Morgunblaðið - 22.07.1994, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Davíð Oddsson forsætisráðherra heldur fund með utanríkismálanefnd Alþingis
Nefndin einhuga í stefnumörkun
gagnvart Evrópusambandinu
Forsætisráðherra átti í gær fund
með utanríkismálanefnd Alþingis.
Á blaðamannafundi að honum
loknum sagði forsætisráðherra
að hann vildi tryggja að sjónar-
mið hans nytu stuðnings í nefnd-
inni áður en hann ætti fundi með-
forsvarsmönnum ESB og sagði
það hafa komið glögglega fram
að utanríkismálanefndin sem heild
stæði á bak við hann í málinu.
Morgunblaðið/Golli
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
heldur í næstu viku til Brussei og
mun eiga þar viðræður við Jean-Luc
Dehaene, forsætisráðherra Belgíu,
og Jacques Delors, forseta fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins. Á miðvikudag mun hann að öll-
um líkindum einnig hitta Jacques
Santer, forsætisráðherra Lúxem-
borgar og verðandi forseta fram-
kvæmdastjómarinnar. Davíð sagði
að ekki gæfist tækifæri til að hitta
Helmut Kohl, kanslara Þýskalands,
í þessari heimsókn, þar sem kanslar-
inn væri nú að hefja sitt sumarfrí,
en líklega myndu þeir eiga fund sam-
an í haust.
Sjónarmið kynnt
utanríkismálanefnd
Davíð sagði að á fundinum með
utanríkismáianefnd hefði hann kynnt
þau sjónarmið sem hann hefði varð-
andi viðræður næstu daga við for-
ráðamenn Evrópusambandsins.
Hann sagði að meginverkefnið á
fundunum yrði að tryggja að þeir
hagsmunir, sem íslendingar hefðu
af EES-samningnum, héJdust, þrátt
fyrir að önnur EFTA-ríki og aðilar
að EES-samningnum gerðust aðilar
að ESB. „Ég gerði jafnframt grein
fyrir því með hvaða hætti hefði verið
unnið að því að tryggja þessa þætti.
Það má segja að það sé tvíþætt.
Annars vegar er um það að ræða
að tryggja þau tollafríðindi sem við
höfum haft í sérstökum samningum
við þau EFTA-ríki, sem nú ganga
hugsanlega í Evrópusambandið.
Reglan er sú að þegar slíkir aðildar-
samningar hafa verið gerðir og fram
að fullgiidingu þeirra ber að ræða
og koma til móts við samninga sem
hafa verið í gildi milli þessara ríkja
og annarra ríkja. Það eru gríðarlega
margir samningar sem Evrópusam-
bandið þarf að gera af þessum ástæð-
um. Ekki bara við okkur heldur einn-
ig fjölmörg önnur ríki. Við teljum
að það eigi að vera tiltölulega auð-
velt að tryggja þá hagsmuni sem við
höfum haft á síldarmörkuðum í Sví-
þjóð og Finnlandi."
Hins vegar sagði Davíð að rætt
yrði um stofnanaþátt EES en ljóst
væri að hann myndi breytast þegar
og ef hin EFTA-ríkin ganga inn í
ESB. Sú vinna myndi þó ekki fá á
sig endanlega mynd fyrr en síðar á
árinu eða í byrjun næsta árs.
Davíð sagði aðspurður að stefna
ríkisstjómarinnar í þessum málum
væri ein. Á fundum utanríkisráð-
herra með forsvarsmönnum ESB og
utanríkisráðherra Þýskalands hefði
verið gert grein fyrir þess-
um sömu sjónarmiðum.
„Það sem hefur verið ofar-
lega í fjölmiðlum á undan-
fömum dögum er að utan-
ríkisráðherra hefur spurst
fyrir um mat manna á tímasetning-
um varðandi inngöngu ríkja og ríkja-
flokka í ESB. Það breytir ekki hinu
að hann mun fylgja stefnu ríkis-
stjómarinnar og Alþingis að fullgilda
og tryggja að EES-samningurinn
haldi gildi sínu og þeir hagsmunir
og hagsbætur, sem við höfum af
þeim samningi haidist."
