Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 11
MORGUN BLAÐIÐ
BA
kærir
Brussel. Reuter.
EVRÓPUSAMBANDIÐ herm-
ir að brezka flugfélagið British
Airways hafí borið fram kæru
vegna skilyrða franskra stjórn-
valda fyrir því að veita óheftan
aðgang að flugleiðinni frá
Lundúnum til Orly-flugvallar
hjá París.
Að sögn talsmanns ESB
mun framkvæmdastjórnin lík-
lega taka kæruna fyrir í sept-
emberbyrjun að loknum sum-
arleyfum. Sir Colin Marshall,
forstöðumaður BA, hefur rætt
við samgöngufulltráa EBS,
Marcelino Oreja, um Orly og
fyrirhugaðan ríkisstyrk
Frakka við Air France.
Kæran snýst um hömlur
Frakka á aðgangi að Orly síðan
framkvæmdastjómin skipaði
frönskum stjómvöldum fyrr á
þessu ári að opna flugvöllinn
alþjóðlegum flugfélögum.
Coca-Cola á
uppleið
Atlanta, Georgíu. Reuter.
COCA-Cola hefur skýrt frá
auknum tekjum á síðasta árs-
fjórðungi og bendir á mikla
gosdrykkjasölu í Norður-
Ameríku og annars staðar.
Tekjur á öðrum ársfjórðungi
námu 758 milljónum dollara,
eða 59 seritum á hlutabréf,
miðað við 678 milljóna dollara
tekjur og 52 sent á hlutabréf
ári áður. Sala jókst í 4,3 millj-
arða dollara úr 3,9 milljörðum.
Sala á kók í kössum í Norð-
ur-Ameríku jókst um 6%, en í
heiminum um rámlega 7%.
Mest varð aukningin 32% í
Norðaustur-Evrópu og Mið-
austurlöndum miðað við 25%
ári áður.
Á Kyrrahafssvæðinu nam
söluaukning 7% á ársfjórð-
ungnum og var mest 25% í
Kína og 15% í Thailandi. í
Rómönsku Ameríku jókst sal-
an um 9%, mest um 12% í
Chile, 12% í Mexíkó og 13% í
Argentínu.
Bragðbætt
sykurvatn
London. Reuter.
ÓHÁÐ neytendastofnun í
Bretlandi hefur hvatt til, að
upplýsingar um innihald
ávaxtadrykkja verði meiri og
betri en nú tíðkast en við rann-
sókn á ýmsum kunnum drykkj-
artegundum kom í ljós, að þær
eru lítið annað en bragðbætt
vatn.
Matvælanefndin (The Food
Commission), sem fylgist með
gæðum matar og drykkjar,
segir í nýrri skýrslu, að af 20
ávaxtadrykkjum, sem voru
prófaðir, hafi helmingurinn
innihaldið 10% eða minna af
ávaxtasafa. Hitt hafi verið
sykrað vatn og bragðefni.
Af kunnum drykkjum, sem
prófaðir voru, má nefna Ri-
bena frá SmithKline Beecham
en þar var ávaxtasafainnihald-
ið aðeins 5-6%. í Fruit Juice
Drink frá Rowntree var það
9% en mest var það í Five
Alive Mixed Citrus frá Coca
Cola eða 45%.
VIÐSKIPTI
Erfíðleikar eru hugsanlega framundan hjá Áburðarverksmiðjunni
Hugað að öðrum rekstrí
til að tryggja atvinnu
HJÁ Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hefur verið í athugun hvernig
bregðast skuli við minnkandi framieiðslu vegna fyrirsjáanlegs sam-
dráttar í landbúnaði og innflutnings á áburði sem heimill verður sam-
kvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið um næstu áramót.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sú staða kunni að koma
upp að rekstur verksmiðjunnar verði
erfiður vegna samdráttar í áburðar-
notkun, en hins vegar sé engin
heimild til að leggja hömlur á inn-
flutning til að styrkja stöðu verk-
smiðjunnar. Hann segir jafnframt
að að verið sé að huga að því hjá
Áburðarverksmiðjunni að finna arin-
an rekstur til að reyna að tryggja
starfsmönnum verksmiðjunar
áframhaldandi atvinnu'.
