Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR llrakfalla- saga hvalveiða HVALUR dreginn að landi. BÆKUR Alþjöðasamskipti SCIENCE, SANCTIONS AND CETACEANS - Ice- land and the Whaling Issue Höfundur: Jóhann Viðar ívarsson. Útgefandi: Alþjóðamálastofnun Há- skóla íslands, 1994.239 bls. 2.520 kr. í FEBRÚAR 1983 samþykkti Alþingi íslendinga með einu atkvæði bann Alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveiðum. Voru snarpar deilur um málið á þingi, sem gengu þvert á flokksbönd. Þar tókust þeir meðal annars á Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra, sem vildi mót- mæla banninu, og Halldór Ásgríms- son, síðar sjávarútvegsráðherra og arftaki Steingríms í Framsóknar- flokknum, sem vildi, að bann Al- þjóðahvalveiðiráðsins yrði virt. Fóru leikar þannig, að Halldór sigraði. í raun var Steingrími og ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens þvert um geð, að Alþingi skipti sér af málinu. Töldu ráðherrar, að ríkisstjómin gæti tekið ákvörðun um fyrirvara íslands gagnvart hvalveiðibanninu. Þing- menn vom á öðm máli og höfðu betur, enda byggist íslenskt stjóm- arfar á þingræði. Með vísan til sam- þykktarinnar 1983 verða hvalveiðar ekki hafnar að nýju frá íslandi nema með samþykki Alþingis. Meirihluti þingmanna verður að falla frá banni við hvalveiðum. Fjögur ríki, Japan, Noregur, Perú og Sovétríkin, andmæltu hvalveiði- banninu. Vegna. þeirra mótmæla telja Norðmenn sig hafa lagalegan rétt til að veiða hrefnu. Við vomm í annarri stöðu en þeir að þessu leyti innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og sögðum okkur úr því um mitt ár 1992. Var það meðal annars gert á þeirri forsendu, að Norðmenn og Japanir myndu líklega sigla í kjölfarið. Þá var gefið til kynna, að Alþjóðahvalveiðiráðið væri deyj- andi stofnun. Halldór Ásgrímsson beitti sér fyrir stofnun samtaka þjóða við Norður-Atlantshaf, NAMMCO, sem talið var, að gætu komið í stað Alþjóðahvalveiðiráðs- ins og uppfyllt það skilyrði hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að hvalveiðar séu aðeins stundaðar með vísan til ákvarðana viðeigandi ljölþjóðlegra stofnana. Vandinn er hins vegar sá, að NAMMCO flallar til dæmis ekki um hrefnur og dugar okkur því skammt í þessu efni. Alþjóðahvalveiðiráðið lifir hins veg- ar góðu lífi með Norðmenn og Jap- ani innan dyra. Þrátt fyrir hvalveiðibannið, heim- iluðu íslensk stjómvöld svonefndar vísindaveiðar á hvölum, eftir að Halldór Ásgrímsson var orðinn sjáv- arútvegsráðherra í maí 1983. Vöktu veiðarnar hörð andmæli frá Green- peace, sem hvöttu til viðskiptabanns á íslenskar fiskafurðir, einkum í Þýskakalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá tilkynnti Bandaríkja- stjóm að samkvæmt bandarískum lögum yrði lagt fyrir forseta Banda- ríkjanna að grípa til efnahagsþving- ana gagnvart íslandi vegna hval- veiðanna. í tíð Steingríms Her- mannssonar sem utanríkisráðherra 1987 til 1988 var þá hótað að slíkar þvinganir myndu bitna á aðild ís- lands að NATO. Fór þó svo eftir að Steingrímur var orðinn forsætisráð- herra haustið 1988, að hann greip fram fyrir hendur á Halldóri sjávar- útvegsráðherra og Jóni Baldvini Hannibalssyni, nýorðnum utanríkis- ráðherra, og gaf til kynna í október 1988, að líklega væri best fyrir ís- lendinga að hætta þessum vísinda- hvalveiðum, Var Jón Baldvin í sama mund að sannfæra George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um hið gagnstæða í Washington. Þegar Halldór Ásgrímsson var í op- inberri heimsókn í Þýskalandi í apríl 1989, skýrði hann frá því, að engar vísindahvalveiðar yrðu stundaðar frá íslandi sumarið 1990. Lögðust þá hvalveiðar niður frá íslandi. Þessa skrýtnu sögu alla rekur Jóhann Viðar ívarsson skilmerki- lega í bók sinni Science, Sanctions and Cetaceans en þýðandi hennar á ensku er Jeffrey Cosser. Sagan ber þess merki, að íslendingar hafi verið reikulir í rásinni við gæslu hvalveiðihagsmuna sinna á alþjóða- vettvangi. Þeir létu fljótt undan þrýstingi og oftar en einu sinni fór Halldór Ásgrímsson til Bandaríkj- anna