Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNIIMGAR
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ1994 29
ANNA RUT HA UKSDÓTTIR
+ Anna Rut Hauksdóttir var
fædd í Stykkishólmi 27.
ágúst 1956. Hún lést í Landspít-
alanum 26. júni síðastliðinn.
Foreldrar hennar eru Erla
Guðmundsdóttir frá Stykkis-
hólmi og Haukur Bjarnason frá
Húsavík. Anna Rut ólst upp i
Stykkishólmi til ellefu ára ald-
urs en þá flutti hún með fjöl-
skyldu sinni til Keflavíkur.
Systkini Önnur Rutar eru
Helga, f. 6. april 1952, Bára,
f. 9. janúar 1954, Bjarni, f. 21.
júní 1960, Haukur, f. 18. april
1963, Dagmar, f. 29. maí 1964,
og- Guðmundur, f. 10. mars
1968. Anna Rut giftist 25. októ-
ber 1978 Sveinbirni Þórissyni,
f. 9. nóvember 1957, frá Lyng-
ási í Rangárvallasýslu. Anna
Rut og Sveinbjörn eignuðust
þijú börn. Þau eru: Þórir, f. 22.
desember 1975, Sóley, f. 13.
ágúst 1978, og Bjarni Steinar,
f. 14. júlí 1987. Anna Rut starf-
aði við fiskvinnslu og skrif-
stofustörf. Frá 1987 starfaði
hún í Hagkaupum í Njarðvík.
Útför hennar fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
FYRIR u.þ.b. aldarfjórðungi tókst
vinátta með þremur unglingsstúlk-
um. Vinátta sem að okkar áliti átti
engan sinn líka. Við vorum í mörg
ár óaðskiljanlegar, ein var ekki
nefnd án hinna tveggja. Framtíðin
og lífið var okkar og það var bjart
framundan. Vinátta okkar var svo
einlæg og sterk að jafnvel þegar
að unglingsárin voru að baki og við
sín í hverri heimsálfunni slitnaði
aldrei sá sterki strengur sem batt
okkur saman. Þegar við hittumst
eftir langan aðskilnað, var það allt-
af eins og við hefðum
hist síðast í gær.
Mörgum skemmtileg-
um stundum eyddum
við þijár í herberginu
hennar Önnu Rutar og
spáðum í framtíðina.
Eitt vorum við alveg
sammála um, við ætl-
uðum að verða gamlar
saman og njóta lífsins.
Ó, hvað við ætluðum
að njóta þess.
En allt er í heimin-
um hverfult og það
átti ekki eftir að verða.
Einn strengurinn
þessu yndislega hljóðfæri vináttu
okkar er brostinn. Hún Anna Rut
er dáin og eftir sitjum við tvær nið-
urbeygðar og reynum að skilja af
hveiju Anna Rut þurfti að fara
svona snemma.
Minningarnar frá samveru okkar
streyma fram. Sjaldan hefur verið
eins gaman að vinna í físki eins og
þessi sumur og einn eða tvo vetur
sem við unnum í Sjöstjörnunni. Allt-
af fundum við eitthvað skemmtilegt
til að gera, eins og þegar reyna
átti að setja okkur í bónus að skera
úr og við fengum nokkra aura í
bónus, því að allur tíminn fór í að
grínast og gantast. Okkur fannst
það ekki mikið mál þegar vertíðin
var í fullum gangi, að vinna til tvö
um nóttina og skella okkur í Ungó
í vinnugallanum til þess að ná síð-
asta klukkutímanumm af ballinu.
En alltaf vorum við mættar snemma
næsta dag. Þegar við bundum dós-
irnar og draslið aftan í bíl forstjór-
ans og plötuðum bílstjórann á fyrir-
tækisrútunni til að elta hann heim,
með allt liðið í rútunni til þess að
sjá hvað hann mundi gera, en auð-
vitað gerði hann það okkur ekki til
geðs að stoppa og losa aftan úr
bílnum. Við vorum hálf kvíðnar
þegar við hittum forstjórann í vinn-
unni daginn eftir, en hann glotti
bara til okkar því að hann vissi al-
veg hveijir stóðu fyrir hrekknum.
