Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 44
varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBIAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVtK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Varðund- ir rútu MAÐUR varð undir hópferðabifreið skammt frá Djúpmannabúð í Mjóa- v”35rði um kl. 21 á föstudagskvöld. Var hann fluttur með flugi á slysa- deild Borgarspítalans. Maðurinn sem var einn á ferð var að gera við bifreiðina er hún rann af stað og ofan á hann. Nær- staddir við Djúpmannabúð urðu varir við slysið og gerðu lögregl- unni á ísafírði viðvart. • • Olvaðir ökumenn Tíu teknir ÞVARG var í miðborg Reykjavíkur .vegna ölvunar aðfaranótt laugar- clags, að sögn lögreglunnar. Undir morgun höfðu níu ökumenn verið teknir vegna gruns um ölvun við akstur og á Akureyri gisti einn ökumaður fangageymslu af sömu ástæðu. Olvaður ökumaður velti bíl snemma í gærmorgun við Meðalfell í Kjós. Að sögn lögreglu slasaðist hann ekki alvarlega. Margt fólk var á ferðinni á Akur- eyri og talsvert um ölvun að sögn 1 •ögreglu. Úthafskarfasala FYRR á öldum voru menn þess fullvissir að gull væri að finna í Drápuhlíðarfjalli á Snæfells- nesi, enda er það fjalla litfeg- Gullið Drápu- hlíðarfjall Morgunblaðið/Ámi Sæberg urst á landinu. Ekkert fannst þar gullið en hins vegar er þar steinnáma, sem hefur verið mikið nýtt. SH stóreykst FRYSTISKIP sem Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna selur fyrir hafa fram- leitt 11 þúsund tonn af hausskomum úthafskarfa, þar af hafa 7 þúsund tonn verið framleidd um borð í ís- lenskum skipum. Er þetta tvöfalt meiri framleiðsla en á sama tíma á -síðustu vertíð. Skipum á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg hefur fækkað ört að undanfömu. Fjögur skip sem SH selur fyrir eru þar eftir, Snorri Sturluson, tvö rússnesk og eitt fær- eyskt. Um borð í skipum sem SH selur fyrir hafa verið framleidd 11 þúsund tonn af hausuðum karfa það sem af er vertíðinni. Á sama tíma á síðustu vertíð höfðu 5.500 til 5.600 tonn veiðst og alla síðustu vertíð nam framleiðslan 7.000 tonnum. Þá má geta þess til samanburðar að árið 1992 nam framleiðslan 500 tonnum. Þessu til viðbótar kemur flakafram- leiðsla togara þýsku útgerðarinnar Mecklenburger Hochseefischerei. Hans Einarsson hjá Sölumiðstöð- inni segir að framleiðslan hafí geng- ið vel og fallið kaupendum vel í geð. Þá hafi salan gengið ótrúlega vel miðað við þessa miklu aukningu. Veiðum að ljúka í bili Rússnesku skipin eru gerð út frá Rostock og telur Hans að þau haldi þangað síðar í mánuðinum enda gangi úthafskarfinn mikið inn í grænlensku fiskveiðilögsöguna á sumrin. Hins vegar megi búast við að þau heíji aftur veiðar í haust. Ekki býst hann við að íslensku skip- in fari til úthafskarfaveiða á næst- unni, þau gangi nú í að Ijúka við þann kvóta sem þau eiga eftir innan íslensku fískveiðilögsögunnar. Félagsmálastofnun Reykjavíkur > Fjárhagsaðstoð tvöfaldast frá ’92 ÚTGJÖLD Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar vegna fjárhags- aðstoðar til fólks sem á í fjárhagserf- iðleikum hafa tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Árið 1992 greiddi borgin 288 millj- *spnir í fjárhagsaðstoð, en horfur eru á að í ár nemi þessi liður a.m.k 600 milljónum. Lára Bjömsdóttir, félags- málastjóri í Reykjavík, segir megin- ástæðuna