Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ i
Mei ýmsum láöum
má bæta Iflshorfur fálks
Þórður Harðarson á lækningastofu ásamt sjúklingi.
Kransæðastífla meðal íslendinga 1981-'90
Dánartíðni, nýgengi og heildartíðni. Karlar og konur á aldrinum 25-74 ára (MONICA-rannsókn)
Sókn okkar íslendinga til
betri heilsu hefur verið
stöðug. Við höfum reynt
eftir föngum að tileinka
okkur nýjungar í heilbrigðismálum
og hér hefur á ýmsum sviðum ver-
ið unnið öflugt forvarnastarf, kom-
ið hefur verið upp aðstöðu til þess
að gera flóknar aðgerðir t.d. á
hjartasjúklingum og er nú að
vænta enn frekari tíðinda á þeim
vettvangi. Þórður Harðarson pró-
fessor sagði í samtali við blaða-
mann að búið væri að auglýsa eft-
ir lækni til þess gera nýjar og fjöl-
þættari aðgerðir við hjartaþræð-
ingu en gert hefur verið hér á landi
til þessa og einnig væri verið að
vinna að því að skapa aðstöðu til
þess að gera hér á landi aðgerðir
til að laga ákveðnar gerðir leiðslu-
truflana í hjarta.„Hjartaaðgerðum
hefur fjölgað mjög mikið á síðustu
árum á íslandi og það gildir bæði
um opnar hjartaaðgerðir og út-
víkkanir á kransæðum, samanlagt
eru gerðar flestar slíkar aðgerðir
hér á landi í Evrópu,“ sagði Þórður
ennfremur.
„Þetta þýðir ekki að hjartasjúk-
dómar séu fleiri hér á landi en
annars staðar en eigi að síður ger-
um við fleiri aðgerðir en aðrar þjóð-
ir í Evrópu. Ef við tökum sem
dæmi hjartaþræðingar þá gerum
við u.þ.b. 2.800 slíkar aðgerðir á
hverja milljón íbúa en Danir gera
t.d. fjórfalt færri þræðingar. Við
teljum að skýringin á þessu sé sú
að íslenskir sjúklingar eigi miklu
greiðari aðgang að sérhæfðri þjón-
ustu en gengur og gerist í ná-
grannalöndunum. Þetta byggist
ekki síst á því að við höfum góð
lög í landinu sem segja að ef sjúkl-
ingur þurfi á tiltekinni rannsókn
eða læknismeðferð að halda eigi
hann að fá hana og ef ekki sé
hægt að veita hana í landinu eigi
hann rétt á því að njóta þessarar
meðferðar erlendis og tryggingar
greiði fyrir bæði ferðir og læknis-
hjálp. Þegar einhverjar slíkar að-
gerðir fara að verða algengar fara
menn að reyna að flytja þekkingu
og aðstöðu til að gera þær inn í
landið. Þetta hefur einmitt verið
að gerast í hjartaaðgerðunum.
Afleiðingin af þessu er t.d. sú að
dauðsföllum af völdum hjartasjúk-
dóma hefur farið hratt fækkandi
á undanförnum og sú lækkun er
meiri hjá okkur en víðast hvar
annars staðar.
Minnst fækkun kransæða-
sjúkdóma hjá ungum konum
Nýjum tilfellum kransæðasjúk-
dóma hefur líka fækkað með
hverju ári sem líður og dauðsföllum
af völdum kransæðastíflu fækkar
jafnvel enn meira. Minnst fækkun
er þó hjá ungum konum, það hefur
gengið verst að koma ungum kon-
um í skilning um að þær eigi ekki
að reykja. Getnaðarvamarpillan er
áhættuþáttu, einkum ef reykt er
jafnhliða töku þeirra, þá er hætta
á ferðum. Aðrir áhættuþættir geta
verið mikilsverðir, svo sem hátt
kólesterol í blóði, sykursýki og hár
blóðþrýstingur en hjá unga fólkinu
eru reykingar samt yfirgnæfandi
áhættuþáttur.