og samdi þar við ráðamenn um það, hve marga hvali skyldi veiða i vísindaskyni. Báru þær við- ræður meira pólitískt yfirbragð en vísindalegt. Höfundur fellir ekki dóma í frá- sögn sinni og leitast við að draga fram höfuðþætti. Til marks um árangur í baráttunni fyrir viður- kenningu á rétti til hvalveiða hefði mátt geta um samþykkt á þingi Evrópuráðsins haustið 1993, sem var í anda ályktunar umhverfísráð- stefnunnar í Ríó en gekk lengra til móts við sjónarmið hvalveiðiþjóða. Almenn kynning á málstað hval- veiðiþjóðanna hefur skilað árangri, ekki síst gagnvart stjórnmálamönn- um, sem átta sig á því, að þeir verða marklausir, ef þeir neita bæði að viðurkenna lagalegan rétt og vís- indalegar niðurstöður. Hið sama virðist gilda um samtök eins og Greenpeace, sem geta auðvitað ekki notið trausts, bijóti barátta þeirra bæði gegn lögum og vísindum. Sjást merki um það innan Alþjóðahval- veiðiráðsins, að þar verði ekki lagst gegn hvalveiðum undir ströngu eft- irliti á norðurhveli jarðar. Hefur Bandaríkjastjóm tekið forystu um stefnumótun, sem hnígur í þessa átt. Frá því að Alþingi samþykkti bannið við hvalveiðum 1983, hefur baráttan fyrir því að hefja slíkar veiðar héðan að nýju verið klaufa_- leg, svo að ekki sé meira sagt. Á tímabili var meira að segja látið í veðri vaka, að íslendingar myndu fórna öryggishagsmunum sínum til að geta brotið alþjóðlegt bann, sem þeir höfðu sjálfir samþykkt! Þessa hrakfallasögu alla ætti ekki síður að segja á íslensku en ensku og mætti íslenska útgáfan vera ítar- legri en sú enska í þeirri von, að einhveijir kynnu að læra af henni, hve mikilvægt er að huga vel að öllum ákvörðunum um framgöngu á alþjóðavettvangi. Björn Bjarnason Léttviðr- islegt popp TÓNLIST Popptón list ÞÚSUND ANDLIT Fyrsta breiðskífa Þúsund andlita, samnefnd sveitinni. Liðsmenn eru Ari Einarsson, Birgir J. Birgisson, Cecilía Magnúsdóttir, Eiður Amar- son, Jóhann Hjörleifsson og Sigrún Eva Ármannsdóttir. Spor gefur út. 41,16 mín., 1.999 kr. ÞÚSUND andlit hafa starfað um j hríð og gert út á dansiballamarkað- inn með góðum árangri. Hljómsveit- in hefur enda á að skipa einni helstu dægurlagasöngkonu landsins, Sig- rúnu Evu Ármannsdóttur, og fímum popplagasmiðum. Tónlistin er og í samræmi við þann markað sem stefnt er inn á; léttviðrislegt popp og grípandi lög. Breiðskífan sem hér er til umræðu er fyrsta skífa Þúsund andlita, en áður hafa komið út með sveitinni lög á ýmsum safn- ) plötum. Tónlist Þúsund andlita á að vera létt og grípandi, eins og áður er rakið, og ekki ber að gera til henn- ar kröfur um dýpt og frumleika, en þó verður að segjast eins og er að sum laganna eru það létt að hlust- andi fær leið á þeim eftir eina hlust- un. Önnur eru þó fagmannlega sam- an sett og prýðis popplög. Þúsund andlit hafa ýmis stílbrigði á valdi sínu og Sigrún Eva bregður | sér í ólík gervi eftir því sem við á. Þetta er að mörgu leyti kostur sveit- arinnar, en einnig galli því erfítt er að greina hverslags hljómsveit Þús- und andlit eiginlega er.Á nýjustu lögunum má þó heyra að það er ýmislegt í pokahorninu hjá Þúsund andlitum og því ekki við öðru að búast að sveitin eigi eftir að halda s, velli og senda frá sér fleiri breiðskíf- ur. Árni Matthíasson } ATRIÐI úr Krákunni með Brandon Lee. Krákan flýgur í anda Jenny Lind KVTKMYNPIR Laugarásbíó/Borg- arbíó Akureyri KRÁKAN„THECROW“ ★ ★ Vl Leikstjóri: Alex Proyas. Framleið- endur: Edward R. Pressman og Jeff Most. Handrit: David D. Schow og John Shirley eftir sögu James O’Barr. Aðalhlutverk: Brandon Lee, Sophia Shinas. Miramax. 