Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 15 GUÐFR/EÐI BOKMENNTAFRÆÐI Eyðibýli Guðs GUNNBJÖRG Óladóttir velt- ir fyrir sér hvort kirkjan í hinum vestræna heimi hafi misst sjónar á hlutverki sínu gagnvart hinum almenna borgara. Eyðibýli Guðs nefn- ist lokaritgerð hennar við guðfræðideild. Verkið er ákveðin gagnrýni á þjóð- kirkjuna og þá sérstaklega hið innra hlutverk hennar sem lýtur meira að hinni andlegu hlið. Hugmyndina segist höfundur sækja í texta Gamla testamentisins, þar sem fram komi kvörtun um að menn hafi gert óðul Guðs að eyðilegum heiðum. Gunnbjörg er þess sinnis að þjóðkirkjan standi ágætlega sem stofnun en sé því miður á góðri leið með að verða einhverskon- ar tyllidagahreyfing. Hún er alin upp innan Hvítasunnusafnaðarins en kveðst í seinni tíð hafa beint sjónum sínum meira að þjóðkirkj- unni. Hún vill því þjóðkirkjunni allt hið besta. „Grunnurinn, kristindómurinn sjálfur, er míkill fjársjóður. Kirkjan má því ekki alfar- ið sinna ytri þörfum. Hún verður að leita meira til uppruna síns.“ Gunnbjörg spyr því hvað hafi farið aflaga og hvetur kirkjunnar menn til að slást í hópinn við leit að svari. „Kristindómurinn er sprottinn upp úr rót- tækum anda og virkar því ekki án rót- tækni. Ætli kirkjan sér að gera það svikur hún ekki einungis sjálfa sig heldur einnig samfélagið í heild,“ segir Gunnbjörg. Gunnbjörg segir niðurstöðu sína vera þá að allt frumkvæði verði að koma frá kirkj- unni sjálfri. Hún telur starf hennar nánast unnið fyrir gýg án sjálfsgagnrýni. Það sé því miður að kirkjan taki alla gagnrýni svo óstinnt upp. Kirkjan í álögum Gunnbjörg kveðst hafa unnið mikið með utangarðs- fólki og hefur látið málefni þess til sín taka. Þau störf segir hún ekki síst hafa leitt til þess að hún fór að skoða stöðu þjóðkirkjunnar. „Kirkj- an hefur litla samúð með þessu fólki og sýnir því lítinn skilning. Hún talar ekkert tungumál sem það skilur.“ Gunnbjörg segir þetta einnig í mörgum tilfellum eiga við um ungt fólk, umbóta hljóti því að vera þörf. „Kirkjan er í borgaralegum álögum. Hún þarf að bijóta þau af sér til að geta sinnt eigin kalli." Hún segist hafa tekið mikið mið af frelsunarguðfræði Suður- Ameríku við skrif sín og bendir á að í henni sé margt að finna sem íslenska kirkjan gæti notið góðs af. Gunnbjörg segir það heilla sig mest við frelsunarguðfræðina að hún geri sér grein fyrir því hversu mikilvæg kirkjan sé. Gunnbjörg segist eiga bágt með að skilja hvernig kirkjan hafi farið að því að lenda í þessum ógöngum. Það sé sárt til þess að hugsa að allir eigi ekki innangengt hjá jafn mikilvægri stofnun. Hún segist hafa farið sínar eigin leiðir í skrifum og heimildaöflun. Reyndar segist Gunnbjörg á tímabili hafa efast um að hún væri rétta manneskjan til að tjá sig um þetta málefni sökum þess hversu skammt á veg hún væri komin í námi. Hugsjónin rak hana þó áfram. Hún kveðst hafa mikinn hug á að fara í frekara nám og ef vill fylgja þessu málefni eftir. „Þetta er málefni upp á líf og dauða og við megum ekki láta það kyrrt liggja. Ég hlýt því að segja hvað mér býr í bijósti." GUNNBJÖRG Óladóttir gagm-ýnir þjóðkirkjuna í lokaverkefni sínu við guð- fræðideild. Vefur ólíkra þátta MAGNÚS Þór Þorbergsson fjallar um tengsl leikrits og leiksýningar í BA-verkefni sínu í bókmenntafræði. Hann