Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 5
FRÉTTIR
Baldur Svavarsson veiddi 9
punda urriða á spón í Urðar-
fossi í Laxá í Mývatnssveit á
dögunum. Þetta er sá stærsti
sem fregnir eru um í sumar.
Silungs-
veiði á
góðu róli
SILUNGSVEIÐI hefur víðast hvar
gengið mjög vel það sem af er sumri,
þótt á þeim miðum sé aldrei á vísan
að róa.
Þó verður að segjast eins og er,
að urriðaveiðin í Laxá í Mývatns-
sveit hefur verið fremur dræm að
undanförnu. Að sögn Hólmfríðar
Jónsdóttur veiðivarðar að Arnar-
vatni er það ekki vegna fiskleysis,
heldur einhvers sem menn þekkja
ekki. „Fiskurinn er þarna, en sinnir
ekki tilraunum veiðimanna. Þetta
gæti stafað af því að hann er í ein-
hvetju æti sem menn átta sig ekki
á,“ sagði Hólmfríður. Þrátt fyrir allt
eru menn að reyta upp vænan fisk
og mikið er af pattaralegum undir-
málsfiski. Um 800 silungar hafa
verið færðir til bókar og telur Hólm-
fríður að það sé 2-300 fiskum minna
heldur en í fyrra. „Það er illa bókað
hjá okkur í ágúst og þó höfum við
lækkað verðið. Samdrátturinn í þjóð-
félaginu kemur við okkur rétt eins
og laxveiðileyfishafanna," sagði
Hólmfríður.
Góð hrota í Laxárdal
„Það hefur verið ágæt veiði síðan
á sunnudag, 20 til 30 fiskar á dag,
ágætir fiskar, en þó aðeins smærri
að jafnaði heldur en fyrr í sumar.
Fram að því hafði þetta þó verið
dauft nema í byijun er veiðin opn-
aði. Þá veiddist iíka vel,“ sagði Jó-
hanna Magnea ráðskona í veiðihús-
inu að Rauðhólum í Laxárdal, á
neðri hluta urriðasvæðis Laxár. Jó-
hanna sagði um 350 fiska komna á
land, en það segði naumast nema
hálfa söguna, því mjög illa hefði
verið bókað í ána í sumar.
Hér og þar...
Frést hefur af hópum sem hafa
farið á Arnarvatnsheiði og hefur
veiði verið góð í mörgum tilvikum.
Mest hefur sóknin verið í Arnarvatn
stóra og Úlfsvatn eins og fyrri dag-
inn, en menn hafa verið að fá góðan
afla víðar, svo sem í Grunnuvötnum
og Arnarvatni litla.
Þeir stærstu eru jafnan stærri í
Veiðivötnum á Landmannaafrétti og
þar hafa verið góð skot í allt sum-
ar. Stærstu fiskar sem Morgunblað-
ið hefur frétt af voru 10 pund, einn-
ig eitthvað af 7, 8 og 9 punda.
Hraunsvötn eru drýgst með stórfisk-
inn. Þórisvatn hefur gefið vel og fisk-
ur verið vænn og góður, 1-4 pund.
Algengt hefur verið að menn séu
að fá 10 til 30 fiska á dag. Góð
skot hafa einnig verið í Kvíslaveitum
eftir því sem komist verður næst.
Héraðsdómur Reykjavíkur fellir úrskurð í máli tveggja stofnenda Stöðvar 2
Eiga inni samtals 24 milljónir kr.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær íslenska útvarpsfélag-
ið til að greiða samtals 24 milljónir
króna vegna starfslokasamninga
sem gerðir voru við tvo af stofnend-
um fyrirtækisins, Hans Kr. Árnason
og Olaf H. Jónsson.
í samningunum, sem gerðir voru
eftir að Hans og Ólafi var sagt upp
störfum hjá fyrirtækinu í lok ágúst
1990, var ákvæði byggt á ráðning-
ar- og starfskjarasamningi þeirra
um að greiða skyldi hvorum þeirra
'/a af hagnaði af rekstri félagsins
árin 1991 til 1993 sem yrði umfram
20% arð af framreiknuðu viðbótar-
hlutafé, miðað við ákveðið hámark.
