Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 39 RIKISSJOÐSHALLIÞYÐ- IR AUKNA SKATT- BYRÐI í FRAMTÍÐINNI Tómas Hansson halla, sem síðar endar með háum sköttum til að greiða uppsafnaðar skuldir. Þetta veldur miklu ójafnvægi í skattheimtu og hinir háu skattar framtíðar- innar valda miklu óhagræði. Þetta eru líklega þær aðstæður sem íslendingar búa við í dag. Ruðningsáhrif Enn ein forsenda í áðurnefndri kenningu sem telja verður vafa- Þorannn G. Petursson sama er gú að núlif_ í REYKJAVÍKURBRÉFI Morg- unblaðsins sunnudaginn 26. júní er víða komið við í umfjöllun um hag- fræði og efnahagsmál. Það er af hinu góða að ritstjórn blaðanna reyni I að ýta undir faglega umræðu um þessi mál. Hins vegar hafa nokkrar ' mjög umdeildar hagfræðikenningar ) fengið töluverða athygli í þessum skrifum og er það ætlunin hér að gera nokkrar athugasemdir við um- fjöllun um ríkissjóðshallann og er tilgangurinn sá að vara við einföldun á alvarlegum vandamálum efna- hagslífsins. Tílfærsla frá framtíðinni , Sú kenning að áhrif ríkissjóðs- halla séu lítil, ef hallinn er fjármagn- * aður á innlendum fjármagnsmark- | aði, er gömul og vel þekkt. Þessi kenning er kennd við Abba Lerner og var viðtekin á 5. og 6. áratug þessarar aldar en hefur skotið upp kollinum aftur nýlega, sérstaklega með skrifum Roberts Eisners sem Reykjavíkurbréfíð vitnar í. Kenning- in segir að sé halli á ríkissjóði fjár- magnaður með innlendum sparnaði j valdi hann engri byrði á komandi kynslóðir, því heildarneyslan verði t sú sama og án hallans, þar sem ein- | staklingar skulda hveijir öðrum og einungis eigi sér stað millifærslur þeirra á milli. Þvi miður telja flestir hagfræðingar í dag að svo einfaldur sé heimurinn ekki. Útgjöld ríkissjóðs má fjármagna á tvennan hátt. Annars vegar með sköttum og hins vegar með lántöku. Sé seinni leiðin valin er hægt að I taka lán erlendis eða á innlendum markaði. Til skamms tíma er tölu- 9 verður munur á áhrifum lántökunnar ) eftir því hvaðan hún kemur, þó að slíkur munur ætti að minnka með auknu frelsi í fjármagnsflutningum. Langtímaáhrif innlendrar fjármögn- unar hallans á velferð eða neyslu eru hins vegar engin samkvæmt kenningu Lerners, en spurningin er hvort svo sé í raun. Kjami málsins er sá að hallarekstur nútíðar þýðir að fyrr eða síðar þarf aukna skatt- 9 heimtu tii greiðslu á lánunum auk | vaxta. Hjá því verður ekki komist. I Því þarf að skoða áhrif slíks halla í " ljósi skattheimtu hvort sem hún er í nútíð eða framtíð. í fyrsta lagi má segja að halla- rekstur, sem fjármagnaður er með innlendum sparnaði, geti hæglega valdið breytingum á neyslumynstri mismunandi kynsióða öfugt við kenningu Lemers. Niðurstaða Lern- ers byggir á því að líta á allar núlif- 9 andi kynslóðir sem eina heild. Ef | kynslóðunum er hins vegar skipt upp I eftir aldri kemur annað í ljós. Ein- " dæmi skýrir þetta betur. ímynd- um okkur þrjár kynslóðir, unga, miðaldra og gamia og að stjórnvöld vilji fjármagna aukna samneyslu með innlendum sparnaði. Elsta kyn- slóðin mun ekki vilja leggja fram aukið fjármagn til fjármögnunar á hallanum þar sem hún verður ekki til staðar