Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 28
28 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
*
*
i
t
:
I
1
:
INGVELDUR JONSDOTTIR
Ingveldur Jónsdóttir fædd-
ist á Syðri-Steinsmýri í
Meðallandi í Vestur-Skafta-
fellssýslu 3. maí 1904. Hún lést
á sjúkrahúsi Vestmannaeyja
23. júní síðastliðinn nýbúin að
fylla níunda tuginn. Foreldrar
hennar voru Þuríður Odds-
dóttir og Jóns Eyjólfsson,
bóndi á Syðri-Steinsmýri. Alls
átti Ingveldur sjö systkini og
er nú einn bróðir hennar á lífi,
Runólfur, sá yngsti. Árið 1926,
5. júní, giftist hún Birni Sig-
urðssyni frá Pétursborg í Vest-
mannaeyjum. Þau hófu sinn
búskap í húsinu Valhöll við
Strandveg og þar fæddist dótt-
ir þeirra Ingibjörg Ágústa sem
gift er Jóni Runólfssyni.
Seinna bjuggu þau í Hörgs-
holti við Skólaveg og þar fædd-
ist þeim seinni dóttirin Alda
1928, sem gift er Hilmi Högn-
assyni. Ingveldur verður jarð-
sungin frá Landakirkju í dag.
INGA, eins og hún var ávallt köll-
uð, hafði lifað tímana tvenna. Á
níutíu ára lífsferli hafði hún orðið
vitni að og lifað þijú eldgos í næsta
nágrenni. Árið sem Katla gaus,
">1918, bjó fjölskylda hennar að
Skálmabæjarhraunum í Álftaveri.
Það var mikið örlgaár hjá Ingu.
Hún var aðeins fjórtán ára gömul
og hafði misst föður sinn um vor-
ið. Katla, hinn gamli ógnvaldur
Skaftfellinga, rumskaði eftir 58
ára svefn 12. október 1918. Bær-
inn þeirra varð umflotinn jökul-
straumnum sem flæddi um alla
sanda og gerði hveija lækjarsp-
rænu að ógnvekjandi stórfljóti. Þau
urðu að flýja bæinn í fjárhús, sem
’Tfctóð ögn hærra. Þar urðu þau að
bíða marga dimma daga, því ekki
sást bjarma fyrir degi vegna ös-
kunnar. Ekki var síminn kominn
þá né útvarpið og því engar fréttir
um afdrif annarra. Eini ljósi punkt-
urinn í þessu svartnætti var að til
þeirra sluppu nokkrir röskir fjár-
rekstrarmenn undan flóðinu. Til
að stytta sér stundir tóku menn
að kveðast á og segja sögur. Lærði
hún mikið af þessum kveðskap og
lumaði á, á góðri stund. Jörðin fór
í eyði og fjölskyldan tvístraðist.
Þegar Inga var sextán eða sautj-
án ára var hún komin út í Vest-
mannaeyjar í vist hjá bróður sín-
um, Oddi. Upp frá því bjó hún í
A'estmannaeyjum utan tvö og hálft
ár á Norðfirði og gosárin 1973-74.
Var hún í vist hjá ýmsu góðu fólki,
en mest hélt hún upp á Stein skreð-
ara og Kristínu og
þeirra böm á Ingólfs-
hvoli.
Um það leyti sem
Ingveldur og Björn
byijuðu að búa var
kreppan mikla að
leggjast á þjóðir heims
af fullum þunga. ís-
lendingar fengu að
finna fyrir henni, ekki
síður en aðrar þjóðir.
Þetta var erfitt ungum
hjónum, sem vom að
byija sinn búskap. Nú
þurfti að spara og
velta hlutunum fyrir
sér. Þá sýndi Inga hvað í henni
bjó. Til að afla heimilinu tekna tók
hún að sér „kostgangara", verkaði
sundmaga í eldhúsinu, saumaði á
sig og bömin sín og fyrir aðra.
Hún hafði listamannshendur, var
jafn víg á saumavélina sem hekl-
unálina _ og pijónaskap sem út-
saum. Á summm vann hún við
heyskap og saltfiskþurrkun og allt
bjargaðist og seinna stríðið kom
með nóga vinnu og meiri tekjur.
