Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 154. TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kim Il-sung, leiðtogi Norður-Kóreu, látinn Herir Norður- og Suður- Kóreu í viðbragðsstöðu Seoul, Tókýó, Genf. Reuter. KIM Il-sung, leiðtogi Norður-Kóreu, lést af völdum hjartaáfalls aðfara- nótt föstudags. (Klukkan 17.00 á fimmtudag að íslenskum tíma). Forseti Suður-Kóreu, Kim Young- sam, fyrirskipaði að her sunnan- manna skyldi hafður í viðbragðs- stöðu, og her norðanmanna mun hafa fengið samskonar fyrirskipan- ~—tt ir. Kim var 82 ára gamall, og hafði im verið leiðtogi Norður-Kóreu allt frá því rík- ið var stofnað árið 1948. Viðræðum Norður- Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuá- ætlun þeirra fyrrnefndu var frestað í Genf í gær. Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims, sem funda nú í Napólí, lýstu yfír samúð sinni við norður-kóreönsku þjóðina, en ít- rekuðu nauðsyn þess að viðræðunum um kjarnorkuáætlunina yrði haldið áfram. Viðbrögð fólks í Norður-Kóreu hafa ein- kennst af mikilli geðshræringu, að sögn fréttamanns pólsku fréttastof- unnar PAP. „Fólk sem reyndi að fara í búðir sagði það tilgangslaust vegna þess að starfsfólk þar gerði ekkert nema gráta.“ Lýst hefur verið yfir níu daga þjóðarsorg í Norður-Kóreu. Hersveitum bæði norðan og i-sung sunnan landamæra ríkjanna tveggja á Kóreuskaga hefur verið fyrirskip- að að vera í viðbragðsstöðu. Suður-Kóre- anskir hermenn sem voru í leyfi hafa feng- ið tilskipanir um að mæta til búða sinna. Kim Yong-il, 52 ára gamall sonur Kims Il-sungs, hefur lengi verið talinn væntanleg- ur arftaki föður síns í leiðtogaembætti, en hann er lítt þekktur. Segja fréttaskýrendur að allt bendi til þess að sonurinn taki nú við. Útvarpið í Pyongyang hefði hrósað honum og kallað hann hinn „kæra leið- toga.“ Auk þess hefði Yong-il verið skipað- ur formaður útfararnefndarinnar, og litu fréttaskýrendur í Seoul á það sem sterka vísbendingu um að hann verði næsti leið- togi. Engir útlendingar viðstaddir jarðarförina Jarðarför Kims Il-sungs mun fara fram í Pyongyang 17. júlí. Engum erlendum gestum verður leyft að koma til jarðarfarar- innar, og hefur það vakið grunsemdir með- al þeirra sem fylgst hafa náið með fram- vindu mála í Norður-Kóreu, um að ef til vill séu fréttir um hjartaáfall leiðtogans fyrrverandi ekki með öllu áreiðanlegar. Ekki sé hægt að útiloka þann möguleika að valdabarátta hafi í raun verið orsök dauða Kims. Á fögrum sumardegi Morgunblaðið/Sverrir 1400 farast í flóðum GÍFURLEG flóð í suðurhluta Kína hafa orðið að minnsta kosti 1.410 manns að fjörtjóni síðan í mai, og valdið fjárhagsskaða sem nemur rúm- lega 420 milljörðum íslenskra króna. Málgagn kínversku stjórnarinnar greindi frá þessu í gær. Mikið hvass- viðri og flóð hafa eyðilagt um 1,2 milljónir heimila og valdið annarri óáran fyrir um 85 milljónir manna í sex héruðum, að sögn málgagnsins. Undir lok júnímánuðar hafði flætt yfir rúmlega fimm milljón hektara rækta- lands. Ilundar og kettir til leigu í Japan EIGANDI gæludýrabúðar í Japan, sem var orðinn þreyttur á því að fólk starði á dýrin í gluggum búðarinnar en kom aldrei inn, hefur komið á fót gælu- dýraleigu. Frú Chieme Sawabe leigir út hunda og ketti, klukkutíma í senn og greiðir fólk fyrir dýrin eftir stærð. Þau stærstu fara á um 1.300 kr. á klst., miðlungsstór á 1.000 kr. og þau minnstu á 700 kr. Segist frú Sawabe með þessu getað komið til móts við fólk sem búi svo þröngt að vart sé rúm fyrir alla fjölskylduna, hvað þá gælu- dýr. Fjölda fólks hafi langað í gæludýr og komið í búðina til að skoða þau, en ekki getað fengið sér dýr vegna plássleysis eða vegna þess að bannað er að vera með dýr í mörgum íbúðar- húsum. A meðan hundarnir seljast ekki, þýðir útleigan að þeir fá hreyf- ingu, frú Sawabe græðir og hunda- aðdáendur fá nokkuð fyrir sinn snúð. Enginn hefur hins vegar leigt sér kött og allir hundarnir hafa skilað sér úr leigunni, enda Japanir löghlýðnir með eindæmum. Reykingar leyfðar í bíó REYKINGAMENN, sem líka hafa gaman af því að fara í bíó, geta nú leyft sér að njóta beggja í senn. „Ci- nema Fumee“ heitir staður sem verður opnaður í suðurhluta London í næsta mánuði, og er hugarsmíð Cardins Tafts, kvikmyndaframleiðanda sem ekki reykir, en vill að „fólk komi til þess að njóta alls í einu.“ Matur, drykk- ur og reykingar, allt verður leyfilegt í þessu bíói. Taft er að sögn orðinn leiður á fjölsalabíóum, því þau séu geld og andrúmsloftið þar ómögulegt til þess að horfa á kvikmyndir. Áldamóta- ríkið ísland 10 ÚRFÓRUM FRJEBI MANNA VIDSKIPTI ATVINNULÍF Reyk- ofn í súr- heysturni 18 MEÐ FLUGIÐ í BLÓÐINU B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.