Morgunblaðið - 10.04.1994, Qupperneq 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994
HOGNI HREKKVISI
^HAWN BfZ HEILLAOL)1? AF- NV7A HÁeroP-PNLl/H
ÞiNU/M."
Með
morgimkaffínu
Bíddu aðeins. Mamma þín er
í símanum. Hún segist vera
flutt að heiman og á leiðinni
hingað.
Pabbi! Af hverju er Bókabúð
Gríms Snæholts að senda þér
plastdúkku?
Aðalfundur
Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn-
is verður haldinn í Ársal Hótel Sögu, kl. 16.00,
föstudaginn 15. apríl 1994.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins
á árinu 1993.
2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður
ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 1993,
ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs
fyrir liðið starfsár.
3. Kosning stjórnar.
4. Kosning endurskoðanda.
5. Tillaga um ársarð af stofnfé.
6. Tillaga um þóknun stjórnar.
7. Tillaga um nýjar samþykktir fyrir sparisjóð-
inn, skv. lögum nr. 43/1993 um viðskipta-
banka og sparisjóði, sem tóku gildi 1. júlí
1993.
8. Önnur mál.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhent-
ir á fundarstað í fundarbyrjun. Einnig verða
afhent ný stofnfjárbréf gegn framvísun kvittun-
ar og/eða eldra stofnfjárbréfs.
Áríðandi er að sem flestir stofnfjáreigendur
mæti á aðalfundinn, svo hann verði lögmætur.
Sparisjóðsstjórnin.
BREF HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Fermingar - Bankar - Trú
Frá Þórdísi Malmquist:
Um þessar mundir er mikift um að
vera í þjóðkirkju landsins, Fermingar
standa sem hæst og prúðbúin ung-
menni, búin hvítum kirtlum, ganga í
röðum upp að altarinu og fara í gegn-
um athöfn sem verið hefur í undirbún-
ing liðna mánuði. Þau hafa sótt
fræðslutíma hjá prestunum, sem
reyndu að glæða trúarvitund þeirra
og vonandi að sem flest ungmenni
hafi Jesú Krist sem sína fyrirmynd
og sannan leiðtoga eins og fermingin
kemur inn á.
Ekki er þó ætlunin að ræða mikið
um trúarlega þáttinn hér, því ótal
bækur hafa verið skrifaðar um trú,
bæði sem ytri búnað og hátíðlegar
athafnir annarsvegar og persónulega,
lifandi trú hinsvegar. A fermingar-
daginn eru gefnar gjafir og er allt
gott um það að segja þó svo hófs
mætti oftar gæta og leggja meiri
áherslu á að rækta betur það sem
eflir og þroskar manngildi, kærleika
og heiðarleika í öllum samskiptum
eins og Kristur kenndi svo vel forðum
daga.
Bankar hafa nú tekið upp hjá sér
að senda fermingarbörnum bréf með
hamingjuóskum, ásamt góðri gjöf.
Satt að segja gaf ég þessu lítinn gaum
þó nóg kæmi af allskonar „ferming-
artilboðum“ frá veisluþjónustum og
öðrum góðum aðilum sem ætluðu að
létta mér þetta stórátak er væntanleg
ferming mundi að öllum líkindum
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsingasafni
þess. Morgunblaðið áskilur sér
rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu
eða á annan hátt. Þeir sem af-
henda biaðinu efni til birtingar
teljast samþykkja þetta, ef ekki
fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Víkverji
jóðhagsstofnun spáir því að sjö
þúsund íslendingar verði án
starfs að jafnaði frá upphafi til loka
þessa árs. Sterkar líkur standa að
auki til þess að íslendingum á vinnu-
aldri fjölgi um önnur sjö þúsund fram
til aldamóta. Hagfræðingur ASÍ
leiddi og líkur að því fyrir skemmstu
að störfum þurfi að fjölga hér á landi
um 22.000 fram til aldamóta, til að
útrýma atvinnuleysi.
Landsmenn þurfa því að taka á
honum stóra sínum til að tryggja
sjálfum sér þau mannréttindi, að
hafa störf við hæfi og geta séð sér
og sínum farborða í sveita síns andlit-
is.
