Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dýraglens
þesst míóTBR A V
hæluhum'a /Hée.!)
Grettir
AKE YOU ANP YOUR 006
60ING TO CAMP THI5
SUMMER, CHARLIE SROWN?
I DON T KNOLO.. IM NEVER
QUITE 5URE HOW HE
FEEL5 A50UT IT...
W/Utf.
l‘p RATHER 60 TO
AFRICA.ANP6ET EATEN
5Y AN ELEPHANT..
-&----
Ferð þú og hundurinn þinn I Ég- veit ekki... ég er aldrei alveg
sumarfoúðir í sumar, Kalli Bjarna? viss um hvernig honum líst á
það...
Heldur færi ég til Afríku og léti
fíl éta mig...
Stórtónleikar
á Selljarnarnesi
NORRÆNA tónlistarmótinu “Óm-
ar fyrir umhverfið", sem Lúðrasveit
Seltjarnarness hefur staðið fyrir
þessa vikuna, lýkur með tónleikum
í íþróttahúsi Seltjarnarness klukkan
14 í dag, laugardag.
Þetta tónlistarmót, sem helgað er
umhverfismálum, sækja um 120
manns, þar af 108 tónlistarmenn,
frá Seltjarnamesi og vinabæjum í
Danmörku og Svíþjóð. Mótsgestir
hafa gist í Mýrarhúsaskóla, æft í
tónlistarskólanum og haldnir vom
tónleikar í Seltjarnarneskirkju á
fimmtudagskvöldið. Þar léku Lúð-
rasveit Seltjarnamess, Kullabandet
frá Svíþjóð og Herlev Concert Band
frá Danmörku.
Á tónleikunum í íþrtóttahúsinu í
dag spila tvær lúðrasveitir, sem
myndaðar hafa verið á mótinu. Á
efnisskránni eru eftirtalin verk:
Drottningholmsmusiken í útsetn-
ingu Stig Gustafsen, West Side
Story eftir Leonard Bernstein,
Verdi - syrpa í útsetningu Walter
Tuschla, Big Band Favorites í út-
setningu Bob Lowden, Symphonic
Dance no. 1 eftir S. Rachmaninoff,
The Simpsons eftir Danny Elfjman,
Þys eftir Pál P. Pálsson, Bohemian
Rhapsody eftir Freddie Mercury,
Can - Can eftir Offenbach, Gospel
John í útsetningu Lars Löfgren,
Pipe Dream eftir Clare Grundman
og Little Suite for Band eftir Clare
Gmndman.
Stjómendur em Kári Einarsson,
Lars Löfgren og Thorbjörn Kjærga-
ard.
Breyting á reglum
um bifreiðagjald
NY REGLUGERÐ tók gildi 1. júlí
sl. um bifreiðagjald og kemur í stað
reglugerðar nr. 590/1987 um bif-
reiðagjald með síðari breytingum.
Með reglugerðinni verður sú gmnd-
vallarbreyting á innheimtu bifreiða-
gjaldsins, að ef skráningarmerki
bifreiðar eru lögð inn til geymslu
hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. í
minnst þijá mánuði samfellt, þá
verður bifreiðin undanþegin gjald-
inu og miðast undanþágan við dag-
setningu innlagnar skráningar-
merkja. Þessi reglugerðarbreyting
kemur í framhaldi af breytingu sem
gerð var á lögum um bifreiðagjald
um síðustu áramót. Fram að þeim
tíma varð lögum samkvæmt að
greiða bifreiðagjald af öllum bif-
reiðum sem skráðar voru í landinu
án tillits til þess hvort þær voru á
skráningarmerkjum og í notkun eða
ekki, segir í tilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu.
Hér eftir geta því þeir bifreiða-
eigendur sem af einhveijum ástæð-
um hyggjast ekki nota bifreiðir sín-
ar allt árið sparað sér bæði trygg-
ingar og bifreiðagjald með því að
leggja inn skráningarmerkin. Þessi
breyting kemur fyrst og fremst til
með að nýtast eigendum húsbíla
sem nota þá einungis nokkra mán-
uði á ári svo og þeim sem eru að
gera upp eldri bíla. Sérstök athygli
er vakin á því að þessi breyting er
ekki afturvirk, þ.e. hún tekur gildi
þann 1. júlí fyrir síðara gjaldtíma-
bil ársins og mun hún þannig ekki
nýtast þeim aðilum aftur í tímann,
sem lagt hafa inn skráningarmerki
fyrir 1. júlí 1994.
Ef skráningarmerki eru tekin út
á miðju gjaldtímabili bifreiðagjalds
verður viðkomandi að staðgreiða
þann tíma sem eftir er af tímabilinu
hjá Bifreiðaskoðun íslands. Þann
1. október fer fram breytingará-
lagning og er skráningarmerkin
liggja enn niðri, þá fellur niður
álagning alls tímabilsins þannig að
ef eignadi hafði greitt bifreiðagjald-
ið, þá myndast hjá honum inneign
sem viðkomandi innheimtumaður
mun sjá um að endurgreiða. Ef
skráningarmerkin eru síðan tekin
út aftur, t.d. í nóvember, verður
lagt á bifreiðina miðað við þann
tíma sem eftir er af gjaldtímabilinu,
þ.e. út árið.
B.M. Vallá opnar amian
áfanga Fomalundar
B.M. VALLA hf. opnar í dag, laug-
ardaginn 2. júlí, annan áfanga
Fomalundar eftir umfangsmiklar
framkvæmdir síðustu mánaða.
Fornbíladagur
á Arbæjarsafni
FORNBÍLAKLÚBBUR íslands
sýnir glæiskerrur og eðlavagna á
Arbæjarsafni sunnudaginn 3. júlí.
Sýndir verða ýmsir bílar frá
árunum 1930—1960. Kristinn Snæ-
land flytur erindi um bíla á íslandi
kl. 15 en þar mun hann rekja sögu
bílsins á íslandi og Qalla um nokkra
merka fornbíla sem verða til sýnis
á safninu.
Fornilundur er sýningarsvæði
Steinaverksmiðju B.M. Vallár sem
fellt er inn í gamlan tijálund. Fyrsti
áfangi Fornalundar hlaut viður-
kenningu umhverfisnefndar
Reykjavíkurborgar árið 1991.
Heildarflatarmál Fornalundar er
u.þ.b. 2000 fm.
Fornilundur er hannaður sem
lystigarður að evrópskri fyrirmynd
með hellulögn, vegghleðslum,
bekkjum, blómakerum og ljóskerum
sem gera hann að einstökum sælu-
reit.
Tilefni opnunar II. áfanga er að
tíu ár eru nú liðin frá því að B.M.
Vallá kynnti í fyrsta sinn fram-
leiðslu sína á hellum og steinum.
Samhliða vígslunni á morgun verða
kynntar margvíslegar nýjar vörur
fyrir garða sem B.M. Vallá hefur
þróað að undanförnu.
Fyrir daga fornalundar stóð á
þessum stað bærinn Hvammur og
lagði ábúandinn þar, Jón Dungal,
grunninn að þessum tijálundi um
miðbik aldarinnar. Sérstök sýning
verður um helgina og verður opið
laugardag frá kl. 10-17 og sunnu-
dag kl. 13-17. Nánari upplýsingar
um Fornalund er að finna í auglýs-
ingablaði B.M. Vallár sem fylgir
Morgunblaðinu í dag.