Þegar forsætisráðherra var spurð-
ur hvort að hann teldi ekki nokkuð
seint að hefja nú Evrópuumræðu hér
sagði hann það vera misskilning að
ekki hefði verið rætt um aðild fyrr
en nú. „Auðvitað var það svo að
þegar menn vora að ræða um aðild
að EES þá var sérstaklega rætt, og
mjög mikið rætt, um aðild að Evrópu-
sambandinu. Menn voru að vega það
og meta hvort slík aðild væri hag-
felld og menn komust að þeirri niður-
stöðu, þeir sem völdu EES-samning-
inn, að EES gæti tryggt okkur það
að við gætum staðið utan Evrópu-
sambandsins. Auðvitað vora menn
að ræða og velta fyrir sér aðild að
því bandalagi en því var
hafnað. Það þýðir ekki að
það hafi ekki verið rætt.
Skárri væru það nú stjórn-
málaflokkamir, sem ekki
hefðu fjallað ítarlega um
slík mál í sínum röðum. Ég vek at-
hygli á því að ég sem formaður alda-
mótanefndar Sjálfstæðisflokksins
skrifaði sérstaklega um þessa þætti.
Reyndar var ég þá þeirrar skoðunar
að það væri rétt að knýja dyra og
sjá hvað gæfist en það var fyrir tíma
samningsins um EES. Þannig að
þetta hefur verið mikið rætt,“ sagði
forsætisráðherra.
Enn sömu skoðunar og
í þinginu
Davíð sagðist enn vera sömu skoð-
unar og hann hefði verið í þinginu á
sínum tíma. „Ég tel mjög mikilvægt
fyrir mig að geta horft framan í þing-
heim og sagt aftur það sem ég sagði
þá að EES-samningurinn tryggir
okkur það við þurfum ekki að gerast
aðilar að Evrópusambandinu. Ég var
þeirrar skoðunar að þeir aðilar sem
væra að greiða atkvæði á móti þeim
samningi væra í raun, án þess að
vilja það eða vita það, að þrýsta á
um það að við færam inn í Evrópu-
sambandið."
Þegar forsætisráðherra var spurð-
ur um yfirlýsingar utanríkisráðherra
um ESB-aðild svaraði hann því til
að utanríkisráðherra hefði á fundum
með forsvarsmönnum ESB ekki gef-
ið til kynna neina afstöðubreytingu
íslensku ríkisstjórnarinnar. Það væri
ekki eins mikið alvörumál þó að utan-
ríkisráðherra lýsti eigin skoðunum
fyrir íslenskum kjósendum. Hins veg-
ar væri það mikið alvöramál ef hann
gæfí einhverja aðra mynd af stefnu
íslenskra stjómvalda á fundum með
erlendum aðilum en það hefði hann
ekki gert samkvæmt fundargerðum.
„Ég ætla ekki að reyna að múl-
binda utanríkisráðherrann í þessum
efnum. Hann verður að fá að segja
sínar hugsanir. Hann tekur hins veg-
ar alltaf fram hver sé stefna rík-
isstjómarinnar og hver sé stefna
Alþingis. Ef hann gerði það ekki þá
væri það alvarlegt mál.“
Frambærilegur samningur
ólíklegur
Forsætisráðherra sagði ekkert ríki
hafa farið þannig að að ætla bara
að banka upp á og taka síðan ákvörð-
un um það hvort að fara ætti inn í
Evrópusambandið.
í öllum ríkjum hefði ákvörðun um
umsókn verið tekin eftir langa og
ítarlega umræðu í stjómmálaflokk-
unum, þjóðfélaginu, ríkisstjómunum
og þingunum. Þá hefði heldur ekki
verið gengið til viðræðna fyrr en
menn hefðu talið að hægt væri að
ná fram lágmarkskröfum viðkom-
andi þjóða. Ekkert þess háttar hefði
gerst hér. Þvert á móti væri ljóst að
ekkert benti til að hægt væri að ná
fram frambærilegum samningi varð-
andi mikilvægasta hagsmunamál
okkar, sjávarútveginn, þ.e. yfírráð-
unum yfir okkar fískveiðiauðlindum
„Menn hafa margoft vikið að þv
á þessum formlegu og óformlegt
fundum hvort að þar sé orðin stefnu-
breyting. Það hefur hvergi komic’
fram. Það er meginatriðið. Þá verð;
menn að segja fyrirfram hvort ac
þeir séu reiðubúnir að fela Brasse
yfírstjóm íslenskrar fískveiði utar
tólf mílna."
Forsætisráðherra ítrekaði að það
væri mjög skýrt af hálfu ESB að
ekki yrðu tekin inn fleiri ríki fyrir
ríkjaráðstefnuna og að það væri tómt
tal að ríki gætu náð betri skilmálum
ef þau sæktu um fyrir hana. Ákvarð-
anir um stofnanaþáttinn yrðu teknar
óháð því hvaða ríki hefðu sótt um.