fyrir þessari aukningu vera slæmt atvinnuástand í landinu. Hún sagði að Félagsmálastofnun komi til með að þurfa sækja um 100-150 milljóna aukafjárveitingu til borgarráðs vegna þessa málaflokks. Á síðasta ári fengu um 3.000 ein- staklingar fjárhagsaðstoð frá Félags- málastofnun. Lára sagði að flest bendi til að þeir verði yfir 3.500 á þessu ári. „Aukningin í þessum málaflokki er gífurleg. Ástæðan er þetta erfiða atvinnuástand. Okkar skjólstæðingar eru m.a. fólk sem er ekki á atvinnu- leysisbótum, fólk sem dettur út af bótum, sjálfstæðir atvinnurekendur, konur sem hafa ekki verið í vinnu og námsfólk. Okkur ber skylda til, samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, að aðstoða fólk sem ekki hefur í sig og á,“ sagði Lára. Bergur Már Bernburg var hætt kominn í Hvítá Vissi ekki hvort ég ætti að synda upp eða niður eftir lofti „ÉG VISSI ekki hvað sneri upp og hvað niður. Ég vissi raun- verulega ekki hvort ég ætti að synda upp eða niður til að ná í loft. Ég hélt að mig bæri niður ána, en mér er sagt að ég hafi bara farið í hringi," sagði Berg- ur Már Bemburg sem lenti í hringiðu í Hvítá í fyrrakvöld eftir að gúmmíbát sem hann var á hvolfdi. Ferðafélagar Bergs björguðu honum úr ánni og blésu í hann lífi. „Við vorum upp við Gullfoss og ætluðum að fara niður ána. Það vora tveir bátar búnir að fara og allt gekk vel. Um leið og við, sem vorum í þriðja bátn- um, losnuðum frá landi lentum við í hringiðu þannig að bátur- inn fór beint á hliðina. Ég lenti undir bátnum og var dálítið lmgi að komast undan honum. Ég svamlaði um og reyndi að grípa í bergið. Þeir sem voru með mér segja að ég hafi lent í hringiðu og farið alltaf í hringi. Ég fann bara hvernig ég togaðist niður og síðan er bara ailt svart í minningunni. Mér skilst að ég hafi verið um tíu minútur i ánni þangað til mér var náð í land og blásið í mig lífi.“ Ekki með Iífsmarki Bergur var ekki með lífs- marki þegar ferðafélagi hans frá Nýja-Sjálandi, sem var á kajak, náði honum úr ánni. Þar tóku félagar Bergs við og blésu í hann lífi. Þetta var fyrsta ferð Bergs á gúmmíbát, en hann er kvik- myndatökumaður og var að vinna að sjónvarpsþætti um sigl ingar. „Ég ætla að fara aftur. Ég mun hins vegar ekki fara aftur í flúðirnar heldur neðar i ána. Ég ætla ekki að skilja við þetta svona,“ sagði Bergur. Sjö menn voru í bátnum með Bergi og lentu allir í ánni. Hin- um sex tókst öllum að komast upp í bátinn að sjálfsdáðum Æfingaferð Undanfarin tíu ár hefur fyrir- tækið Bátafólkið boðið ferða- fólki upp á ferð í gúmmíbátum niður Hvítá. Björn Gíslason, talsmaður Bátafólksins, sagði að hér hefði ekki verið um slíka ferð að ræða. I þessari ferð hefðu verið leiðsögumenn frá Bátafólki og æfðir siglinga- menn frá Noregi og Nýja-Sjá- landi. Björa sagði að tilgangur ferðarinnar hefði verið að þjálfa mannskapinn og æfa við nýjar aðstæður. Þess vegna hefði verið farið með bátana ofar í ána á stað sem venjulega væri ekki farið á og aldrei með ferðamenn. Björn sagði að það hefðu ver- ið mistök að leyfa Bergi að vera með í ferðinni vegna þess að hann hefði ekki sömu þjálfun í siglingu á gúmmíbátum og aðr- ir í ferðinni. Við þær aðstæður sem hér um ræddi þyrftu menn að kunna að bjarga sér sjálfir ef bát hvolfdi. Bergur hefði ekki hlotið þjálfun á því sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.