Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B/C/D 164. TBL. 82.ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar hættir við brottfiutning herliðs frá Eistlandi Saka Eista um aðskiln- aðarstefnu Moskva. Reuter. RÚSSAR hafa hætt við flutninga herðliðs síns frá Eistlandi, vegna þess að viðræður milli landanna, sem staðið hafa í Pinnlandi, hafa reynst árangurslausar, að sögn Interfax fréttastofunnar. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins sagði að stjórnin í Moskvu væri „vonsvikin" vegna viðræðnanna. Rússar krefjast þess að samið verði um að tryggður verði réttur þeirra Rússa sem búa í Eistlandi, og fyrr í vikunni var haft eft- ir rússneskum embættismanni að stefna Eista í málefnum Rússa sem búa þar í landi, einkenndist af „aðskilnaðarstefnu og kynþáttahatri.“ Reuter Blair til forystu Af íbúum Eistlands eru um 400 þúsund rússneskumælandi, og í land- inu er 2500 manna rússneskur her. Interfax greindi frá því í gær að Rússlandsstjórn hefði hætt við að taka niður kjamaofna í Paldiski í Eistlandi, þar sem áður voru þjálf- unarbúðir rússneska hersins. Talsmaður rússneska flotans vildi hvorki staðfesta frétt Interfax né bera hana til baka. Sérfræðingar rússneska hersins voru byijaðir að taka ofnana í sundur, samkvæmt fréttinni, en ógerningur væri að halda verkinu áfram nema Eistar tryggðu að nauðsynlegar öryggisráð- stafnanir yrðu gerðar og samkomu- lag næðist milli ríkjanna. Eistar hafa sagt að tveir kjarnaofnar séu í mjög slæmu ástandi vegna viðhaldsskorts, og hafa krafist þess að þeir verði fjarlægðir. Gætu gerst rússneskir ríkisborgarar Formaður ráðs sem Borís Jeltsín, Rússlandsforseti, hefur skipað til þess að fjalla um borgararéttindi, Abdulak Mikitajev, sagði fyrr í vik- unni, að ef stjórnin í Eistlandi breytti ekki stefnu sinni gagnvart rússneska minnihlutanum, gæti svo farið að minnihiutinn myndi taka tilboði stjórnarinnar í Moskvu um rússnesk- an ríkisborgararétt. Þar með hefði Rússland lagalegan rétt til að tryggja velferð Rússa sem búa í Eistlandi. Deilur hafa staðið milli ríkjanna vegna þess að lög í Eistlandi gera Rússum í raun ókleift að fá eistnesk- an ríkisborgararétt. Mikitajev vísaði til þeirra laga þegar hann sagði að „sumt fólk hefur völd (Eistar) og annað fólk getur bara erfiðað (Rúss- ar). Þess vegna segi ég að þetta sé kynþáttahatur og aðskilnaðar- stefna." MARGARET Beckett, sem verið hefur starfandi formaður Verka- mannaflokksins breska, óskar John Prescott til hamingju með sigur í lgöri um varaformanns- embættið í gær. Milli þeirra stendur Tony Blair, 41 árs þing- maður. Hann sigraði þau bæði í formannskjöri og er talinn munu sækja ákaft inn á miðjuna og reyna að heilia þar fólk sem að jafnaði kýs íhaldsflokkinn. Blair beindi m.a. orðum sínum til íhaldsmanna og hvatti þá til að fara að taka pokann sinn. „Þið hafið haft 15 ár til að ná árangri," sagði hann. „Ef þið getið ekki bætt ástandið í landinu á 15 árum mun ykkur aldrei tak- ast það.