Árið 1945 keyptu þau húsið á
Heiðavegi 30 sem var einn af tíu
fyrstu verkamannabústöðunum
hér. Þar leið þeim vel og þau
bjuggu þar í tuttugu ár eða þar
til Bjöm lést 14. nóvember 1964.
Inga seldi fljótlega húsið og flutt-
ist til okkar á Túngötu 22.
Á Heiðavegi 30 var hún er hún
lifði sitt annað gos. Surtsey varð
til, rétt við bæjardyr okkar Vest-
manneyinga og askan helltist yfir
okkur öðm hveiju og eyðilagði
drykkjarvatnið okkar.
Hér á Túngötunni þótti henni
gott að vera. Allar konurnar í ná-
grenninu urðu vinkonur hennar,
þó þær væru þijátíu til fjörutíu
árum yngri. Hún undi sér vel með
yngra fólki og var mjög hnyttin í
samræðum og hrókur alls fagnað-
ar, þegar sá gállinn var á henni.
Hér á Túngötunni var hún þegar
hún upplifði sitt þriðja eldgos og
það ekki lengra frá glugganum
hennar en fimm til sex hundruð
metra. Þá flúði hún undan eldgosi
öðra sinni og nú með fiskibát til
Þorlákshafnar.
„Út vil ég“ sagði Snorri forðum
og það sagði Inga líka. Út í Eyjar
fór hún með okkur um mánaða-
mótin ágúst-september 1974. Var
allt hér þá kolsvart og hálf hreins-
að. Hún lifði það af að sjá eyjuna
okkar rísa úr öskustónni, jafnvel
enn tignarlegri en áður.
Síðustu sjö árin bjó hún á
Hraunbúðum, dvalar-
heimili aldraðra. Þar
átti hún sitt fallega
herbergi með mörgum
persónulegum hlutum
og allt var þar í röð
og reglu, gleraugun í
þessari skúffu, nam-
miskálin í hinni. Þetta
hafði alla tíð verið
hennar stíll, allt á sín-
um stað. Andleg
heilsa hennar til
hinstu stundar var al-
veg sérstök og minni
hennar óbrigðult. Ég
vil að lokum þakka
þér, Inga mín, samfylgdina og það
var gott fyrir bömin mín að eiga
þig fyrir ömmu. Guð blessi minn-
inguna um þig.
Hilmir Högnason.
Hún eignaðist tvær dætur,
Ágústu og Öldu, sem er móðir
okkar. Hún átti lengi bústað á
heimili mömmu og pabba, fyrst í
íbúð í kjallaranum og seinna í her-
bergi í risinu eða alveg þar til hún
fluttist á dvalarheimili aldraðra í
Hraunbúðum. Mamma og pabbi
bjuggu einnig nokkur ár á heimili
ömmu og afa á Heiðarvegi 30 hér
í bæ. Þaðan munum við fyrst eftir
henni.
Við munum vel eftir því að hún
sá um að klippa okkur systumar
og þá þýddi ekkert að malda í
móinn eða ætla að fá að ráða klipp-
ingunni sjálf. Við vorum allar
klipptar nákvæmlega eins og feng-
um svo slaufu eða spennu til að
halda hárinu frá augunum. Þetta
átti einnig við um stelpurnar henn-
ar Gústu. Svo gekk hún á milli
heimila dætra sinna og rétti
hjálparhönd eftir því sem þurfti,
greip í sokkakörfuna, eldaði mat-
inn sem oftast var kjötsúpa því það
þótti afa best að fá. Hrísgijóna-
grauturinn var líka mjög góður hjá
henni. Fyrir jól og þjóðhátíð lét
hún okkur máta föt sem hún og
mamma vora að sauma á jafnaldra
okkar í sveit. Þegar hátíðin rann
upp kom í Ijós að fötin voru handa
okkur sjálfum.
Ef foreldrar okkar fóru upp á
land þá flutti hún heim og sá alveg
um okkur. Hún beitti okkur góðum
aga og launaði okkur með góð-
gæti, bjó til dýrindis ávaxtasalat
til að hafa með kaffinu eða bakaði
ljúffenga köku, á kvöldin hvatti
hún okkur til að skrifa foreldram
okkar bréf eða teikna handa þeim
myndir og svo vorum við látin þvo
LÝÐUR SIGMUNDSSON
+ Lýður Sig-
mundsson var
fæddur 17. apríl
1911 á Skriðne-
senni í Bitrufirði.