þegar til endurgreiðslu :J kemur. Þannig leggja yngri kynslóð- | h'nar til fjármagnið en allar núlif- í andi kynslóðir (þar á meðal sú " gamla) koma til með að njóta auk- innar samneyslu. Þegar að skulda- dögum er komið er gamla kynslóðin fallin frá en ný, ung kynslóð fædd. Til að fjármagna afborganir og vexti af lánunum er aðeins ein leið fær, skattheimta (stjórnvöld gætu tekið ný lán, en það breytir ekki því að á endanum þurfa stjórnvöld að grípa 9 L1 skattheimtu). Skatturinn er lagð- Ej ur á alla þá sem nú eru á lífi, einn- * ig nýju kynslóðina sem ekki naut w aukinnar samneyslu þegar halla- reksturinn hófst. Neyslumynstri í athugasemdum við Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins gagnrýna Tómas Hansson og Þórarínn G. Pétursson kenninguna um að halli á ríkissjóði sem fjár- magnaður er með inn- lendum sparnaði valdi engri byrði á næstu kynslóðir. kynslóðanna er því augljóslega rask- að með hallarekstrinum: tekjur eru færðar frá framtíðarkynslóðum til núlifandi kynslóða. Kenning Lerners stenst því einungis í þessu samhengi ef yngsta kynslóðin erfir allan þann sparnað elstu kynslóðarinnar sem hún leggur viljug til hliðar vegna ríkissjóðshallans. Erfitt er að ímynda sér að slíkt standist í raun. Óhagræði skattheimtu Jafnvel þó forsendur Lerners haldi eru aðrar hliðar á þessu máli sem mjög mikilvægt er að hafa í huga. Það er grundvallaratriði að átta sig á því að jafnvel þó að það gengi til- tölulega þrautalaust að fá fjármagn innanlands til að greiða fyrir halla- rekstur ríkissjóðs, þá er það ávísun á aukna skattheimtu í framtíðinni. Aðeins ef skattheimta væri hlutlaus og ofantaldar forsendur héldu myndi hallareksturinn ekki hafa teljandi áhrif. Það er hins vegar vel þekkt innan hagfræðinnar að skattheimta veldur óhagræði vegna áhrifa sinna á hlutfallsleg verð. Þannig veldur skattheimta óhagkvæmri notkun framleiðsluþátta, dregur úr vilja til vinnu og fjárfestinga. Þannig valda t.d. minni fjárfestingar smærri fjár- magnsstofni í framtíðinni og þar með minni hagvexti. Þetta eru því byrðar sem lagðar eru á efnahagslíf framtíðarinnar. Einu skattarnir sem ekki eru óhagkvæmir eru nefskattar en slíkir skattar eru fátíðir í raun- veruleikanum. Þeir sem telja halla á ríkissjóði ekki alvarlegt vandamál eða jafnvel kost við vissar aðstæður hafa einnig bent á að jöfn skattheimta valdi minna óhagræði en ójöfn og því sé hagkvæmt að fjármagna hallarekst- ur til skamms tíma með lánum sem greiðast á lengri tíma með jöfnum afborgunum og þ.a.l. jafnri skatt- heimtu. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Þessi rök geta hins vegar snúist við ef hallarekstur felur í sér óumflýjanlega skattahækkun sem slegið er á frest. Þannig haldast skattar lágir þrátt fyrir langvarandi andi kynslóðir séu vilj- ugar til að auka sparnað sinn til að mæta útgjöldum framtíðar að fullu. Ef það gerist ekki mun tilraun stjórnvalda til að fjármagna hallann á innlendum fjármagnsmarkaði óumflýjanlega leiða til hærri vaxta sem valda svokölluðum ruðnings- áhrifum. Ruðningsáhrif felast í því að hækkandi vextir, vegna mikillar eftirspurnar ríkisins