Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN frumsýna eftir helgina bandaríska vestrann
Maverick, sem byggir á sjónvarpsþáttum er nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Aðal-
hlutverkin leika Mel Gibson, Jodie Foster og James Garner.
Með ásinn uppi
í erminni
TÍMAR Villta vestursins í Ameríku voru sérstæðir á margan
hátt og kröfðust einstakra hæfíleika hjá frumbyggjunum sem
voru í fremstu víglínu. Til þess að lifa af allar þær hættur
sem leyndust á grassléttunum miklu þurfti hver og einn að
búa yfír að minnsta kosti einum sérstæðum hæfíleika. Sumir
voru sterkir, aðrir vitrir og enn aðrir einstaklega hugrakkir.
Bret Maverick, sjarmerandi klækjarefur og rómantískur ævin-
týramaður, var hins vegar dugmikill fjárhættuspilari sem
hafði næmar tilfínningar fyrir heiðarleika í spilamennskunni.
Hinum rótlausa og geðþekka Maverick reyndist hins vegar
einstaklega auðvelt að rata í vandræði og jafnframt úr þeim,
og leiddi það til þess að hann varð ein skrautlegasta þjóð-
sagnapersóna Villta vestursins.
laun fyrir kvikmyndatöku, en
það var fyrir McCabe and
Mrs. Miller, Cinderella Li-
berty, The Sugarland Ex-
press og The Hired Hand.
Hann hefur einnig hlotið
bresku kvikmyndaverðlaunin
fyrir Close Encounters of the
Third Kind og tilnefningar til
óskarsverðlauna fyrir The
River og The Deer Hunter.
Samtals hefur Zsigmond sem
er af ungverskum uppruna
Spilin á borðið
VIÐ spilaborðið gengur einatt á ýmsu í Maverick og þarf oft á tíðum að beita
menn hörðu þegar þeir freistast til að beita óvönduðum meðulum.
Sijörnurimr
AÐALHLUTVERKIN í Maverick eru í höndum stórstjarnanna Mel Gibson og
Jodie Foster, en einnig fer gamla kempan James Garner með eitt helsta
hlutverkið í myndinni.
Sjónvarpsþættir um Ma-
verick voru geysivinsæl-
ir á sínum tíma, en í þeim
fór James Gamer með aðal-
hlutverkið. í þetta sinn er það
hins vegar Mel Gibson sem
gæðir persónuna lífí á hvíta
tjaldinu í rómantískri ævin-
týramynd. Áhorfendur fá að
kynnast reykmettaðum
knæpum þar sem pókerspil
er stundað af miklu harðfylgi
og einnig er farið með þá um
ósnortin gljúfur og grasslétt-
ur Villta vestursins, og að
lokum leiðir Maverick þá í
fang hinnar fögru og brögð-
óttu Annabelle Bransford
(Jodie Foster). En allan tíman
á Maverick hins vegar í höggi
við hinn hetjulundaða og
óhagganlega vörð laganna,
Zane Cooper, sem einmitt er
leikinn af James Garner, en
Coop virðist búa yfír þeim
einstaka hæfíleika að sjá fyr-
ir hveija hreyfingu hetju
myndarinnar. Þegar Ma-
verick ákveður um síðir að
leggja að veði alla hæfíleika
sína og peningafúlgu að auki
í pókerspili við alla helstu
spilafíkla Villta vestursins
tvinnast saman enn frekar
en áður leiðir hans, Ahna-
belle og Coop, en afleiðingar
þess koma jafnt á óvart og
lyktir geta orðið í spilum þar
sem allt er lagt undir.
Valinn maður í hverju
rúmi
Leikstjóri og meðframleið-
andi Maverick er Richard
Donner, en það var hins veg-
ar Mel Gibson sem átti hug-
myndina að því að koma þjóð-
sögunni um Maverick á hvíta
tjaldið, og vann hann að verk-
efninu fyrir þremur árum
ásamt Bruce Davey, meðeig-
anda sínum að kvikmynda-
fyrirtækinu Icon Productions,
sem er aðalframleiðandi
myndarinnar. Áhugi Gibsons
á að gera vestra kviknaði
hins vegar enn fyrr, eða þeg-
ar kvikmyndatökur á Hamlet
stóðu yfír. Þegar þeir félagar
leituðu svo að heppilegri sögu
til að kvikmynda beindust
augu Daveys að réttinum á
að gera kvikmynd eftir sjón-
varpsþáttaröðinni um Ma-
verick sem mikilla vinsælda
hafði notið allt frá sjötta ára-
tugnum. Félagamir efndu
svo til samstarfs við handrits-
höfundinn William Goldman,
eh hæfíleikar hans til að
gæða vinsælar þjóðsagnaper-
sónur Villta vestursins lífi á
hvíta tjaldinu þóttu þeim óvé-
fengjanleigir þegar höfð var
í huga meistaraleg meðferð
hans á sögunni um Butch
Cassidy and the Sundance
Kid árið 1969. Goldman, sem
um langt skeið hefur verið
eitt af höfuðtáknum Holly-
wood, á auk þess að baki
handritin að klassískunt
myndum á borð við A Bridge
Too Far, The Great Waldo
Pepper, Marathon Man og
The Princess Bride. Hann
fékk á sínum tíma óskars-
verðlaunin fyrir handritið að
Butch Cassidy and the Sund-
ance Kid, og margvíslegur
heiður féll honum einnig í
skaut fyrir handritið að All
the Presidents Men, sem gerð
var árið 1966. Frá því Gold-
man skrifaði sitt fyrsta kvik-
myndahandrit árið 1976 hafa
um 20 verka hans verið kvik-
mynduð af öllum helstu kvik-
myndaverunum og síðast var
um að ræða handritið að
Indecent Proposal sem sýnd
var hér á landi í fyrra.
