Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 25

Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 25 AÐSENDAR GREINAR Eðlilegur útboðsmarkaður eða hrun verktakaiðnaðar HIN síðari ár hafa hefur það orðið regla fremur en undantekning að stór og smá verkefni eru boðin út. Þessi þróun er jákvæð og verk- takar eru því ánægðir með hana. Útboðsstefnan er þó ekki gallalaus og eins og hún hefur verið fram- kvæmd hér á landi af stærstu verk- kaupum kann hún að leiða okkHr í ógöngur. Þess vegna er ástæða til nokkurra varnaðarorða. Stærsti og alvarlegasti galli á útboðum hér á landi er sú krafa að alltaf skuli taka lægsta tilboði, hversu óraun- hæft sem það kann að vera. Undan- tekningar frá þeirri reglu eru sorg- lega fáar. Þetta á fyrst og fremst við um opin útboð. Þó að það sem hér er sagt sé hugsað út frá jarð- vinnuverktökum við verkefni sín, t.d. vegagerð, hafnargerð eða flutn- inga, þá gildir það að mestu um önnur útboð. Samdráttur verkefna en fjölgnn tækja Samdráttur hefur orðið í verk- efnaframboði. Þó nokkur samdrátt- ur hjá opinberum aðilum en nánast algjört hrun á framkvæmdum fyrir- tækja og einstaklinga. Tækin til að sinna þessum verkefnum eru of mörg. Frá árinu 1982 til 1992 tvö- faldaðist fjöldi vinnuvéla. Nokkuð hefur nú dregið úr árlegri fjölgun. Mikil nýliðun er í atvinnugreininni og margir ætla að skapa sér störf með því að kaupa sér vinnuvélar og vörubíla. Þegar einn hættir eða gefst upp tekur annar við, tækin starfa áfram. Þetta mikla framboð og afkastageta, á tímum samdrátt- ar, hefur ásamt reynsluleysi nýlið- anna leitt til mjög óraunhæfra til- boða. Þessi lágu tilboð draga síðan allan markaðinn niður, til þess að eiga mögu- leika á verkefnum eru menn að teygja sig lengra en skynsamlegt getur talist. Það má e.t.v. segja að tilboðin séu komin út í algjöra vitleysu. Allur markað- urinn er nú rekinn með bullandi tapi og hefur svo verið síðustu ár. Þannig má með réttu segja að verktakar hafí verið að greiða niður framkvæmdir hér á landi og staðið þannig að mun stærri hluta undir framkvæmdum og uppbyggingu í land- inu en aðrir landsmenn, Óraunhæf tilboð eru sýndargróði En þá má spyija, er þetta þá ekki hið besta mál, græðum við ekki öll á þessu með ódýrari fram- kvæmdum? Eru það ekki fijálsir og fjárráða menn sem bjóðast til að greiða með þessum framkvæmdum? Er þá nokkur ástæða til að meina þeim að setja sig á hausinn með verkefnum sem engan veginn geta staðið undir sér? Jú, það er ástæða til að meina þeim það. Hér verður að taka í taumana, því að málið snertir svo miklu fleiri en verktak- ann einn. Sparnaðurinn er sýnd veiði en ekki gefín og þá til mjög skamms tíma iitið. Sé litið til Iengri tíma kemur tjónið í ljós. Við gjald- þrot falla launagreiðslur á ríkið, ásamt töpuðum opinberum gjöld- um, þar fer líklega stærstur hluti ímyndaðs hagnaðar af lágu tilboði. En það tapa fleiri, selj- endur vöru og þjónustu sitja oftar en ekki eftir með sárt enni og oft umtalsvert tap. Undir- verktakar geta lent í þessari stöðu og eftir að hafa fjármagnað misstóran hluta verks- ins fæst ekkert greitt. Þannig geta fjölmargir dregist í gjaldþrot; bætist þá enn á áföll ríkissjóðs og keðjuáhrif myndast. Sá ávinning- ur sem virtist vera af því að taka óraunhæf- um tilboðum er þá löngu farinn og hefði jafnvel verið mun hag- stæðara að taka hæsta tilboði. Svo þarf e.t.v. að bjóða hluta verksins út að nýju. Þessar ástæður sem hér hafa verið raktar ættu í sjálfu sér að vera nægar til þess að forðast það að taka óraunhæfum lægstu tilboðum. Atvinnugreinin