Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SlMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SlMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. VÍTISVIST í GOMA Við landamærabæinn Goma í Afríkuríkinu Zaire er nú yfirvofandi einn mesti harmleikur síðari tíma. Talið er að um ein milljón manna hafi flúið þangað eftir að hafa upplifað hinn algjöra hrylling; fjöldamorðin viðurstyggilegu í nágrannaríkinu Rúanda. Hugsanlegt er að um þrettán hundruð þúsund manns bætist í flóttamannabúðir þessar á næstu dögum. í Goma hafa nú þegar trúlega myndast stærstu flóttamannabúðir sögunnar. Aðstæður allar eru hinar erfið- ustu og nú hefur blossað upp kólerufaraldur. Starfsmenn hjálparstofnana hafa fyllst örvæntingu, soltið og fársjúkt fólkið hrynur niður í kringum þá. Enn á ný stendur umheimur- inn frammi fyrir ólýsanlegum hörmungum í þessari hrjáðu heimsálfu. Enn á ný horfum við upp á meðbræður okkar deyja í allsleysi og örvæntingu. Enn á ný reynir á samvisku heimsbyggðarinnar og siðferðisþroska manna um víða ver- öld. Enn og aftur varpar tæknin miskunnarleysinu óskiljan- lega inn á stofugólfið okkar. Flóttanum frá Rúanda verður eingöngu jafnað við þjóð- flutninga fyrri tíma. Heimsbyggðin hefur nú um nokkurt skeið fylgst með viðurstyggilegustu fjöldamorðum síðari tíma sem framin hafa verið í villimannslegu ættbálkastríði í landi þessu. Nú hefur allsheijar örvænting gripið um sig og ekki bætir úr skák að útvarpsstöðvar sem lúta stjórn hinna ýmsu fylkinga hafa ákaft hvatt landsmenn til að flýja. Lofsverðar tilraunir Frakka til að koma á einhveijum stöðugleika í land- inu hafa lítinn árangur borið. Fólk er jafnvel hvatt til að flýja svæði þau sem Frakkar hafa tekið undir sinn verndarvæng. Hinir reyndustu starfsmenn hjálparsamtaka og fréttamenn eru sammála um að aldrei hafi þeir orðið vitni að öðrum eins hörmungum og nú eru að ríða yfir á landamærum Rúanda og Zaire. Það heyrir til undantekninga að talsmenn mannúðar- samtaka og hjálparstofnana reyni á engan hátt að leyna ör- væntingu sinni. Sumir þeirra eru tilbúnir til að lýsa yfir því að þetta verkefni sé óleysanlegt. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til fólksins og nú berast þær fréttir að kólerufaraldurinn í Goma hafi þegar kostað mikinn fjölda manna lífið. Um allan bæinn hryn- ur fólk niður. Nályktin er svo skelfileg að starfsmenn hjálpar- stofnana neyðast til að bera grímur. Dr. Jacques de Milli- ano, forseti hjálparsamtakanna „Læknar án landamæra“ seg- ir að í vændum kunni að vera mesti kólerufaraldur sögunn- ar. Hann telur að búast megi við tíu til tuttugu þúsund dauðs- föllum á næstu dögum og að tíðnin muni síðan aukast. Hann segir og að fleiri bráðhættulegir smitsjúkdómar hafi blossað upp í Goma og nefnir að þúsundir barna kunni að deyja af völdum mislinga. Malaría og lungnabólga heija einnig á flóttafólkið. Vonir voru í gær, fimmtudag, bundnar við að flugvélar á vegum bandaríska flughersins næðu að koma hjálpargögnum til Rúandabúanna og talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði að