Morgunblaðið - 02.07.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.07.1994, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 2. JÚLl 1994 MORGUNBLAÐIÐ - ARSALIR hf. Fasteignasala Borgartúni 33 - 105 Reykjavík C 62 43 33 Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteigna- og skipasali Félag Fasteignasala Opið virka daga kl. 10-18 Opið laugardaga kl. 11 -16 Ódýr íbúð! Fullb. 4ra herb. íb. á 1. h. í fjölb. í Kópav. á aðeins 5,5 millj. Áhv. hagst. langtímal. 2,2 m. MíðhÚS. 2ja herb. ný glæsil. 70 fm íb. Allt sér. Verð 6,8 millj. Óðinsgata. 3ja herb. íb. á jarðh. ca 75 fm. Verð 6 millj. Áhv. 2,6 millj. Ljósvallagata. 2ja herb. íb. á 1. hæð. Verð 4,9 millj Vesturbær. Nýstandsett 4ra herb. íbúð með sérinngangi. Parket og nýtt eldhús. Bílskúrs- réttur fylgir. Verð 7,4 millj. Áhv. 1,6 millj. Stóragerði. Mikið endurn. 3ja herb. íb. í fjölbýli. Kjarrhólmi. vönduð 4ra herb. íb. í Fossvogi. Verð 7,4 Skipholt. Mikið endurn. 3ja herb. 90 fm íb. á jarðh. Verð 6,9 millj. Áhv. 2,4 millj. Hörðaland. vönduð 4ra herb. íb. á 3. hæð. Verð 7,4 m. Bauganes. Mjög falleg 4ra herb. íbúð í nýju húsi til afh. strax. Verð 8,9 millj. Hjallavegur. Mlkið endurnýj- uð 94 fm sérhæð með óinnrétt- uðu rísi. Verð aðeins 8,3 millj. Rekagrandi. Giæsii. 4ra herb. íb. með bílskýli. Parket og flísar á gólfum. Fráb. útsýni. Verð: Tilboð. Arnartangi. 95 fm raðh. með 30 fm bílsk. Áhv. 4,6 millj. Verð: Tilboð. Digranesvegur. Faiieg 112 fm sérh. ásamt 36 fm bílsk. Áhv. 2,3 millj. Baughús. Vandað 187 fm parh. með innb. 35 fm bílsk. Áhv. 6 millj. Verð: Tilboð. Vesturbær - Kóp. 190 fm parh. ásamt innb. bílsk. Skipti á minni eign koma til greina í Kópavogi eða Reykjavík. Tjarnarmýri. Nýtt mjög vandað 267 fm raðh. með bílsk. Grænamýri. Nýtt giæsii. 256 fm einb. Fullfrág. utan jafnt sem innan. Verð: Tilboð óskast. Kársnesbraut. Mjög vandað 186 fm iðnaðar- og íbúðar hús- næði. Hentar vel fyrir þá sem vilja sameina íbúð og vinnu- aðst. Verð: Tilboð. Vantar allar stærðir fasteigna á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Skoðunar gjald innif. í söluþ. Höfum til sölu eða leigu atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum og gerðum. 624333 AKUREYRI Verktakafyrirtækið A. Finnsson gjaldþrota Talið meðal stærri gjald- þrotamála á Akureyri HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra samþykkti í fyrradag kröfu sýslumanns- embættisins á Akureyri um að byggingar- verktakafyrirtækið A. Finnson yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna opinberra gjalda upp á um 13 milljónir króna, þ.á m. ógreidd þinggjöld, trygging- argjöld, virðisaukaskatt og staðgreiðslu skatta. Embættið lét innsigla verkstæði, skrifstofu, steypustöð og aðrar eignir fyr- irtækisins, sem er í eigu Aðalgeirs Finns- sonar, byggingarmeistara, og eiginkonu hans, 18. maí sl. og óskaði gjaldþrota- skipta 20. júní sl. Önnur krafa um gjald- þrotaskipti kom einnig frá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Gestur Jónsson hrl. hef- ur verið skipaður bústjóri þrotabúsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Aðalgeir Finnsson rak áður samnefnt byggingarfélag sem sameinaðist byggingarfélagi Gylfa og Gunnars í árslok 1991, en