getur hrunið En það er meira tjón sem fylgir óraunhæfum tilboðum. Það er tjónið sem við verðum fyrir með því að hafa ekki öflugan verktakaiðnað í landinu. Öflug og sterk verktakafyr- irtæki sem búa við góð rekstrarskil- yrði, hafa sterka eiginfjárstöðu, góðan tækjakost og siðast en ekki síst reyndan og góðan mannskap, eru lykillinn að hagstæðum og vel útfærðum framkvæmdum. Þegar atvinnugreinin býr við svo óhagstæð skilningsvana skilyrði sem nú eru, blasir ekkert annað við en að hún muni farast. Ef fram heldur sem horfir verða engin traust verktaka- Fari fram sem horfír, segir Kristín Sigurðar- dóttir, verða engin traust verktakafyrir- tæki eftir, aðeins smáir, fátækir verktak- ar og máttvana einyrkj ufyrirtæki. fyrirtæki eftir, aðeins smáir fátækir verktakar og máttvana einyrkjafyr- irtæki. Það verða þá engir til reiðu til þess að byggja upp þegar betri tímar koma, jafnvel varla til þess að halda við þeim mannvirkjum sem við eigum nú þegar. Við munum þá ekki hafa burði til þess að keppa við erlenda verktaka um þau stór- verkefni sem bjóðast á næstu árum. Margir sjá vandann Það er sjálfsagt að geta þess að mörgum embættismönnum hefur verið þessi hætta ljós og hafa reynt nokkuð til að koma í veg fyrir þessa þróun. Stundum hafa þá verið við- höfð lokuð útboð, þar sem valdir verktakar gera tilboð. Sú aðferð hefur verið gagnrýnd m.a. vegna þess að hún hindri aðgang nýrra aðila. Því hefur stundum verið við- haft forval, þar sem verktökum gefst kostur á að láta meta sig inn í þennan hóp. Lokuð útboð eru, þrátt fyrir marga kosti, sjaldgæfari en hin opnu. Lokuð útboð geta ver- ið góð lausn, þegar þau eiga við, þau draga úr vandanum en útiloka Kristín Sigurðardóttir hann ekki. Óraunhæf tilboð geta auðvitað líka komið fram í lokuðum útboðum, en eru ólíklegri. Samning- urinn um EES mun takmarka mjög þá leið. í samtölum hafa embættis- menn einnig bent á að pólitísk krafa ^ um að taka alltaf lægstu boðunv ' hafí oft ýtt til hliðar rökstuddum óskum þeirra um að ganga að raun- hæfari og traustari tilboðum. Hvað er til bjargar? í mínum huga er aðeins eitt sem getur rofíð þennan vítahring og komið í veg fyrir þetta endanlega hrun, sem mörgum virðist innan seilingar. Heilbrigðir viðskiptahætt- ir, þar sem m.a. óeðlilegum undir- boðum er hafnað, eru grundvallar forsenda fyrir góðum verktaka- markaði. Til þess að markaðurim? - verði heilbrigður þarf að koma til ábyrg afstaða stórra verkkaupa, þá fyrst og fremst ríkisins og ríkisfyr- irtækja, en einnig borgarinnar og stórra sveitarfélaga. Það þarf að kalla stóru verkkaupana til póli- tískrar ábyrgðar á þróuninni, svo að ekki verði gengið að óraunhæf- um lágum tilboðum. Þeir þurfa að gera þá kröfu að tilboðin séu raun- hæf, þ.e. að hægt sé að framkvæma verkið samkvæmt tilboðinu án þess að greiða með því. Óraunhæfum lágum tilboðum verði þá hafnað. Þá tekur að vísu við vandinn að ákvarða hvaða aðferð er rétt til að meta framkvæmdakostnað. Ýmsar aðferðir eru í boði við nálgun þess. Aðferð sem byggir á meðaltaíi úr fyrri tilboðum mun þó af framan- greindum ástæðum ekki ganga, Þekktar eru ýmsar nothæfar að- ferðir sem velja má úr. Ef þau vinnubrögð verða almennt tekin upp, að aðeins komi raunhæf tilboð til álita, verður þessu hruni jafnvel snúið við. Áframhaldandi skamm- sýni í samningum við verktaka mun hins vegar hafa óbætanleg tjón í för með sér. ------------------------------- Höfundur er framkvæmdastjórí Félags vinnuvélaeigenda ogfor- maður Samtaka landflutninga- manna. Að svelta dauðan lax AÐ undanförnu hef- ur nokkur umræða