vera kynni að loftbrú til Goma væri nú eina leiðin til að koma hinum hijáðu til bjargar. Hervélar, til að mynda á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO), mætti nota í þessu skyni. Ljóst væri að sveitir Frakka og hjálpar- stofnanir á svæðinu gætu ekki einar og óstuddar breytt stöðu mála. Vera kann að aðgerðir í þessa veru dugi skammt. Ef rétt er, að frá þrettán til nítján hundruð þúsund flóttamenn séu á leiðinni yfir landamærin í suð-vesturhluta Rúanda lætur nærri að helmingur íbúa landsins hafi flúið en þar bjuggu um átta milljónir manna áður en stríðið braust út. Einhvers konar hernaðaríhlutun til að stöðva flóttamannastrauminn virðist vera eini kosturinn. Á landamærum Zaire og Rúanda er að eiga sér stað ólýsanlegur mannlegur harmleikur sem eingöngu er unnt að finna pólitíska lausn á. Þegar heimsbyggðin verður vitni að slíkum hörmungum reynir á sálarstyrk og siðferðisþrek manna. Sjónvarpsmynd- irnar skelfilegu má að sönnu forðast en mannleg reisn lýsir sér ekki síst í fórnarlund og kærleika gagnvart íneðbræðrun- um. Þá gildir einu hvar í heiminum þeir líða þjáningar sínar, ,sem aldrei verða skýrðar eða skilgreindar til fullnustu. Sífellt eru teknar nýjar og dýpri fjöldagrafir við landa- mærabæinn Goma í Afríkuríkinu Zaire. Enn og aftur eru óskiljanlegar byrðar lagðar á herðar þeirra sem enga vörn geta veitt. Á ný ríður á að heimsbyggðin grípi ekki til sjón- varps-fjarstýringarinnar og freisti þess þannig að þurrka út úr vitund sinni ólýsanlegar þjáningar hinna allslausu. FERÐALÖG HVAÐ ER í BOÐI UM VERSLUNAR- MANNAHELGINA? Nú styttist í verslunarmannahelgina, mestu ferðahelgí ársins. Útihátíðir verða um allt land með ýmsu sniði, bæði stórar og smáar. Sigurjón Pálsson hefur tekið saman yfirlit yfír hátíðir helgarinnar fyrir þá sem enn hafa ekki gert upp hug sinn hvert skal halda. VÍÐA verður hægt að fara um verslunarmannahelg- ina ef fólk vill frekar njóta hennar í samneyti við aðra en út af fyrir sig. Fjölskylduhá- tíðir verða mjög áberandi og enn fjölgar hátíðum, þar sem lögð er áhersla á bann við áfengisnotkun. Hver hátíðin á fætur annarri er að festa sig í sessi og sem dæmi má nefna Síldarævintýrið á Siglufirði og Víkurhátíð í Vík í Mýrdal. Það má helst telja nýtt um þessa verslun- armannahelgi að útidansleikur verð- ur í Húnaveri á vegum Kvikmynda- félags íslands hf. í samvinnu við Óháðu listahátíðina. Svæði, þar sem engin skipulögð dagskrá er, verða áfram vinsæl og telur Ómar Óskarsson hjá Austur- leiðum líklegt að vel á annað þúsund manns verði í Þórsmörk og nefnir Landmannalaugar sem dæmi um stað, þar sem hópur fólks muni koma saman. Undanfarin ár hefur fólk safnast saman svo hundruðum skiptir að Búðum á Snæfellsnesi, en þar verður svæðið lokað um þessa verslunarmannahelgi. Hér á eftir fer samantekt á helstu skipulögðu at- burðunum, sem verða um verslunar- mannahelgina, sem er frá föstudeg- inum 29. júlí til mánudagsins 1. ágúst: Suðurland Bindindismótið í Galtalækjar- skógi hefur verið vinsælt og dre'gið til sín Ijölda manns um árabil en íslenskir ungtemplarar