Fyrir eða eftir skattalegt tap
Síðar risu deilur um efndir samn-
ingsins. Stofnendurnir töldu að frá
afkomu fyrirtækisins eins og hún
kæmi fram í endurskoðuðum árs-
reikningi skyldi ekki draga upp-
safnað tap, sem var fy.rir hendi um
áramótin 1990-1991, áður en
ágóðahlutur til þeirra yrði reiknað-
ur.
íslenska útvarpsfélagið hélt því
á hinn bóginn fram að reikna bæri
fyrirtækinu tekjuskatt án tillits til
áhrifa hins uppsafnaða skattalega
taps sem til var í fyrirtækinu áður
en ágóðahlutdeild til stofnendanna
yrði reiknuð.
í niðurstöðum Héraðsdóms
Reykjavíkur, sem Arngrímur ísberg
héraðsdómari kvað upp ásamt með-
dómendunum Sigurði H. Pálssyni
og Lárusi Finnbogasyni, löggiltum
endurskoðendum, segir að útreikn-
ing á ágóðahlutdeild skuli hveiju
sinni byggja á endurskoðuðum árs-
reikningi eins og hann er samþykkt-
ur á aðalfundi en ekki leggja til
grundvallar aðra hagnaðarfjárhæð
en þar komi fram.
Því voru kröfur stofnendanna
teknar til greina og íslenska út-
varpsfélagið dæmt til að greiða hvor-
um þeirra 12 milljónir króna auk
400 þúsund króna í málskostnað.
1994
Safnaðu 11 strikamerkjum af
1 lítra mjólkurumbúðum (nýmjólk
og léttmjólk) og límdu þau ó
þótttökuspjaldið. Mœttu í nœsta
mjólkursamlag eða afhendingar-
stað með fullskipað Mjölkurlið.
fyrir 26. ógúst. og fóðu afhentan
þinn eigin Mjólkurbikar. Peir
gœtu orðið f ,.-. ...r,.-
fleiri en einn! G
Með því að verða þátttakandi í nýja
Mjólkurbikarleiknum í sumar, átt þú góða
möguleika á að vinna Mjólkurbikarinn! Þetta er
skemmtilegur og auðveldur leikur fyrir stráka
og stelpur á öllum aldri, bæði knattspyrnu-
áhugamennina og hina k tt
líka! Allir geta verið w j, I \ ||YP
meðogunnið! V
■ B Þú tryggir þér þátttökuspjaldið meö Mjólkurliðinu,
næst þegar farið er út í búð að kaupa mjólk eða
hjá naesta íþróttafélagi. - Þar færðu allar frekari
upplýsingar.
Þú tekur tómu mjólkurfernurnar og skolar þær vel.
*>kSafnar og klippir út 11 strikamerki af 1 lítra umbúðum
v5r (nýmjólk og léttmjólk) og flettir vaxhúðinni af.
Þú limir þau á sinn stað i Mjólkurliðinu,
t.d. með túpulími.
L;\ Þegar þú hefur safnað í fullskipað
lið hefur þú unnið leikinn!
i'A Þú ferð í næsta mjóikursamlag eða afhendingar-
stað með Mjólkurliðið þitt og sækir sigurlaunin;
glæsilegan Mjólkurbikar.
( ~Á Þú fagnar sigrinum með þvf að drekka iskalda
og svalandi mjólk - úr bikarnum.
Svo fylgist þú að
sjálfsögðu með „'
þínu liði í Mjólkur-
bikarkeppninni og
gefur ekkert eftir á vellinum í sumar! (það
verður eins gott að hafa mjólkurglasið við
höndina þegar spennan fer að magnast...)
ISLENSKUR MJOLKURIÐNAÐUR
Mjólkurblkarinn
er fyrir hressa
krakka á öllum
aldri. Inni og úti
í leik og starfi í
aUt sumar.
LEI KURINN
Spilaðu með í sumar!
RHjBP*MjíMi
f ÍÆ f/JPT 1 • llfaíi
¥W v
m •
,
'm " -- ™