orðið í fjölmiðlum um málefni Hótel- og veit- ingaskóla íslands. Umræðan hófst í kjöl- far fréttar í sjónvarp- inu þar sem fram kom að á skriflegu sveins- prófí, sem haldið var í janúar sl., hefði orðið óeðlilega mikið fall. í frétt sjónvarpsins var rætt við formann próf- nefndar í matreiðslu og lýsti hann því yfír að ástæða þess ama væri að „kennslan hefði brugðist". Einnig kom fram í fréttinni, þótt með óbeinum hætti væri, að hluti ástæð- unnar fyrir þessu væri nýr kennari og nýr skólastjóri. Ekki kom fram neinn annar rökstuðningur fyrir fullyrðingu prófnefndarformanns- ins. I byijun er rétt að taka fram að sá sem kallaður er nýr kennari hefur starfað við skólann síðastliðin 5 ár og ég hef starfað við skólann i 14 ár þannig að hvorugur okkar er nýgræðingur hvað varðar starf- semi skólans. Talað hefur verið um að samskipti prófnefndar og skóla hafi verið stirð. Allir prófnefndar- menn, að formanninum undanskild- um, hafa staðfest að samskipti við skólann hafi verið hnökralaus og að þeir hafi mætt hér þægilegu við- móti í alla staði. Það er hins vegar ljóst að hvergi er kveðið svo á í lögum eða reglugerðum að skylt sé að þessir aðilar eigi samstarf, enda hvor um sig sjálfstæður aðili, skól- inn sem fræðslustofnun og próf- nefndin sem framkvæmdaraðili sveinsprófa. Rannsókn Þegar í ljós kom hversu mikið fall var á áðumefndu prófí ákvað menntamálaráðuneytið að láta Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála kanna hugsanlegar orsakir þess. Til þess að kanna málið voru kallaðir til fulltrúar prófnefndar og skólans. Ég kann ekki að skýra hvers vegna enginn fulltrúi próftaka var kallaður fyrir en það hlýtur að eiga sér einhveijar skýringar. Ef próftakar hefðu verið kallaðir til hefði til dæmis komið fram að eftirfarandi fullyrðing sem fram kemur í skýrslunni er röng, en fullyrðingin hljóðar svo: „A kynningarfundi fyrir sveinspróf fá nemendur í hendur lista yfir áhersluatriði sem hafa ber í huga við undirbúning fyrir prófíð." Próf- takar fullyrða að þessar upplýs- ingar hafí þeir aldrei fengið. Einnig kemur fram eftirfarandi: „Ekkert er tekið sérstaklega fram um verk- lega prófið í kjöt- og fískskurði né um skriflegt próf sem haldið er sama dag.“ í skólum er það al- mennt svo að væntanlegum próf- tökum er kynnt, í fyrsta lagi hvort þeir eiga að ganga til prófs í ein- hveijum greinum eða ekki. í öðru lagi er venjan að kynna í hveiju verður prófað og í þriðja lagi eru próf gjarna tímasett og þykir raun- ar sjálfsagt. Ekkert þessara atriða var kynnt próftökum. Þótt þeim sem séð hafa prófíð beri saman um að það hafí ekki verið tiltakanlega Það hlýtur þó að vera eðlileg krafa próftaka, segir Guðmundur Agn- ar Axelsson, að þeir fái tækifæri til að undirbúa sig fyrir það sem þeir eiga í vændum þungt er það að mati rannsóknar- manna ekki góður mælikvarði á þekkingu próftaka og orðrétt segir í skýrslunni: „Reiknaður var alfa- stuðull út frá svörum nemenda við skriflega prófínu til að leggja mat á innra samræmi í svörum þeirra. Áreiðanleiki prófsins er ófullnægj- andi eða 0,67.