og Um- dæmisstúka Suðurlands nr. 1 standa að henni. í ár verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá frá föstudags- kvöldi fram á sunnudagsnótt. Lækn- ir, hjúkrunarfólk og hjálparsveit verða á svæðinu. Hljómsveitin Karnival leikur, unglingahljómsveit- ir munu spila í kúluhúsi, Edda Björg- vinsdóttir og leikhópur með henni skemmta og þar fyrir utan verða Magnús Scheving, Hörður Torfason, Raddbandið og fleiri ávalt nærri. Bamadansleikur, kvöldvökur, flug- eldasýning og varðeldur skreyta mótið einnig. Algert áfengisbann er á svæðinu en aðgöngumiðar kosta 4.300 kr. fyrir 17 ára og upp úr, 3.800 kr. fyrir 13 til 17 ára en frítt er fyrir 12 ára og yngri. í Vík í Mýrdal verður Víkurhá- tíð. Þetta er fjölskylduhátíð, þar sem verður efnt til söngvakeppni fyrir böm og unglinga, farið í leiki, körfu- bolta og aðrar íþróttir. Hægt er að fara á hjólabáta, í silungsveiði, kíkja á útimarkað eða fara í hestaferðir. Árlegt landsmót hvítasunnu- manna verður haldið í Kirkjulækjar- koti i Fljótshlíð um verslunarmanna- helgina. Landsmótið er ú'ölskylduhá- tíð og þangað eru allir velkomnir. Hvítasunnumenn segja fjölda tjald- stæða vera á svæðinu með góðri aðstöðu. Öll neysla áfengis er stranglega bönnuð. Ekkert kostar inn á svæðið en greiða verður fyrir tjaldstæði. Samhliða landsmótinu er Barnamót ætlað bömum til 12 ára aldurs en það stendur yfir frá tíu á morgnana fram á kvöld. Á það kostar 1.800 kr. og er innifalið bolur, nesti og ýmislegt fleira. Boðið er upp á systkinaafslátt Þjóðhátíð í Eyjum verður að venju í Heijólfsdal. íþróttafélagið Þór sér um hátíðina í ár en þetta er í 120. skipti, sem hún er haldin. Á stóra danspallinum sjá SSSól og Vinir vors og blóma um fjörið, Bong verður á svæðinu og á Tjarnarsvið- inu verður Upplyfting auk fleiri hljómsveita. Meðal skemmtikrafta, sem munu sjá um dagskrá kvöldvak- anna eru Raddbandið, Magnús Ólafsson og Örvar Kristjánsson. Lögð verður áhersla á dagskrá fyrir börn og til að koma til móts við fjöl- skyldur á Þjóðhátíð verða sérstök tjaldstæði í Dalnum, afmarkaðar fjölskyldubúðir. Fastir dagskrárliðir á borð við bjargsig, brennu, flug- eldasýningu, varðeld og brekkusöng með Árna Johnsen mun ekki vanta. Verð inn á svæðið er 6.500 krónur. Hægt er að kaupa miða inn á svæð- ið og ferð með Heijólfi frá Þorláks- höfn út í Eyjar á kr. 8.600 og flug og miði með Flugleiðum er á kr. 10.990. Leiguflug Vals Andersens flýgur frá Selfossi og Bakka í Land- eyjum út í Eyjar og önnur flugfélög verða einnig með ferðir. Öll aðstaða á Kirkjubæjar- klaustri verður opin fyrir ferða- langa þótt ekki sé beinlínis um há- tíð að ræða að sögn Karls Rafnsson- ar hótelstjóra á Edduhótelinu. Tveir dansleikir verða haldnir og mun hljómsveitin Bergmál leika á laugar- dags- og sunnudagskvöld. Á laugar- deginum verður boðið upp á sitthvað fyrir krakka og um kvöld- ið sama dag verður varð- eldur og fjöldasöngur á tjaldstæðinu að Kleifum. Eins og um aðrar helgar verður einnig hægt að fara í ferðir í Laka, Eldgjá, Gnúpstaða- skóg, Skaftafellsfjöru, upp á Skála- fellsjökul