Sumarið 1974 fór
Anna Rut í sumar-
vinnu að Laugum í S-
Þingeyjarsýslu. Þegar
hún kom heim sagði
hún okkur með glampa
í augum að hún væri
búin að kynnast hinum
eina rétta og að hann
héti Sveinbjörn. Þau
hófu búskap á Faxa-
brautinni í Keflavík.
Þangað kom stolt móð-
ir með frumburðinn
sinn í desember 1975.
Þá kynntumst við nýrri
hlið á Önnu Rut, móð-
urhliðinni, ekkert var of gott fyrir
börnin hennar, unun var að sjá ást-
ina og kærleikann sem hún sýndi
bömunum sínum.
Það skiptust á skin og skúrir í
lífí Önnu Rutar eins og hjá okkur
öllum, Anna Rut stóð af sér skúrim-
ar með sínum alkunna dugnaði og
æðruleysi. Hvernig sem á stóð hjá
henni var hún alltaf til staðar og
tilbúin að létta undir með fjölskyldu
sinni og sínum íjölmörgu vinum.
Hún var sú sem leitað var til þegar
eitthvað bjátaði á. Hún hafði ein-
staklega skemmtilega kímnigáfu og
alltaf var hún hress og kát þrátt
fyrir erfíð veikindi. Hún laðaði að
sér fólk, enda leið öllum vel í ná-
vist hennar. Trygg var hún og trú
þeim sem henni þótti vænt um og
taldi til vina sinna og fómm við
ekki varhluta af því.
Anna Rut var geysilega dugleg
og að reyna að halda í við hana var
enginn hægðarleikur. Hún sá alfar-
ið um heimilið og börnin þar sem
Bjössi þurfti af illri nauðsyn að
dveljast mikið að heiman vinnu
sinnar vegna. Hún sá um allt bók-
hald og allar útréttingar fyrir fyrir-
tæki föður síns og vann líka eftir
getu utan heimilisins. Heimili þeirra
Bjössa bar vott um smekkvísi,
fágun og dugnað hennar. Það var
yndislegt að sitja í borðkróknum
hjá henni við kertaljós og spjalla
VALGERÐUR
SVEINSDÓTTIR
+ Valgerður
Sveinsdóttir
var fædd í Skaft-
árdal á Síðu 4.
október 1907. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 22. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sveinn Steingríms-
son(1874-1964)og
Margrét Einars-
dóttir (1878-1965).
Þau bjuggu í Skaft-
árdal (1902-18) og
síðan í Langholti í
Meðallandi
(1918-43) og eignuðust níu
börn. Þau eru: Einar, f. 1903
(látinn), Björn, f. 1904 (látinn),
Steingrímur, f. 1906, Valgerð-
ur, sem hér er minnst, Ingi-
bergur, f. 1908 (látinn), Þór-
unn, f. 1910, Ólafur, f. 1912,
Sigríður, f. 1914, og Guðlaug,
f. 1916. Útför Valgerðar fer
fram frá Grafarkirkju í Skaft-
ártungu í dag og hlýtur hún
leg í kirkjugarðinum þar, við
hlið foreldra sinna.
HÚN Vala frænka mundi tímana
tvenna ef ekki þrenna. Hún var
borin í þennan heim á haustdögum
þegar daginn er tekið að stytta og
nóttina að lengja. Hún yfírgaf
þessa jarðvist þegar birtan ræður
ríkjum. Þannig var Vala frænka,
hún veitti birtu og yl í hjörtu sam-
ferðamanna sinna. Ég minnist
Völu frænku ekki á annan hátt en
þann að hún var ávallt tilbúin að
létta undir með öðrum. Ég liygg
að við öll, systkina-
börn hennar, minn-
umst hennar sem Völu
frænku, frænku sem
alltaf var tilbúin að
rétta hjálparhönd og
gott var að eiga að. I
mínu hjarta mun hún
ávallt eiga sinn sess.