Hann lést 19. júní á
sjúkrahúsi Akra-
i.ness. Foreldrar
hans voru Sig-
mundur Lýðsson
frá Skriðnesenni,
f. 8. júlí 1880, d. 6.
júní 1960, og Jó-
hanna Sigmunds-
dóttir, f. 23. ágúst
1886 á Máskeldu í
Dalasýslu, d. 13.
janúar 1969. Systkini Lúðs eru
Signý, f. 30. ágúst 1912, Jón,
f. 22. nóvember 1914, og Indr-
iði, f. 26. ágúst 1922. Eftirlif-
andi kona Lýðs er Vigdís Matt-
híasdóttir, f. 5. nóvember 1930
á Hólmavík. Börn þeirra eru
Jóhanna, f. 27. júní 1957, Sig-
mundur, f. 14. ágúst 1960, Ing-
þór, f. 23. mars 1963, og Grét-
ar, f. 11. mars 1964, fórst í sjó-
slysi 28. apríl 1993. Áður eign-
aðist Lýður dótturina Eddu, f.
1940, búsett í Hafnarfírði. Lýð-
ur og Vigdís hófu
búskap á Hólmavík
árið 1956, en fluttust
til Akraness árið
1961 og hafa búið
þar síðan. Þar vann
Lýður við fisk-
vinnslu. Utför hans
fer fram frá Óspaks-
eyrarkirkju í dag.
HANN Lýður frændi
minn er horfinn frá
okkur. Það koma
margar góðar minn-
ingar upp í hugann og
einnig sá söknuður,
sem alltaf fylgir þessum vistaskipt-
um samferðafólksins. Ég man svo
vel eftir honum Lýð frænda þegar
ég, lítil telpa, var á sumrin ásamt
mömmu heima á Gili hjá afa og
ömmu. Þessi stóri og elskulegi
móðurbróðir minn smíðaði listavel
gerð leikfangaskip í smíðahúsinu
hans afa og bjó svo til bréfbáta
fyrir litlu frænku sína sem undi
þarna dável og reyndi líka að smíða
úr spýtukubbum alls kyns duggur
og kugga.
Eftir að við fluttum var alltaf
mikil tilhlökkun ef sast til Lýðs að
koma í heimsókn. Ég dýrkaði og
dáði þennan frænda minn, sem var
vegagerðarmaður, átti rauðan
vörubíl og sat í eldhúsinu hennar
mömmu og sagði vegavinnusögur.
Seinna stofnuðu Lýður og Dísa
heimili og börnin fæddust hvert af
öðru. Það var alltaf gaman að koma
til þeirra. Lýður var sérstaklega
söngelskur og það var oft sungið
þegar fólkið okkar og vinir komu
saman. Gaman var að heyra þá
taka lagið saman bræðuma Lýð
og Jón á Gili og vin þeirra Kjartan
á Sandhólum.
Ég þakka þér, góði frændi minn,
fyrir alla þína glaðværð og
væntumþykju og bið góðan guð að
geyma þig og fylgja þér þá leið sem
við eigum öll eftir að fara — til
annarrar tilveru — þó svo nærri.
Ég kveð þig með örfáum línum
úr Næturljóði Jóns frá Ljárskógum.
Kom vomótt og syng þitt barn í blund
hve blítt þittvögguljóð, og hlý þín mund
ég þrái þig.
Breið þú húmsins mjúku vemdarvængi
væra nótt - yfir mig.
Ásdís.
okkur sérstaklega vel á bak við
eyrun áður en við fóram að sofa.
Og þá gerðist það eitt kvöld að
hún klippti 160 neglur, 20 stykki
á 8 krökkum, okkur fannst að það
hlyti að vera einhvers konar met.
