Morgunblaðið - 02.07.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.07.1994, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Verðkönnun vikunnar Hvað kostar símtalið? I krónum á mínútu: Til ísiands VISA Símaþjónusta Ferðasímakort ísland "Collect", frá: símakort EUROCARD Pósts & síma beint símtal greitt af viðtakanda Þýskalandi 122,50- 89,- 95,50- 88,- dagtaxti 73,50 næturt. virkar ekki Japan virkarekki 487,- 350,- 231,-dagtaxti 231,-dagtaxti 180,50 næturt. 180,50 næturt. Bretlandi 112,- 123,- 110,- 98,-dagtaxti 98,-dagtaxti 81,- næturt. 81,- næturt. Jórdaníu 157,50- virkarekki virkarekki 285,-dagtaxti 285,- dagtaxti 228,50- næturt. 228,50- næturt. Bandaríkjunum 87,50- 143,- 223,-1.mín., 116,-dagtaxti 116,-dagtaxti síðan115,- 94,50-næturt. 94,50-næturt. Ástralíu 122,50- 124,- Danmörku 157,50- 128,- (122,50- á hinum Norðurlöndunum) ... og Við það 70.- leggjast á 547,- lágm.gjald, bætist' hvert símtal. til Bandaríkjanna. Taxti lækkarer lengd símtals eykst. 237,- 180,-dagtaxti 180,-dagtaxti 142.50- næturt. 142,50- næturt. 100,50- 88,- dagtaxti 88,- dagtaxti 73.50- næturt. 73,50- næturt. 3 mín. lágm.gjald. 3 mfn. lágm.gjald, 230,- leggjast á og 460,- leggjast símtal ef sett er ofan á hvert á símareikning símtal. eða VISA-kort. KOSTNAÐUR við að hringja heim frá útlöndum er mjög mismunandi og samkeppnin hörð. Hvernig er ódýrast að hringja heim frá útlöndum? Mismunandi kostnaður og hörð samkeppni Ferðasímakort Pósts og síma eru hagstæð í -------------------3»-------——----------- stuttum símtölum til Islands frá Evrópu. Þetta er m.a. niðurstaða Guðbjargar R. Guð- mundsdóttur eftir könnun á ýmsu varðandi kostnað við símtöl frá útlöndum hingað heim. í KÖNNUN sem gerð var á kostn- aði við símtöl til íslands kemur í Ijós að ef símtölin eru frá Evrópu og taka stuttan tíma er hagstætt að nota ferðasímakort Pósts og síma þar sem ekkert lágmarksgjald er tekið fyrir símtalið. Kreditkorta- fyrirtækin bjóða símakort eða síma- þjónustu og taxtinn hjá þeim er í sumum tilvikum lægri en hjá Pósti og síma, sérstaklega á það við þeg- ar um fjarlæga staði er að ræða. Símtöl í gegnum skiptiborð á ís- landi fá á sig visst lágmarksgjald þannig að ef símtalið er mjög stutt eru valkostimir betri þar sem ekk- ert startgjald er tekið. Það er ekki hægt að hringja „collect" í gegnum Þýskaland og í þessari könnun kemur best út að hringja í gegnum símaþjónustu Eurocard og næstbest að nota ferðasímakort Pósts og síma. Það má benda lesendum á að hjá ýmsum lækkar taxtinn eftir því sem líður á símtalið, eftir fyrstu mínútur telja sum fyrirtæki í hálfum mínút- um, aðrir í heilum eða jafnvel sek- úndum og það er um að gera fyrir fólk að kynna sér taxta nákvæm- lega ef það er á leiðinni til útlanda og ætlar að nýta þessa þjónustu eitthvað að ráði. Þá er einnig mögulegt hjá sumum þessara aðila að senda myndrit og hafa samband við talhólf og sím- svara. Enn sem komið er virðist ekki borga sig að nota kortin hér heima til að hringja til útlanda og hag- kvæmast að hringja beint úr heima- síma. Þar er þó kominn annar val- kostur í dæmið sem er telepassport- þjónustan sem getið er um hér á opnunni og vera kann að kredit- kortafyrirtækin og aðstandendur Ferðasímakortsins séu með hag- stæða samninga við önnur lönd en tilgreind eru í könnuninni. Visa símakort Allir Visa korthafar eiga kost á að fá sérstakt símakort. Visa gerði samning við US Sprint sem er bandarískt símafyrirtæki og með því að hringja í sérstakt númer í hverju landi þá er komist hjá hótel- kostnaði við símaþjónustu og hægt að hringja til viðkomandi lands, stundum beint og stundum í gegn- um