stofnaði rúmum mánuði áður fyr- irtækið A. Finnsson með éina millj- ón króna í stofnhlutafé. Fyrirtæki Aðalgeirs hafa um langt skeið verið meðal stærstu og umsvifa- mestu verktakafyrirtækja bæjar- ins. Aðalgeir Finnsson, eiginkona hans og A. Finnsson eru skráðir eigendur að á þriðja tug eigna á Akureyri, sem allar eru mikið veðsettar, en nokkrar þeirra hafa verið seldar til lánardrottna á uppboðum seinustu daga. Stofnfj- árhæð veðskulda er í kringum tvö hundruð milljónir króna, og eru flest veðin frá þessu ári og þvi seinasta. Stærsti lánardrottinn A. Finnssonar er íslandsbanki á Akureyri. Heimildir Morgun- blaðsins segja erfitt að meta um- fang gjaldþrots A. Finnssonar, en þó sé ljóst að skuldir búsins skipti að minnsta kosti tugum milljóna króna, og þótt töluvert sé til af eignum og lausamunum á móti skuldum, sé um að ræða eitt stærsta gjaldþrotamál á Akureyri seinustu _ár, að frátöldum gjald- þrotum íslensks skinnaiðnar og niðursuðuverksmiðju K. Jónsson- ar. -----♦ -------- Lista- sumar ’94 Laugardagur 2. júlí LISTASAFNIÐ á Akureyri opn- ar sýningu á verkum Kristín- ar Jónsdóttur frá Arnarnesi við Eyjafjörð, en Krist- ín var fyrst norðlenskra kvenna til að stunda listnám. Einnig opnar í Listasafninu sýning á verkum Borg- hildar Óskarsdóttur, sem nam við MHÍ og í Edinborg, og er þetta 7. einkasýning hennar. í Listasafninu opnar enn fremur sýning þriggja ungra gullsmiða í dag, þeirra Erlings Jóhannessonar, Þorbergs Halldórs- sonar og Kristínar Petru Guðmunds- dóttur. Sýning gullsmiðanna er hluti samsýningar sem var í Norræna húsinu á Listahátíð í Reykjavík. Sunnudagur 3. júlí Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17, þar sem fram koma Margrét Bóasdóttir, sópran, Guðlaugur Vikt- orsson, tenór, Ragnar Davíðsson, barítón, og Björn Steinar Sólbergs- son, orgelleikari. Aðgangur er ókeypis. Síðasta sýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur í Deiglunni. Gönguferð um Innbæinn undir Ieið- sögn frá Laxdalshúsi kl. 13.30. 30 millj. ábyrgð samþykkt BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að veita Halldóri Jóhannssyni, landslagsarki- tekt, bæjarábyrgð að upphæð 30 milljónir króna vegna að- göngumiðasöiu fyrir heims- meistarmótið í handknattleik 1995. Á fundi ráðsins var lagt fram endanlegt uppkast að samningi milli Framkvæmdar- nefnar HM ’95 og Halldórs um sölu aðgöngumiða á leiki móts- ins, svo og uppkast að ábyrgð- aryfirlýsingu bæjarsjóðs Ákur- eyrar um einfalda bæjar- ábyrgð að upphæð 30 milljónir króna. Bæjarráðið lýsti sig samþykkt þeim ákvæðum sem Akureyrarbæ varða og sam- þykkti ábyrgðaryfirlýsinguna. Ábyrgðargjaldið verður greitt. 14 milljónir til vinnu ung- menna BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að stefna að því að fullnægja eftirspurn eftir vinnu fyrir ungmenni í bænum á aldrinum 17-25 ára í 6 vikur í sumar. Áætlaður launakostn- aður er tæpar 7 milljónir króna, auk annars kostnaðar upp á 1 milljón kr. Á að færa tæpar 6 milljónir króna frá fjárveitingu til gatnagerðar í bænum til almennra átaks- verkefna. í unglingavinnu bæjarins eru skráðir 432 unglingar fæddir 1979 og 1980, en við gerð Ijárhagsáætlunar var gert ráð fyrir 310 unglingum. Aukinn launakostnaður