Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 1
72 SlÐUR B/C/D/E
147. TBL. 82. ÁRG.
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Arafat segir Jerúsalem
vera næsta takmark
Morðákæra
byggðá
„minnis-
heimt“
Tugþúsundir Palestínumanna fagna
leiðtoga PLO við komu hans til Gaza
Gaza. Reuter.
YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínu (PLO), kom til
sjálfstjórnarsvæðis Palestínu-
manna í Gaza, skömmu eftir há-
degi í gær. Þar með lauk 27 ára
útlegð leiðtogans, og honum var
fagnað gífurlega. Hann brosti þeg-
ar hann gekk yfir landamærin,
með tár í augunum, kraup á kné
og kyssti jörðina og baðst fyrir. í
ræðu sem hann héít skömmu síðar
í Gazaborg, hét hann því að Jerús-
alem yrði næsta takmarkið í frels-
isbaráttu Palestínumanna.
Arafat fór yfír landamærin frá
Egyptalandi um fímmtán mínútur
yfir tólf að íslenskum tíma, um
hálfri klukkustund fyrr en búist
hafði verið við. Þúsundir manna
biðu hans á Gazasvæðinu, og
sekkjapípusveit lék ættjarðarlög.
Hann hvarf í mannhafið eitt and-
artak þegar öryggisverðir reyndu
að greiða honum leið að bíl sem
flutti hann til Gazaborgar. Gripu
lögreglumenn til þess ráðs að lyfta
Arafat upp á axlir sér um stund.
„Til Jerúsalem"
Arafat hélt hálfrar klukku-
stundar, tilfinningaþrungna ræðu
þegar hann kom til Gazaborgar,
og var fagnað af gífurlegum
mannfjölda. Hann sagði að í Gaza
skyldu menn minnast píslarvott-
anna í al-Ibrahimi-moskunni, og
vísaði þá til þess þegar 30 Palest-
ínumenn voru myrtir af ísraelskum
byssumanni í bænum Hebron í
febrúar. Hann sagði að frá Gaza
myndi leiðin fljótlega liggja til
Jerúsalem. „Jerúsalem, að biðjast
þar fyrir.“ Mannfjöldinn tók undir:
„Til Jerúsalem, til Jerúsalem."
Búist var við hörðum viðbrögð-
um ísraelsmanna við þessum um-
mælum Arafats, þar eð ísraels-
menn líta á austurhluta Jerúsal-
emborgar, sem þeir tóku á sitt
vald árið 1967, sem óhjákvæmi-
legan hluta af höfuðborg ísraels-
ríkis. Fréttafulltrúi ísraelsstjórnar
hafði áður sagt við Reuters að
Arafat mætti segja það sem hon-
um sýndist um Jerúsalem. „Við-
brögð ísraelsmanna hljóta að
verða í verki, með því að gefa
borgina ekki eftir, fremur en upp-
hrópanir.“
Arafat mun ekki heimsækja
Jerúsalem að þessu sinni. Hann
mun fara til sjálfsstjórnarsvæðis
Palestínumanna í Jeríkó áður en
heimsókn hans lýkur og hann held-
ur til Parísar á þriðjudag.
Fregnir um
morðtilræði
Palestínsk yfirvöld báru til baka
frétt útvarps ísraelska hersins um
að maður með byssu falda í
myndavél hefði reynt að ráða Ara-
fat af dögum í Gazaborg. Útvarp-
ið sagði fregnina óstaðfesta.
Einn maður lést þegar tré í
Gazaborg hrundi undan þunga
fjölda manna sem höfðu klifrað
upp í það til þess að hlýða á ræðu
Arafats. Tíu manns meiddust í
óhappinu.
■ Gleðidagur /17
Reuter
PALESTÍNSKIR lögreglumenn lyfta Yasser Arafat upp á axlir sér
skömmu eftir komu hans til sjálfsstjórnarsvæðis Palestínumanna
á Gaza í gær. Nokkrir lögreglumenn veifuðu rifflum. Arafat á
hægri hönd er Nasser Yousef, yfirmaður á sjálfsstjórnarsvæðinu.
New York. The Daily Telegraph.
MAÐUR nokkur hefur verið dreg-
inn fyrir dómstóla í Bandaríkjunum,
sakaður um morð, og er ákæran
byggð á „minnisheimt" vitnis sem
segist hafa séð glæpinn framinn
fyrir 23 árum.
