Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 40
Jlewu&t -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KKINGLAN I 103 REYKIAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, FÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 86 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skoraði 5 mörk TÍUNDA umferð á íslands- mótinu í knattspyrnu sem leikin var í gærkvöldi varð söguleg því af sautján mörkum sem skoruð voru í umferðinni skoraði Sumarliði Arnason fimm mörk í sigurleik IBV í Vestmanna- eyjum gegn Þór á Akureyri. Það hefur ekki gerst frá árinu 1985 þegar Halldór Askelsson, Þór, skoraði fimm mörk í leik gegn FH. ÍBV vann leikinn 6-1, ■ Íslandsmótið/Dl-D3 Magnús Kristinsson um ljósleiðara Strengrir- inn verð- ur færður ÚTGERÐARMENN í Vestmanna- eyjum funduðu í gærkvöldi með fulltrúum Pósts og síma vegna lagningar ljósleiðarastrengs á hefð- bundinni togslóð við Vestmannaeyj- ar. Að sögn Magnúsar Kristinsson- ar, talsmanns útgerðarmanna, er alveg ljóst að strengurinn verði færður næsta sumar, enda sé ekki hægt að tryggja rekstraröryggi hans verði það ekki gert. Magnús segir að á fundinum hafí útvegsmenn gefið fulltrúum Pósts og síma upplýsingar um botn- lagið á veiðislóð og lagt fyrir þá tillögur sínar um nýja staðsetningu strengsins. Hann segir á næstu vik- um muni Póst- og símamálastjóri kynna sjómönnum nákvæma legu strengsins. ■ Kostnaður ekki ljós/4 A Davíð Oddsson forsætisráðherra um Island o g Evrópusambandið Ekkert hefur gerst sem réttlætir breytta stefnu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær, að afloknum fundi með utanríkismála- nefnd Alþingis, að ekkert hefði gerst á undanförnum dögum eða vikum sem réttlætti breytingu á stefnu íslendinga gagnvart Evr- ópusambandinu. Það lægi líka fyrir af hálfu ESB að ný aðildarríki yrðu ekki tekin inn í sambandið fyrr en að aflokinni ríkjaráðstefnu, sem á að hefjast 1996 en myndi hugsan- lega ekki ljúka fyrr en 1998. Fundir með ESB í næstu viku fundar forsætisráð- herra með forsvarsmönnum ESB í Brussel og sagði hann að meginum- ræðuefni þeirra funda yrðu tvö. Annars vegar hvemig tryggja mætti að íslendingar héldu tolla- fríðindum sínum hjá þeim EFTA- ríkjum sem líklega munu gerast aðilar að ESB á næsta ári og hins vegar breytingar á stofnanakerfi EES þegar og ef EFTA-ríkjunum í EES fækkar. Forsætisráðherra sagðist hafa viljað tryggja að sjónarmið hans varðandi stefnuna gagnvart ESB nytu stuðnings í utanríkismálanefnd áður en hann héldi til Brussel. Mikilvægt veganesti til Brussel „Ég vildi ekki fara til þessa fund- ar í Brussel nema vita það að þau sjónarmið sem ég hef uppi í þessu máli hafi stuðning í utanríkismála- nefnd, er allir flokkar eiga aðild að. Það kom glöggt fram á þessum '^■h'undi að utanríkismálanefndin sem heild styður þessi sjónarmið mín og það tel ég afskaplega mikilvægt veganesti," sagði Davíð Oddsson. Hann tók fram að með EES- samningnum hefðu íslendingar náð fram -öllum þeim efnahagslegu Morgunblaðið/Golli DAVÍÐ Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson með utanríkismálanefnd Alþingis í gær. hagsmunaatriðum sem fengjust með ESB-aðild án þess þó að þurfa að afsala sér yfirráðum yfir helstu auðlind sinni, fiskimiðunum. Enginn útilokar aðild í framtíðinni Forsætisráðherra sagði mikil- vægt að hvergi hefði komið fram að skilmálum Rómarsáttmálans um sameiginlega fískveiðistefnu hefði verið breytt eða að til stæði að breyta þeim. „Hitt er annað mál að það hafa allir sagt, bæði ég og aðrir, að það hefur enginn útilokað það að aðild að ESB kæmi til í einhverri framtíð. ESB breytist ár frá ári og það er enginn sem útilok- ar slíka aðild. Það er ekkert sem kallar á það núna, í einhverju óða- goti, að nú eigi menn að fara að snúa við blaði.