XXX
Víkveiji er þeirrar skoðunar að
fátt brjóti einstaklinginn fyrr
eða verr niður en atvinnuleysið. Af-
leiðingar þess bitna einnig og jafnvel
ekki síður á fjölskyldum hinna at-
vinnulausu. Þannig segir Ólafur
Ólafsson landlæknir í viðtali um af-
leiðingar atvinnuleysis — og horfir
þá til rannsókna í Noregi:
„Það er greinilegt að fólkið sem
vinnuna missti varð sýnu heilsuveilla
þegar líða tók á en fólkið sem áfram
hélt starfinu. Sérstaklega var vart
við að meira bar á hjarta- og æða-
sjúkdómum meðal atvinnulausra,
háþrýstingi, magasári, þunglyndi og
svefnleysj. Þá reykti þetta fólk meira
h6taor!^néifa-íalla5hÖl/'Bín:54!rð' <
vera. Málið er að vísu ekki svo ein-
falt, því spyija mætti hvemig eiga
einstæðir foreldrar með lág laun eða
atvinnulausir að mæta þeim kröfum
sem nú eru gerðar? Það væri efni í
aðra grein.
Fyrir nokkru fór sonur minn að
spyija hvort ekki hefðu komið bréf
til hans frá bönkunum, nei engin bréf
til hans bara þessi vanalegu glugga-
bréf til mín, af hveiju var hann að
spyija?
„Mamma það fá allir krakkar sem
eru á fermingaraldri bréf frá bönkun-
um og gjöf, íslandsbanki gefur t.d.
íþróttatösku eða eitthvað og Spari-
sjóðurinn gefur „filofax". Eg varð
alveg hissa á þessu örlæti bankanna
en líka vantrúuð, en þá kom góð
spuming, „fá bara krakkar sem ferm-
ast bréf og gjöf frá bönkunum?"
Ég horfði í augu hans og sagði,
„það getur ekki verið að það sé gert
upp á milli unglinganna, ertu viss um
að þú eigir að fá bréf“, ,já, NN fékk
bréf og „filofax" á fermingardaginn“,
svaraði hann. Ég dró samt að athuga
málið þar til að drengurinn sagði,
eftir cina fermingarveisluna, að sér
fyndist skrítið ef hann væri bara
metinn eftir því hvort hann fermdist
en ekki því sem hann hefði til að bera
í raun og veru. Þá tók ég við mér
og hringdi í Sparisjóð Reykjavíkur
við Skólavörðustíg. Elskuleg stúlka
kom alveg af fjöllum er ég bar upp
þá spumingu hvort ekki sætu öll
ungmenni á fjórtánda ári við sama
borð í þessu gjafamáli. Eftir að hafa
rætt við yfirmann sinn spurði hún
hvort ég væri í viðskiptum við spari-
sjóðinn, „nei, ekki þennan", svaraði
ég, „skiptir það máli?“ Jú það hefði
verið hægt að „bjarga" þessu ef ég
væri í viðskiptum. „Er það rétt skilið
hjá mér, að ef drengurinn væri að
fermast þá fengi hann gjöf frá ykk-
ur, burtséð frá því hvort ég væri í
viðskiptum eða ekki?“ spurði ég, svar-
ið var jákvætt, svo þetta með að „ef
ég væri í viðskiptum ..." var einfald-
lega leið sparisjóðsins til að reyna að
bjarga þessu tiltekna máli og andlit-
inu um leið.
Ég þakkaði gott viðmót og greið
skrífar
þess vart að börnum þeirra farnaðist
ekki jafn vel í skólum. Þau voru
ekki jafn kjarkmikil og jafnaldrar
þeirra og var eins og drægi af þeim
— að þau væru haldin minnimáttar-
kennd. Þau hirtu síður um útlit sitt
og hættu fyrr námi.“
xxx
Atvinnuleysið bitnar einnig illa á
samfélaginu, ríkinu og sveitar-
félögunum; getu þessara aðila til að
sinna framkvæmdum og þjónustu,
m.a. á heilbrigðis-, fræðslu- og fé-
lagsmálasviði.
Minni umsvif í atvinnulífinu þýða
rýrari skattstofna, skerta tekju- og
veltuskatta. Samtimis kallar vaxandi
atvinnuleysi á auknar atvinnuleysis-
bætur og hærri félagsleg útgjöld
margs konar.
