Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 31
+ Sigurjón Guðni
Sigurðsson var
fæddur í Eyvindar-
i hólum undir Aust-
ur-Ejrjafjöllum 27.
■ maí 1924. Hann
lést á Borgarspítal-
anum 24. júní síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans voru Dýr-
finna Jónsdóttir
frá Seljavöllum, f.
1892, og Sigurður
Jónsson frá Beija-
nesi, f. 1888. Þau
hjónin voru bænd-
ur í Eyvindarhól-
- um. Dýrfinna og Sigurður
™ eignuðust 11 börn. Þau eru:
Ragnhildur, f. 1916, gift Ed-
vard Pedersen, látinn, Sigríð-
ur f. 1918, látin, Ásta, f. 1921,
gift Baldvin Sigurðssyni, Mar-
grét, f. 1922, Guðrún, f. 1926,
Jón, f. 1929, Gunnar, f. 1931,
Guðmundur Þórarinn, f. 1932,
lést í æsku, Vilborg, f. 1934,
y gift Guðjóni Jósepssyni, og
4 Guðríður Þóra, f. 1936, gift
^ Reyni Sæmundssyni. Einnig
ólu þau upp dóttur Ragnhild-
ar, Dýrfinnu, f. 1947. Sigurjón
kvæntist 1. janúar 1965 Krist-
björgu Magneu Gunnarsdóttur
frá Suður-Fossi í Mýrdal, f. 16.
febrúar 1941. Börn þeirra eru
Sigríður, f. 1965, bankastarfs-
maður, maki Magnús Skúlason
Æ og eiga þau tvær dætur, Ásr-
únu og Magneu; Sigrún, f.
' 1966, skógfræðinemi, unnusti
4 Öyvind Edvaldsen; Dýrfinna,
f. 1971, nemi í KHÍ, unnusti
Guðni S. Theodórsson; Auður,
f. 1972, leikskólakennari; og
Ágúst, f. 1974, húsasmiður.
Heimili fjölskyldunnar hefur
alla tíð verið á skógum undir
Eyjafjöllum. Sigur-
jón starfaði lengst af
við Skógaskóla, fyrst
við byggingu skólans
og síðari ár sem
umjónarmaður. Út-
för hans fer fram frá
Eyvindarhólakirkju í
dag.
FRÁFALL Siguijóns
Guðna Sigurðssonar
er okkur öllum sem
þekktum hann mikill
missir. Með honum er
genginn sterkur per-
sónuleiki, traustur og
dyggur samstarfsmaður og ástrík-
ur fjölskyldufaðir.
Kynni okkar Siguijóns hófust
árið 1978 er ég tók við stjórn
Skógaskóla. Siguijón varð um-
sjónarmaður við skólann árið 1977,
en áður hafði hann starfað við
skólann nær óslitið frá því að bygg-
ing hans hófst árið 1947. Hann
var þannig einn af frumheijunum
sem þennan stað byggðu og sá
starfsmaður sem lengstan starfs-
aldur átti við skólann.
Starf umsjónarmanns er mikil-
vægt þar sem hann hefur umsjón
með viðhaldi húsnæðis, tækja og
lóðar. Hann þarf að geta gert við
nánast allt sem bilað getur. Sigur-
jóni fórst þetta starf vel úr hendi
og það var greinilegt að þar fór
maður sem hafði ánægju af starfi
sínu. Hann var einstaklega lag-
hentur og verklaginn, vandvirkur
og yfirvegaður við störf sín. Segja
má að starfið hafi verið honum
eins konar köllun, svo samvisku-
samur og traustur var hann. Hann
bar hagsmuni skólans og staðarins
fyrir bijósti í einu og öllu.
Siguijón var ráðagóður og at-
hugull og því var oft til hans leitað
MINNIIMGAR
af sveitungum og öðrum er þekktu
til hæfileika hans. Hann var greið-
vikinn og ávallt tilbúinn að rétta
hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á,
hvort sem í hlut áttu starfsmenn
skólans, nemendur eða aðrir.