og víðar. Á Kirkjubæjar- klaustri eru golfvöllur, sundlaug og hestaleigur, sem allt verður opið. Vesturland Heilunarhelgi verður haldin að Hellnum á Snæfellsnesi en fyrir henni stendur Snæfellsás. Snæfells- ásmót, sem haldið hefur verið á þessum stað um verslunarmanna- helgina undanfarin ár var haldið fyrr í sumar. Mótið núna verður því rólegt fjölskyldumót, opið öllu áhugafólki um mannrækt og heilun. Sæludagar í Vatnaskógi verða haldnir á vegum nokkurra starfs- hópa innan kirkjunnar. Þetta er í þriðja sinn, sem þessi hátíð er hald- in. Ymislegt verður á döfinni; kvöld- vökur, varðeldur, fræðslustundir, Fjölskylduhá- tíðir mjög áberandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 21 Tony Blair nýr leiðtogi Verkamannaflokksins Skipulögð hátíðarhöld u m v e r s lunarmannahelgina Galtalækun Bindindismót Fjðlskylduhátíð. Greiða þarf fyrir aðgang. Kirkjulækjarkot: Landsmót hvitasunnumanna (barnamót samhliða). Greiða þarf fyrir aðgang. Vík í Mýrdal: Víkurhátíð Fjölskylduhátíð. Fritt inn á svæðið. Kiikjubæjarklaustun Aðstaða fyrir fjölskyldur. Fritt inn á svæðið. Vestmannaeyjan Þjóðhátíð Greiða þarf fyrir aðgang. Vatnaskógun Sæludagar Fjölskylduhátíð. Greiða þarf fyrir aðgang. Hellnan Heilunarhelgi Mannrækt og heilun. Greiða þarf fyrir aðgang. Neskaupstaður: Neistaflug ’94 Bæjarhátíð. Fritt inn á svæðið. Eyjólfsstaðir: Fjölskylduhátíð með trúariegu ívafi. Greiða þarf fyrir aðgang. Húnaven Utihátíð Dansleikir í tjaldi, ýmsar hljómsveitir leika. Greiða þarf fyrir aðgang. Siglufjðrðun Síldarævintýri Fjölskyldu- og bæjarhátíð. Fritt inn á svæðið. Akureyri: Bæjarhátíð Fritt inn á svæðið. Gegn unglingadrykkju. Miðstéttarmaður endurnýjar vinstriöflin Tony Blair er aðeins 41 árs o g hefur verið þing- maður Verkamanna- flokksins í 11 ár en aldr- ei gegnt ráðherraemb- ætti enda hefur pólitísk eyðimerkurganga flokksins staðið yfir í 15 ár. Flokkurinn hefur ákveðið að Blair sé lík- legastur til að tryggja að þeirri göngu ljúki í næstu kosningum. Krislján Jónsson hefur kynnt sér feril og hug- myndir nýja flokksleið- togans CHERIE og Tony Blair. Eiginkona nýja leiðtogans er staðráðin í að láta ekki fjölmiðla þjóðnýta einkalíf fjölskyldunnar. Hún hefur ávallt þverneitað öllum óskum kosningastjóra um fallegar fjöl- skyldumyndir með börnunum. þrautakeppni, guðsþjónusta, fijálsar íþróttir og fleira. Sæludagar eru fyrir alla aldurshópa, þar sem úti- vist og skemmtun helst í hendur við boðskap kirkjunnar. Aðgangseyrir er 2.500 kr. og frítt fyrir börn yngri en 13 ára og fólk eldra en 67 ára. Sæludagarnir eru áfengislaus hátíð. Austurland Á Neskaupstað verður annað árið í röð haldin fjölskylduhátíð og ber hún nafnið Neistaflug ’94. Ferða- málaráð bæjarins stendur fyrir há- tíðinni, enginn aðgangseyrir er inn á svæðið og boðið upp á frí tjald- stæði. Hátíðin fer að mestu leyti fram í miðbænum og næsta ná- grenni frá síðdegi á föstudag fram á mánudagsmorgun. Meðal þeirra, sem troða upp, eru Bubbi Morthens, Geirmundur Valtýsson ásamt hljóm- sveit, Páll Óskar og milljónamæring- arnir auk fjölda annarra hljómsveita og ýmissa uppákoma eins og skemmtidagskrá á sunnudag, sem endar með varðeldi og flugeldasýn- ingu í Lystigarði bæjarins. Samtökin Ungt fólk með hlut- verk, sem starfa innan þjóðkirkjunn- ar, verða með mót á Eyjólfsstöðum, sem tileinkað er fjölskyldunni. Það ber yfirskriftina „Guð gerir alla hluti nýja - einnig þig.