1994. Bíómyndir verða eftirminnilegar fyrir margra hluta sakir m.a. þegar þær eru síðustu myndir ungra og efnilegra leikara. Þannig mynd er Krákan því stjarna hennar, Brandon Lee, lést þegar hann varð fyrir slysaskoti við gerð hennar. Hann var sonur Bruce Lee, sem einnig dó kornungur maður þegar heimsfrægðin var á næsta leiti. Óvíst er hvað Brandon hefði náð langt en þær örfáu myndir sem hann lék í sýna að hann átti fram- tíð vísa í bíómyndum. Krákan er hefndartryllir í leik- stjórn Alex Proyas sem blandar saman þáttum úr Dauðaósk Mich- ael Winners, myrku og drungalegu stórborgarumhverfi Gothamborgar í „Batman" og góðri hasarblaða- sögu þar sem dularfull næturvera er á sveimi og sér til þess að réttlæt- ið nái fram að ganga. Bæði sagan og umhverfið vísa til B-mynda stíls- ins en kannski meira til hasarblaða- menningarinnar því umhverfið, sem er háskaleg Detroitborg um nótt í ótilgreindri framtíð, og aðalpersón- an, hin dularfulla næturvera, eru eins og klippt útúr hasarblaði. Það sama á við um samtöl og aukaper- sónur alveg upp í foringja óþjóða- lýðsins. Þetta er heimur þar sem aldrei lýsir af degi heldur ríkir eilíf nótt og sálarástand persónanna er í góðu samræmi við það. Proyas og handritshöfundarnir nota stílinn myndinni frekar til framdráttar en hitt svipað og Sam Raimi gerði við „Darkman" og tekst að gera úr henni hina bærilegustu skemmtun. Þig langar til að fletta þessari mynd. Andrúmsloftið er þunglyndislegt og drungalegt, sjón- arhornin í kvikmyndatökunni ýta undir hasarblaðaformið og Lee, sem leikur hina sárþjáðu næturveru sem risin er frá dauðum ári eftir að fjór- ir óþokkar myrtu hann og kær- ustuna hans, þjónar sögunni vel sem ódrepandi hefndarengill. Fylgi- fiskur hans og stundum augu er kráka ein mikil sem tengist goðsögn myndarinnar um hlutverk krákunn- ar í sálarflakki látinna manna sem eiga óuppgerðar sakir við jarðlífið. Það sést um miðbik myndarinnar að kvikmyndagerðarmennirnir hafa orðið að beita nokkru hugviti til að fylla út í myndina án Brandons. Þá er sögumanni myndarinnar of- aukið. En menn sjá til þess að nóg sé af hasar og skotbardögum til að bera frásögnina áfram og Krákan virkar sem ágætis afþreying. Arnaldur Indriðason TÓNLIST Norræna húsiö SÓPRAN OG GÍTAR Susanna Levonen og Þórólfur Stefánsson SÆNSKI næturgalinn - Jenny Lind - fædd í fátækt, ólst upp í fátækt, í einu stökki upp á óperu- sviði Evrópu og 20 ára heiðursmeð- limur sænsku tónlistarakademíunn- ar. Eftir sigra í óperuhúsum heims- ins sneri hún baki við óperunni og söng eingöngu á tónleikum og í kirkjulegum verkum. H.C. Ander- sen, F. Mendelssohn og Fr. Chopin voru meðal þeirra sem dáðu persónu hennar og rödd sem sagt er að hafí náð óvenju vítt um raddsviðið og að röddin hafi verið óvenju létt og litrík. Þetta gerðist fyrri hluta 19. aldar og dettur manni í hug rödd Ernu Sack, sem tókst að hljóðrita og einstöku sinnum heyrðist í hljóð- varpi. Söngkona kvöldsins, Susanna Levonen (finnsk að ég held) birtist í kjól sem minnti á myndir af Jenny Lind og á hælum hennar gítarleikar- inn Þórólfur Stefánsson sem að mér skilst er búsettur í Svíþjóð. Fyrir tillstilli norræna menningarsjóðsins eru þau á tónleikaferð um Norður- lönd. Susanna Levonen er enn ung að árum og á eftir langan þroskafer- il, vonandi, rödd hennar er litfögur, ung og vantar enn öryggi á jaðar- sviðum raddarinnar, sérstaklega ber þá á því í hæðinni. En Susanna er músíkölsk og meðferð hennar á verkefnum kvöldsins einlæg og stundum mjög fallega mótuð. Fyrri hluti söngskrárinnar var eftir nor- ræna og þýska höfunda, þar sem upp úr stóðu kannske lögin eftir Grieg og Mendelssohn, sérstaklega Der Mond. Tvö ísl. lög voru á efnis- skránni, bæði eftir gítarleikarann, Þórólf Stefánsson, við ljóð eftir Gyrði Elíasson, því miður ekki mjög minnisstæð lög fyrir annað en að söngkonan náði íslenska textanum merkilega vel. Síðari hluti efnis- skrárinnar voru verkefni eftir ítölsk, brasilísk og spænsk tónskáld og þó margt væri fallega gert vantaði stundum safan í brasilísku og spænsku verkin. En í Kavatínunni úr Rakaranum sýndi Susanna að Rossini liggur henni nær. Þórólfur fylgdi söngvaranum vel á gítarinn sinn, fínlega músíkalskur, en erfitt að segja mikið um hann sem gítar- leikara þrátt fyrir stutt einleiksverk eftir Manuel de Falla. Frekar fátt var gesta á tónleikunum og má þar víst fótbolta um kenna, en aðeins 10 karlar voru teljanlegir á téðum tónleikum. Ragnar Björnsson í i i 1 i t i I f; i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.