Hákon Björnsson framkvæmda-
stjóri Áburðarverksmiðjunnar vildi
í samtali við Morgunblaðið lítið tjá
sig um hvaða leiðir væri verið að
kanna varðandi framtíðarrekstur
verksmiðjunnar. Hann sagði þó ljóst
að verksmiðjunni stafaði ógn annars
vegar af meiri samdrætti i landbún-
aði sem búast mætti við að 2-3 árum
liðnum, m.a. vegna endurnýjunar
búvörusamnings 1998, og hins veg-
ar af innfluningi. Hann sagðist hins
vegar ekki telja að í heildina tekið
yrði mikill verðmunur á íslensku
framleiðslunni og innfluttum áburði
komnum til landsins.
„Við verðum að gera ráð fyrir að
við missum einhveija markaðshlut-
deild, en við þurfum að hafa sterka
markaðshlutdeild svo verksmiðjan
verði ekki óhagkvæm rekstrareining.
Við teljum að við þurfum að halda
yfir 90% af markaðnum svo við get-
um keppt,“ sagði hann.
Rætt við Norsk Hydro
Einn af hugsanlegum keppinaut-
um Áburðarverksmiðjunnar á mark-
aðnuih eftir að innflutningur áburð-
ar verður heimilaður er norska fyrir-
tækið Norsk Hydro. Aðspurður um
hvort samstarf fyrirtækjanna á ein-
hveiju sviði kæmi til greina sagði
Hákon að engar formlegar viðræður
í þá veru hefðu átt sér stað.
„Á milli Áburaðrverksmiðjunnar
og Norsk Hydro hefur alltaf verið
samband og við höfum átt viðskipti
við þá alveg frá byijun, keypt tækja-
búnað o.sv.frv. Menn vita því mjög
vel hveijir um aðra og þekkja hvor
aðra mjög vel. Auðvitað þegar menn
hittast þá falla ýmis orð, en form-
lega hefur ekkert átt sér stað,“ sagði
hann.
Réttu megin við núllið
Hjá Áburðarverksmiðjunni starfa
nú 99 manns, en starfsmennirnir
voru 200 fyrir átta árum. Fram-
leiðslan á síðasta ári nam 54 þúsund
tonnum og var söluverðmæti fram-
leiðslunnar 1,1 milljarður króna.
Sagðist Hákon gera ráð fyrir að
áburðarsalan í ár yrði svipuð og í
fyrra og reksturinn yrði réttu megin
við núllið á árinu.
ÓVISSA er með framtíð Áburðarverksmiðjunnar eftir áramót vegna mögulegrar samkeppni.
LH'.......
Framleiðslu
haldið í skefjum
Canberra. Rcuter.
HELZTU álframleiðslulönd heims
hétu því í gær að halda áfram að
takmarka framleiðsluna eins og
samkomulag varð um í marz þegar
iðnaðinum var bjargað úr ógöngum.
Þijátíu og fimm fulltrúar ríkis-
stjórna Ástralíu, Bandaríkjanna,
Evrópusambandsins, Noregs,
Kanada og Rússlands sögðu að lokn-
um tveggja daga fundi í Canberra
að samkomulagið hefði aukið traust
á álmörkuðum eftir erfiðleika í fyrra
þegar offramboð leiddi til verðhruns.
„Þátttökuríkin fögnuðu því að
ástandið á markaðnum hefði lagazt
nokkuð," sagði í sameiginlegri yfir-
lýsingu, en ríkin viðurkenndu það
mat sérfræðinga að ástandið væri
ennþá viðkvæmt. „Þrátt fyrir fyrstu
vísbendingar um að birgðir hafi
minnkað eru þær enn miklar í sögu-
legu ljósi, sem bendir til þess að enn-
þá sé ósamræmi milli framboðs og
eftirspurnar," sagði í yfirlýsingunni.