“ Ungl- ingar eru boðnir sérstak- lega velkomnir. Á Eyjólfs- stöðum, sem eru um 10 km sunnan við Egilsstaði rekur Ungt fólk með hlut- verk biblíuskóla. Mótsgjaldið er 2.000 kr., matur kostar 3.000 kr. og gisting inni er á kr. 1.800. Þeir sem vilja geta komið með eigin mat. Krakkar á aldrinum sex til tólf ára borga hálft gjald en ókeyp- is er fyrir yngri. Norðurland Kvikmyndafélag íslands hf. í samvinnu við Óháðu Listahátíðina standa fyrir útidansleikjum í Húnaveri. Þar koma fram hljóm- sveitirnar Jet Black Joe, Bubbleflies, T-World, Scope, Dos Pilas, Maus og 13-stripshow. Auk hljómsveitanna verða breskir Acid Jazz plötusnúðar og Maggi legó, Þossi og Robbi rapp að sögn Júlíusar Kemp forsvars- manns kvikmyndafélagsins. Stóru tjaldi verður stillt upp og inni í því fara útidansleikarnir fram. Júlíus segir lagt upp úr því að skapa góða stemmningu fyrir þá, sem gaman hafa af danstónlist. Veitingasala verður, salernisaðstáða er á svæð- inu, næg bílastæði og tjaldstæði, sem taka yfir átta þúsund manns að sögn Júlíusar. Utidansleikirnir verða kvikmyndaðir og eru partur af heimildarmynd, sem verið er að vinna um danstónlist á íslandi. Miðaverð er 3.500 kr. Boðið er upp á sætaferðir frá BSÍ. Fjölskylduhátíð verður á Akur- eyri. Boðið verður upp á fjölbreyti- lega dagskrá föstudag, laugardag og sunnudag. Meðal annars verður alls kyns keppni, leikir og íþróttir í tengslum við Kjarnaskóg, miðbæinn og sundlaugina. Dagskráin í mið' bænum stendur fram undir kvöld en þar verða ekki unglingadansleik- ir að sögn Magnúsar Más Þorvalds- sonar framkvæmdastjóra hátíðar- innar heldur í Dynheimum. Fyrir 16 til 20 ára verður dansleikur í 1929 og önnur danshús á Akureyri munu sjá þeim fullorðnu fyrir kvöld- skemmtun. Auk lögreglu mun Hjálparsveit skáta vera við eftirlit í bænum. Hátíðin notar átaksheitið Stöðvum unglingadrykkjuna. Síldarævintýrið á Siglufirði hef- _________ ur fest sig í sessi. Mikið er lagt upp úr heimaunnu efni í skemmtidagskránni en þó verða KK-band á svæðinu og Þúsund andlit. Allt, sem fer fram á úti svæðum bæjarins er endurgjalds- laust en yfirleitt verður selt inn á það, sem gerist innandyra enda er það ekki á vegum bæjarins. Síldar- ævintýrið er hugsað sem fjölskyldu- hátíð með menningarlegu ívafi. Að sögn Theodórs Júlíussonar fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar verður eftirlit með unglingadrykkju og unglingum yngri en sextán ára, sem ekki eru í fylgd með fullorðnum verður ekki hleypt inn á svæðið, Tjaldstæði eru næg, bæði utan við bæinn og eins á opnum svæðum inni í bænum og verður að greiða fyrir notkun á þeim. Ævintýrið hefst fimmtudagskvöld þegar Spaugstofa Siglufjarðar, Fílapenslar, skemmta á Hótel Læk. Alla helgina verða síðan