Siguijón var slökkviliðsstjóri
sveitarinnar og sat í byggingar-
nefnd um árabil. Hann fylgdist vel
með þjóðmálum og var fróður um
margt. Þá hafði hann brennandi
áhuga á öllu er tii framfara mætti
horfa fyrir sveitarfélagið og
byggðarkjarnann í Skógum.
Hann hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og var
ófeiminn við að láta þær í ljós.
Gamansemin var aldrei langt und-
an og hann gat átt það til að vera
dálítið stríðinn. En hann var rétt-
sýnn og umfram allt heiðarlegur í
samskiptum við fólk.
Siguijón var kvæntur Krist-
björgu Magneu Gunnarsdóttur og
eignuðust þau fimm börn sem nú
eru öll uppkomin. Saman stofnuðu
þau og byggðu upp fallegt heimili
í Skógum. Þau voru samrýnd og
samhent við uppeldi barnanna og
metnaðarfull fyrir þeirra hönd,
enda kappkostuðu þau að koma
bömunum til mennta. Trúin, ásamt
þeirri samheldni sem ríkir í fjöl-
skyldunni mun reynast henni
ómetanlegur styrkur á stund sorg-
arinnar.
Við samstarfsmenn Siguijóns
sjáum á bak góðum starfsfélaga
og vini. Okkur er efst í huga þakk-
læti og virðing fyrir látnum sam-
ferðamanni sem gott er að hafa
kynnst og starfað með.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
. hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég votta Magneu og börnunum,
tengdabömum og barnabömum
mína dýpstu samúð og bið Guð
almáttugan að veita þeim styrk.
Sverrir Magnússon.
I ---------------
' SIGURJÓN GUÐNI
SIG URÐSSON
GARÐAR JENSSON
■4» Garðar Jensson var fæddur
* í Reykjavík 21. september
1935. Hann Iést á Landakots-
spítala 27. júní siðastliðinn og
fór útför hans fram frá Foss-
vogskirkju 1. júlí.
VIÐ VIUUM með nokkrum orðum
minnast mágs okkar og svila Garð-
^ars Jenssonar. í næstum þijátíu
^ Og sjö ár hefur verið meiri og minni
samgangur milli heimila okkar,
næstum á hveijum degi hin síðari
ár. Það er því dálítið erfitt að trúa
því að við sjáum Garðar ekki fram-
ar, en við eigum margar góðar
minningar um þann mæta mann.
Ferðalög voru hans mestu
ánægjustundir bæði erlendis og
^ekki síður hér innanlands. Hann
;1<keypti sér fjallabíl til að geta farið
’út fyrir hringveginn því öræfin,
^Vestfirðirnir, Strandirnar og það
sem menn fara ekki alla jafna var
hans viðfangsefni jafnt sumar sem
vetur. Hann hafði mjög gaman af
að takast þannig á við náttúru
íslands. Og oftast fór Anna með
honum í þessar ferðir. Erfiðustu
ferðunum hafði hann mest gaman
af að segja frá. Eftir að Garðar
fpyijaði að fara í sumarfrí erlendis
^Jfyrir einum átján árum féll varla
okkuð ár úr, nú síðast í febrúar
ar farið til Spánar.
Annað áhugamál Garðars var
Alþýðuflokkurinn, því jafnaðar-
stefnan var hans hugsjón. Hann
3at í mörg ár í stjórn Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur og einnig
átti hann sæti í mörgum flokks-
þingum Alþýðuflokksins. Hann var
^jrkur í Landsmálafélaginu Ró-
..yinni, og félagar hans þar þakka
^nonum mikil og vel unnin störf í
®>águ jafnaðarmannastefnunnar.