Hún frænka mín lét
það ekki aftra sér hér
á árum áður þótt sam-
gönguleiðin væri ekki
alltaf greið. Hún fór
þá á tveimur jafnfljót-
nm og lét ekki aftra
sér þótt leiðin væri
löng. Sem barn minnist ég þess
að hún kom fótgangandi frá Land-
vegamótum að Galtalæk, um 36
km leið, að vori eða hausti, til að
létta undir með foreldrum mínum
í daglegum önnum. Hún átti engan
sinn líka, hún átti tíma fyrir alla.
Hún frænka mín var vön að standa
á eigin fótum, og ég veit ekki til
að hún hafi nokkru sinni brugðist
trausti nokkurs manns, hún stóð
ávallt fyrir sínu.
Hún var afar ósínk á vinnu sína
og er verðugur fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar sem mældi ekki vinnu sína
í klukkustundum, heldur dagsverk-
um. Dagsverkin voru ekki mæld í
klukkustundum, heldur frá rismál-
unytil náttmála.
Ég ætla ekki að rekja ættir
Völu, það munu aðrir gjöra. Hún
var af Hlíðarættinni, ætt Sveins
Pálssonar landlæknis og Skúla
Magnússonar landfógeta, og hún
var stolt af því. Hún var sjálf höfð-
ingi í lund og höfðingi heim að
sækja sem og í framkomu við aðra.
Friður sé með þér.
Guðrún Ammendrup.
Herra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt 511 sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
í dag er til moldar borin, móður-
systir okkar, Valgerður Sveins-
dóttir. Okkur langar til að minnast
hennar í fáum orðum þó fátækleg
séu. Vala frænka, eins og við köll-
uðum hana alltaf, reyndist öllum
ætíð vel, ávallt tilbúin til að rétta
öðrum hjálparhönd og eru eflaust
margir sem1 minnast hennar, þar
sem hún leysti öll sín störf af hendi
með stakri trúmennsku og hlýhug.
Vala eignaðist engin börn, en þau
eru samt mörg börnin hennar; öll
hennar systkinabörn áttu stað hjá
henni og mörg önnur sem hún
kynntist á langri ævi.
Við minnumst hennar þegar hún
var heima hjá foreldrum okkar.
Aldrei féll henni verk úr hendi, en
alltaf hafði hún tíma fyrir okkur
systkinin, sinna rellinu og suðinu,
svara spurningum okkar með sinni
þýðu rödd og stijúka tár af vöngum
með hlýjum og nærfærnum hönd-
um.
Elsku Vala, við kveðjum þig með
söknuð og harm í lrjarta.
Sofanda sýndu þá
sólstigans braut
upp í þitt eilífa
alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(M. Joch.)
Valgerður Siguijónsdóttir og börn,
Gréta Sigmjónsdóttir og börn.
saman. Þau Bjössi höfðu fest kaup
á raðhúsi í Njarðvíkum og var það
hennar heitasta ósk að komast í
húsið sitt, en því miður gat það
ekki orðið.
Anna Rut skilur eftir svo margar
yndislegar minningar sem við sem
eftir sitjum getum yljað okkur við
þegar söknuðurinn sækir okkur
heim.
Elsku Bjössi, Þórir, Sóley, Bjarni
Steinar, Erla, Haukur og aðrir ást-
vinir, missir ykkar er mikill og biðj-
um við algóðan Guð að styrkja ykk-
ur og styðja í sorg ykkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu Önnu Rutar.
Hafdís og Þorbjörg.
Elsku systir og frænka.
Þú barðist við mjög erfiðan sjúk-
dóm í eitt ár og var það mjög erf-
itt fyrir þig og fjölskyldu þína, en
nú ertu farin frá okkur þangað sem
þér var ætlað að fara. Það er á
svona stundum sem margir hugsa:
Hver er tilgangurinn, hvað er það
sem veldur því að svo ung kona er
hrifsuð frá okkur svo snöggt og
fyrirvaralaust?
En vegir guðs eru órannsakan-
legir og lífsgátan okkur hulin eftir
sem áður.
Það er sárt til þess að hugsa að
við fáum ekki að njóta samvista við
þig lengur. Við eigum erfítt með
að sætta okkur við það að þú sért
ekki lengur á meðal okkar. Það er
rétt sjö mánuðir síðan mágur þinn
dó. Það er mikið lagt á sumar fjöl-
skyldur. En guð gefur okkur styrk
í sorginni og leiðir okkur réttan veg.