ýmiss konar leiksýningar, hljómleik' ar, dansleikir og rifjuð upp stemmn ing síldaráranna á Sigló. Útidansleikir í Húnaveri kvikmyndaðir ÝKJÖRINN leiðtogi breska Verkamanna- flokksins, Tony Blair, hyggst ekki ganga á hólm við íhaldsflokkinn með gömul slagorð stéttabaráttunnar að vopni. Lögfræðingurinn Blair gekk í einka- skóla í Edinborg, síðar í Oxford- háskóla og verður seint sakaður um vinstrikreddur. Hann þykir líklegur til að halda markvisst áfram á vegi hægrisnúnings sem fetaður hefur verið í Verkamannaflokknum síð- asta áratuginn þótt verkalýðsfélögin hafi reynt að spyrna við fótum. Kosið verður til breska þingsins í síðasta lagi 1997. „íhaldsmenn hafa ef til vill tvö ár til að reyna að grafa undan þess- ari grimmilegu sókn sem hefur að markmiði að vinna fyrrverandi íhalds- kjósendur á sitt band“, sagði hægri- blaðið The Daily Telegraph í forystu- grein fyrir skömmu um yfirvofandi valdatöku Blairs í Verkamanna- flokknum. Blaðið bætti því við að þetta yrði ekki auðvelt vegna þess hve Blair væri „heillandi persóna, greindur og heiðarlegur". Blair hlaut 57% atkvæða í for- mannskjörinu í gær, John Prescott, sem er orðhvatur alþýðumaður og ekki langskólagenginn, fékk 24% og starfandi formaður eftir andlát Johns Smiths, Margaret Beckett, 19%. Fjórar milljónir flokksmanna höfðu atkvæðisrétt. Þótt þátttakan væri innan við 25% benti Blair rétti- lega á að óbreyttir flokksmenn hefðu að þessu sinni haft meiri áhrif en áður hefði þekkst í leiðtogakjöri hjá vestur-evrópskum stjómmálaflokki. Nýi leiðtoginn boðar hófsama markaðshyggju í efnahagsmálun- um, forðast að tala um bein ríkisaf- skipti af atvinnuvegunum, hvað þá þjóðnýtingu, en leggur mesta áherslu á að flokkurinn muni veita foiystu í siðferðislegum skilningi og taka með öðrum og markvissari hætti á félagslegum vandamálum en íhaldsmenn. Vatnaskil Blair ræðir gjarnan um „lög og reglu“ og hefur í sumum málum verið svo langt til hægri að íhalds- menn gera vart betur (eða verr) og margt bendir til að með kjöri hans verði vatnaskil í breskum stjórnmál- um. Hann hefur verið talsmaður flokksins í innanríkismálum og vill að tekið verði hart á glæpum en bætir að vísu við „og jafn hart á orsökum glæpa“. Hann er sjálfur miðstéttarmaður að uppruna og skil- ur vel ótta og reiði fólks úr þeim röðum vegna glæpaöldunnar sem verður æ öflugri og lögreglan virðist ráðalaus gegn. Hann höfðar til sama hóps með trú sinni en Blair er kirkju- rækinn Skoti og börn hans ganga í sunnudagsskóla. Tortryggnir fréttaskýrendur af hægrivængnum í Bretlandi reyna stöðugt að finna höggstað á þessum óvenjulega andstæðingi. Hann hefur gripið mörg stefnumál íhaldsflokks- ins á lofti og gert þau að sínum með þeim orða- lagsbreytingum sem nauðsynlegar eru til að styggja ekki um of vana- fasta flokksmenn. Um Evrópumálin, sem valdið hafa djúpum klofningi meðal íhalds- manna, segir hann að Bretar eigi að leggja fram uppbyggilegan skerf til samstarfsins en jafnframt að hann muni veija breska hagsmuni. Ekkert er þar á ferð sem hrellt get- ur venjulegt miðjufylgi og í þessu