Bismark-bijóstsykurinn hvíti
með rauðu röndunum var alla tíð
til í veskinu hennar og varabirgðir
í skápnum. Það er líklega minning-
in sem öll barnabarnabömin
myndu minnast fyrst á ef þau
væru spurð. Og í öðru sæti kæmu
jólagjafirnar. Fyrir hver einustu jól
útbjó hún jólagjafir og gætti þess
að enginn yrði útundan, seinni árin
fékk hún einhvem ættingja til að
fara í bæinn fyrir sig og velja eitt-
hvað fallegt og hagkvæmt til að
gefa. Einhver annar hjálpaði með
jólakortin og að pakka inn og
merkja. Ánægjan og tilhlökkunin
sem hún hafði af þessu veitti henni
orku til að halda áfram að starfa.
Starf hennar síðustu árin var
að hekla. Hún heklaði „dúllur“ á
eldavélarhellur. Um páskana gaf
hún mér, Hrefnu, sem þetta skrif-
ar, eitt dúllusett, en þau voru einn-
ig seld í Gallerí heimalist og í Fönd-
urstofu Hraunbúða.
Hinn 3. maí hélt hún upp á ní-
ræðisafmælið sitt með pompi og
prakt. Hún naut þess fram í fingur-
góma að taka á móti vinum og
vandamönnum, það var henni mik-
ils virði að fá frændur sína og
frænkur víða að í heimsókn til sín.
Hún hélt alla tíð sterku sambandi
við alla fjölskylduna og lét sig
varða ástand og afkomu okkar
allra. Gladdist með þeim sem vel
hefur gengið en sýndi þeim samúð
sem miður hefur gengið. Á þann
hátt gaf hún okkur.
Hún safnaði ekki veraldlegum
auði, flestum hlutum sem hún
eignaðist um ævina hafði hún þeg-
ar ráðstafað og þá til þeirra sem
hún taldi að hefðu mesta ánægju
af hlutunum, þannig að þegar til
skiptanna kom reyndist það auð-
velt verk.
Amma var fullkomlega sátt við
að kveðja. Ég er þakklát Guði fyr-
ir að sjúkdómslega hennar varð
ekki lengri en raun varð á.
Elsku amma, þakka þér fyrir
þessar ljúfu minningar.
Fyrir hönd okkar systkinanna,
Hrefna.
Nú er hún amma mín dáin lið-
lega níræð að aldri. Hún hafði oft
komist svo að orði að hún vildi
ekki verða hundrað ára og varð
henni að ósk sinni. Amma flutti
til okkar á Túngötuna eftir að afi
Björn dó árið 1964. Þá var ég
aðeins eins og hálfs árs gömul og
man því ekkert eftir afa mínum
né heldur föðurömmu minni og
afa. Því var það mér mikill fjársjóð-
ur að eiga eina ömmu og þessari
einu ömmu sem ég man eftir, var
ég svo heppin að fá að kynnast
og vera í nánum tengslum við allt
fram á þennan dag. Það fyrsta sem
ég man af samskiptum okkar var
að hápunktur tilverannar hjá okk-
ur krökkunum var að fara niður
til ömmu og fá að hlusta á
grammófónplöturnar hennar og þá
var vinsælust platan með „Baldri
og Konna“. Amma bjó þá í íbúð í
kjallaranum og urðum við öll að
sitja grafkyrr á gólfinu á meðan
við hlustuðum, annað kom ekki til
greina. Þá áttu mamma og pabbi
ekki plötuspilara svo amma hefur,
í okkar augum, verið „tæknilega
sinnuð“.
Amma vildi alltaf hafa nóg að
gera og tók hún því að sér að sinna
vissum verkum eins og því að
vaska upp, stoppa í sokka, klippa
neglur, bæði á fingram og tám og
þýddi þá ekkert að beijast um né
garga og góla því þetta þurfti að
gera hvað sem tautaði og raulaði.
Þegar allt var afstaðið fannst okk-
ur amma nú vera syolítil hetja að
geta klippt svona margar neglur,
áttatíu talsins, og þó höfðu þær
verið tvöfalt fleiri áður fyrr.
Ég man eftir einum jólum, þeg-
ar ég hef verið u.þ.b. fjögurra ára
gömul, að við íjögur yngstu
systkinin voram í heimsókn niðri
hjá ömmu ásamt mömmu og pabba
og Gústu og Jóni og vildum fá að
dansa í kringum jólatré. Okkur
fannst ekki jól nema það væri gert
en það var svolítið þringt hjá
ömmu þegar svona margir gestir
komu. Amma dó þó ekki ráðalaus
heldur náði hún í gólfvasa, setti
grein í hann og svo dönsuðum við
fjögur með pabba og Jóni, af mik-
illi innlifun kringum „tréð“ frammi
í þröngum ganginum.