kveðst leika sér með hugtakið texti og nota það í merking- unni vefur sem njóti töluverðr- ar hylli innan bókmenntafræð- innar í dag. Hann dregur upp mynd af leiksýningu sem vefi ólíkra þátta. Niðurstaðan er sú að leikritið sé ekki ríkjandi hluti heldur einungis stakur þáttur í mun stærri heild. Skýr skil séu á milli leikrits og leik- sýningar og því ófært að heim- færa leiksýningu alfarið upp á ákveðinn texta. Magnús Þór ber í ritsmíð sinni saman þýð- ingu annars vegar og leiksýningu hins vegar. Hann telur uppsetningu Íeikrits mun flóknari en þýðingu texta þar sem miklu fleiri þættir spili inn í. Hann nefnir í því samhengi tónlist, hreyfingar, ljós, sviðsmynd og bún- inga. „Þessir þættir eru allir utan textans en eru engu að síður stór þáttur leiksýningar," segir Magnús og bendir á að þeir þurfi alls ekki að vera fastmótaðir af textanum sjálfum. Magnús segist ekki hafa sökkt sér sérstak- lega í einstök verk. Reyndar kveðst hann hafa stuðst lítillega við ritdeilur sem risu milli Helga Hálfdanarsonar og þeirra sem stóðu að uppfærslunni á Hamlet hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur um árið. En þeir síðarnefndu gerðu nokkuð róttækar breytingar á verkinu í umræddri uppfærslu. „Eg velti því töluvert fyrir mér hversu mikið sá sem setur upp leik- sýningu má slíta sig frá alræði textans,“ segir Magnús. Hugtakið „textatengsl“ hefur verið ofar- lega á baugi innan bókmenntafræðinnar síð- asta kastið. Magnús skorast ekki undan því að takast á við það. „Ég nota það í mjög víðri merkingu, þannig að það nær yfir mjög marga hluti.“ Einn þeirra kallar Magnús forskilning. „Þegar þú mætir í leikhúsið er allt það sem þú veist um viðkomandi verk hluti af textatengslunum sem eiga sér stað þegar þú horfir á sýninguna." Ekki eftir Shakespeare? Hugmyndina að því að bera saman þýðingu og leik- sýningu segir Magnús hafa kviknað út frá grein sem Helgi Hálfdanarson ritaði á sínum tíma í Morgunblaðið um sýningu Nemendaleik- hússins á Draumi á Jóns- messunótt. Þar hélt Helgi því fram að verkið væri samkvæmt þessari uppfærslu ekki eftir Shakespeare heldur Guðjón Pedersen, leik- stjóra, því hann hafi gert svo róttækar breyt- ingar á því. „Mér datt þá í hug í framhaldinu hvort hægt væri að halda því fram að verk Shakespeares í þýðingu Helga Hálfdanarson- ar væru þá ekki eftir Shakespeare heldur eftir Helga sjálfan," segir Magnús sposkur á svip. Þessa hugmynd, kveikjuna sjálfa, segir hann hins vegar hafa horfið úr ritgerðinni því hann hafi snemma leiðst inn á aðrar braut- ir. Magnús segir það hafa komið sér nokkuð í opna skjöldu þegar hann hellti sér út í heim- ildaöflun hversu lítið hafi verið skrifað um þetta sama efni. Þá staðreynd segir hann þó frekar hafa eflt sig til dáða. Hann segir efn- ið heillandi og kveðst vel geta hugsað sér að glíma frekar við það í framtíðinni. Magn- ús ætti að eiga hægt um vik því hann hverf- ur nú til náms í leikhúsfræðum í Þýskalandi. „Það er sérstaklega spennandi að kanna klassísk verk og hversu langt hægt er að ganga við að aðlaga þau nútímanum áður en maður er kominn með nýtt verk.