Framleiðslulöndin halda annan
fund í Noregi fyrir árslok. I fyrra
tóku þau höndum saman um að
bjarga áliðnaðinum þegar Rússar
yfirfylltu markaðinn áli, sem sovézki
heraflinn hafði keypt áður. Verðið
hafði hrapað í 1,040 dollara tonnið
í nóvember og hafði ekki verið eins
lágt í níu ár, en þá var efnt til við-
ræðna vegna bágrar stöðu framleið-
enda.
í marz var samþykkt að minnka
álbirgðir í heiminum í fjórar milljón-
ir lesta og síðan hefur verðið hækk-
að. í síðustu viku komst það í 1,500
dollara og hefur ekki verið hærra í
þijú ár.
Rússar lofuðu að skera niður
framleiðsluna um 500,000 tonn fyrir
ágúst, en viðurkenndu nýlega að
þeir væru á eftir áætlun af „tækni-
legum ástæðum."
Fimm önnur ríki lofuðu að tak-
marka framleiðsluna um 10% eða
allt að tvær milljónir lesta á næstu
tveimur árum. Sérfræðingar segja
að niðurskurður, sem skýrt hafi ver-
ið frá til þessa, nemi alls 1,28 millj-
ónum tonna.
Forseti Canberra-fundarins,
Russell Higgins, sagði að aliir hlut-
aðeigandi aðilar hefðu ítrekað þann
ásetning sinn að takmarka fram-
leiðsluna eins mikið og lofað hefði
verið. Samþykkt hefði verið að fá
ekki fleiri þjóðir til þess að gerast
aðilar að samkomulaginu. Talið er
að Bandaríkin og Kanada séu mót-
fallin aðild nýrra þjóða, þótt Brazil-
ía, Venezúela og Persaflóaríkin hafi
sýnt því áhuga.
Aðgangur að markaðsupplýsing-
um var annað mikilvægt umræðu-
efni. Sérstök nefnd hefur fjallað um
aukið upplýsingastreymi, einkum frá
Rússlandi. Samþykkt var að birta
tölur um framleiðslu, útflutning og
innflutning hinn 15. hvers mánaðar
kl. 21 að Greenwich-tíma í Ottawa
í Kanada.
Ríkissjóður
670millj.
lán til
ríkissjóðs
SAMNINGUR um nýtt lán ríkis-
sjóðs hjá Norræna fjárfestingar-
bankanum var undirritaður í gær.
Lánið er 9,8 milljónir dollara, eða
um 670 milljónir króna og verður
Ij'árhæðinni varið til enduríjár-
mögnunar á lánsfé vegna fram-
kvæmda á vegum Alþjóðaflugþjón-
ustunnar.
Alþjóðaflugþjónustan heyrir und-
ir Flugmálastjórn og er hlutverk
hennar að annast yfirumsjón með
flugi á íslenska flugumsjónarsvæð-
inu, sem er mikilvægt allri flugum-
ferð piilli Evrópu og Norður-Amer-
íku. I frétt frá fjármálaráðuneytinu
kemur fram, að Alþjóðaflugþjón-
ustunni er veitt heimild til lántöku
á lánsfjárlögum og hefur á þeim
grundvelli notið endurlána frá ríkis-
sjóði. Lántökuheimildir á lánsfjár-
lögum tii framkvæmda á vegum
Alþjóðaflugþjónustunnar eru vegna
byggingar flugstjórnarmiðstöðvar
og kaupa á fluggagnakerfí.
Samninginn undirrituðu þeir
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, fyrir hönd ríkissjóðs og Jón
Sigurðsson, aðalbankastjóri Nor-
ræna fjárfestingarbankans og Guð-
mundur Magnússon, stjórnarfor-
maður bankans. Seðlabanki íslands
annaðist undirbúning lántökunnar
fyrir hönd fjármálaráðuneytisins.