Þjóðhagsstofnun telur kostnað af
atvinnuleysi hér á landi 1992 nema
rúmlega einum milljarði vegna minni
tekjuskatts, minni veltuskatta, minni
tryggingargjalda og aukinna at-
vinnuleysisbóta. Þá er ótalið tekjutap
sveitarfélaga og aukin félagsleg út-
gjöld þeirra. Ennfremur lækkun á
tekjum fyrirtækja. og ráðstöfunar-
tekjum heimila vegna samdráttar í
atvinnulífinu.
Samanlagt mælist tap ríkis, sveit-
arfélaga, fyrirtækja og heimila af
atvinnuleysinu í milljörðum. Það er
og hætt við að samfélagið taki á sig
: elbhVeV wfúkdóáiseinkenni, ekkert
svör en hringdi ekki í fleiri banka.
Semsagt engin ferming, engin gjöf.
Hvers vegna tóku bankarnir upp á
því að gefa gjafir bara þeim ung-
mennum sem fermast? Eru þau börn
allt í einu orðin betri og með meiri
forréttindi en til dæmis þau sem skí-
rast niðurdýfingarskírn, sem tákn um
vilja sinn til að fylgja Kristi sem sjálf-
ur gaf þetta fordæmi með sinni skím?
Slík athöfn er viðhöfð víða meðal
kristinna safnaða og hefur djúpa og
mikilvæga merkingu. Það er ekki
slegið upp heilsíðuauglýsingum af
dýrum munaðarvarningi af þessu til-
efni, sem betur fer, enda tiigangurinn
fyrst og fremst andlegs eðlis. Enginn
má þó skilja orð mín á þann vegað
ég sé að sneiða að blessuðum ferming-
arbömunum eða þessum sið sem lög-
festur var hjá danska ríkinu árið
1736, — það er allt önnur aga. Ég
óska heilshugar unga fólkinu alls hins
besta og umfram allt að kristin trú
megi verða því leiðarljós og styrkur
á komandi áram og það missi ekki
sjónar á Frelsara sínum.
Síðan hvenær hafa bankar og
sparisjóðir haft það hlutverk eða leyfi
til að setja ungt fólk á bás eftir því
hvaða trúarlega athöfn það gengur í
gegnum? Ég veit ekki betur en að
ég borgi jafn mikla vexti og kostnað
af mínum bankaviðskiptum eins og
hver annar, burtséð frá því að ég fer
í kirkju sjöunda dag vikunnar og trúi
í einlægni því sem trúaijátningin boð-
ar.
Tilgangur þessara skrifa er að
vekja máls á því hve flest í kring um
þessa árvissu trúarathöfn, ferming-
una, er komið langt út fyrir öll skyn-
semismörk og farið að mismuna ungu
fólki eftir ytra trúarformi en ekki
eftir manngildi.
Hvert er hlutverk bankanna og eiga
ekki allir að sitja við sama borð? Við
borgum flest sama gjald fyrir sömu
þjónustu, er það ekki? Er þá ekki íjár-
magnið komið frá öllum þessum mis-
munandi viðskiptavinum?
ÞÓRDÍS MALMQUIST,
Réttarholtsvegi 3,
Reykjavík.
síður en einstaklingarnir, á atvinnu-
leysis- og krepputímum.
xxx
að er ekki til nema einn farveg-
ur út úr atvinnuleysinu. Sá
farvegur felst í því að búa íslenzkum
atvinnuvegum viðunandi rekstr-
argrundvöll; gera þá samkeppnis-
hæfa við umheiminn. Gera þá færa
um að skapa þau verðmæti sem risið
geti undir þeim lífskjörum og samfé-
lagslegu þjónustu, sem við teljum
æskileg. Til þess að svo megi verða
þurfum við að þróa hagkerfi okkar
og viðskiptahætti að því efnahags-
umhverfi sem við verðum að búa við
í fyrirsjáanlegri framtíð og endur-
hæfa atvinnuvegi okkar að þeim hin-
um sama veruleika.
xxx
Atvinnuleysið er komið til að fara,
syngur góðkunnur dægurlaga-
söngvari. „Jákvætt hugarfar er at-
vinnuskapandi,“ staðhæfir þekktur
íþróttamaður. Megi þetta tvennt vera
kjörorð okkar næstu misserin.
Það var jákvætt hugarfar hjá
ráðamönnum Reykjavíkur þegar þeir
efndu til fimm þúsund sumarstarfa
fyrir ungmenni á síðastliðnu ári.
Þarna var sungið og Staðhæft í verk-
um. Meira af slíku, góðir hálsar, seg-
ir Víkveiji.