“ Leggi menn fyrir próf sem hefur þann eiginleika að áreiðanleiki þess er ófullnægjandi er dálítið langsótt skýring á slæmri útkomu að „kennslan hafí brugð- ist“. Og sé meiningin að prófa þá úr því námsefni sem kennt er í skólanum sé það gert þannig að áherslur prófanda og skóla séu þær sömu eða í það minnsta svipaðar. Það er mér hins vegar hulin ráð- gáta hvers vegna þetta skriflega próf er yfirleitt haldið, einkum þeg- ar litið er til þess að einn vægisþátt- ur í lokaeinkunn á sveinsprófí er einkunnir úr skóla. Nám, kennsla, reynsla Því er oft haldið fram að þá fyrst byiji menn að læra fyrir alvöru þegar þeir taka til við að kenna. Vissulega hefur prófnefndarfor- maðurinn kennt nemum en aðeins í hinum verklega þætti námsins. Hvað varðar kennslu í bóklega þættinum veit ég að hann hefur enga reynslu og mér er til efs að hann hafí kynnt sér þau mál sér- staklega enda ólíklegt að prófíð hefði orðið með þeim endemum sem raunin varð ef svo væri. I bréfí prófnefndar til menntamálaráðu- neytisins er því haldið fram að að- eins sé prófað í aðalatriðum. Menn eru hins vegar ekki á eitt sáttir um hvað séu aðalatriði og hvað aukaat- riði enda er það Ijóst að það sem er áhersluatriði á einum stað getur verið aukaatriði á öðrum. Sé litið á matseðla á nokkrum verklegum sveinsprófum undanfarin ár kemur svo sem ýmislegt í ljós sem venju- legt fólk mundi ekki kalla aðalat- riði. Til dæmis var próftökum eitt sinn gert að elda laxagellur sem er svo sem allt í lagi en tæpast held ég að matreiðsla á þeim geti flokkast undir aðalatriði í mat- reiðslunámi. Ýmis fleiri sérkennileg „aðalatriði" mætti tína til. Nemi var felldur á „köldu stykki". Stykkið var lax í útfærslu nemans. Aðspurð- ur hvers vegna neminn hefði verið felldur svaraði prófnefndarformað- urinn því til, og fór síst af öllu dult með, að laxinn hefði ekki verið sveltur. Próftakinn hins vegar sver og sárt við leggur að hann hafi keypt laxinn steindauðan og hafí ekki einu sinni reynt að gefa honum að éta, hvað þá að sér hafi tekist það. Skyldi það nú ekki flokkast undir forréttindi að fá að taka próf undir stjórn manns sem býr yfír slíkri vitneskju? Sveinspróf og nám í skóla Sá sem lýkur sveinsprófi hefur þar með fengið starfsréttindi. Próf- ið er mikilvægur áfangi í lífi hvers Guðmundur Agnar Axelsson þess sem það tekur og niðurstaðan úr því getur haft áhrif á alla hans framtíð. Það er því nauðsynlegt að vel sé til prófanna vandað og reynt að tryggja að þau séu sanngjörn. Þó er ef til vill mikilvægast af öllu að menn geri sér glögga grein fyr- ir því hvað prófinu er ætlað að mæla og að tryggt sé að þeir sem að mælingunni standa séu meðvit- aðir um hver markmið námsins eru. Rætt hefur verið um að áherslm breytingar hafí orðið í námi og kennslu við Hótel- og veitingaskóla íslands. í skólanum er kennt eftir námskrá sem staðfest var af menntamálaráðuneytinu eftir að ýmsir aðilar, þar á meðal fulltrúi prófnefndar í matreiðslu, óskuðu þess að hún yrði staðfest. í formála að námskránni sem allir þessir aðil- ar undirrituðu er þess sérstaklega getið að áherslubreytingar muni verða í hinum verklega þætti náms- ins. Það er held ég flestum ljóst sem málum eru kunnugir að verk- og bóknám í grein eins og matreiðslu er svo samtvinnað að ef breyting verður á öðru breytist hitt. Kennsr-- inn sem afgreiddur er í fréct sjón- varpsins sem „nýr kennari" var fenginn til að semja námskrána. Ég held að allir sem kunnugir eru því verki séu sammála um að það ber honum gott vitni sem fag- manni og kennara enda ólíklegt að samstaða hefði fengist um verkið ef svo væri ekki. Stefna skólans undanfarið ár, í faglegum efnum, hefur verið að breyta áherslum námsins þannig að meiri áhersla verði lögð á tileinkun aðferða en minni á utanbókarlærðar uppskrift*^ ir. Við teljum að með því móti séum við að svara kalli tímans um fag- lega færni sem nýtist í fjöbreyttu nútímaþjóðfélagi þar sem krafan er framsækni og áræði fremur en meira eða minna ómarkvisst stagl. Höfundur er skólamcistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.