Ömmu þótti eflaust nóg um,
þegar við létum sem hæst og sagði
okkur þá ævinlega frá honum
„Kolskeggi“ sem ætti heima í
kompunni hennar. Þá datt yfirleitt
á dúnalogn. En seinna þegar við
eltumst og þroskuðumst uppgötv-
uðum við að um tilbúning hafði
verið að ræða allan tímann.
Á stóru heimili eins og okkar
var oft erilsamt, jafnvel fyrir lítil
böm, og því vora þær stundir sem
ég átti ein með ömmu mér dýrmæt-
ar. Hún átti ekki leikföng að lána
mér en ég gat setið tímunum sam-
an við að skoða, flokka og raða
saman öllum fallegu tölunum
hennar sem hún geymdi í krukku.
Á meðan sat amma hjá mér og
ýmist heklaði, saumði eða lagði
kapal. Stundum spiluðum við líka
á spil, Ólsen Ólsen eða veiðimann.
Þegar við fluttum aftur til Vest-
mannaeyja eftir eldgosið var ömmu
sem búin var að upplifa þijú eld-
gos, af skiljanlegum ástæðum illa
við að búa áfram í íbúðinni sinni
í kjallaranum hjá okkur. Hún flutti
því upp á loft í stórt og gott her-
bergi sem var einmitt við hliðna á
mínu herbergi. Amma var að vissu
leyti unglingur á sama tíma og ég.
Eða það sögðum við oft við hana
í gríni því henni þótti gott að sofa
fram eftir morgni og vaka fram
eftir nóttu. Ástæðan fyrir nætur-
bröltinu var þó aðeins sú að þá
fyrst las hún Morgunblaðið, nokk-
uð sem tók hana oft hálfa nóttina.
Á þessum árum settist ég oft inn
til hennar og hlustaði á útvarps-
söguna með henni og spilaði við
hana. Ég tók jafnvel upp á því að
skoða tölurnar hennar þó ég væri
nú orðin ansi stálpuð. Amma var
alltaf svo umhyggjusöm þegar við
voram lasin og vissi alltaf hvað
best væri að gera. Það var viss
passi þegar ég var kvefuð og gat
ekki sogið fyrir hósta að amma
kom til mín með slæðu frá sér sem
hún vafði um hálsinn á mér svo
mér batnaði og alltaf var hún tilbú-
in með „lampaspritt" og joð sem
átti að lækna allt.
Eftir að ég flaug úr hreiðrinu
voru samverustundir okkar ömmu
ekki eins tíðar og áður en úr reyndi
ég að bæta með því að vera dug-
lega að skrifa henni og sendi henni
ýmis sniðug kort sem ég vissi að
hún hafði húmor fyrir og hefur hún
oft talað um það við mig hvað
henni þótti gaman að fá kortin.
Sumrin ’93 og ’94 hef ég unnið
við afleysingar á Hraunbúðum þar
sem hún bjó síðustu árin sín og
hefur það verið mér ómetanlegur
tími því þá urðu samverastundir
okkar mun fleiri. Finnst mér ég
hafa kynnst henni enn betur og á
annan hátt en áður og nú gat ég
endurgoldið henni með umhyggju
minni þennan stutta tíma sem hún
átti eftir ólifað. Sat ég oft eftir
vinnu á rúmstokknum hjá henni
og skálaði við hana í sherrýinu sem
frænkur hennar höfðu gefið henni
í fyrra sumar. Þessa flösku tókst
okkur ekki að klára þvi amma var
fljótlega orðin of lasin til þess í
vor. Það var erfitt að sleppa henni
frá sér en ég er mikið þakklát fyr-
ir að hún fékk að deyja eftir stutta
dvöl á sjúkrahúsinu og án þess að
kveljast lengi því það var það sem
hún sjálf þráði og var sátt við.
Elsku amma mín, ég vil með
þessu þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gefið mér í gegnum árin og
mun ég alltaf minnast þess hve
dýrmætur sá tími hefur verið mér.
Þín dótturdóttir.
Inga Jóna Hilmisdóttir.