“ ■ Miðstéttarmaður/22 Vélmemii fjölgar sér Tókýó. Reuter. VÉLMENNI munu innan tíðar geta „fjölgað sér“ eins og dýr og munu jafnvel þróast sam- kvæmt náttúruvali, að sögn jap- anska vísindamannsins Yoshaki Ichikawa. Hann sagði í gær, að ásamt samstarfsmönnum sínum hefði hann framleitt heimsins fyrsta vélmenni sem fjölgar sér sjálft. Vélmenninu svipar til marg- fætlu að útliti. Það notar ör- gjörva sem „erfðalykla" og for- smíðaðar einingar sem „frum- ur“. Það setur sjálft sig saman úr slíkum einingum sem eru dreifðar á gólfi, og „vex“ þann- ig um helming, áður en það skiptir sér í tvo samskonar, en óháða parta. Fordómar „Það sem vakti fyrst og fremst fyrir okkur með þessari uppfinningu, var að sigrast á þeim fordómum að vélmenni séu óáreiðanleg vegna þess að þau bili og geti ekki gert við sig sjálf," sagði Ichikawa. Solzhenítsín kominn til Moskvu RÚSSNESKI rithöfundurinn Alexander Solzhenítsín lauk tveggja mánaða ferðalagi sínu þvert yfir Rússland, þegar hann kom til Moskvu í gærkvöldi. Hér tekur hann við blómvendi á brautarstöðinni við komuna. Til vinstri er Natalya, kona hans og sonurinn Jaroslav. Solzhenítsín sagði við frétta- menn að ferð sín hefði verið árangursrík, og hann hefði séð „bæði það sem ég vildi sjá, og það sem ég þurfti að sjá,“ af föðurlandi sínu. Hann hyggst nú setjast að í höfuðborginni, þar sem verið er að reisa honum hús. Borís Jeltsín, forseti, mun hafa lýst áhuga sínum á að hitta rithöfundinn, og heyra frásögn hans af ferðalaginu, sem hófst í Vladivostok í maí. Þúsundir deyja úr kóleru Gonia, París, Washington. Reuter. RUANDISKIR flóttamenn örmagnast og deyja þúsundum saman úr kóleru í búðum í nágrannaríkinu Zaire, og hjálparsveitir reyndu í gær eftir megni að stöðva faraldur- inn, en aðstæður í flóttamannabúðunum eru hörmulegar og lík eru við hvert fótmál. „Fólk- ið hrynur niður eins og flugur,“ sagði Isabel Pardigu, fulltrúi Samtaka lækna án landa- mæra (MSF). Hjálpargiign berast Óreiðan er slík, að engar opinberar tölur eru tiltækar. „A leiðinni hingað í morgun töldum við látna á veginum og þeir voru 800,“ sagði Jenneke Kruyt, hollensk hjúkrun- arkona sem starfar á vegum MSF í Munigi- búðunum, sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á kólerufaraldrinum. Sameinuðu þjóðunum tókst loks í gær að koma matvælum til fólks í tveim öðrum flótta- mannabúðum nærri Goma, í fyrsta skipti síð- an flóttafólk tók að streyma frá Rúandas fyrir rúmri viku. Ein milljón flóttamanna þarf um 500 tonn af matvælum á dag. Flutn- ingabílar komu í gær með um 30 tonn af maís og sojahveiti til búða, sem eru um 20 km vestur af Goma, magn sem á að duga handa 60 þúsund manns í einn dag. Þá mun bíll einnig hafa komist til búða 60 km norðan við Goma. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, lagði fyrir stjórn sína í gær að leggja upp „hagkvæma áætlun um viðbrögð“ við kólerufaraldrinum meðal flóttafólksins. Hætta á eldgosi Jacques Durieux, framkvæmdastjóri eld- fjallarannsóknarhóps í Lyon í Frakklandi, sagði í viðtali við blaðið Liberation í gær, að virkni hefði orðið vart í eldíjallinu Nyirag- ongo, nærri Goma, og hætta væri á að það tæki að gjósa. Einkennin séu svipuð og fyrir síðasta gos, sem varð árið 1977. í því gosi hefði hraunelfurinn stöðvast um 300 metra frá flugvellinum við Goma. Bosníustjórn Fallið frá samþykki Sarajevo. Reuter. STJÓRN Bosníu dró í gær til baka skilyrðislaust samþykki sitt við nýjustu áætlunina um frið í land- inu eftir að leiðtogar Serba höfðu sett skilyrði fyrir því að sam- þykkja hana. Alija Izetbegovic, forseti Bosn- íu, sagði að ef ekki yrði gripið til refsiaðgerða gegn Serbum, sem hefðu í raun hafnað áætluninni, myndi stjórn sín draga samþykki sitt til baka. ■ Undirbúa refsiaðgerðir/12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.