eftir lánsfjár- magni, ryðja fjárfestingum einka- geirans út (þ.e. aðgengi einkageir- ans að fjármagni þrengist). Ef ruðn- ingsáhrifin eru alger, þ.e. enginn nýr sparnaður myndast, er hver króna sem ríkið fær tekin af einkageiran- um sem leiðir til samsvarandi lækk- unar á fjárfestingum, nema við fijálsa fjármagnsflutninga þar sem einkageirinn getur leitað á erlenda markaði (þá er hins vegar innlend fjármögnun ríkishallans orðin jafn- gild erlendri). Minni fjárfesting leið- ir aftur til lækkunar þjóðarauðs og minni hagvaxtar í framtíðinni. Sé hins vegar hallanum ráðstafað til fjárfestinga af hálfu hins opinbera (sem aðeins er lítill hluti samneysl- unnar), þá ráðast áhrifin af því hvort fjárfestingar hins opinbera hafi verið arðsamari en þær fjárfestingar sem einkageirinn hefði notað fjármagnið í. Reynsla okkar íslendinga segir það sem segja þarf um þann samanburð. Svar Eisners við þessari gagnrýni er að hallarekstur hins opinbera í kreppu leiði til aukinnar nýtingar á framleiðsluþáttum, sérstaklega á vinnuafli, sem annars væru ónýttir. Slíkt auki tekjur, sem aftur eykur sparnað og útgjöld einstaklinga, sem að lokum leiði til aukinnar fjárfest- ingar. Þessi kenning er mjög um- deild en þijár athugasemdir má gera við þessa röksemdafærslu. í fyrsta lagi er skýring Eisners á vannýtingu framleiðsluþátta ekki sannfærandi. Það er alls ekki víst að aukin ríkisút- gjöld leiði til betri nýtingar fram- leiðsluþátta og það gæti alveg eins gerst að aðgerðir stjórnvalda gerðu aðeins illt verra. í öðru lagi gerir þessi kenning ráð fyrir að stjórnvöld geti og vilji fínstýra hagkerfinu með afgangi og halla á ríkissjóði yfir hagsveifluna. Þessi kenning segir ekkert til um hvernig stofnanir ríkis- ins þurfa að vera uppbyggðar og hvernig ákvarðanataka skuli fara fram þannig að slík fínstýring gangi eftir. Ekki er heldur gert ráð fyrir að verðbólga, sem af slíkri stýringu hlýst, sé kostnaðarsöm og litið er framhjá því að erfiðlega getur geng- ið að minnka hallann þótt auðvelt sé að auka hann. Þar að auki er ekki gert ráð fyrir því að fínstilling hagkerfísins með ríkisútgjöldum verði á kostnað trúverðugleika efna- hagsstefnunar og að mikill halla- rekstur í dag geti þrengt möguleika framtíðarríkisstjórna til hagstjórnar. Þriðja og líklega mikilvægasta gagn- rýnin á röksemdafærslu Eisners er sú að hann gerir ekki greinarmun á skammtíma og varanlegum halla ríkissjóðs. Kenning Eisners á ein- ungis við um skammtíma hallarekst- ur en ríkisfjármálavandi vestrænna ríkja er hins vegar grundvallaður á langvarandi hallarekstri og stjórn- lausum ríkisútgjöldum. A íslandi hefur t.d. verið hallarekstur síðast- liðin 10 ár og ekki hefur hagstætt efnahagsástand, eins og t.d. 1987 og 1988, dugað til að koma þeim í jafnvægi. Ríkisíjármálavandinn hér á landi felst því í kerfisbundnum, langvarandi halla og því eiga hug- myndir Eisners um að nota halla- rekstur til fínstillingar á efnahagslíf- inu einfaldlega ekki við hér. Lokaorð Við höfum reynt að sýna fram á það í þessari grein að halli á ríkis- sjóði sé alvarlegt vandamál, þrátt fyrir að fjármögnun hans eigi sér stað