Morgunblaðið - 02.07.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 15
Uppskriftin
ARNHEIÐUR ásamt börnum sínum, þeim Bryiyólfi og Þórunni.
Ef til eru bláber
í frosti...
„ÉG LEYFI mér svolítið bruðl fyr-
ir hátíðar. Að öðru leyti myndi ég
segja að ég væri frekar sparsöm,"
segir Arnheiður Sigurðardóttir,
húsmóðir í Kópavogi. „Ég hef til
dæmis eytt nákvæmlega sömu
upphæðinni í matarinnkaup und-
anfarin sex ár þó fjölskyldan hafi
stækkað á tímabilinu," segir hún,
en á heimilinu býr fjögurra manna
íjölskylda, hjón og tvö böm, fjög-
urra og sex ára.
„Ég fer venjulega með sjö til
átta þúsund krónur í mat á viku,
í hæsta lagi níu þúsund, og ég
versla alltaf í Bónus. Ég kaupi
afskaplega lítið kjöt og þegar ég
bý t.d. til lasagna nota ég ekki
nema um 200 grömm af hakki
fyrir okkur fjögur. Uppistaðan er
grænmeti," segir hún aðspurð um
matarkostnaðinn.
Arnheiður bakar allt sitt ger-
brauð og sætabrauð sjálf, eða eins
og hún orðar það, „þær tegundir,
sem eru dýrastar úti í bakaríunum
og ég spara heilmikið á því. Hins-
vegar kaupi ég matarbrauðið. Við
nokkrar vinkonur kaupum allt mjöl
reglulega í stórum sekkjum í heild-
sölu og skiptum því svo á milli
okkar. Það sparar líka.“
Þegar það var fært í mál við
Arnheiði að fá lánaða uppskrift af
einhverju góðgætinu, hristir hún
höfuðið og segir að þær séu svo
Borið hefur verið á að menn
hafi þóst hafa leyfi og boðist til
þess að úða garða gegn borgun,
en slíkt er óleyfilegt. Kvartað hef-
ur verið við Hollustuvernd um
menn sem hafa vaðið inn í garða
hjá fólki og úðað án nokkurs sam-
ráðs við eigendur. Þeir hafa svo
komið með tilbúna reikninga og
krafist þess að fólk borgaði. Holl-
ustuvernd vill koma á framfæri
að ekki sé skylt að borga slíkt,
þegar ekki var samið um úðunina
áður, og að fólk ætti að spyija
eftir leyfisskírteinum þegar boðið
er upp á þessa þjónustu.
Hættulegt er að vaða í garða
Og úða án samráðs við eigendur.
Margir hafa ofnæmi fyrir efnunum
og ef ekki eru lokaðir gluggar, þá
getur fólk búist við heiftarlegu
ofnæmiskasti. Góð regla er að ioka
gluggum á meðan úðað er og
gæta þess að börn séu ekki úti á
meðan, og þvottur sé ekki á snúr-
um. Matjurtir á ekki að neyta fyrr
en 14 dögum eftir úðun. Alltaf
skal merkja með viðurkenndum
varúðarmiðum þegar eitrað er.
Þótt að eitrið sé í lægsta hættu-
flokki er varinn góður. Fólk getur
úðað sína garða sjálft og hægt er
að fá efnið í venjulegum garð-
yrkjubúðum.
venjulegar að það tæki því ekki.
„Ég veit ekki einu sinni hvaða
mjöl ég er með núna. Nota bara
það sem til er hveiju sinni og skelli
þessu svo saman þannig að úr
verður brauð. Aftur á móti skal
ég gefa þér uppskrift af uppáhalds-
desert fjölskyldunnar og vinkvenna
minna, en hann kalla ég Kleifa-
desert. Við eigum nefnilega sumar-
bústað norður á Ströndum á gam-
alli eyðijörð sem heitir Kleifar. Þar
reynum við að vera í það minnsta
sex vikur á hveiju sumri, slöppum
af og týnum fullt af beijurn."
