Morgunblaðið - 22.07.1994, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími691I00# Símbréf 691329
57/4ÐU TIL KTUMVl/UGI, fJÚ
FEH EG 06 H£ltU
S'lGtSU UPP ÚR
sicóMU/ys /vieJ
5W6VÍA
/WnUM {3C> _ _____t
iTM VM°A iQ-2
THUAAP/
THUMP/
TriUMP/
THUMP
THUMP',
THUMP/
Smáfólk
„ERU ENGIN takmörk fyrir því, hvað er gjaldgengt í sorglegu
gengishruni samtímalistar?"
Fíflalæti á
Kjarvalsstöðum
Frá Guðmundi Guðmundarsyni:
ÉG SKRAPP í heimsókn á Kjarvals-
staði til að upplifa „íslenska sam-
tímalist". Utandyra blöstu við 3x30
hundaþúfur á stéttinni, grasivaxnar
með sóleyjum og fíflum. Þetta var
ágæt og viðkunnanleg hugmynd. Þó
fór svo að eftir heimsóknina urðu
blessaðir fíflamir einskonar forleikur
að fíflalátum innandyra.
Endemis drasl
Að opnuð sé að viðstöddum
menningarfrömuðum þjóðarinnar
listsýning með því endemis drasli,
sem þarna gaf að líta er illskiljanlegt
flestum, nema listfræði-snobbum,
sem lofa og prísa sem samtímalist
kolryðgaðar og götóttar skóflur
ömurlega hengdar upp á vegg eða
stungið ofaní í moldarhrúgu á
gólfinu. Hvemig í ósköpunum getur
ryðguð skófla talist listaverk
einhvers, ef hún er hengd upp á
vegg? Getur samtíma listamaður
farið upp á öskuhauga, skroppið með
ónýtt illaþefjandi drasl niður á
Kjarvalsstaði og talið listfræðingum
og háttvirtum sýningargestum trú
um að hér sé á ferðinni athyglisvert
listaverk? Þessi ömurlega staðreynd
er alltaf að endurtaka sig og enginn
nennir að veita aðstandendunum
verðuga hirtingu.
Hrúgald
Þama er enn einu sinni sýnt
allskonar málningardót, dósir,
penslar o.s.frv. staflað í hrúgald og
framleitt sem samtímalist! Tómur
trékassi og margar málningartrönur
með pappír og nokkrum strikum vom
þama dæmi um samtímalist. Þarna
gaf einnig að líta kolryðgaða fötu
og á hana var hengd á þræði lykla-
kippa, svona upp á punt.
Eg nenni ekki að tíunda fleiri
glæsiverk, sem nú hafa trónað í 2
mánuði á Kjarvalsstöðum, en þó
finnst mér hámark fíflalátanna,
þegar heiðursgestum er boðið að
skoða þessa hörmung, sem bendir
til að engin takmörk séu fyrir_.því,
hvað talið er gjaldgengt í hinu
sörglega gengishruni listarinnar í
samtímanum.
Hvað skyldi þjóðin eiga marga
listamenn og listfræðinga, sem hún
hefir kostað til náms og veitt að
auki styrki og fær síðan
staðgreiðslukvittun með
framangreindum fíflalátum á
Kjarvalsstöðum og víðar.
Það er sem betur fer staðreynd
að hér ríkja þögul mótmæli, sem
kalla mætti Kjarvalsstaða-fælni.
Nýlist og samtímalist fær enga
aðsókn. Hliðstæð mótmæli grassera
í öðrum listgreinum, þótt ein dama
t.d. leigi sér smokkasjálfsala og láti
ljóðagerðina í pakkana og slík veisla
fari fram á Kjarvalsstöðum, þá eru
viðskiptin í lágmarki.
Að vísu fór ég á mis við
listfræðinginn, sem útskýrir vikulega
hinn ryðgaða töframátt listarinnar
og snilli þessarar stórkostlegu
nýlistar. Það er mér vafalaust til
vansa að mín skilningarvit skuli ekki
meðtaka með fögnuði þessa byltingu
í okkar listmenningu, sem virðist
ekki eiga sér nokkur takmörk með
fíflaskap.
Meistaraverk
Hins vegar vill svo til að Listasafn
íslands, sem oft er undirlagt
nýlistinni, býður um þessar mundir
til málverkaveislu 1930-1944, þar
sem gefur að líta slík meistaraverk,
að maður skelfist gengishrunið á
listasviðinu og langar helst til að
senda forstöðumanni Kjarvalsstaða
og öðrum aðstandendum
samúðarkort.
GUÐMUNDUR
GUÐMUNDARSON
Lynghaga 22
Heldurðu að hornaboltar Nei, en ég er það!
séu líflegri en þeir voru
vanir að vera, Kalli Bjarna?
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður
framvegis varðveitt í upplýs-
ingasafni þess. Morgunblaðið
áskilur sér rétt til að ráðstafa
efninu þaðan, hvort sem er
með endurbirtingu eða á annan
hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast sam-
þykkja þetta, ef ekki fylgir
fyrirvari hér að lútandi.