nemur rúmlega 3,5 milljónum króna, en vegna vanáætlaðs fjölda 16 ára skólafólks, nemur aukning launakostnaðar um 2,7 millj- ónum króna. Hagkaup stækkar VERSLUNIN Hagkaup á Ak- ureyri fékk samþykki bæj- arráðs til að stækka lóð fyrir- tækisins við Hjalteyrargötu og malbika þar bílastæði, jafn- framt öðrum framkvæmdum við lóð. Fyrirtækinu verður leigður umræddur lóðarauki á bráðabirgðaleigu til 1. júní 1995, en það er jafnframt til- búið til að ræða við Akur- eyrarbæ um að láta af hendi lóðarskika á suðvesturhluta lóðar sinnar. Tómasarhagi Mjög góð íbúðarhæð 104 fm efri sérhæð ásamt bílskúr. Tvær samliggj- andi stofur, tvö svefn- herb., tvennar svalir. Frábær staðsetning og umhverfi. Verð 10,4 millj. Hóll fasteignasala, Skipholti 50b. Sími 10090. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON. framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSSON. ioggiltur fasteignasau Til sýnis og sölu m.a. eígna: Úrvalseign - frábært útsýni Raðhús tvær hæðir 221,2 fm með innb. bílsk. við sjávarsíðuna á Sel- tjarnarnesi. Frábært útsýni yfir sundin til Esjunnar og Akrafjallsins. Blóma- og trjágarður. Skipti á minni eign mögul. Nánar á skrifstofunni. Skammt frá Menntaskólanum í reisulegu steinh. í Þingholtunum fyrsta hæð í þríbýli 99,4 fm nettó. Mikið endurn. (vinsælum „gömlum stíl". Vinsæll staður. Helst í Vogunum eða nágrenni Þurfum að útvega góða 3ja-4ra herb. íb. f skiptum fyrir gott einb.- steinhús ein hæð 165 fm í Vogunum. Fyrir smið eða laghentan Á úrvalsstað við Safamýri 6 herb. sér efri hæð 144,5 fm. Suðursvalir. Þarfnast nokkurra endurbóta. Bílskúr 27,6 fm. Tilboö óskast. Góðar eignir - mjög gott verð Nokkrar 2ja og 3ja herb. íb. í borginni á mjög góðu verði þ.á m. nokkr- ar með gamla góða 40 ára húsnæðisláninu. í Laugarásnum - frábært útsýni Stór sólrfk 3ja herb. neðri hæð, jarðh. í reisul. tvíbýlish. Bað og eldh. þarf að endurn. Tilboð óskast. Á móti suðri og sól Glæsil. einb. 165 fm auk bílsk. á vinsælum stað í Árbæjarhverfi. Rækt- uð lóð 735 fm með blóm og trjágróðir. Skipti á minni eign mögul. Á söluskrá óskast íbúð í smfðum rúmg. 3ja-4ra herb. á 1. hæð eða jarðh. Til greina kemur íb. í gömlu húsi sem þarf að endurn. Traustur kaupandi. • • • Opiðfdag kl. 10-14 Reyndir sölumenn. Almenna fasteignasalan var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGHASAIAM LAUGAVEGM8SIMAR2ÍÍ53,^Í37Ö HITA- OG VATNSVEITA AKUREYRAR UTBOÐ Hita- og vatnsveita Akureyrar óskar tilboða í uppsetningu búnaðar í dælustöð á Laugalandi, Þelamörk, dælustöð í Efnaverksmiðjunni Sjöfn og í kyndistöð í Mjólkursamlagi KEA við Súluveg. Innifalið í verkinu er einnig lagning ein- angraðra röra í jörð á Laugalandi og við Súluveg, samtals u.þ.b. 750 metrar, þar af u.þ.b. 490 metrar af 175 mm röri og u.þ.b. 260 metrar af 70-100 mm röri. Verktími er 21. júlí til 30. september 1994. Útboðsgögn eru afhent hjá V.N., Hofsbót 4, Akureyri, frá og með 5. júlí nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu HVA, Rangárvöllum, Akur- eyri, fyrir klukkan 11.00, fimmtudaginn 14. júlí 1994. Til- boð verða opnuð þar klukkan 11.00 þann sama dag, að viðstöddum þeim þjóðendum er þess óska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.