„Menn mega heldur ekki gleyma því
eins og með Möltu og Kýpur að þessi
ríki hafa ekki gert þá flóknu samn-
inga, sem við höfum gert, þannig
að það er langur samningsferill eftir
hjá þessum ríkjum. Þessi ríki hafa
ekki gert neina EES-samninga.
Þannig að það, að hlaupa allt í einu
til og segja að við eigum að fara í
einhveija hraðferð, það er eins konar
sumarbóla sem rýkur upp eins og
stundum vill gerast hér á íslandi.
Mjög óyfírvegað í mjög alvarlegu
máli. Ég var því mjög ánægður með
það að utanríkismálanefnd Alþingis
hefur ekki látið þessar umræður
ragla sig í ríminu. Menn eru algjör-
lega klárir á þeirri stefnumörkun,
sem íslendingar hafa ákveðið.“
Ekki fleiri ríki
fyrir 1996
Lögreglan leitar upplýsinga hjá Guðjóni Helgasyni vegna reiðhjólaþjófnaða
120 hjól eru í vanskihim hjá
lögreglustjóraembættinu
GUÐJÓN Helgason, sem undanfarið hefur
unnið að því að upplýsa reiðhjólaþjófnaði í
borginni, segist hafa fengið fjölda upphring-
inga frá fólki í sömu sporum, í kjölfar um-
fjöllunar Morgunblaðsins. En hjól dóttur hans
var stolið fyrr í mánuðinum. Meðal annarra
hafði Magnús Einarsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn samband við Guðjón og bað hann
að veita sér þær upplýsingar sem hann hefur
safnað saman að undanfömu. Sagði Magnús
í samtali við Morgunblaðið að sem stæði
væru 93 hjól sem stolið hefði verið á þessu
ári í óskilum hjá lögreglunni og fólk hirti
ekki um að sækja, auk fjölda annarra frá
fyrra ári en þá var tilkynnt um hvarf 435
hjóla.
Þórir Þorsteinsson varðstjóri að hann væri
með um 120 hjól í geymslu hjá sér um þess-
ar mundir og mætti segja að fyrir hver tíu
hjól sem kæmu til hans færu 3-4 út aftur.
Era hjólin flokkuð niður eftir mánuðum og
segir hann það einkum vera eldri og verr
farin hjól sem sitji eftir í vörslu lögreglunnar.
Magnús Einarsson segir aðspurður að
mannekla standi rannsóknum lögreglunnar á
reiðhjólaþjófnuðum ekki fyrir þrifum og séu
slík mál tekin fyrir til jáfns við önnur sem
berist lögreglunni. Segir hann ennfremur að
ekki standi til að herða á rannsóknum á
þessum málaflokki. „Þetta er bara eitt af
okkar verkefnum og það hefur ekki verið
tekin nein ákvörðun um það að setja aukalið
í þennan þátt.“ segir Magnús. Hann segist
hafa hringt í Guðjón Helgason í gær og ósk-
að eftir því að hann afhenti lögreglunni þær
upplýsingar sem hann hefði safnað svo lög-
reglan gæti unnið frekar að því að upplýsa
reiðhjólaþjófnaði, eins og tekið var til orða.
Tryggingasvik?
Einnig hafa lögreglumenn bent á í sam-
tölum við Morgunblaðið að hugsanlegt sé að
um tryggingasvik geti verið að ræða í ein-
hveijum tilfellum. Hafí komið fyrir að fólk
hafí ekki viljað sækja hjól til lögreglunnar
því tryggingafélögin hafí verið búin að bæta
því tjónið. Eitthvað hafi hins vegar dregið
úr slíkum tilfellum eftir að sjálfsábyrgð
tryggingafélaganna vegna heimilistrygging-
ar hækkaði.
Mikill meðbyr
Guðjón Helgason segist munu afhenda lög-
reglunni nöfn þeirra sem hann hefur fengið
þijár vísbendingar um að kynnu að vera við-
riðnir þjófnaði og er að færa upplýsingarnar
inn í tölvu. Segir hann að fjöldi manns hafi
haft samband við hann, einkum úr Vestur-
bænum, og hafi hann fundið mikinn meðbyr
frá fólki. Helst segist hann vilja koma á borg-
arafundi í sínu hverfi og fara fram á hverf-
ismiðstöð svo fólk eigi greiðari aðgang að
lögreglunni. Einnig segist hann ætla að aug-
lýsa eftir ábendingum frá fólki um grunsam-
legar mannaferðir í tengslum við reiðhjóla-
þjófnaðina.
I
I
)
>
í
\
i
;
i
>
;
I
í
i
i