Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ eftir Orra Pái Ormarsson HVflO skyldu eyöibýli Guðs, líkön af atómum í sterku segulsviði, viðhorf til sáltræð- inga, lífsháttahreytingar eftir hiartaáfall, skaðahótaábyrgð lækna og leikhús textanna eiga sameiginlegt? Jú, betta eru allt viðfangsefni stúdenta við Háskóla fslands í loka- verkefnum peirra við hinar ýmsu deildir skólans. Háskðll fslands er vettvangur fróðleiks og fjölbreytileika. Öhætt er bví að fullyrða að fjölmargt sem fengist er við í hinu vernd- aða umhverfi akademíunnar eigi erindi við almenning. Fyrir skömmu brautskráði skólinn 512 kandídata og hér er ætlunin að gefa lesendum smjörbefinn af beim viðfangsefnum sem nokkrir beirra voru að glíma við á ofanverðum námsferli sínum við bessa merku menntastofnun. EÐLISFRÆÐI SALFRÆÐI Vitar himingeimsins UR FORUM Opnaia samfélag TÖLULEGAR rannsóknir á líkönum af atómum í sterku segulsviði er yfirskrift loka- verkefnis Kristins Johnsens í kennilegri eðl- isfræði. En hann er fyrsti nemandinn sem lýkur MS-prófi á því sviði frá Háskóla ís- lands. Helstu niðurstöður segir Kristinn vera þær að komið sé til skjalanna afar byltingar- kennt líkan, svonefnt þéttleikafylkjalíkan, sem eigi allskostar við spurningar um eðli atóma sem áður var illmögulegt að svara. Viðfangsefni Kristins í verkefninu var að rannsaka eiginleika atóma. „Þegar talað er um sterk segulsvið er átt við segulsvið sem fyrirfinnast á nifteindastjörnum. Þau eru milljónfalt sterkari en á jörðinni," segir Krist- inn og vekur athygli á þessu einstaklega merka líkani sem hann studdist við. Það mun vera mjög tengt íslandi og Háskóla Islands. „Fyrir um fimmtán árum síðan var Einar H. Guðmundsson, stjameðlisfræðingur, að vinna að samskonar verkefni. Hann komst að raun um að hægt er að sanna að afbrigði af þessu líkani, Thomas-Fermi Iíkanið, er nákvæmt markgildi af skammtafræðinni sem lýsir heiminum endanlega.“ Að sögn Kristins er skammtafræðin afar flókin og nýtist því illa við rannsóknir. Líkön séu því til þess fallin að gera vísindamönnum hægara um vik. „Erf- itt er þó oft að segja til um hvort einfaldanir sem þessar eru í raun nálgun á því sem verið er að skoða,“ segir hann en bendir á að Jak- obi Ingvarssyni, prófessor, hafi tekist að renna stoðum undir nákvæmni Thomas-Fermi lík- ansins eftir að Einar H. Guðmundsson hafði vakið athygli hans á því. Það var einmitt Jakob sem leiðbeindi Kristni nú ásamt Sven Þ. Sigurðssyni, stærðfræðingi. Engir Marsbúar á ferð Kristinn segir að Jakob hafi í samstarfi við erlendan starfsbróður sinn þróað enn ná- kvæmari útgáfu, þéttleikafylkjalíkanið og það hafi einmitt verið það sem hann vann með. „Lausnir á líkaninu hafa aldrei verið skoðaðar og mitt verkefni var að skoða eiginleika efnis samkvæmt þessu líkani og bera niðurstöðum- ar saman við aðrar, þar á meðal þær sem Einar Þór komst að.“ Kristinn segir hin sterku segulsvið nif- teindastjarnanna gera að verkum að við sjáum þær sem tifstjörnur. „Þær eru einskonar vitar himingeimsins sem senda frá sér útvarps- bylgjur á nokkuð hárri tíðni sem við nem- um.“ Áður en skýring sem vísindamenn gátu sætt sig við fannst kveður hann mannheim hafa haldið að hér væru Marsbúar á ferð. Þá segir Kristinn menn álíta að á yfirborði nifteindastjarna sé aðallega járn en mikilvægt sé hins vegar að ganga úr skugga um í hvaða formi það sé. Kristinn segir nákvæmni þétt- leikafylkjalíkansins veita honum ákveðið for- skot varðandi samanburð við fyrri rannsókn- ir. „Það er til dæmis hægt að sjá að á yfir- borði nifteindastjama hljóti að vera að minnsta kosti sameindir, ekki bara einatóma gas. Hugsanlegt er að þama sé um fast efni að ræða.