innanlands. Kjarni greinarinnar er að halli á ríkissjóði er ávísun á skattheimtu í framtíðinni hvemig sem fjármögnun hans er háttað og að skattheimta valdi óhagræði, óhagræði sem eykst við að slá vand- anum á frest og óhagræði sem lenda mun á kynslóðum framtíðarinnar. Þær forsendur sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að neyslumynstur kynslóðanna raskist ekki við halla- rekstur eru ekki fyrir hendi. Þar að auki raskar hallarekstur neyslu- mynstri innan kynslóða þar sem samneyslan nýtist ekki öllum jafnt en allir bera skattana. Halli á ríkis* sjóði dregur úr fjárfestingu og starf- semi einkafyrirtækja sem dregur aftur úr hagvaxtarmöguleikum framtíðarkynslóða. Einnig er mjög mikilvægt að gera greinarmun á halla til skamms tíma og varanlegum ríkissjóðshalla. Ef ekki er tekið á varanlegum hallavanda skjótt hlað- ast vandamálin upp sem óumflýjan- lega munu lenda á næstu kynslóðum. Tilgangur greinarinnar er einnig að vara við þeirri stefnu að þegar öll sund virðast lokuð þá sé farið að leita eftir staðdeyfíngu í stað lækninga. Við höldum því fram að fagleg umræða um ríkisfjármálin eigi að felast í því að horfast í augu við staðreyndirnar og fylgja öðruiti þjóðum í því að taka á vandamálinu með því að breyta ríkiskerfmu frá grunni. Benda má á að Svíar hafa hafíð miklar endurbætur á velferðar- kerfí sínu, Ný-Sjálendingar hafa gert róttækar breytingar á rekstri hins opinbera og aðrar þjóðir eru einnig að vinna að lausnum á þessum vanda. Einnig er töluverð vinna haf- in í fjármálaráðuneytinu á þessu sviði. Um þetta er til mikið efni og þarf ekki að leita í umdeildar hag- fræðikenningar til að fá fagleg^- umræðu í gang. Kjarni málsins er að ríkisfjármája- vandinn er ekki óleysanlegur. Út- gjöld sem við fýrstu sýn virðast svo sjálfsögð eru það kannski ekki ef tillit er tekið til erfiðra aðstæðna þjóðarbúsins. Það er hægt að leysa mörg vandamál sem stjórnvöld sinna í dag á hagkvæmari hátt án þess að það kosti aukið atvinnuleysi. Höfundar eru hagfræðingar. T4, Glæsileg eldriborgaraferð til Benidorm Einstakt tilboö ú glcesilegu íbúöcirhóteli Aðeins kr. 491900 j “ pr. mann m.v. 3 í íbúð. Kr. 54.900j“ pr. mann m.v. 2 í íbúð. Okkur er það ánægja að kynna sérstaka eldriborgaraferð þann 28. september til Benidorm. Veðrið á Benidorm í lok september er frábært, um 25 stiga hiti og gott veður fram í lok október. íslenskur hjúkrututrfrteóingur Við tryggjum þér örugga þjónustu í fríinu og Guðný Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur vcrður með hópnum allan U'mann. Frábter aðstaða Flamingo Benidorm er gott íbúðarhólel, stað- sctt í hjarta Bcnidorm. Hcr er öll aðstaða við hendina, góður garður með sundlaug, veitingastaður í garðinum og á jarðhæð hótelsins ásarnt verslun og hótelmótlakan er opin allan sólarhrínginn. Allar íbúðir eru með einu svefitherbergi, stofú, baði, eldhúsi og svölum. Þjónusta Heimsferða 1. Bcint teiguflug 2. íslenskir fararstjórar 3. Spennandi kynnisferðir 4. fslenskur hjúkrunar- fraeðingur Flugvallarskanur og forfallagjald kr. 3.660 fyrír fulloröinn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.