Utvíkkun á kransæðum hefur í
vaxandi mæli verið beitt gegn
kransæðaþrengslum. Þetta er
ákaflega góð og þægileg lausn
þegar vel gengur. I um það bil 20
Þórður Harðarson
prófessor segir frá
nýjungum í meðferð
hjartasjúkdóma og
ræðir í viðtali við Guð-
rúnu Guðlaugsdótt-
ur um fyrirbyggjandi
aðferðir sem miða að
bættri heilsu
prósent tilvika takast slíkar að-
gerðir hins vegar ekki og jafnvel
þegar það tekst er dálítil hætta á
að æðin þrengist á nýjan Ieik. Oft
er reynt að víkka í annað og jafn-
vel þriðja skipti og stundum tekst
það þá þótt ekki hafí gengið vel
áður. Farið er með plastlegg upp
í kransæðina, á endanum á leggn-
um er blaðra sem er blásin upp
og þenur æðina út. Ef kominn er
fítuhnúður í æðina er hann
sprengdur. Innihald hans, sem oft
er að verulegu leyti fita, þrýstist
þá út í æðavegginn og hreinsast
þaðan að einhveiju leyti fyrir áhrif
blóðstraumsins. Með þessu fæst
stundarávinningur en þetta er ekki
endanleg lækning á kransæðasjúk-
dómi, sem eins og æðakölkun
leggst á allt æðakerfíð þannig að
sjúklingur þarf að taka á öðrum
áhættuþáttum, hætta að reykja,
lækka blóðfítu eftir þörfum og láta
meðhöndla hækkaðan blóðþrýst-
ing. Lyfjameðferð er að sjálfsögðu
einnig mikilvæg.
Til þess að hreinsa kransæðarn-
ar er einnig beitt öðrum aðferðum,
svo sem að fara með bor inn í þær
og spæna upp þrengslin, þá er
hægt að fara með einskonar klípi-
töng inn í æðina og hefla af fítu-
hnúðana með beittum hníf og það
er hægt að nota leysigeisla og loks
setja vírnet inn í kransæðar til
þess að halda í skefjum flipa sem
annars gæti lagst fyrir æðina og
lokað henni. Loks er hægt að fara
með plastlegg inn í kransæðar, á
enda leggsins er einskonar tölvu-
sjá, þannig er hægt að sjá æða-
þrengslin og jafnvel meta innihald
þeirra og haga aðgerðum í sam-
ræmi við það. Við erum að gera
okkur vonir um að fá hingað hjart-
asérfræðing sem er sérhæfður í
aðgerðum af þessu tagi og höfum
raunar auglýst eftir slíkum manni.
Við höfum fram að þessu einskorð-
að okkur við fyrrgreindar blöðruút-
víkkanir á kransæðum en vonum
að geta tekið upp enn fleiri nýjung-
ar ef við fáum til þess sérhæfðan
lækni. Erlendis starfa íslenskir
læknar sem hafa yfir að ráða þekk-
ingu og fæmi í þessum efnum. Á
þessum sviðum eru mjög hraðar
framfarir og þetta er um það bil
að verða sérgrein.
Til þess að fylgjast með nýjung-
um á sviðum sem þessum dugir
hvergi nærri að lesa læknatímarit,
við þurfum að senda lækna á ráð-
stefnur til þess fylgjast með nýj-
ungum í greininni. Sumir hafa litið
á ferðir lækna á ráðstefnur sem
einskonar skemmtiferðir en sann-
leikurinn er sá að það er enginn
leið að fylgjast með sérhæfðri þjón-
ustu og taka upp nýjungar nema
að við séum í sambandi við félaga )
okkar í útlöndum. Annar ávinning-
ur af svona samstarfi er að við
flytjum oft inn fjölmennar ráð-
stefnur þar sem fleiri hundruð
samstarfsmenn okkar hafa tekið
þátt, af því verður oft mikil fjár-
hagslegur ávinningur fyrir landið.