3innig var Garðar mjög virkur í
-I
AA-samtökunum og þótti honum
vænt um þann félagsskap. Það er
nú rúmt ár síðan Garðar greindist
með þann sjúkdóm sem varð hon-
um að aldurtila og engin lækning
hefur enn fundist við. Hann vissi
því vel að hveiju stefndi, en tók
því með karlmennsku og hugarró,
þó aldrei gæfi hann upp vonina
um að tíminn yrði heldur lengri.
Ég lifí í Jesú nafni
í Jesú nafni ég dey
þó heilsa og líf mér hafni
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt
í Kristí krafti ég segi
kom þú sæll þá þú vilt.
(H.P.)
Við vottum þér elsku Anna, Sig-
urður, Margrét, Hilmar, Sigurlaug,
Anna Rós, og Þóra Lind Sigurðar-
dætur, okkar dýpstu samúð. Minn-
ingin um góðan dreng lifir lengi.
Guðlaug og Jóhannes.
Vinnufélagi okkar og vinur,
Garðar Jensson, var einn af þeim
sem starfað hefur í íslandsbanka
hf. frá stofnun hans, en hann hafði
áður unnið hjá Verslunarbankan-
um. Hann starfaði í rekstrardeild
bankans og var hinn jákvæði og
hógværi starfsmaður. Með fram-
komu sinni stuðlaði hann að því
að, að skapa umhverfi sem allir
sem þar voru höfðu ánægju af að
starfa í.
í hveiju fyrirtæki sem hefur
fjölda starfsmanna er hver staða
mikilvæg og því þýðingarmikið að
fyrirtækið hafi á að skipa sam-
viskusömum og heilsteyptum ein-
staklingum. Þannig var Garðar
Jensson í störfum sínum við
birgðahald íslandsbanka og þeir
sem þar höfðu umsjón gátu ævin-
lega treyst verkum hans og þeim
upplýsingum sem frá honum komu.
Þegar Garðar er nú horfinn úr
hópi okkar íslandsbankamanna,
langt fyrir aldur fram aðeins 58
ára gamall, spyijum við okkur
spurninga sem við fáum ekki svar-
að og sá einn veit svarið við sem
hefur kallað hann til sín.
Við viljum að leiðarlokum þakka
Garðari samstafið og samfylgdina
og biðjum honum Guðs blessunar.
Eiginkonu hans, Önnu Klöru Guð-
laugsdóttur, og fjölskyldu sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Samstarfsfólk í
íslandsbanka hf.
Skilafrestur vegna
minningar greina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein-
in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
BJÖRGVIN
G UÐMUNDSSON
+ Björgvin Guð-
mundsson var
fæddur í Reykjavík
20. nóvember 1923.
Hann lést á heimili
sínu 21. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
Björgvins voru
hjónin Guðmundur
Jónsson leigubíl-
sljóri, ættaður frá
Húsagarði í Land-
sveit og Kristín
Lýðsdóttir, ættuð
frá Hjallanesi í
Landsveit. Björg-
vin á eina systur,
Bryndísi, sem gift er Guðjóni
B. Jónssyni. Árið 1945 kvæntist
Björgvin Kristínu Jónsdóttur,
ættaðri frá Flateyri. Þau eign-
uðust tvö börn, Gretu og Jón.
Greta er gift Steinari Petersen
og eiga þau þijú börn, Birnu,
sem er í sambúð með Ólafi
Gylfasyni, Gunnar Má og Evu
Hrönn. Jón starfar sem kvik-
niyndat ökumaður og er búsett-
ur í Sviss. Hann á einn son,
Daníel. Útför Björgvins fór
fram frá Fossvogskapellu 29.
júní.
FALLINN er frá tengdafaðir minn
Björgvin Guðmundsson. Björgvin
átti við heilsuleysi að stríða undan-
farin ár en þrátt fyrir það kom
snöggt andlát hans á óvart eins
og ávallt þegar nákominn fellur frá.
