Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 38

Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 38
38 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Nýjasta nýtt frá Rolling Stones ÞESSI óvenjulega tækifærismynd var tekin af meðlimum hljómsveitarinnar Rolling Stones í garði Rons Woods á ír- landi. Þeir munu segja skilið við sveitasæluna 1. ágúst þeg- ar þeir halda tónleika á RFK-leikvanginum í Washington sem tekur 100.000 manns í sæti. Þeir munu síðan leggja af stað í tónleikaferðalag undir yfirskriftinni „Voodoo Lounge" og útgáfa á hljómplötu með sama nafni mun fyigja í kjölfarið. Don Was framleiðandi þeirra segir um plötuna að hún muni verða eins og „spark í sköflunginn á þér“. Minogue og Van Damme í bardaga- mynd Hollywood- stjarna er jafnan höfuðstór ►gamanleikar- ANUM Billy Crystal verður sjaldan orða vant. I ný- um sjón- þætti hann um Holly- wood og velti því fyrir y sér hvað þyrfti I i, til að slá þar í W gegn: „Ég hef l>á Á v..'í kenningu að allar stór- ---" sljörnur í Hollywood hafi stórt höfuð. Hefurðu tekið eftir því? Bogart — heljarmikið höfuð. Jim Cagney — stórt höfuð. Nicholson — risastórt höfuð. Meryl Streep — stórt höfuð. Ég gæti haldið áfram í alla nótt.“ ►ÁSTRALSKA leikkonan Kylie Minogue og belgíski Ieikarinn Jean-Claude Van Damme stilla sér upp á tökustað kvikmyndar- innar „Streetfighter". Þau fara með aðalhlutverk kvikmyndar- sem er framleidd af Warner Brothers og kostar 2800 millj- ónir ísl. króna. Til sam- anburðar ' mágeta þess að Bíó- dagar Frið- riks Þórs Frið- rikssonar einnar dýr- ustu ís- lensku kvik- myndar sem gerð hefur verið kostaði ríf- lega hundrað milljónir ísl. króna. Kylie Minogue hefur lengi stefnt að því að slá í gegn á leiklistarbrautinni. Hún kvartaði undan því í ný- legu viðtali að henni hefði ekki enn boðist hlutverk í metnaðar- fullri kvikmynd. Hún er hins- vegar þeim mun vinsælli söng- kona í Bandaríkjunum og sagði í sama viðtali að hún ætlaði að einbeita sér að söngferlinum fyrst áður en hún tæki leiklistina alvar- lega. Víst er að „Street- fighter" verður varla til- nefnd til Óskarsverð- launa en sem bardaga- mynd á hún eflaust eftir að njóta mikiila vinsælda. Sharon Stone lög- sækir skart- gripasala SHARON Stone hefur lögsótt Ron Winston einn þekktasta skartgripa- sala New York. Áætlaður máls- kostnaður leikkonunnar er 700 milljónir ísl. króna, en hún þénar um 350 milljónir ísl. króna á hverri kvikmynd. Málsóknin er vegna 28 milljóna ísl. króna demantshálsfest- ar sem leikkonan fékk lánaða við hátíðlegt tækifæri. Samkvæmt frá- sögn Stone sagði Winston að leik- konan gæti átt hálsfestina ef hún gengi með hana opinberlega. Hann sagði að þetta væri fáránlegt: „Hvaðan hún fékk þá hugmynd að við værum að gefa henni hálsfestina er ofar mínum skilningi. Þetta er það sem maður fær að launum fyr- ir góðmennsku, spark í andlitið. Það eru alltof margir lögfræðingar í þessu landi. Það er hægt að lög- sækja hvern sem er á hvaða tíma sem er. Ætli einhver hafi ekki kom- ið henni til að halda að þetta væri voðalega sniðugt.“ Gráðug helgi í Háskólabíói! 0 smtl ö3;' &WyM i C93'>83783 k 1 i .........:... : VJ ÍÍÍÚXÍÍSSÍÍ: Jafnræði, frelsi og bræðralag HVÍTUR er önnur af þremur kvik- myndum sem leikstjórinn Krzysztof Kieslowski (Tvöfalt líf Veroniku) hefur gert eftir frönsku fánalitun- um. Fyrsta kvikmyndin Blár hefur þegar verið sýnd hér á landi en Rauður á eftir að koma fyrir sjónir almennings. í reynd fjallar Hvít- ur um jafnræði en Blár snerist um frelsi og Rauður mun taka á bræðralagi. Hvitur er svört kómedía um hárgreiðslumeist- ara (Zbigniew Zamachowski) sem er yfirgefinn af Dominique eiginkonu sinni (Julie Delpy) vegna þess að honum tekst ekki að fullnægja henni kynferðis- lega. Síðan sigar hún lögregl- unni á hann og Ioks lætur hún hann hlusta þegar nýjum elsk- huga hennar tekst að gefa henni það sem honum sjálfum tókst aldrei í rúminu. Julie Delpy seg- Julie Delpy og Zbigniew Zamachowski leika í nýjustu kvikmynd Kieslowskis. ir að Dominique sé ekki alvond. „Ég skil hugarvíl hennar, því henni finnst sökin liggja hjá sér. Öll kvik- myndin fjallar um misskilning. Hún er um tvær manneskjur sem ná ekki saman.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.