Ferðir á ráðstefnur
nauðsynlegar
Enn eru ýmsar aðgerðir sem ^
ekki er hægt að gera hér á landi. I
Aðallega eru það tvenns konar
aðgerðir sem sjúklingar héðan eru
sendir út í. Það eru annars vegar
hjartaflutningar, það hefur verið
flutt hjarta í fímm íslendinga og
eru fjórir þeirra á lífí við allgóða
heilsu. Hin tegundin er svo aðgerð-
ir vegna hjartsláttartruflana. Við
erum hins vegar að undirbúa að I
flytja þær aðgerðir inn í landið. )
Gizur Gottskálksson læknir á
Borgarspítala hefur verið frum- '
kvöðull í því máli. Þarna er um
að ræða sjúklinga sem fá svokall-
aðan hraðatakt, venjulega er or-
sökin sú að leiðslukerfið í hjartanu
er afbrigðilegt. í hjartanu er mjög
flókið og fullkomið leiðslukerfi,
rafboð sem fara um sérhæfða
vöðvafasa í hjartanu, en þessi raf-
boð geta tekið upp á því að fara
stöðugt í hring í stað þess að ber- I
ast frá gáttunum niður í sleglana )
með reglubundnum hætti þetta 60
til 100 sinnum á mínútu í hvíld.
Þessi hringrás getur t.d. verið í
sífellu á milli gáttanna og slegl-
anna og hjartslátturinn getur orðið
mjög hraður við þessar kringum-
stæður. Slíkir sjúklingar þurfa á
ýmsum rannsóknum að halda.
í fyrsta lagi þarf að staðfesta )
sjúkdómsgreininguna, það getur i
oft verið erfitt því að slíkar hjart-
sláttartruflanir koma stundum á I
þeim tímum þegar ekki er hægt
að taka hjartalínurit og kastið því
afstaðið þegar sjúklingurinn kemst
undir læknishendur. Það var tals-
verð framför þegar svokölluð
Holtertækni kom til sögunnar,
sjúklingar eru þá látnir ganga með
segulbandstæki í 24 tíma sem
skráir hjartsláttinn. Síðan er hægt I
með tölvuúrvinnslu að skoða hvert )
einasta hjartaslag og ganga úr i
skugga um hvort það sé eðlilegt "
eða afbrigðilegt. Þriðji möguleik-
inn er sá að framkalla beinlínis
takttruflanirnar og það er ekki
gert nema í sérhæfðum rannsókn-
arstofum.
Þegar greiningin hefur verið
staðfest er venjulega reynd lyfja-
meðferð fyrst. Oft tekst hún með .
ágætum en ef að illa gengur eða
aukaverkanir koma fram vegna I
lyfjanotkunarinnar þá þurfa þessir )
sjúklingar oft að fara til sérhæfð-
ari rannsóknar. Hún getur verið
nokkuð löng og þungbær fyrir
sjúklinginn sem þarf oft að liggja
nokkuð lengi á borði meðan farið
er með plastleggi um hjartað og
rafboð skráð. Með slíkri rannsókn
er sýnt fram á að aukaleiðsluband
sé fyrir hendi og hvar það sé stað- )
sett. Síðan er næsta skref að i
ákveða hvort ijúfa skuli þetta :
band. Það er hægt að gera með I
skurðaðgerð en nýrri aðferð er að
brenna þetta band í sundur með
útvarpsbylgjum. Það er aðferð sem
hefur gefist ákaflega vel, þetta
tekst í langflestum tilvikum og
sjúklingurinn er þar með Iaus við
hjartsláttarköstin. Það hafa milli
tíu og tuttugu íslenskir sjúklingar
farið í slíkar aðgerðir núna. Nú
er eins og fyrr sagði fyrirhugað I
að færa þessar aðgerðir hingað til )
lands.
Árangursrík lyfjameðferð
Á sviði lyfjameðferðar má t.d.
nefna að lyf við háþrýstingi verða
sífellt fullkomnari og hafa í för með
sér færri hjáverkanir en áður. Það
er mörgum sjúklingum á móti skapi
að taka lyf ævilangt eins og oft I
gerist með háþrýstingssjúklinga. En )
á þessu sviði hefur árangurinn orðið i
mjög sláandi því tíðni heilablóðfalla
hefur farið mjög lækkandi á ísland