aðila sem þá aðstoðar. Hægt er að nota þessa þjónustu í 43 lönd- um. Kortanúmer þurfa viðkomandi að gefa upp og sérstakt leyninúmer og síðan númerið sem hringja á í. Kortasími Eurocard Eurocard býður gullkorthöfum og Atlaskorthöfum aðgang að kortasíma, svokölluðu Executive TeleCard. Þessa þjónustu Eurocard má einnig nota til að senda mynd- bréf. Hægt er að njóta aðstoðar túlka á línunni og möguleiki að fá aðstoð frá skjalaþýðendum. Með sérstöku lykilnúmeri og kortanúm- eri er komist í samband við korta- símann og leiðbeiningar gefnar upp á íslensku. Símgjöldin eru síðan færð beint á kortareikninginn. Hægt er að nota símakortið beint í um fimmtíu löndum en með aðstoð skiptiborðs í liðlega 60 löndum. Ferðasímakort Pósts og síma Ferðasímakort Pósts og síma stendur öllum til boða. Korthafar geta fengið aðgang að símþjónustu í hátt í 50 löndum en kerfið er það sama og Eurocard er með, Execu- tive TeleCard. Með kortið við hönd- ina er hægt að hringja úr hvaða tónvalssíma sem er og kostnaðurinn leggst á eigin símreikning á íslandi eða dregst af innistæðu korts. Kortin má nota innanlands og erlendis. Hægt er að kaupa fyrir- framgreidd kort á 800 krónur og 2.500 krónur og er fyrsta útgáfa kortanna myndskreytt í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Einnig geta rétthafar síma fengið reikn- ingskort og þannig látið skuldfæra símtöl á heimasíma. Sérstakt leyni- númer þurfa allir að hafa. Fyrir- framgreiddu kortin fást á póst- og símstöðvum og þar liggja líka frammi umsóknareyðublöð fyrir þá sem vilja fá reikningskort. Símtöl sem greiðast af viðtakanda Frá sumum löndum er hægt að hringja þannig að símtalið sé borg- að hér á landi af viðtakanda eða „collekt". Ef hringt er þannig t.d. frá Ðanmörku, Bretlandi og Banda- ríkjunum er notuð íslensk gjaldskrá fyrir handvirka þjónustu, dagtaxti eða næturtaxti. Ofan á það leggst gjald fyrir þjónustuna sem er 460 krónur á hvert símtal. Ekki er hægt að hringja á þenn- an hátt frá t.d. Þýskalandi en þaðan er hægt að nota þjónustuna Island beint eins og frá hinum löndunum. ísland beint Hringi fólk á þennan hátt heim til Islands er hringt í ákveðið grænt númer í viðkomandi landi og þann- ig fengið beint samband við tal- símavörð á 09 í Reykjavík. Talsímavörðurinn gefur samband við þann sem ná á sambandi við á Islandi. Hægt er að greiða fyrir símtalið með því að láta skrá það á símreikning sinn og þá leggst 230 króna gjald ofan á handvirku þjón- ustuna. Þá er líka mögulegt að borga með Visa og 230 krónur leggjast þá á símtalið aukalega. Erlend síma- þjónusta í boði á Islandi Til landa innan Evrópu er gjaldskrá Pósts og síma mun hagstæðari, en þurfi einstaklingar eða fyrirtæki að hafa mikil símasamskipti til landa utan Evrópu kann svokölluð „call-back“- þjónusta að borga sig. HÖRÐ samkeppni meðal síma- fyrirtækja í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að langlínutalsíma- gjöld þar í landi eru einhver þau ódýrustu sem um getur. Með til- komu ljósleiðara hafa framfarir í fjarskiptum tekið miklum stakka- skiptum og nú getur hver sem er, hvar sem er í heiminum, notið góðs af lágum talsíma- gjöldum í Bandaríkj- unum í gegnum svo- kallaða „call-back“- þjónustu. Þijú stærstu símafyrirtækin í Bandaríkjunum, AT&T, MCI og Sprint, bjóða öll upp á slíka þjónustu. Neytendasíðan hafði spumir af um- boðsmanni hér á landi sem fúslega sýndi okk- ur verðskrá símagjalda til um 200 landa fyrir símnotendur á íslandi, en hann selur þjónustu sem gengur undir nafninu „Telepass- port“. Hann er í tengslum við breskt fyrirtæki, sem síðan kaupir þjónustu af USF International, sem aftur