Fleiri þekktir aðilar úr
kvikmyndaheiminum leggja
hönd á plóginn við gerð Ma-
verick, og má þar fyrstan
nefna kvikmyndatökumann-
inn Vilmos Zsigmond, sem
hlotið hefur fem óskarsverð-
gert rúmlega 25 kvikmyndir,
það auk áðurnefndra mynda
eru m.a. the Two Jakes, The
Witches of Eastwick, The
Rose, the Long Goodbye og
Deliverance.
Klippari myndarinnar er
Stuart Braid sem fímm sinn-
um áður hefur starfað með
Richard Donner, en þeir
leiddu fyrst saman hesta sína
við gerð The Omen. Samstarf
þeirra hélt svo áfram við gerð
Ladyhawke, Lethal Weapon,
Leathal Weapon 2 og Super-
man, en fyrir klippingu henn-
ar var Baird tilnefndur til
óskarsverðlauna. Meðal ann-
arra mynda sem Baird hefur
séð um klippingu á eru Alte-
red States, Gorillas In The
Mist, Tommy, Die Hard 2,
The Last Boy Scout og De-
molition Man.
Eltingaleikur
EINS og í öðrum góðum
vestrum er eltingaleik-
ur á hestvagni ómiss-
andi atriði í Maverick,
og á Mel Gibson í hlut-
verki söguhetjunnar
hér í kröppum dansi við
stjórn vagnsins.
Þekkt andlit
Óþarfí er að kynna þau
Jodie Foster og Mel Gibson
sem ásamt James Gamer
fara með aðalhlutverkin í
Maverick, en þau eru í dag
meðal eftirsóttustu og vin-
sælustu kvikmyndaleikar-
anna í Hollywood. James
Garner nýtur einnig tölu-
verðra vinsælda en hann
hlaut fyrst frama sem leikari
þegar hann fór með aðalhlut-
verkið í sjónvarpsþáttunum
um Maverick á sjötta ára-
tugnum.
I aukahlutverkum f Ma-
verick eru ýmsir þekktir leik-
arar úr kvikmyndum og sjón-
varpi, og má þar helsta telja
Graham Greene og James
Coburn. Graham Greene sló
fyrst verulega í gegn í Danc-
es With Wolves, en fyrir hlut-
verk sitt í myndinni hlaut
hann tilnefningu til óskars-
verðlauna sem besti karlleik-
ari í aukahlutverki. Meðal
annarra mynda sem hann
hefur vakið athygli í eru
Thunderheart, en þess má
geta að Greene kemur alloft
fram í gestahlutverki í sjón-
varpsþáttaröðinni Á norður-
slóðum. James Coburn þykir
vera með fjölhæfari leikurum
í Hollywood, en hann er jafn-
vígur á hlutverk í spennu-
myndum og gamanmyndum.
Þessi kraftmikli leikari hefur
notið mikilla vinsælda allt frá
því hann öðlaðist fyrst um-
talsverða frægð fyrir hlut-
verk sitt í The Magnifícent
Seven.
Vanur maður
við stjórnvölinn
LEIKSTJÓRI og einn framleiðenda Maverick er Richard
Donner, sem segja má að sé vanur maður á vígaslóð, en
hann á m.a. að baki hinar geysivinsælu Lethal Weapon-
myndir sem Mel Gibson fór með aðalhlutverkið í. Það var
einmitt Gibson sem kom til Donners með hugmyndina að
því að ráðast í að gera kvikmynd um þjóðsagnapersónuna
Maverick. Haft hefur verið eftir Donner að hann hafí orðið
mjög hreykinn þegar Gibson leitaði til hans með verkefnið
sem hann var kominn nokkuð á veg með að undirbúa. „Ég
átti von á að þetta yrði hin besta skemmtan í samstarfi
við Mel og það kom svo sannarlega á daginn," segir hann.
Richard Donner útskrif- skipta- og leikhúsfræðum
aðist frá New York og reyndi hann í fyrstu fyrir
University með próf í við- sér sem leikari. Þegar hann
Leikstjórinn
RICHARD Donner, leikstjóri Maverick, gefur Mel
Gibson hollráð við tökur á myndinni.
hafði farið með hlutverk í
sjónvarpsmynd sem gerð
var eftir sögu W. Sommer-
set Maugham, í fjötrum,
hvatti leikstjóri myndarinn-
ar, Martin Ritt, Donner til
að gleyma leiklistinni og
leggja þess í stað stund á
leikstjóm, og bauð hann
Donner starf sem aðstoðar-
maður sinn. í fyrstu leik-
stýrði hann nokkrum leikrit-
um sem send voru út í beinni
útsendingu í sjónvarpi í New
York, en síðan lá leiðin til
Los Angeles þar sem hann
gerði meðal annars auglýs-
ingar og fræðslumyndir. Að
lokum lá leiðin í sjónvarpið
á nýjan leik og leikstýrði
hann myndum í þáttaröðum
á borð við The Twilight
Zone, The Fugitive og Kojak.
Kom með hvelli
í kvikmyndaheiminn kom
Donner svo með miklum
hvelli, en það var þegar
hann leikstýrði The Omen.
í kjölfarið fylgdi svo önnur
mynd sem orðið hefur klass-
ísk, en það var Superman.
Meðal annarra mynda sem
Donner hefur leikstýrt má
nefna Inside Moves, Lady-
hawke, The Toy og The
Goonies, sem hann fram-
leiddi jafnframt ásamt Ste-
ven Spielberg. Árið 1987
leit svo dagsins ljós fyrsta
myndin í Lethal Weapon-
seríunni sem öðlaðist gríðar-
legar vinsældir um allan
heim.