Kleifq-desert
‘Alítri frosin blóber
1 dl strásykur
2 dl þeyttur rjómi
Sósa
4 eggjarauður
I dl strásykur
'h dl sérrí
'A tsk. kaffiduft
4 matarlímsblöð
Frosin bláber sett í skál og sykri
stráð yfir. Egg og sykur þeytt vel
saman. Sérrí, matarlím og kaffi-
duft hitað saman í potti og þegar
það hefur samlagast er blöndunni
hellt saman við ijómann. Sósunni
að lokum hellt yfir berin og þá er
rétturinn tilbúinn. Gott er að stinga
honum inn í ísskáp um stund áður
en hann er borinn fram. ■
4*
með frönskuni og sósu
=995.-
TAKIDMEÐ itiii TAKIÐMEÐ
-tilboð! VWty -tilboð!
Jarlinn
NEYTEIMDUR
Flytja inn vörur með hálftómum saltfiskskipum frá Portúgal
Úr físki
í búðar-
rekstur
BANGSAR, barnastólar, snuð,
rugguhestar, barnarúm og kerr-
ur, eina sem vantar er bamahjal-
ið, sem heyrist áreiðanlega oft í
þessari búð. Það em ung hjón
sem reka verslunina Allir Krakk-
ar á Rauðarárstígnum. Hún heit-
ir Isobel Hreinsson og er frá
Birmingham á Englandi, hann
heitir Erlingur Logi Hreinsson
og er frá Reykjavík. Vömverði
er haldið niðri með um
30-40% minni flutnings-
kostnaði en gengur og
gerist. Þau flytja vömn-
ar inn frá Portúgal, með
saltfiskflutningaskipum,
sem koma hálftóm til
baka frá Portúgal.
Þau kynntust á Höfn
í Hornafirði fyrir um
átta ámm, fluttust til
Bolungarvíkur á Isafirði
og síðan til Reykjavíkur.
Isobel kom hingað árið
1986 í atvinnuleit frá
Englandi og fór að vinna
í fiski. í síldinni á Höfn kynntist
hún Loga manninum sínum og í
dag era þau gift og eiga fjögurra
ára dóttur, Bríet EUu, sem er að
byija í leikskóla.
Þau hófu búskap á Bolungar-
vík fyrir nokkmm ámm, þar var
Logi á sjónum. Þar varð hann
fyrir slysi, og gat ekki lengur
unnið á sjónum. Þá fluttust þau
ERLINGUR Logi og Isobel
Morgunblaðið/Kristinn
búðinni Allir Krakkar
VAGNAR seljast mikið á sumrin
til Reykjavíkur, og sköpuðu sér
atvinnu sjálf. Allir Krakkar vom
opnaðir í nóvember 1992. Isobel
segir að henni hafi blöskrað
verðlag héraa og sérstaklega á
barnavörum. Logi vann þá sem
sölumaður hjá Netasölunni og
Isobel fannst hún þurfa að hafa
eitthvað að gera. Þau segja að
fyrst þegar þau byrjuðu, þá hafi
margir tortryggt lágt vömverðið
og haldið að aðeins drasl gæti
verið svo ódýrt. En það hafi
margt breyst eftir það. Vömverð
hafi stórlækkað að undanförnu.
Þau flytja vömr inn aðalega
frá Bébécar fyrirtækinu í Port-
úgal, en þeir framleiða allt efni
í vömr sínar sjálfir. Þau halda
flutningskostnaði niðri með því
að flytja inn vörunar með Nes-
skipi hf, sem flytur út saltfisk til
Portúgal, og koma með hálftóm
skip til baka. Isobel segir að með
þessu geti þau haft vömnar jafn-
dýrar og gerist á Englandi.
Mesta salan er á þessum árs-
tíma, á sumrin kaupir fólk vagna
og kerrur, og annað til þess að
vera úti með bömin. Logi segir
að þau leggji áherslu á gæði,
gott verð og þjónustu, og það sé
besta kynningin fyrir búðina.
■
ÞHY
r, Trfáplöntu
Allar qarðplöntur, sumarblóm, tré oq runnar
20-50% IFSLÁmJll
Allar garðrósir tneð
30% afslœtti