“ MAGNÚS Þór Þorbergsson bregður sér í leikhús text- anna í lokaverkefni sínu í bókmenntafræði. HJUKRUNARFRÆÐI Kvíði, ótti og sársauki MIKILL meirihluti þeirra sem fá hjartaáföll breyta um lífshætti. Þetta er niðurstaða könnunar fjögurra nema í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Jafnframt kom í ljós að helstu stuðningsaðilar þeirra virðast vera maki, börn, þeir sjálfir og heilbrigðis- starfsmenn. Veittur stuðning- ur virðist hafa afgerandi áhrif á það hvernig til tekst við að breyta um lífshætti í kjölfar áfalls af þessu tagi. Ennfrem- ur er athyglisvert að þeir sem ekki breyta um lífshætti telja helstu ástæðu þess vera ófull- nægjandi upplýsingar um það hvernig bera eigi sig að. Það sem kom okkur lang mest á óvart var að fólk virtist ekki vita hvað það ætti að gera til að breyta um lífshætti,“ segir Áslaug Arnoldsdóttir sem vann könnunina ásamt stöllum sínum, þeim Bryndísi Arnarsdóttur, Sigríði B. Olgeirsdóttur og Sigrúnu Kristjáns- dóttur. Könnunin var jafnframt lokaverkefni þeirra við námsbrautina. Hún segir tilgang könnunarinnar hafa verið að kanna hvort einstaklingar sem fengið hafa hjartaáfall breyttu um lífshætti í kjölfarið og hvaða þættir hefðu áhrif þar á. Sérstaklega hafi áhrif félagslegs stuðnings verið könnuð. „Fólk vissi ekki hvað er æskilegt matarræði og hvað er æskileg hreyfing," segir Áslaug og bendir ennfremur á að fáir hafi kannast við þau hjálpartæki sem reykingafólki standi til boða. Verðugt verkefni „Þetta eru niðurstöður sem benda til þess að hér sé á ferð verðugt verkefni fyrir hjúkr- unarfræðinga. Þeir eiga að geta upplýst ein- staklinginn betur og fylgt honum betur eftir út í lífið aftur.“ Áslaug segir að heimildirnar sem þær stöllur hafi kynnt sér meðan á undir- búningi könnunarinnar stóð hafi gefið til kynna að fyrsti mánuðurinn hafi yfirleitt úrslitaáhrif á það hvort einstaklingur geri brag- arbót á lífsháttum sínum eður ei. „Þó margir breyti um lífs- stíl mættu þeir vera miklu fleiri," segir hún og er sann- færð um að hjúkrunarfræð- ingar hafi alla burði, til að stuðla að auknu hlutfalli. Helstu viðbrogð fólks við upp- haf veikindanna virðast, sam- kvæmt könnuninni, vera ótti, kvíði og sársauki. Að sögn . .. ..... Áslaugar virðast konur og A8LAUG J eldra fólk hafa sterkastar til- kannaði hfshattabreytmgar fínningar eftir hjartaafall asamt staðreyndin er sú áð það þremur stollum smum. eru miklu fíeiri karlmenn en konur sem fá hjartaáfall þannig að hlutfall þeirra af þátttakendum í könnuninni var eðlilega hærra,“ segir Áslaug en þýðið kveð- ur hún hafa verið alla sem fengið höfðu sjúk- dómsgreininguna „myocardial infarction“ á árunum 1990 - 1993, voru á aldrinum 40 ára til 67 ára þegar þeir fengu áfallið og lágu á hjartadeild borgarspítalans. 165 ein- staklingar uppfylltu áðurnefnd skilyrði og voru á lííi þegar könnunin var gerð. Áslaug segir svarhlutfallið hafa verið óvenju lágt, eða rúm 55%. „Við komumst að raun um að íslendingar eru mjög óvanir að svara spurningalistum. Það kom upp allskonar misskilningur. Við erum þó þakklátar þeim sem sáu sér fært að taka þátt.“ Þá segir hún dæmi þess áð fólk í úrtakinu hafi þver- tekið fyrir að hafa fengið hjartaáfall þrátt fyrir að það hafi verið útskrifað af sjúkra- húsi með þá sjúkdómsgreiningu upp á vas- ann. „Ég vona bara að fólk geri sér grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli hvernig það lifir lífinu. Hjartaáfall er ein helsta dánai-orsök á vesturlöndum og sú helsta á íslandi. Það er brýn þörf á að fólk hugsi sinn gang.