“ Ekkert liggur á Ekkert lægi heldur á, sagði for- sætisráðherra, þar sem ljóst væri að ekki yrðu tekin inn ný ríki fyrir ríkjaráðstefnu ESB, sem á að hefj- ast 1996. „Það hefur ekkért gerst á síðustu vikum eða dögum, sem réttlætir neina breytingu á stefnu íslands ... Það er engin sérstök tímapressa uppi núna því að það vita allir að það verða ekki tekin inn ný ríki í ESB fyrr en eftir þá ríkjaráðstefnu, sem haldin verður.“ Davíð sagði það ljóst, m.a. af fundargerðum, að íslendingar ættu ekkert opið tilboð um aðild. Það væri misskilningur. „Það liggur því ekkert á. Það hefur ekkert gerst. Þetta upphlaup núna er óþarft. ís- lendingar tapa engum rétti og ís- lendingar eru ekki að einangrast. Það er mjög mikilvægt að fólk fái ekki þá tilfinningu." ■ Utanríkismálanefnd /4 Morgunblaðið/Sverrir Fjölsóttir tónleikar á Ingólfstorgi FJÖLSÓTTIR tónleikar voru haldnir fyrir ungu kynslóðina í gærkvöldi á Ingólfstorgi. Voru þeir lialdnir undir nafninu Bíla- rokk til þess að beina sjónum að ungu fólki og umferðarmálum og telur lögreglan að nær 5.000 unglingar hafi heimsótt torgið. Lögreglan á miðbæjarstöðinni segir að tónleikarnir hafi farið vel fram og hafi lítil sem engin ölvun verið á staðnum. Kaupendur Verkamannabústaða í Reykjavík Greiðslubyrði lána er að sliga marga ERFITT þjóðfélagsástand og aukin greiðslubyrði hefur valdið því að kaupendur verkamannabústaða í Reykjavík eiga margir hveijir sífellt erfiðara með að standa í skilum að sögn Guðrúnar Kr. Óladóttur, sem á sæti í húsnæðisnefnd Reykjavíkur. Með laga- breytingu árið 1990 var fyrning á yngri íbúðum en tuttugu ára hækkuð úr 1% í 1,5% á ári og úr 0,75% í 1% á ári ef hún er eldri en það. Guðrún segir þetta vera töluvert miklar fyrningar, sem komi niður á kaupendum en hafi verið ein leið til að fjármagna kerfið. Greiðslubyrði jókst um 30% í mars á síðasta ári „Þeir sem eru í dýrari íbúðum núna með þessa fyrningu, hækkaða vexti og lækkandi tekjur eru margir hveijir komnir í mikil vandræði, vegna þess að vextirnir hækkuðu úr 1% í 2,4% í mars 1993 en það er hækkun á greiðslubyrði um 30%,“ segir Guð- rún. Hún segir að önnur ákvörðun, sem tekin var í fyrra, hafi einnig komið fólki illa. Ef fólk fari yfir viðmiðunarmörk í tekjum hækki vextir í 4,9%. „Og auðvitað gerist þetta á mjög slæmum tíma í þjóðfélag- inu,“ segir Guðrún. Vextirnir eru af lánum fyrir 90% af kaupverði íbúðanna, sem Húsnæðisstofnun veitir til 42 ára. Reynt að aðstoða fólk með skammtímalausnum Guðrún segir að reynt sé að hjálpa fólki, sem lend- ir í vandræðum, bæði með því að bjóða upp á flutning í ódýrari íbúðir og með því að fresta lánum, sem sé þó aldrei annað en skammtímalausn. í félagslega kerfinu í Reykjavík eru um þrjú þúsund íbúðir. Á hveiju ári er úthlutað nýjum og endurseldum íbúðum til á fimmta hundrað manns, þar af um 150 nýjum íbúðum að sögn Guðrúnar og er eftirspurnin mun meiri en framboð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.