Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 13
VIÐSKIPTI
Yfirmaður
Reed
Elsevier
hættir
London. Reuter.
PETER Davis, annar tveggja stjórn-
arformanna ensk-hollenzka útgáfu-
félagsins Reed Elsevier, hefur sagt
af sér vegna breytinga á stjómun
félagsins, sem hefðu dregið úr völd-
um hans.
Eftirmaður Davis verður Ian Ir-
vine, annar frammámaður í félaginu,
sem var stofnað í fyrra með samein-
ingu Reed Intemational plc í Bret-
landi og Elsevier NV í Hollandi.
Reed er helzti útgefandi tímarita,
sem höfða til neytenda í Bretlandi,
og á útgáfuna Cahners Publishing í
Bandaríkjunum. Elsevier er aðalút-
gefandi vísindarita á ensku í heimin-
um.
Viðræðum á undanfömum vikum
um verkaskiptingu í fimm manna
stjóm hins nýsameinaða fyrirtækis
lauk með því að Davis ákvað að segja
af sér þar sem hann taldi sig ekki
fá nógu mikið svigrúm. Irvine, eftir-
maður hans, sagði að afsögn Davis
stafaði ekki af erfiðleikum í sam-
bandi við sameininguna.
Irvine upplýsti að í athugun væri
að Reed Elsevier byði í tvö útgáfufyr-
irtæki, sem eru til sölu í Bandaríkjun-
um: Mead Data Central og Ziff Com-
munications.
♦ ♦ ♦----
Nýr farsíma-
risi íBanda-
ríkjunum
New York. Reuter.
FYRIRTÆKIN Bell Atlantic og
NYNEX, risamir í fjarskiptaheimin-
um á áusturströnd Bandaríkjanna,
hafa ákveðið að sameina farsíma-
þjónustu sína með stofnun nýs félags
til þess að mæta harðnandi sam-
keppni.
NYNEX og Bell Atlantic hafa um
tíu ára skeið starfrækt aðskilin far-
símakerfi á New York-svæðinu, sem
er stærsti farsímamarkaður Banda-
ríkjanna. Nýja félagið mun þjóna sjö
af 20 helztu farsímastöðum Banda-
ríkjanna og ná til 55 milljóna manna.
Bell Atlantic mun eiga 62,35% í
hinu sameiginlega fyrirtæki og
NYNEX 37,65%.
♦ ♦ ♦
Handsal tek-
urínotkun
Bloomberg-
upplýsinga-
kerfi
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ
Handsal hf. hefur tekið í notkun
Bloomberg-upplýsingakerfið, en það
er beinlínutengd upplýsingaþjón-
usta, þar sem hægt er að fá upplýs-
ingar frá erlendum mörkuðum um
skuldabréf, hlutabréf og gjaldeyris-
mál. Kerfi þetta hefur um 135 þús-
und notendur í 62 löndum.
Sarnkvæmt fréttatilkynningu frá
Handsali hf. hefur Bloomberg um
250 fréttaritara sem staðsettir eru
víða um heim. Hið beinlínutengda
kerfi veitir aðgang að upplýsingum
frá helstu verðbréfa- og gjaldeyris-
mörkuðum heimsins, alþjóðlegum
fréttaþjónustum og skýrslum og
rannsóknum tengdum yfir 40 þús-
und fyrirtækjum.
í frétt Handsals segir einnig, að
með því að taka Bloomberg-kerfið í
notkun hafi fyrirtækið aðgang að
nýjustu upplýsingum um markaðs-
tækifæri erlendis og möguleika á
að meta ýmsa þætti út frá fjárfest-
ingarstefnu einstakra fjárfesta. Þá
fái fyrirtækið innsýn í erlenda mark-
aði í gegnum tæknilega greiningu,
sem gagnleg sé við ákvarðanatöku.
Vertu með
- draumurinn gæti orðið að veruleika!
tvölaldur
Lrinningur!