var frurnraun og við aug-
lýstum lítið en samt komu börnin
hingað. Síðast í apríl höfum við
svo hugsað okkur að bjóða hingað
um 30 börnum af skóladagheimili
í sögustund og síðan er fyrirhugað-
ur fjölskyldudagur 12. maí og
verða þá allir aldurshópar kallaðir
til að skemmta."
MÓTORHJÓL
A stanslausu
ferðalagi
í níuár
eftir Hildi Friðriksdóttur
Emilio Scotto hefur undanfarin
níu ár ekki sofið á sama svefn-
stað tvær nætur í röð, nema í þau
skipti sem hann hefur lent í fang-
elsi eða vegna veikinda. Ástæðan
er sú að 14. janúar 1985 lagði hann
af stað frá heimabæ sínum, Buenos
Aires í Argentínu, í heimsreisu á
mótorhjóli. Takmarkið var að koma
til allra þeirra ríkja í heiminum, þar
sem stjórn eða landstjóri er við lýði,
hvort sem þau eru opin ferðamönn-
um eða lokuð.
„Ég varð meira að segja að fara
til Tuvalo, sem er svo lítið að þar
eru aðeins 24 bílar," sagði hann við
blaðamann þegar hann leit inn á
ritstjóm Morgunblaðsins í vikunni.
Opnaði síðan stórt landakort af
heiminum, þar sem ferðalag hans
er merkt inn á og benti á örlítinn
depil í Kyrrahafi langt frá fasta-
landinu. „Hérna er Ruvalo, eyja sem
varð til í eldgosi,“ sagði hann.
Tilgangurinn með ferðinni er
einnig að aka 750.000 km eða svip-
aða fjarlægð og frá jörðinni til
tunglsins og aftur til baka. Emilio
hefur þegar farið einn hring í kring-
um hnöttinn og er nú á Ieiðinni til
baka.
Að sögn hans eru ríkin alls 215
og er ísland 173. viðkomustaðurinn.
Hann kom til landsins með Brúar-
fossi 5. apríl Og reiknaði með nokk-
urra daga dvöl hér áður en hann
heldur áfram til Grænlands. „Ég
veit ekki hvenær eða hvemig ég
kemst þangað, því það er of dýrt
að fijúga og ég veit ekki hvort nokk-
urt skip er á leiðinni þangað. Þann-
ig er líf mitt, ég veit aldrei hvað
bíður mín.“
Greinarskrif og ljósmyndir
Tímann hér notar hann til að
safna efni í greinar, en hluta ferðar-
innar fjármagnar hann með skrifum
og Ijósmyndum í alls kyns spænsk,
ítölsk og frönsk tímarit, sem hann
er á samningi við. Ferðin er einnig
farin í þeim tilgangi að kynnast
menningu mismunandi þjóða.
„Þetta er eins konar háskóli. Þegar
ég var ungur og var spurður hvaða
háskóla ég stefndi á og hvað ég
ætlaði að verða sagðist ég vilja
verða ævintýramaður og ferðast
eins og Marco Polo og fleiri.
„Já, en það er ekki starfsgrein,"
var þá sagt við mig.
„Jú, ég ætla að gera það að
starfi," sagði ég og hét því að gera
ferðina að háskóla lífsins, þar sem
mismunandi kynstofnar og kynslóð-
ir kenndu mér allt mögulegt. Þetta
hefur tekist á undanförnum níu
árum. Ég er ekki Argentínumaður
á ferðalagi, ég er íslendingur hér
á landi, Kínverji í Kína o.s.frv.
Þannig hef ég t.d. iært nokkur
tungumál, en ég kunni bara
spænsku þegar ég hóf ferðina.“
Emilio undirbjó sig vel, lærði
m.a. landafræði og sögu auk þess
sem hann kynnti sér alls kyns mál-
efni á styttri námskeiðum, eins og
hvernig ætti að komast af í frum-
skógum og eyðimörkum. „Þegar ég
var þrítugur ákvað ég að láta slag
standa, en það hafði enginn trú á
ferðalaginu og því fékk ég engan
til að styrkja mig. Ég lagði því af
stað á Svörtu prinsessunni með ein-
ungis 300 dollara í vasanum, nokk-
ur landabréf, en ekki einu sinni
Morgunblaðið/Emilía
Emilio Scotto ásamt eiginkonu sinni, Monicu, fyrir aftan Svörtu prinsessuna, sem er Honda Goldwin
1100. Á milli sín halda þau á korti þar sem ferðalag Emilios er merkt inn á. Hann hefur verið á ferð-
inni síðan 14. janúar 1984 og hefur ekki komið til heimalands síns, Argentínu, síðan. Ferðinni lýkur hann
í Buenos Aires eftir eitt ár og á þá að baki 750.000 km sem samsvarar ferð til tunglsins og aftur til jarðar.
legt að útskýra þetta og segist hafa
þekkt Moni.iu í tvö ár áður en hann
tók þá ákvörðun að leggja I heims-
reisuna. „Hún sagði að ég skyldi
fara í ferðina og lifa lífinu en hún
biði eftir mér. Eg hélt af stað og
svaf stundum á fimm stjörnu hótel-
um í boði hótelstjóranna eða á
ströndinni undir berum himni.
Stundum buðu konur mér að gista
eða þær buðu mér í mat, í sumum
tilvikum með samþykki eigin-
mannsins."
Eftir sjö ára fjarveru bað Emilio
Monicu og hún kom til Indlands þar
sem hann var staddur. Þegar hann
hélt, áfram ferðinni var hún með í
för, en síðan sneri hún til Spánar,
þar sem þau hyggjast hafa aðsetur
í framtíðinni.
Opnar safn í Barcelona
Þegar ferðinni er lokið á næsta
ári ætlar Emilio að opna safn í
Barcelona, History of the Humans,
þar sem allar heimildir um ferðina
verða á einum stað, auk þess sem
myndir og minjar um aðra þekkta
ferðalanga verða einnig að því
marki sem Emilio nær að safna
heimildum. Hann hefur einnig sam-
ið bók um ferðalagið, sem verður
gefin út á næsta ári, auk landa-
bréfabókar með myndum. Bækurn-
ar verða fyrst gefnar út á Spáni
en síðar á fleiri tungumálum.
Emilio hefur nú þegar tekið
90.000 myndir og munu þær ásamt
bókunum gagnast sem mikilvægar
heimildir fyrir skóla, fyrirtæki, fjöl-
miðla og fleiri. „1 hveiju landi kaupi
ég einnig sígilda tónlist hvers lands
og þegar ég flyt fyrirlestra spila
ég tónlist um leið, sem tengist land-
inu,“ segir hann.
Talinn njósnari Ghaddafis
Emilio segir að ferðin hafi að
mestu gengið áfallalaust, hann hafi
að vísu einu sinni lent i alvarlegu
slysi á mótorhjólinu og lá í viku á
spítala, í annað skipti fékk hann
malaríu og lá veikur í tíu daga. Auk
þess hefur hann setið í fangelsi,
m.a. vegna þess að yfirvöld í Chad
töldu hann vera njósnara á vegum
Ghaddafis. Ástæðan var sú að hann
hafði fengið sérstakt leyfi Ghaddaf-
is til að komast inn í Líbýu, sem
þá var lokað ferðamönnum. Hann
mótorhjólahjálm. Ég verð að viður-
kenna, að fólkið á götunni var
styrktaraðilar mínir fyrstu árin,“
segir hann svo og horfir brosandi
á Monicu, eiginkonu sína, „og þá
einkum konur“.
Emilio þykir greinilega tilhlýði-