sem öðru reynir Blair að gefa ekki loforð sem erfitt yrði að standa við. Tilburðir hægrimanna eru oft ör- væntingarkenndir. Það sem helst er notað er að Blair sé reynslulaus, hann hefur aldrei gegnt ráðherra- embætti, einnig er bent á að yfirlýs- ingar hans séu oft loðnar og mót- sagnakenndar, erfitt sé að henda reiður á því hvernig hann hyggist hrinda baráttumálum sínum í fram- kvæmd. Háttvirtir kjósendur þurfa vart að leita lengi til að finna sömu galla hjá ýmsum íhaldsleiðtogum. Sjálfur segist Blair vera hug- myndafræðilegur frændi Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta sem reynt hefur að þvo stimpil bruðls og of- stjórnaráráttu af demókrataflokkn- um. Illgjarnir andstæðingar saka reyndar Blair um að hafa lært þann ósið af Clinton að leitast ávallt við að þóknast öllum í senn og það muni koma honum í koll ef hann nái völdum. Blair hefur einkum reynt að læra af stíl forsetans, reynir mjög að skírskota til unga fólksins án þess „Gamla vinstristefnan beið ósigur“ þó að háma í sig skyndibita og blása í saxófón fyrir framan myndavélarn- ar. Á námsárunum var Blair aðal- söngvari í rokkhljómsveit og er nú ,, mikill aðdáandi sveitarinnar R.E.M.' Hann forðast of mikla formfestu og gætir þess að hárið sé hæfilega hirðuleysislegt þegar við á. Félagshyggjuviðhorf Eitt af algengustu hugtökum Bla- irs er „community“ eða samfélagið. Hann boðar þó ekki endilega hefð- bundna velferðarstefnu heldur sam- félaghyggju þar sem markmiðið sé ábyrgðartilfinning samfara reisn einstaklingsins. „Gamla vinstri- stefnan beið ósigur vegna þess að of mikil áhersla var lögð á ríkisaf- skipti og hagsmunagæslu," segir Blair í viðtali nýverið. „Og nýja hægristefnan hefur mistekist vegna þess að boðberar hennar rugla sam- an þörfinni á öflugu markaðshag- kerfl og ruddalegri einstaklings- hyggju sem í réynd gerir fólki ekki kleift að komast af og njóta hag- sældar í heimi þar sem markaðsað- stæður eru að breytast“. Eiginkona með pólitíska fortíð Eiginkona Blairs er Cherie Blair, fertugur lögfræðingur og sérfræð- ingur í launþegarétti. Hún hlaut kaþólskt uppeldi, er fædd í Liver- pool og dóttir þekkts sjónvarpsleik- ara af írskum ættum, Tonys Booth. Cherie Blair er sögð afar ákveðin og fluggreind, var mikill námsmað-' ur. Hún er stundum talin hlédræg en rifjað hefur verið upp að hún bauð sig fram til þings í vonlitlu kjördæmi fyrir Verkamannaflokkinn í Kent 1983. Hún tapaði en eigin- maðurinn var í sömu kosningum kosinn á þing í Durham. Er fullyrt að þau hafi samið um það sín í milli að sá eða sú sem fyrr næði árangri í stjórnmálum myndi njóta algers stuðnings makans. Vinir þeirra segja að hjónin hafi deilt uppeldi og hús- verkum í sátt og samlyndi og er eiginkonan talin eiga þar mestanr þátt, hún er sögð skipuleggja og nýta tímann vel. Cherie Blair er sögð lítt hrifin af samanburði við Hillary Clinton for- setafrú, hyggst ekki verða í sviðs- ljósinu á sama hátt og hún en veija einkalíf sitt og þriggja barna eftir mætti fyrir átroðningi fjölmiðla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.