“ Þann- ig hlómar boðskapur Áslaugar Arnoldsdóttur, nýbakaðs hjúkrunarfræðings, til þjóðarinnar. LÖGFRÆÐI Skaðabótaáhyrgð lækna ÖRN Gunnarsson fjallar um skaðabótaábyrgð lækna í lokaritgerð sinni við laga- deild. Samkvæmt henni er skaðabótaábyrgð lækna ekki frábrugðin því sem tíðkast meðal sambærilegra fag- stétta. Þó kveður hann mjög hafa dregið úr sönnunarkröf- um til sjúklinga og að læknar þurfi nú í auknum mæli að sýna fram á að tjón megi ekki rekja til vanrækslu þeirra. Ilrn byggir rítgerðina aðal- Kllega á íslenskum og nor- rænum hæstaréttardómum, auk íslenskra héraðsdóma. Hann skiptir verkinu í þijá meginkafla og þijá veiga- minni. Sá fyrsti er bótagrundvöllur. „Ég kanna á hvaða reglum skaðabótaábyrgð lækna byggir, hvort þeir beri ábyrgð án sakar eða venjulega sakarábyrgð," segir Örn og kveðst sérstaklega hafa höggvið eftir því að ábyrgð lækna sé ekki strangari en annarra fagmanna. í öðrum helsta kafla ritgerðarinnar fjallar Örn um skyldur læknis til að upplýsa sjúkl- ing um áhættu sem læknismeðferð hefur í för með sér. Eins tekur hann þar á skyldum læknis til að afla samþykkis sjúklings áður en læknismeðferð hefst. „Það kom mér mest á óvart að læknir er ekki bótaskyldur ef meðferð er innt af hendi með ábyrgum hætti burtséð frá því hvort hann hefur gert sjúklingi grein fyrir þeirri áhættu sem fylgt getur meðferð eður ei. En læknalög skylda lækni til að upplýsa sjúkling um áhættu sem kann að fylgja meðferð." Dregið úr sönnunarkröfum Loks fjallar Örn á ítarlegan hátt um sönn- unarreglur. En á því sviði segir hann þróun ÖRN Gunnarsson kynnti sér skaðabótaábyrgð lækna í lokaverkefni sínu við laga- deild. rækslu hans.“ á bótaábyrgð lækna hafa verið örasta á síðustu misser- um. „Það er oft mjög erfítt að afla upplýsinga um það hveijum, ef einhveijum, um er að kenna ef tjón verður í meðferðinni sem slíkri.“ Al- mennu regluna segir Örn vera þá að sá sem verði fyrir tjóni verði að færa sönnur á að tjónið megi rekja til sak- næmrar háttsemi annars að- ila. „Hvað þetta varðar hefur þó dregið mjög úr sönnunar- kröfum til sjúklingsins og sumir tala um að sönnunar- ábyrgð hafi verið snúið við. Læknir þurfi nú að sanna að tjón megi ekki rekja til van- Órn segir þetta vera í sam- ræmi við norræna réttarþróun. „Á hinum Norðurlöndunum er búið að gjörbreyta kerf- inu. Nú borga tryggingar sjúklingi bara bætur ef tjón verður. Það er ekkert verið að eltast við það hvort við lækni sé að sak- ast.“ Fjárfrek mál í rekstri Örn tekur ekki hreina afstöðu til þess hvort taka beri upp kerfið sem sett hefur verið á laggirnar á hinum Norðurlöndunum. „Það fer eftir því hvaða markmiðum stefnt er að. Ef menn vilja að sjúklingar öðlist aukinn bótarétt er eðlilegt að taka kerfið upp. Á hinn bóginn má spyija sig af hveiju taka eigi þennan þátt út. Ef þú dettur úti á götu og meiðir þig færðu engar bætur. Hvers vegna ættirðu þá að geta fengið bætur ef þú verður fyrir tjóni á sjúkrahúsi ef engum er um að kenna.“ Örn segir að réttarkerfi hinna Norðurlandanna sé rétt- lætt með því að engir aðrir séu til frásagn- ar en þeir sem séu að veija hendur sínar. Auk þess sem mál af þessu tagi séu afar kostnaðarsöm í rekstri og séu aukinheldur afar tímafrek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.