Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 5
Nafnamálið í
Suðurnesjabæ
Gekk illa að
ná sátt um
framkvæmd
ELLERT Eiríksson, bæjarstjóri í
Keflavík, Njarðvík og Höfnum,
segir að meginástæðan fyrir því
að mistök voru gerð við fram-
kvæmd kosningar um nafn á nýju
sveitarfélagi á Suðurnesjum hafi
verið að sveitarstjórninar þrjár
hafi ekki komið sér saman um
hvernig ætti að standa að fram-
kvæmdinni fyrr en skömmu fyrir
sjálfa kosninguna. Sveitarstjórnar-
menn hafi leitast við að ná sam-
komulagi án atkvæðagreiðslu og
ekki gætt að sér.
Félagsmálaráðuneytið dæmdi
atkvæðagreiðsluna um nafnið
ógilda m.a. á þeirri forsendu að
framkvæmd atkvæðagreiðslunnar
hefði verið breytt skömmu áður
en hún fór fram og eins hefðu regl-
ur um kosningarnar verið óljósar.
„Ástæðan fyrir því að þetta
gekk svona var að þetta voru þijár
sveitarstjórnir sem í var 21 bæjar-
fulltrúi frá þremur mismunandi
bæjarfélögum að reyna að koma
sér saman um mál sem var ekki
mjög auðvelt að ná samkomulagi
um,“ sagði Ellert og bætti við að
sveitarstjórnirnar hefðu verið að
reyna að fá fram niðurstöðu án
þess að grípa til atkvæðagreiðslu.
Menn hefðu þrefað um fram-
kvæmdina fram og aftur, næstum
fram á kjördag.
Bann á gömlu nöfnin heimilt
Ellert sagði að þó að ýmislegt
hefði farið úrskeiðis í sambandi við
framkvæmd kosningarinnar væri
ekkert athugavert við nöfnin sem
slík sem kosið var um. Bæjarstjórn
væri t.d. heimilt að banna að láta
kjósa um gömlu nöfnin, Keflavík,
Njarðvík og Hafnir. Ellert vildi
hins vegar engu svara um hvort
það yrði gert þegar kosið yrði aft-
ur. Það væri nýkjörinnar bæjar-
stjórnar að ákveða það.
Ellert sagðist gera ráð fyrir að
menn mundu vanda sig betur næst
þegar kosið yrði. Hann sagði að
bæjarstjórn nýja sveitarfélagsins
væri ekkert búin að íjalla um þessa
nýju stöðu, en tæplega yrði kosið
aftur fyrr en í haust.
-----♦ ♦------
40% karla
telja rétt-
mætt að slá
eiginkonur
UM 40% íslenskra karla og 27%
íslenskra kvenna telja réttlætan-
legt að eiginmaður beiji konu sína..
Þetta eru niðurstöður úr skoðana-
könnun Gallup á íslandi.
Þetta kom fram í Þjóðarpúlsin-
um sem Gallup á Islandi gefur út.
Úrtakið í könnuninni var 1.200
manns á aldrinum 15-69 ára. í
frétt Ríkissjónvarpsins um skoð-
anakönnunina kemur fram, að
meira en helmingur karla á aldrin-
um 15-24 ára taldi réttlætanlegt
að karlar beiji konur sínar og
46,2% karla á aldrinum 25-34
ára. Karlar á aldrinum 55 til 69
ára voru þessu andvígastir. Þá telja
37,2% kvenna á aldrinum 15-24
ára að eiginmenn megi slá konur
sínar.
Fram kemur að sambærileg
könnun var gerð af Gallup í Banda-
ríkjunum fyrir nokkrum vikum og
leiddi hún í ljós að 14% karla þar
i landi telja réttlætanlegt að beija
eiginkonur en 7% kvenna.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ný höfn undirbúin
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að því
að fylla upp út frá strandlengjunni við Köllunar-
klettsveg í Reykjavlk. Að sögn Hannesar Valdi-
marssonar, hafnarstjóra, er með þessari fram-
kvæmd verið að undirbúa nýtt hafnarsvæði.
Uppfyllingarefnið kemur að stærstum hluta úr
gömlu höfninni, en unnið er að því að dýpka
hana. Auk þess er greftri úr húsgrunnum, vega-
framkvæmdum og öðrum framkvæmdum í borg-
inni komið fyrir á þessum stað. Hannes segir
að fyrirhugað sé að bjóða upp á byggingarlóðir
fyrir atvinnufyrirtæki á þessu svæði í framtíð-
inni og líklega verði fyrstu lóðirnar tilbúnar á
næsta ári. Hannes segir að það muni ráðast af
umsvifum hafnarinnar á næstu árum hvenær
liöfn verði tilbúin á þessum stað.
Pao er
kraftur
í Nissan,
ekki 1300,
heldur
1600 vél og
kostar aðeins
kr. 1.322.000.-
Aðeins örfáir
NISSAN SUNNY SLX ES
fáanlegir með öllum
þessum aukahlutum
og kosta aðeins
kr. 1.322,000.-
Vindskeið m/ hemlaljósi
Utvarp m/kasettutæki
Nissan Sunny SLX ES
■ 1.6 lítra vél
■ Samlœsing hurða
■ Upphitanleg framsœti
■ Tölvustýrð fjölinnsprautun
■ Útihitamælir
■ Rafmagnsrúðuvindur
■ Frítt pjónustueftirlit í eitt ár
i = = . Ingvar
sr~=^==, Helgason hf.
Sævarhöfða 2
síml 91-674000
í stöðugri sókn
Nissan gólfmottur
Nissan álfelgur