“ Kristinn segist ekki hafa sagt skil- ið við líkanið góða og hyggur á doktorsnám á danskri grundu með haustinu. ÍSLENDINGAR virðast hafa minni fordóma í garð sálfræðinga og starfa þeirra en fólk víða erlendis. Þetta er raunin ef marka má könnun sem tveir nemar í sálfræði gerðu nýverið í lokaverkefni sínu við félagsvísindadeild. Að sögn sálfræðinganna ungu, þeirra Maríu írisar Guðmundsdóttur og Örnu Kristjáns- dóttur, ganga niðurstöður könnunarinnar í berhögg við sambærilegar kannanir sem gerð- ar hafa verið erlendis. Samkvæmt þeim könn- unum er viðhorf almennings til sálfræðinga fremur neikvætt. „Við urðum mjög hissa þeg- ar niðurstöðurnar Iágu fyrir,“ segir Arna „við bjuggumst við að fólk væri miklu fordóma- fyllra í garð sálfræðinga en raun bar vitni.“ Eftir því sem best er vitað er þessi könnun sú fyrsta sinnar tegundar sem gerð hefur ver- ið opinberlega hér á landi. María íris og Arna segjast hafa orðið varar við hinar einkennileg- ustu ranghugmyndir fólks um sálfræði meðan þær voru í námi og það hafi verið kveikjan að könnuninni. Sökum þess áttu þær von á mun neikvæðari niðurstöðum en raun varð á. „Sumir halda að fólk fari einungis í nám í sálfræði til að leysa eigin vanda," segir María Iris og bætir við að aðrir telji fólk þurfa að vera tilfinningalega fullkomið til að geta gegnt starfi sálfræðings. Hughreystandi niðurstöður Stöllurnar segja að vissulega hefðu þær kosið að hafa könnunina viðameiri og ítar- legri. Slíkt kosti á hinn bóginn meiri tíma og peninga. Frumkvæði þeirra er þó til fyrirmynd- ar og gæti átt eftir að ryðja veginn fyrir frek- ari kannanir í framtíðinni. Niðurstöðurnar eru einnig hughreystandi fyrir stétt sálfræðinga. María Iris og Arna eru ekki í vafa um að þetta jákvæða viðhorf til stéttarinnar megi rekja til opnara samfélags. María íris segir að fólk sé orðið mun upplýstara um sálræn vandamál í dag. Hún segist hafa alist upp í næsta nágrenni við Klepp og á þeim tíma hafi fólki staðið stuggur af þeirri stofnun. Það er ekki ofsögum sagt að fáfrótt samfélag ali á fordómum gagnvart hinu framandi. Tímarnir breytast og mennirnir með. Ef marka má könnun þeirra Maríu írisar og Örnu virðist skilningur fólks á sálrænum kvillum hafa aukist stórlega í seinni tíð. Samkvæmt könnuninni myndu um 70% aðstandenda ein- staklinga með sálræn vandamál vísa viðkom- andi til sálfræðings. Langt á eftir koma heimil- islæknirinn, presturinn og geðlæknirinn. Að sögn aðstandenda könnunarinnar er þó mikið verk enn óunnið. Stöllurnar segja aðgengilegum upplýsingum um sálfræð- inga sé verulega ábóta- vant. „Við skoðuðum upplýsingasöfn á heil- sugæslustöðvum og þar var ekkert um þjónustu sál- fræðinga. Hvorki störf þeirra né hvernig ætti að bera sig eftir aðstoð,“ segir María íris og Arna bætir við að gulu síðurnar í símaskránni veiti engan veginn tæmandi upplýsingar um þá sálfræðinga sem þar séu skráðir. Þetta telja þær að nokkru leyti sálfræðingunum sjálfum að kenna. „Helsta ástæða for- dóma er sú að sálfræðingar hafa allt of mikið verið að krukka í sínu horni,“ segir María Iris. Þær Arna eru því á einu máli um að nú sé lag fyrir sálfræðinga að koma úr fylgsnum sínum. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.