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 11
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut,
Kopavogi, sími
67180n
Opið sunnudaga
ki. 13 - 18
Toyota Carina 2000 E '93, sjálfsk., ek.
33 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1650
þús., sk. á ód.
Isuzu Rodeo LS V6 ’91, grænsans,
sjaífsk., ek. 65 þ., sóllúga, rafm. í öllu,
álflegur, útvarp+geislasp. Vandaður jeppi.
V. 2450 þús. Góð lán.
Daihatsu Applause 4x4 '91, grár, 5 g.,
ek. aðeins 30 þ. km., dráttarkúla o.fl.
V. 980 þ. Sk. á ód.
MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 55 þ.
km., rafm. í rúðum. V. 720 þús., sk. á ód.
M. Benz 280 SLC 6 cyl., sjálfsk., '75,
leðurklæddur, rafm. í rúðum, 2 dekkja-
gangar á felgum. Ástand og útlit óvenju
gott. V. 1100 þús., sk. á ód.
MMC Colt GL '91, blár, 5 g., ek. aðeins
33 þ. km. V. 760 þús.
Toyota Hi Lux Double Cab '92, diesel, 5
g., ek. 52 þ. km., 33" dekk, lengri skúffa.
V. 1850 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla XL Sedan '88, sjálfsk., ek.
94 þ. km. V. 520 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla XL '91, 5 dyra, 5 g., ek.
83 þ. km. V. 750 þús.
Ford Escort 1600 '87, (XR3 vól), 5 dyra,
rauður. V. 450 þús. Tilboðsverð 350 þús.
stgr.
Suzuki Swift GL '88, 5 g., ek. aðeins 50
þ. V. 430 þús.
Mazda 323 F '92, 5 dyra, 5 g., ek. aðeins
16 þ. km., rafm. i rúðum o.fl. V. 1150 þús.
MMC Galant GLSI 4x4 '90, 5 g., ek. 57
þ. km. Einn m/öllu. V. 1450 þús., sk. á ód.
Cherokee Laredo '90, hvítur, sjálfsk., ek.
92 þ. km., rafm. ír úðum, álflegur o.fl.
V. 1950 þús.
Nissan Primera 2000 SLX '91, 5 dyra, 5
g., ek. 43 þ. km., rafm. i rúðum, álfelgur
o.fl. V. 1250 þús.
Ford Explorer XL V-6 4x4 '91, græn-
sans, 5 g., ek. 64 þ. mílur. Vandaður
jeppi. V. 2.390 þús.
Toyota Corolla Touring 4x4 XL '89,
blár/grár, 5 g.,e k. 82 þ., sóllúga o.fl.
V. 890 þús.
M. Benz 190E '84, steingrár, sjálfsk., ek.
135 þ., rafm. f rúðum, álflegur, loftkæling
o.fl. Óvenju gott eintak. V. 980 þús., sk.
á ód.
Toyota Corolia XL '88, steingrár, 4 g.,
ek. 82 þ. Tilboðsverð kr. 49Ó þús., stgr.
Peugeot 205 Junior '91, 5 dyra, 4 g., ek.
aðeins 37 þ. km. V. 550 þús. Tilboðsverð
kr. 490 þús.
MMC Galant GLSi '89, 5 g., ek. 90 þ.,
álflegur, rafm. í rúðum o.fl. Tílboðsverð
890 þús., sk. á ód.
Subaru Legacy station 4x4 árg. '90, 5
g., ek. 55 þ. Toppeintak. V. 1280 þús.,
sk. á ód.
Fjörug bílaviðskipti!
Mikil eftirspurn eftir ný-
legum, góðum bílum.
Vantar slíka bíla á skrá
og á sýningarsvæðið.
Ekkert innigjald.
ERFIDRYKK.il IR
,/iwéiníin £jfyB©R® Sími 11440