Elsku Bjössi, Þórir, Sóley og
Bjarni Steinar, pabbi, mamma, afi,
amma, fjölskyldur og aðrir aðstand-
endur. Við vottum ykkur okkar inni-
legustu samúð. Guð gefi ykkur
styrk í sorg ykkar.
Blessuð sé minning ástkærrar
systur og frænku.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sipr unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Kveðja.
Helga, Heiðar, Aðal-
heiður og Inga Valborg.
Fyrir sex árum varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast henni
Rut. Ég gleymi því aldrei þegar ég
sá- hana fyrst í hvítri peysu, háhæl-
uðum skóm og með sólgleraugu,
eins og við sögðum svo oft, „svo
gasalega lekker“.
Rut var einstök manneskja, svo
lífsglöð og hress, ég sá það strax
að það gæti engum leiðst í návist
hennar, hún gat alltaf snúið öllu
upp í grín, sem sagt manneskja sem
ég kolféll fyrir.
Við gátum setið tímunum saman
og spjallað um heima og geima,
sérstaklega um nýja húsið eftir að
þau festu kaup á því hún og Bjössi.
Það leið varla svo dagur að við hitt-
umst ekki. Eitt það síðasta sem hún
sagði var að hún ætlaði að vinna
bug á veikindum sínum svo hún
gæti flutt inn. En vegir Guðs eru
órannsakanlegir, við fáum ekki öllu
ráðið.
Elsku vinkona, ég mun alltaf
geyma minningarnar okkar í hjarta
mínu.
Kæri Bjössi, börn, foreldrar og
aðrir ástvinir, þið eigið alla mína
samúð.
Heiðdis.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast elskulegrar mágkonu
minnar, Önnu Rutar Hauksdóttur,
sem lést hinn 26. júní eftir hetju-
lega baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Elsku Anna, þú gafst okkur svo
margt sem seint mun gleymast.
Takk fyrir allt og allt. Megi algóður
Guð varðveita þig og veita þér hvíld
og frið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Bjössi, Þórir, Sóley og
Bjarni. Megi Guð styrkja ykkur og
hjálpa í gegnum þessa erfíðu tíma.
Ég, Palli og Elva Dögg sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Við eigum minningarnar sem eiga
eftir að ylja okkur.
Asdís Þórisdóttir.
í dag kveðjum við góða vinkonu,
Önnu Rut Hauksdóttur. Það að setj-
ast niður og skrifa kveðju til henn-
ar sem tekin er svo fljótt frá eigin-
manni og þremur börnum er sárara
en orð fá lýst. Anna mín sem hafði
barist á móti veikindum í um það
bil ár af hetjulegri baráttu og þraut-
seigju. Anna Rut var alltaf kát og
glöð og gaf mikið af sér, hún gat
gantast og hlegið þrátt fyrir veik-
indi sín, sem lýsir henni svo vel,
hvað hún var jákvæð. Hún þráði
svo heitt að komast í nýja húsið sem
þau Bjössi höfðu fest kaup á og
vonaðist til að komast inn í það
áður en þessari jarðvist væri lokið
en við trúum því að hún sé nú ann-
arstaðar í ekki síður fallegu húsi
og líði nú vel. Við spyijum oft hver
sé tilgangurinn með þessu lífí þegar
ungt fólk er tekið frá okkur en
þegar stórt er spurt er oft fátt um
svör. Glaðværð Ónnu Rutar verður
ljós í hjörtum okkar um ókomna
framtíð.
Elsku Bjössi, Þórir, Sóley og
Bjarni Steinar, guð gefí ykkur styrk
í ykkar miklu sorg.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
(V. Briem.)
Elsku vinkona. Við þökkum
samveruna að sinni. Þetta er skrif-
að með söknuð í hjarta.
Þínir vinir,
Jóhanna og Bjarni.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formá-
lanum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Sérfræðingar
í hlómnskruv lingiim
vi<) öil (ækiínM'i
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090