kaupir af AT&T. „Breska fyrir- tækið er endursöluaðili í þessu tilfelli, en með stórtækum samningum á milljónum mínútna fá slík fyrirtæki það mikinn af- slátt að þau sjá sér verulegan hag af þessu,“ segir Elías Guðvarðar- son, sem tók það þó skýrt fram að gjaldskrá Pósts og síma væri mun hagstæðari ef hringt væri frá íslandi innan Evrópu. Ef hinsvegar talað væri til fjarlægari landa mætti spara háar fjárhæðir með þessu fyrirkomulagi. Sem dæmi má nefna er 48% ódýrara að hringja til Jórdaníu og Chile í gegnum „Telepassport“ en á dag- taxta Pósts og síma, en til Dan- merkur er gjaldskrá Pósts og síma mun hagstæðari, eins og meðfylgj- andi tafla sýnir. „Viðskiptavinir skrifa undir samning og greiða stofngjald sem nemur 50 pundum. Þeir fá síðan úthlutað símanúmeri í tölvubúnaði í New York. Þetta er stafrænt kerfi, sem^gefur són innan Banda- ríkjanna. I sérstakri umsókn um aðgang að kerfinu, gefur umsækj- andi upp símanúmer það sem hann ætlar að hringja úr, og þegar kem- ur að notkun hringir notandinn í ákveðið símanúmer í New York. Eftir eina hringingu greinir tölvan hvaðan hringt er. Tólið er lagt á og eftir örfáar sekúndur hringir tölvan til baka og gefur viðkom- andi són. Þá er hægt að hringja hvert á land sem er. Jafnframt má nota símakort og fá má tölvu- disk með verðskrá til 200 landa,“ segir Elías. Þegar reikningurinn berst, eru símtölin öll sundurliðið, hvert hringt hefur verið og hversu lengi talað. Lágmarksnotkun nemur 25 dollurum á mánuði og þarf að greiða þá upphæð þó ekkert sé hringt í mánuðinum. Annars ef talað er fyrir 25 dollara eða meira, er upphæðin hluti af raunveruleg- um símakostnaði og ekki þarf að greiða neitt aukalega. Viðskipta- vinurinn fær úthlutað svokölluðu „pin“-númeri þannig að hann get- ur hringt hvar sem er í heiminum, en símtalið gjaldfærist alltaf á aðgangsnúmer í tölvubúnaðinum. Þegar viðskiptavinir hringja úr öðrum símum en eigin símum hringja þeir í höfuðnúmer tölvunn- ar, sem biður þá um að slá inn heimasíma og „pin“-númer. Garðaúðun I óleyfi NÚ ER sumar og stundum sést j skrítið fólk sniglast í görðum vopn- t að úðabrúsum í baráttu við sníkju- | dýr gróðurs. Ekki eru allir með I leyfi sem bjóða garðaúðun gegn borgun. I vor voru gefnar út nýjar reglur um garðaúðun og leyfisveit- ingar í meðferð slíkra eiturefna. Skilyrði til þess að stunda garð- aúðun í atvinnuskyni er að fara á viðurkennt eiturefnanámskeið, þar sem kennt er meðhöndlun eitur- efna, varúðarreglur og mat á þörf fyrir úðun, þ.e. menn þurfa að vita hvaða skordýr eru réttdræp. Hver sem er getur orðið sér úti um leyfið með því að fara á nám- skeiðið. Ef menn fylgja ekki þeim varúðarráðstöfunum sem áskyldar eru i reglunum eiga þeir á hættu að missa leyfið. Leyfi kostar 5000 kr. í fyrsta sinn og svo 1000 kr. í endurnýjun. Við hveija endurnýj- un sem fer fram á þriggja ára I fresti er búnaður yfirfarinn og ) tryggt að allt fari fram skv. regl- | um. Hvað kostar 15 mínútna símtal frá Islandi? M Telepassport Sama verð allan sólartiringinn (USD= 71.50 kr.) Póstur og sími Dagtaxti Næturtaxti Ástralía 1429.- 2250.- 1687.50 Chile 1751.- 3375.- 2527.50 Namibía 2147.- 3015.- 2257.50 Filipseyjar 2122.- 3375.- 2527.50 Jórdanía 1738.- 3375.- 2527.50 Kenýa 1945.- 3375.- 2527.50 Bandaríkin 1043.- 1290.- 967.50 Brasilía 1759.- 3375.- 2527.50 Kanada 1320.- 1470.- 1102.50 Danmörk 1565.- 870.- 652.50 Eþíópía 2446.- 3375.- 2527.50 Bahamaeyjar 1853.- 3375.- 2527.50 Egyptaland 1831.- 3375.- 2527.50 Japan 1880.- 3015.- 2257.50 Thailand 2266.- 3015.- 2257.50 Sinqapore 1731.- 3015.- 2257.50

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.