Franklyn Crawford hefur verið
ákærður fyrir að hafa myrt Pearl
Altman, sem drukknaði í Allegh-
enyá, skammt frá Pittsburgh í
Bandaríkjunum, árið 1971. Málið
var tekið upp að nýju fyrir ári, þeg-
ar John Reed tjáði lögreglu að hann
hefði endurheimt minningar um að
hafa séð þegar Crawford hrinti
Altman út í ána. Reed var þá 16
ára. Hann segist halda að hann
hafi bælt minninguna um atvikið
vegna ótta við Crawford. Dómari
hefur tekið ákvörðun um að réttað
skuli í málinu, og hafnað kröfu
verjanda um að kærunni verði vísað
frá. Lögfræðingur Crawfords hélt
því fram, að minningarnar væru
óáreiðanlegar, og sem einu mögu-
legu sönnunargögnin í málinu væru
þær ekki nægjanlegar forsendur
fyrir ákæru. Hann mun nota þau
rök í málsvörninni.
Vann mál gegn
sálfræðingi
Nýleg dómsmál, þar sem ákært
hefur verið fyrir misþyrmingu á
börnum, og byggt á bældum minn-
ingum, eða „minnisheimt", hafa
vakið miklar deilur. Þáttaskil voru
mörkuð með máli sem kom upp í
Kaliforníu, þegar Gary Ramona
höfðaði mál á hendur sálfræðingi
sem hvatti dóttur hans til þess að
„muna“ að hann hefði nauðgað
henni og misnotað kynferðislega.
Ramona vann málið og var dæmd
hálf milljón dollara í skaðabætur.
Reuter
Hendur fram úr ermum
FULLTRÚAR Norður-Kóreu,
t.v., og Suður-Kóreu, t.h., tak-
ast í hendur í landamæraþorp-
inu Panmunjom í gær. Þarna
var ræddur væntanlegur fund-
ur leiðtoga norðan- og sunnan-
manna, sem verður í Pyongy-
ang, höfuðborg Norður-Kóreu,
25. júlí. Þá munu Kim Il-sung
og Kim Young-sam hittast í
fyrsta skipti eftir að Kóreu var
skipt eftir heimsstyrjöldina
síðari. Á fundinum í gær var
rædd dagskrá fundarins, ör-
yggisgæsla og önnur skipu-
lagsatriði.
Skotið á báta flótta-
fólks frá Haiti
New Y ork. Reuter.
ÞRJÁTÍU manns að minnsta kosti drukknuðu í gær er fjórir lögreglu-
menn á hraðbáti skutu á bát sem hlaðinn var fólki sem hugðist flýja
Haiti, að sögn blaðamanna vikuritsins TIME, sem urðu vitni að atburð-
inum.
Gífurleg skelfing greip um sig
er lögreglan hóf skothríð á bát um
400 flóttamanna. I ringulreiðinni
fóru um 300 manns útbyrðis, þar
á meðal konur og börn. Vitað var
um a.m.k. 30 sem drukknuðu.
Atvikið varð stutt frá Nan L’Et-
at á suðurströnd Haiti. Flýðu lög-
reglumennirnir af vettvangi án
þess að reyna að koma fólkinu, sem
svamlaði í sjónum, til hjálpar.
Her og lögregla hafa reynt að
hindra fólksflótta frá Haiti að und-
anförnu. Landsmenn hafa reynt
að flýja slæmt ástand þar í þeirri
von að komast til Bandaríkjanna
en Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hefur ákveðið að veita flóttamönn-
um frá Haiti hæli. Frá mánudegi
til fimmtudags tóku skip banda-
rísku strandgæslunnar á fjórða
þúsund manns um borð sem lagt
höfðu út á rúmsjó á óburðugum
bátsfleytum. í síðustu viku var
rúmlega þúsund flóttamönnum á
hafi úti komið til hjálpar.
Flýja ofsóknir
„Það er ekki hafnbannið og
erfiðleikar því tengdir sem við flýj-
um, heldur ofsóknir stjórnarinnar.
Þær hafa færst í aukana og eru
ástæða þess að fólkið flýr,“ sagði
kennari í röðum flóttamanna sem
bjargað var um borð í bandarískt
skip í gær.
Hæsta
álverð í
þrjú ár
London. Reutcr.
ÁLVERÐ fór í meira en 1500
dollara tonnið á markaði í Lond-
on í gær. Hefur verðið ekki orð-
ið herra í rúmlega þijú ár. Ástæ-
ur hækkunarinnar voru fréttir
þess efnis að álbirgðir fari enn
minnkandi, þar eð sala hefur
aukist til muna að undanförnu.