Björgvin ólst upp í Reykjavík en
dvaldi oft í æsku hjá föðurafa sín-
um og ömmu í Húsagarði.
Björgvin stundaði ekki lang-
skólanám þótt hann hefði alla hæfi-
leika til þess heldur valdi að byija
að vinna strax og hann hafði aldur
til. Hans fyrsta starf var í kjötbúð
í eigu móðurbróður hans, Hjalta
Lýðssonar. Um tvítugt hóf Björg-
vin leigubílaakstur sem varð hans
ævistarf hans. Fyrst hjá Aðalstöð-
inni, síðar Borgarbílastöðinni, en
undanfarin 35 ára hjá Hreyfli.
Björgvin og Kristín hófu búskap
sinn á Njálsgötu 100 en fluttust
fljótlega í eigið húsnæði í Drápu-
hlíð 5 og hafa búið þar síðan.
Störf leigubílsjóra hafa breyst
mikið á undanförnum áratugum.
Fyrr á árum þegar bílaeign lands-
manna var ekki eins almenn og nú
er, var algengt að leigubílar væru
fengnir í langferðir út
á land og ekki hafa
þær allar verið auð-
veldar. Vegir slæmir,
fáar brýr og bílar ekki
eins góðir og við þekkj-
um þá í dag. Björgvin
sagði mér margar
skemmtilegar sögur af
slíkum ferðum og
þrátt fyrir erfiðleika
og basl hefur hann
vafalaust saknað
þeirra þó ekki vildi
hann viðurkenna það.
Reyndar vissi ég
hver Björgvin var áður
en ég hitti hann fyrst. Ástæðan var
sú að bílnúmerið hans R-326 og
Benzarnir voru auðþekktir. Þeir
báru af öðrum leigubílum sökum
glæsileika og góðrar umhirðu. Allt-
af voru þeir tandurhreinir og gljá-
andi utan sem innan sama hvernig
viðraði því Björgvin var einstakt
snyrtimenni. Oft var hann fenginn
til að aka með farþega þegar mik-
ið lá við, t.d. við brúðkaup og með
erlenda gesti.
Þrátt fyrir að hafa stundað akst-
ur í hartnær 50 ár er mér ekki
kunnugt um að Björgvin hafi lent
í neinu meiriháttar umferðar-
óhappi. Hann var ekki þekktur fyr-
ir hraðakstur en bæði bíll og menn
gátu treyst því að komast heilir á
leiðarenda.
Björgvin ferðaðist mikið innan-
lands og utan meðan heilsa leyfði
pg var vandfundinn sá staður á
íslandi sem hann hafði ekki komið
til.
Björgvin var greiðvikinn og
grandvar maður. Þegar móðir hans • -
Kristín var lasburða á efri árum
var aðdáunarvert hve vel hann
hugsaði um hana og sparaði hvorki
tíma né fyrirhöfn til að létta henni
lífið.
Kynni okkar Björgvins stóðu í
27 ár og allan þann tíma bar aldr-
ei skugga á okkar vináttu. Hann
reyndist mér og fjölskyldu minni
afar vel. Hann var ekki með af-
skiptasemi en fylgdist vel með vel-
ferð fjölskyldunnar úr fjarlægð til-
búinn að rétta hjálparhönd ef á
þyrfti að halda.
Minningin um heiðarlegan og
umhyggjusaman tengdaföður mun
fylgja mér um ókomin ár.
Steinar Petersen.
Framleiðum legsteina á hagstæðu verði
Blab allra landsmanna!
- kjarni málsins!
+
Elskulegur eiginmaður minn og faðir
okkar,
KRISTJÁN STEFÁNSSON,
Smyrilshólum 2,
Reykjavfk,
lést á heimili okkar þann 29. júní.
Rósa Maria Guðnadóttir,
Stella Guðný Kristjánsdóttir,
Stefanía Kristjánsdóttir.
Opið
laugardaga
kl. 9-13.